Dagur - 10.02.1999, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 - 3
Kosið um
1. sætið
FRÉTTIR
Fyrirvaralaus stjóra-
skipti hjá Neyðarlínu
Rekstur Neyðarlínunnar hefur gengið erfiðlega.
Ágreiningiir milli
framkvæmdastjóra
Neyðarlímiimar og
stjómar veldur starfs-
lokum. Ríkislögreglu-
stjóri vill ekki svara
hvort samhengi sé
milli hágrar fjárhags-
afkomu og uppsagnar-
innar.
Eiríkur Þorbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Neyðarlínunnar,
hefur sagt upp störfum og leitar
nú leiða til að fá sig lausan sem
fyrst. Astaeðu uppsagnarinnar
segir Eiríkur af persónulegum
toga. Heimildir Dags segja ósam-
stöðu hafa orðið milli Eiríks og
stjórnar Neyðarlínunnar varð-
andi áherslur fyrirtækisins.
„Þetta bar brátt að,“ segir Eirík-
ur en vill að öðru leyti ekki ræða
ástæður starfslokanna. Algjör-
lega er óljóst hvaða starfsvett-
vangur bíður hans.
Neyðarlínan tók til starfa 1.
janúar árið 1996. Fjárhagsleg af-
koma hefur ekki verið sem
skyldi. Eiríkur segir að um 10
milljóna króna tap hafi orðið á
hverju ári frá því að fyrirtækið
hóf starfsemi sína, en ársvelta
hefur verið um 100 milljónir.
„Það var vitað að fyrstu árin yrðu
erfið. Stofnkostnaður reyndist
dýrari en við gerðum ráð fyrir, en
við búum líka yfir margfalt betra
kerfi en stefnt var að í upphafi,"
segir Eiríkur.
Sex aðilar eiga Neyðarlínuna.
Ríkislögreglustjóri á tvo hluti,
Slysavarnafélagið 2 hluti,
Reykjavíkurborg fyrir hönd
slökkviliðsins tvo hluti, Lands-
síminn einn hlut, Securitas tvo
hluti og Öryggisfyrirtækið Vari á
fjóra hluti eftir uppkaup á öðrum
aðilum.
Stjómarformaðux verst frétta
Haraldur Johannesen ríkislög-
reglustjóri er formaður stjórnar
Neyðarlínunnar: „Ég get ein-
göngu staðfest að framkvæmda-
stjóri Neyðarlínunnar hefur sagt
upp störfum. Stjórn Neyðarlín-
unnar hefur fallist á það erindi.
Hann lætur af störfum sam-
kvæmt samkomulagi þar um.
Hann nefnir orsakir í sinni upp-
sögn sem ég sé ekki ástæðu til að
fara út í,“ segir Haraldur.
Hann segir að innan tíðar
verði starf framkvæmdastjóra
auglýst til umsóknar en allsendis
sé óljóst sem stendur hver taki
við af Eiríki. Spurður hvort sam-
hengi sé milli starfsloka Eiríks og
taps Neyðarlínunnar, segir Har-
aldur: „Eg vil ekkert segja um
það mál.“ — bþ
Greinilegt er
að kosið
verður milli
Kristins H.
Gunnars-
sonar og
Magnúsar
Rejmis Guð-
mundssonar
á kjördæmis- Magnús Reynir
þingi flokks- Guðmundsson segir
ins þann 20. mikilsmetna fram-
n a af' sóknarmenn í Vest-
„Það er fjarQakjördæmi hafa
ákvörðun leitað til sín.
uppstuhng- -------
arnefndar að
Kristinn H.
Gunnarsson skipi 1. sæti lista
framsóknarmanna á Vestfjörð-
um en ég geri ráð fyrir að það
komi fram tillaga frá stuðnings-
mönnum mínum á kjördæmis-
þinginu um að ég skipi það sæti.
Það stefnir því í það að það verði
kosið milli okkar Kristins," segir
Magnús Reynir í samtali við
Dag. „Ég lít ekki svo á að upp-
stillingarnefnd hafi hafnað mér
því ég á minn stuðning í nefnd-
inni en meirihluti hennar hefur
lagt þetta til. Það hafa margir
mikilsmetnir framsóknarmenn í
Vestfjarðakjördæmi leitað til
mín og beðið mig sérstaldega
um það að gefa kost á mér í 1.
sæti listans vegna þess að þeim
finnst að Kristinn H. Gunnars-
son, nýkominn úr Alþýðubanda-
laginu, eigi ekki að leiða Fram-
sóknarflokkinn á Vestljörðum í
komandi kosningum. Við þess-
um óskum hef ég orðið,“ segir
Magnús enn fremur. — GG
Vinsælasta utvarps-
konan flæmd frá RIJV
Anna Kristine Magnúsdóttir: „Ég hef fengið yfir
mig leiðinlegar skammir frá útvarpsráðsmönn-
um. Það er fyrir mig óviðunandi að vinna áfram
hjá RÚVmeðan útvarpsráð erenn við lýði“
Anna Kristine Magn-
úsdóttir er flúin frá
RÚV til Bylgjunnar
undan skömmum
sjálfstæðismanna í út-
varpsráði. Útvarpsráð
bókaði hól í hennar
garð fyrir viku, en of
seint.
Anna Kristine Magnúsdóttir,
umsjónarmaður þess útvarpsefn-
is sem flestir landsmenn hlusta
á, Milli mjalta og messu, hefur
sagt upp störfum hjá RUV og
ráðið sig til Bylgjunnar. Ástæðan
er sú að hún gafst upp á sífelld-
um skömmum og athugasemd-
um einstakra útvarpsráðsmanna,
samkvæmt heimildum blaðsins,
einkum úr röðum sjálfstæðis-
manna.
Leidinlegar skanimir
Anna Kristine staðfesti í samtali
við Dag að hún hefði gert samn-
ing við Bylgjuna. „Ég vil lítið tjá
mig um málið annað en að stað-
festa þetta og að ég hef fengið
yfir mig leiðinlegar skammir frá
útvarpsráðsmönnum. Það er fyr-
ir mig óviðunandi að vinna áfram
hjá RÚV meðan útvarpsráð er
enn við lýði og sérstaklega þegar
við blasir í ofanálag að Þorgerður
Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
er að fara, því hún hefur bakkað
mig upp. Mér þykja þetta mjög
leiðinleg endalok eftir tæp átta ár
hjá RÚV og get vel hugsað mér
að koma síðar meir aftur - þegar
útvarpsráð hefur verið lagt nið-
ur,“ segir Anna Kristine.
Hún vildi ekki tjá sig frekar um
athugasemdir útvarpsráðs-
manna. I „Umbúðalaust" í blað-
inu í dag tjáir Stefán Jón Haf-
stein sig um mál þetta og segir
meðal annars: „Staðfest er að
fjórum sinnum (a.m.k.) á undan-
förnum mánuðum hafi þátturinn
fengið aðfinnslur eða
óformlegar bókanir í ráð-
inu, og umsjónarmaður
verið kallaður í síma til að
hlusta á munnlegar skýrsl-
ur yfirmanna um það
mál.“
Allsherjar misskiln-
ingur?
Ekki náðist í Gunnlaug
Sævar Gunnlaugsson for-
mann útvarpsráðs í gær,
en hann er veikur. Gissur
Pétursson varaformaður
ráðsins sagði í samtali við
Dag í gær að einhver alls-
heijar misskilningur hljóti
að vera í gangi. „Ég var að
frétta af þessu fyrst á út-
varpsráðsfundi í dag
(þriðjudag) og þetta kom
mér mjög á óvart. A fundi
ráðsins fyrir viku var
hennar verkum og þætti
sérstaklega hrósað og það
bókað í fundargerð og þá vissi
enginn um þessa afstöðu hennar.
Útvarpsráð hefur verið mjög
ánægt með störf hennar og hefur
þessi afbragðs útvarpskona feng-
ið sérstakt hól frá útvarpsráði,"
segir Gissur.
Anna Kristine segir að eftir
átta ár hjá RÚV og tvö og hálft ár
með þennan tiltekna þátt hafi
henni aldrei borist til eyrna já-
kvætt viðhorf frá útvarpsráði,
heldur eingöngu fengið símleiðis
athugasemdir og gagnrýni. - FÞG
lélélWW
Höfðingleg gjöf
Búsetu- og öldrun-
ardeild Akureyrar-
bæjar barst í gær
höfðingleg gjöf frá
Sigríði Steinunni
Jóhannesdóttur
þegar hún ánafn-
aði bænum geisla-
tæki sem nýtast
mun við sjúkra-
þjálfun. Það kostar
á fimmta hundrað
þúsund og verður
að mestu leyti til
afnota á dvalar-
heimilinu Hlíð á
Akureyri. Þórgnýr
Dýrfjörð deildar-
stjóri veitti gjöfinni
viðtöku og sagði við það tilefni að tækið myndi nýtast fjöldamörgum
einstaldingum. Bæði vistmönnum á dvalarheimilinu og eins þeim
sem koma þangað í sjúkraþjálfun. Þá er auðvelt að ferðast með tæk-
ið þannig að afnotin gætu orðið margvísleg.
Sigríður Steinunn er á áttræðisaldri og er ástæða höfðingsskapar
hennar öðru fremur, að hún hefur sjálf kynnst kostum samskonar
tækis og vildi að nálægir myndu njóta þess einnig. Sjálf er Sigríður
Steinunn búsett á dvalarheimilinu Hlíð. — BÞ
Kappakstur á RÚV næstu þrjjú árin
íþróttadeild Sjónvarps hefur gert þriggja ára samning um beinar út-
sendingar frá Formúla-1 kappakstri og verða fyrstu útsendingarnar á
þessu ári 6. og 7. mars. Útsendingar verða með svipuðu formi og
áður, sýnt frá tímatökum á laugardögum og kappakstrinum sjálfum á
sunnudögum með hálftíma upphitunarþætti á undan. Fyrsta mótið
sem sýnt verður frá fer fram í Astralíu en alls eru mótin 16 talsins,
flest í Evrópu. Umsjónarmaður útsendinganna verður sem f)Tr
Gunnlaugur Rögnvaldsson.