Dagur - 10.02.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 - 7
ÞJÓÐMÁL
Sóknarhuguriim í
stað svartsvniimar
heimilislækningum hérlendis til
þess að styrkja mönnun heilsu-
gæslunnar. Það er forsendan fyr-
ir því verkefni að bæta úr lækna-
skorti. Sú stefna hefur verið
mörkuð að auka samvinnu
heilsugæsluumdæma og tryggja
bakvaktir heilsugæslulækna. Það
er einnig forsenda fyrir því að
bæta úr læknaskortinum.
Vörn eða sóknaxhugur
Það eiga að vera allar aðstæður
nú til þess að snúa vörn í sókn í
byggðamálum. Hér hafa verið
nefndar nokkrar aðgerðir stjórn-
valda. Vissulega þarf einnig að
tryggja verndun fiskistofnanna
og hlutdeild Iandsbyggðarinnar í
sjávarútvegi, og að arðurinn af
honum sé eftir í byggðarlögun-
um, en sé ekki fluttur í formi
veiðileyfagjalds til höfuðborgar-
svæðisins. Höfuðborgarsvæðið
nýtur umsvifa sjávarútvegsins í
ríkum mæli og hefur alltaf gert.
Það er einnig nauðsyn að tryggja
áfram stuðning við landbúnað-
inn og endurnýja samninginn um
sauðfjárræktina á þeim nótum.
Landsbyggðin á mikla mögu-
leika ef bjartsýni ríkir og tekið er
á málum hennar af sóknarhug og
kostum hennar haldið fram. Þeir
eru margir. Þar er hver einstak-
lingur afar mikilvægur og olnboga-
rými fyrir hæfileikafólk að láta til
sín taka. Fyrir ungt fólk sem er að
ala upp böm er búseta á lands-
byggðinni mjög ákjósanleg.
Til þess að snúa vörn í sókn
þarf samræmt átak og aðgerðir.
Stjórnvöld þurfa að koma að því
máli, bæði landsstjórnin og sveit-
arstjórnarmenn. Fyrirtækin
þurfa einnig að koma að þessu
máli og framtakssamir einstak-
lingar. Sóknarhugurinn skiptir
afar miklu máli í þessu sambandi
og trúin á það að á landsbyggð-
inni geti áfram verið gott mannlíf
á nútímavísu. Það er ekki neinn
efi um það í mínum huga.
JÓN
KJUST
JANSSON
FORMAÐUR FJÁR-
LAGANEFNDAR
ALÞINGIS SKRIFAR
Sú þróun að fólk flytji frá dreif-
býli til þéttbýlis er þekkt í öllum
nálægum ríkjum. Hér á Iandi
hagar hins vegar svo til að höfuð-
borgarsvæðið er hlutfallslega
fjölmennara heldur en í nokkru
landi sem við berum okkur sam-
an við. Þetta gerir það að verkum
að samfélagið er sérstaklega við-
kvæmt fyrir ójafnvægi af þessu
tagi. Reykjavík er miðstöð
stjórnsýslu og viðskipta. Þar var
Háskóla Islands valinn staður.
Það má segja að veldi borgarinn-
ar og viðgangur hvíli á þessum
þremur stoðum.
I Reykjavík og nágrannabyggð-
um búa um 150 þúsund manns.
Þess sjást nú merki að þessi sam-
þjöppun fólks sé að færa hingað
til lands ýmsa ókosti borgarsam-
félagsins. Allir ættu að geta verið
sammála um að það sé ekki æski-
leg framtíðarsýn að hafa á Suð-
vesturhorninu borg sem telur á
þriðja hundrað þúsund íbúa, og
síðan yrðu 60-70 þúsund íbúar í
dreifðri byggð í stóru landi. Stað-
reynd er að flutningar fólks til
höfuðborgarsvæðisins útheimta
miklar Qárfestingar sem í mörg-
um tilfellum eru fyrir hendi á
landsbyggðinni.
Það ætti því að vera öllum
landsmönnum keppikefli að
stuðla að því að fólki fjölgi á Iands-
byggðinni og höfuðborgarsvæðið
búi að eðlilegri fólksfjölgun.
Fjölbreyttara atvinnulíf
Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram
tillögu um aðgerðir í byggðamál-
um sem er til umljöllunar á AI-
þingi. I fylgiskjölum þessarar til-
„Með fjárlögum 1999 er einnig gert ráð fyrir stórátaki í fjarkennslu í öllum landshlutum, og reynt er að styrkja stöðu
framhaldsskólanna," segir Jón m.a. í grein sinni.
lögu er samandreginn mikill
fróðleikur um byggðamál, meðal
annars kannanir á orsökum
byggðaröskunar. Fjölbreytni at-
vinnulífs, menntunarmöguleikar
og framfærslukostnaður er ofar-
lega á blaði. Af framfærslukostn-
aðinum er húshitunarkostnaður
tíðast nefndur sem og mismunur
á námskostnaði ásamt vöruverði
almennt.
Islenskt atvinnulíf samanstóð
löngum af hinum gömlu atvinnu-
greinum sjávarútvegi og land-
búnaði. Ekki síst stóð atvinnulíf
landsbyggðarinnar á þessum
stoðum. Ferðaþjónusta hefur nú
rutt sér til rúms og taldir mögu-
leikar á því að efla hana. Lands-
byggðin á vissulega að hafa þar
möguleika, en staðreyndin er að
allt of stór hluti þeirra ferða-
manna sem til Iandsins kemur
fer aldrei út fyrir Suðvesturhorn-
ið.
Nýjar greinar í atvinnulífinu
hafa rutt sér til rúms og má þar
einkum nefna hugbúnaðargerð á
sviði upplýsingatækni, eflingu
iðnaðar í tengslum við sjávarút-
veg og fleira. Stóriðnaður hefur
vaxið á Suðvesturhorninu, því
norðurströnd Hvalfjarðar er orð-
ið sama atvinnusvæði, þótt hún
tilheyri Vesturlandi.
Það er mikil nauðsyn fyrir
landsbyggðina að vera aukinn
þátttakandi í ferðaþjónustu, að
stóriðnaður verði staðsettur á
landsbyggðinni og upplýsinga-
tæknin og atvinna í kringum
hana verði einn þátturinn í at-
vinnulífi landsbyggðarinnar.
Aðgerðir stjómvalda
I tillögunni um byggðamál er
gert ráð fyrir því að leggja fram
fjármagn til þess að stofna eign-
arhaldsfyrirtæki til þess að stuðla
að nýjum atvinnugreinum á
landsbyggðinni. Til þessa verk-
efnis eru 300 milljónir á fjárlög-
um. Auk þess er ætlunin að legg-
ja til nýsköpunar einn milljarð af
andvirði Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins og er hluti þess Qár-
magns kominn inn fyrir sölu
hlutabréfa í bankanum árið
1998. Þetta á að gefa fyrirtækum
og framkvæmdamönnum á
landsbyggðinni nýja möguleika,
til þess að hefja nýja starfsemi,
eða útvíkka það sem fyrir er.
Á Ijárlögum 1999 eru einnig
hækkuð framlög til niðurgreiðslu
á húshitunarkostnaði, og með því
á rafhitunarkostnaður að geta
lækkað og bilið að minnka. Fram-
lög til jöfnunar á námskostnaði
voru einnig aukin og hafa verið
tvöfölduð á tveimur árum. Með
þessu er verið að stíga umtalsverð
skref til jöfnunar.
Með fjárlögum 1999 er einnig
gert ráð fyrir stórátaki í fjar-
kennslu í öllum landshlutum, og
reynt er að styrkja stöðu fram-
haldsskólanna.
Einn þáttur í byggðamálum er
heilbrigðisþjónustan, og það er
afar brýnt að efla menntun í
Framboð fyrir fulliiin seglum
Hfinnur
BIRGISSON
PRÓFKJÖRI SAM-
’FYLKINGARINNAR
A N-EYSTRA SKRIFAR
Eins og vonandi sem flestum er
kunnugt, er ég nú í framboði í
prófkjöri Samfylkingarinnar í
Norðurlandi eystra, sem fram fer
laugardaginn 13. febrúar n.k. Þeg-
ar framboðið var tilkynnt var tekið
svo til orða að það væri „án afslátt-
ar“, prófkjörið eitt ætti að skera úr
um styrldeika einstaklinganna
innan hins nýja stjórnmálaafls.
Aðspurður að því hvað þetta
þýddi, svaraði ég því til að fram-
boðið væri fyrir fullum seglum en
ekki rifuðum, stefnan væri tekin á
toppinn en byr yrði að ráða.
Bætum kjðr ungra fjöl-
skyldna!
Viðfangsefnin í þjóð- og stjórn-
málum eru mörg og miþijyagg. f
prófkjörsbaráttunni legg ég þó
fyrst og fremst með mér eitt aðal
stefnu- og baráttumál, sem hefur
lengi verið mér hugleiknara en
önnur: Urbætur í skattamálum í
þágu ungra fjölskyldna.
Eg hef nú gefið út bæklinginn
„Fjölskyldan og skattarnir", sem
inniheldur blaðaskrif mín á und-
anförnum árum og tillögur um
þetta efni, og einnig eru þar birt-
ir útdrættir úr nýjustu samþykkt-
um og ályktunum ýmissa flokka
og samtaka um skattamál. Bæk-
lingurinn mun verða Iátinn Iiggja
frammi sem víðast í kjördæminu,
og afhentur þeim sem áhuga
hafa við þau tækifæri sem gefast.
Einnig má kynna sér hann á
heimasíðu minni á netinu, slóðin
er: http:www.isholf.is/finnur.ark.
Margir milljarðar á ári
Um langt árabil hef ég haldið því
fram í ræðu og riti að íslenska
skattkerfið sé óréttlátt gagnvart
barnafjölskyldum, níðist á kjör-
um þeirra og brjóti á þeim mann-
réttindi. Gera verði uppýkyrð á
kerfinu og leiðrétta þá slagsíðu
sem það nú hefur fjölskyldunum
í óhag, sér í Iagi með því að út-
rýma tekjutengingu barnabóta,
sem er séríslenskt fyrirbæri og á
sér enga hliðstæðu. Það sem hér
er um að ræða er ekkert smámál,
því upphæðirnar sem nú eru
hirtar með óréttmætum hætti í
skatta af barnafólki skipta mörg-
um milljörðum á ári.
Undirtektir við þessum mál-
flutningi voru dræmar framan af.
Á síðari árum hafa þó æ fleiri
tekið undir hann, eins og álykt-
anirnar sem birtar eru í bæk-
lingnum bera vott um. Höfuðvíg-
ið er þó langt í frá fallið því skatt-
kerfið er enn jafn ranglátt og
áður og viðhorf þeirra sem því
stjórna óbreytt. Síðustu breyting-
ar á tekjutengingu barnabóta,
sem voru samkvæmt tillögum frá
ASÍ þótt ótrúlegt megi virðast,
voru meira að segja í þveröfuga
átt og leiddu til lækkunar barna-
bóta um hálfan milljarð. Það er
því ljóst að baráttan heldur áfram
og að eftir er að sannfæra marga.
Dómstólaleiðm?
I greinunum er víða vitnað til
dóms, sem Stjórnlagadómstóll
Þýzkalands felldi 29. maí 1990
og leitt hefur til róttækra breyt-
inga á þarlendu skattkerfi. Með-
al annars var tekjutenging barna-
bóta úrskurðuð ólögmæt, þar
sem hún væri í andstöðu við 3.
og 6. greinar stjórnarskrárinnar.
3. greinin kveður á um að allir
menn skuli vera jafnir fyrir Iög-
unum og er efnislega samhljóða
65. grein íslensku stjórnarskrár-
innar. 6. greinin segir að hjóna-
band og fjölskylda skuli njóta sér-
stakrar verndar ríkisvaldsins.
Hún á sér ekki hliðstæðu í okkar
stjórnarskrá, en meiningin er
væntanlega óumdeild.
Hér á Iandi eru því fyrir hendi
ailar sömu forsendur og Iágu til
grundvallar dómnum í Þýzka-
landi. Sem lokaúrræði ef annað
bregst væri því e.t.v. hægt að leita
til dómstóla til að fá ranglátum
ákvæðum skattalaganna hnekkt,
- kvótadómur Hæstaréttar frá s.l.
ári gefúr vísbendingu um að sú
leið kunni einnig að vera fær hér,
ekki síður en í Þýzkalandi.
Öflugan málsvara á Þing
Æskilegra væri þó að löggjafinn
tæki af sjálfsdáðum á sig rögg og
breytti því sem breyta þarf í
skattkerfinu, þannig að mann-
réttindabrotum gagnvart barna-
íjölskyldum linni. Það mun hins-
vegar ekki gerast nema fyrir því
verði barist. Ekki síst verður
unga fólkið sjálft að átta sig á
þeirri illu meðferð sem það sætir
í skattkerfinu og krefjast úrbóta,
en það verður einnig að eiga sér
öfluga málsvara á Alþingi, þar
sem málunum verður ráðið að
lokum.
Eg er reiðubúinn að halda bar-
áttunni áfram á þeim vettvangi,
en til þess að það geti orðið þarf
ég fyrst að sigra í prófkjörinu 13.
febrúar. Ég heiti því sérstaklega á
ungt fjölskyldufólk og alla skyn-
sama menn að kynna sér mál-
flutning minn, mæta síðan á
kjörstað 13. febrúar og ljá mér
þar atkvæði sitt........ . .