Dagur - 10.02.1999, Blaðsíða 6
6- MIDVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999
ÞJÓÐMÁL
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn JÓNASSON
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVIK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Simar: 4bo 6ioo og soo 7oso
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: í.soo kr. á mánuði
Lausasöiuverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVfK)563-i6i5 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang auglýs/ngadei/dar: omar@dagur.is
Simbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (REYKJAVík)
Mildar sveiflur
f lyrsta lagi
Sveiflurnar á fylgi tveggja stærstu framboðanna í skoðana-
könnun DV í gær eru ótrúlega miklar. Sjálfstæðisflokkurinn,
sem hefur fengið um 50 prósenta fylgi í könnunum DV und-
anfarið, hrapar niður um 13-14 prósent, en Samfylkingin bæt-
ir álíka miklu við sig. Þannig gefur könnunin til kynna að þessi
tvö stjórnmálaöfl fengju jafn marga þingmenn, 23, ef kosið
væri núna. Hreyfingar á fylgi annarra flokka í könnuninni eru
minni; Framsóknarflokkurinn dalar um 1,8 prósent, Vinstri-
hreyfíngin bætir við sig 1,1 prósenti og Frjálslyndi flokkurinn
1,7 prósentum. Þær breytingar eru allar innan skekkjumarka.
í öðru lagi
Ekki fer á milli mála að þessi mikla sveifla fylgis frá Sjálfstæð-
isflokknum til Samfylkingarinnar er bein afleiðing þeirra vel-
heppnuðu prófkjöra sem fram hafa farið í Reykjavík og Reykja-
nesi síðustu tvær helgar. Með þeim hefur Samfylkingin sýnt
nýtt andlit samstöðu og fjöldafylgis sem auðsýnilega fellur
kjósendum vel. Hins vegar er engan veginn sjálfgefið að þessi
milda bylgja endist fram á kjördag, enda eru þrír mánuðir
langur tími í stjórnmálum. Það er þó fyrst og fremst undir
Samfylkingunni sjálfri komið. Ef forystumönnum hennar í
einstökum kjördæmum og á landsvísu tekst að sýna samstöðu
og málefnalegt frumkvæði í kosningabaráttunni - þá kunna
stórtíðindi að gerast í íslenskum stjórnmálum.
í þriðja lagi
Þótt hreyfingar á fylgi annarra flokka séu innan skekkjumarka
er samt ljóst að litlu flokkarnir eru að sækja á. Nýja Vinstri-
hreyfingin (VG), sem stofnuð var um helgina, er komin í 6,4
prósent - eftir að hafa mælst með mjög lítið fylgi í mörgum
skoðanakönnunum. Framsóknarflokkurinn þarf að hafa fyrir
því að halda í fylgi sitt frá síðustu kosningum, þótt hann verji
sína stöðu hlutfallslega mun betur en Sjálfstæðisflokkurinn í
þessari könnun. Næstu skoðanakannana verður beðið með
óvenju mikilli eftirvæntingu. Elías Snæland Jónsson.
Home alone hiá
SjálfstæðisfLo
tjá
kki
DV birtir váleg tíðindi í gær.
Samkvæmt skoðanakönnun
blaðsins hefur fylgið gjörsam-
lega hrunið af Sjálfstæðis-
flokknum á tæpum mánuði.
Flokkurinn fellur úr um 50%
fylgi 11. janúar niður í rúm
36% nú í byqun febrúar. Hvað
er að gerastr Það er
spurningin. Sjálfstæð-
ismenn vítt um völl eru
ekki með hýrri há
vegna þessa þó svo að
einstaka forustumaður
berji sér á brjóst og segi
að þetta muni lagast.
Þetta er breyting sem
kallar á skýringar ef
sjálfstæðismenn ætla
ekki beinlínis að glata
forustuhlutverki sínu í íslensk-
um landsmálum. Og þar sem
ekkert er átakanlegra en ör-
væntingarfullur sjálfstæðis-
maður, mun Garri að sjálfsögðu
Ieggja sitt af mörkum til að
svara hinni áleitnu spurningu -
hvað gerðist?
Ekkert nýtt
Sumir halda þvf fram að eitt-
hvað merkilegt hafi verið að
gerast hjá Samfylkingunni sem
auki svo rækilega á aðdráttarafl
hennar. Vissulega héldu próf-
kjörin í Reykjavík og Reykjanesi
þessu nýja stjórnmálaaíli í um-
ræðunni, en þar gerðist þó í
raun ekkert nýtt. Það væri þá
ekki nema að svarendur í skoð-
anakönnuninni hafi verið að
verðlauna Guðnýju Guðbjörns
fyrir að hafa þrátt fyrir allt tek-
ið sæti á listanum í Reykjavík.
Nei svarið á hinu mikla fylgis-
tapi liggur fyrst og fremst hjá
sjálfstæðismönnum sjálfum.
Eitt atriði stendur upp úr þegar
málið er skoðað ofan í kjölinn
og það er að Davíð var að
V.
heiman. Hann var ekki fyrr far-
inn til Mexíkó, en allt varð vit-
laust hér heima og herforingj-
arnir fóru að atast hver í öðr-
um. Það var „Home alone" í
Sjálfstæðisflokknum.
Öfug fonnerki
Bjöm byrjaði að tala um
að breyta flokknum og
leggja niður varafor-
mannsembættið. Geir
fór að tala um að breyta
ekki flokknum og Ieggja
ekki niður varafor-
mannsembættið. Sól-
veig ryðst svo fram á
völlinn og ætlar að fara
í varaformannsslag við
Geir, þrátt fyrir að Geir
sé nýbúinn að syngja sjóaralög
inn á plötu með lýðhetjunni
Arna Johnsen og sýna þannig
hvað hann er fjölhæfur og
skemmtilegur. Og til að kóróna
málið kemur svo Sigríður Anna,
með slegið hár og ekkert tagl,
og segist líka ætla að verða
varaformaður í flokknum. Og
þegar öll þessi ringulreið er
komin að suðumarki dúkkar
Sturla upp og ætlar að verða
varaformaður landsbyggðarinn-
ar í flokknum. Hver höndin er
uppi á móti annarri og sam-
setningin er farin að minna á
sundrunguna í Samfylking-
unni. A sama tíma er sundr-
ungin í Samíylkingunni í sögu-
legu lágmarki og samsetningin
þar farin að minna á samstöð-
una í Sjálfstæðisflokknum und-
ir Davíð. En nú er Davíð kom-
inn heim og „Home alone-ið“
búið svo kannski fer þetta allt
að lagast. í því felst huggun
sjálfstæðismanna eftir könnun-
ina í DV. GARRI
ODDUR
ÓLAFSSON
SKRIFAR
Dreifbýlisþrár borgarbúa
Grenndarkynning er mikilvægur
þáttur í nútíma skipulagi bæja.
Hún felst í því að sá sem á hús í
sjónmáli við hús sem á að byggja
eða breyta hefur nánast ákvörð-
unarrétt um hvort nýbyggingar
eru leyfðar og ef svo þá hvernig
þær eiga að vera í laginu. Þessi
makalausi angi af lýðræðinu er
hugsjóninni um lágreista og
dreifða byggð mikil Iyftistöng.
Sveitafólk og nesjamenn, sem
sjá sér þess vænstan kost að
flytja til Reykjavíkur, telja ekkert
eðlilegra en að flytja dreifbýlið
með sér í borgina. Með góðu at-
fylgi svona fólks hefur tekist að
búta horgina niður í misstór
þorp og dreifa þeim um haga og
afrétti og nú hefur það bætt við
sig útskerjum Kjalarness og ítök-
um á Mosfellsheiði til að við-
halda sundruðum samfélögum
allra þeirra nýbyggja og afkom-
enda þeirra, sem aldrei játa á sig
þá svívirðu að vera Reykvíkingar.
Til að koma í veg fyrir að nýjar
byggingar sem eitthvað kveður
að rísi á Seltjarnarnesi hinu
forna var grenndarkynningin
fundin upp og múruð í reglu-
gerð. Með henni er auðvelt að
koma í veg fyrir að Laugavegur-
inn verði lífleg verslanagata og
að eftirsóknarverðar
íbúðabyggingar rísi
hér og hvar á nesinu.
Klúður
Lengi hefur verið
brýn nauðsyn að reisa
barnaspítala. Ósér-
hlífnar konur í Kven-
félaginu Hringnum
hafa lengi Iagt því
góða máli lið, sem nú
er loks komið á fram-
kvæmdastig. En þá
tókst borgaryfirvöld-
um að klúðra grenndarkynningu
og er auðvelt að tefja fram-
kvæmdir við hús sem koma á
sjúkum börnum til góða.
Annars er ekki vandalaust að
bæta í það húsakraðak sem hýsir
Landspítalann. Þar eru þrengsl-
in á alla kanta og vandamál bíla-
stæða og umferðar yfirþyrmandi.
En Miðbæjarflugvöllurinn á
hlaði sjúkrahússins er erfiðasta
umferðarvandamál borgarinnar
og stendur raunar öllum við-
gangi hennar fyrir þrifum. En of-
vöxtur þess fyrirtækis hefur
aldrei þurft að skerðast vegna
grenndarkynningar.
Formyrkvan
Umfang húsa er háð grenndar-
kynningum og smekk og innræti
þeirra sem eiga byggingu í sjón-
máli við það sem þarf að byggja
eða bæta. En hávaxin tré í garði
nágrannans sem skyggja fyrir sól
og byrgja allt útsýni mega vaxa
eins og náttúran býður án þess
að þeir sem í myrkrinu híma fái
rönd við reist. Fólki er jafnvel
bannað að hreyfa við ofvöxnum
gróðri í eigin garði, þótt hann sé
aðeins til ama og formyrkvunar.
Það er mikið framtak að stöða
byggingu barnaspítala og rífast
um hvort byggja eigi Geldinga-
nesið og fylla upp í Skerjaflörð-
inn. Akureyringar tvístíga og
deila um hvort flytja eigi fót-
boltavöll eða fólk út fyrir bæinn.
I Kópavogi er hrúgað upp háhýs-
um og enginn spurður hvort ná-
grönnum líka betur eða ver, enda
lenda íbúarnir að lokum á
sjúkrahúsum og í kirkjugörðum í
Reykjavík, þar sem dreifbýlis-
hugsjónin býr.
Er það rétt ákvörðun að
taka Lindarbæ undir
skjalasafn Hagstofunn-
ar?
Þórhildur Þorleifsdóttir
leikhússtjóri Borgarleikhússitts.
„Það er spurn-
ing hvort ekki
hefði verið hægt
að ganga þannig
frá málum að
krakkarnir
hefðu getað haft
þetta húsnæði
fram á vorið. Ég sé ekki að það
skipti öllu hvort einhver skjala-
geymsla sé tekin í notkun mán-
uðinum fyrr eða síðar. Annars
liggur ákvörðun í þessu máli
dýpra, það er fyrir nokkru búið
að selja íjármálaráðuneyti þetta
hús. Það er líka umhugsunarvert
hvað menn eru æstir að rífa þessi
fáu hús á höfuðborgarsvæðinu
sem hægt er að leika í - eða þá
gera þau að mötuneyti.'1
HjálmarH. Ragnarsson
réktorListaháskóla íslands.
„Ég tel það mjög
brýnt að hús-
næðisvandi
Nemendaleik-
hússins sé leyst-
ur strax og með
viðunandi
hætti. Nem-
endaleikhúsið er mikilvægur
þáttur í starfi skólans og síðasti
áfanginn f löngu og ströngu
námi. Það er mjög slæmt að
þessi vandi varðandi húsnæðið í
Lindarbæ skuli koma upp nú á
miðju starfsári."
Hallgrímur Snorrason
hagstofustjóri.
„Þetta mál snýst
um að búið var
að ákveða að
Leiklistarskól-
inn myndi flytja
í Landsmiðju-
húsið við Sölv-
hólsgötu. Það
hefur tafist vegna kostnaðar og
ekki er búið að ganga frá leik-
sviði hússins, sem kemur vegna
þess að Nemendaleikhúsið hafði
þegar ákveðið að það flytti úr
Lindarbæ, og hafði ráðgert að
setja ekki upp sýningar fyrr en á
árinu 2000. Hvað varðar hús-
rýmið í Lindarbæ þá þurfum við
á auknu geymsluplássi að halda
vegna aukinna verkefna sem við
erum að taka að okkur. Einnig
munu fleiri stofnanir á vegum
stjórnarráðsins fá inni í húsinu.
Ég hef fulla samúð með leiklist-
arnemum í þessu máli, en í raun
finnst mér þetta ekki vera vanda-
mál heldur úrlausnarefni. Ég
minni á að leiklistarnemum
stendur til boða að fá inni í
Hafnarfjarðarleikhúsinu þar sem
er fulfboðleg aðstaða, en þeir
hafa sagt full langt að flytja
menninguna í Fjörðinn."
Ólafur Öm Haraldsson
alþingismaður.
„Öðruvísi mér
áður brá. í stað
lifandi leiklistar
hefur nú líflaus
hönd fortíðar-
innar gripið um
þetta hús sem
við máttum ekki
missa."