Dagur - 11.02.1999, Síða 5
FIMMTVDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 - 21
LÍFIÐ í LANDINU
„Þegar ég var átján ára“
„Við kynntumst í gegnum frænda hans og systur mína, “ segir Oddný Jóns-
dóttir í Hafnarfirði, sem hér er ásamt Björgvini Ingvarssyni, eiginmanni sínum.
CLjósmyndast. MYND, Hafnarfirði.J
„Við kynntumst þegar ég var
átján ára og Björgvin nítján og
var það í gegnum frænda hans
og systur mína, sem þá voru
byrjuð saman og eru hjón í dag.
Síðan þetta var eru liðin mörg ár
og við Björgvin erum nú komin
vel yfir þrítugt," segir Oddný
Jónsdóttir í Hafnarfirði. Þann
25. júlí í fyrrasumar gaf sr. Sig-
urður Helgi Guðmundsson
Oddnýju og Björgvin Ingvarsson
saman í hjónaband við athöfn í
Víðistaðakirkju.
„Sigurður Helgi er okkar
prestur, hann fermdi mig og
skírði son okkar, Birgi, sem er
þriggja ára gamall. A eftir gift-
ingarathöfninni var svo veisla í
Skátaheimilinu við Víðistaða-
tún, þar sem komu boðsgestir
okkar, alls um 80 talsins. Síðan
fórum við í brúðkaupsferðalag
og dvöldumst í nokkra daga í
sumarbústað í eigu rafiðnaðar-
manna í Hraunborgum austur í
Grímsnesi," segir Oddný.
Að uppruna er Oddný Hafn-
firðingur en Björgvin er Reyk-
víkingur. Og þau hafa valið sér
að búa til framtíðar í Firðinum
og eiga skemmtilega íbúð í
Mosahlíðarhverfi í Hafnarfirði,
nýjasta hverfi bæjarins. „Okkar
framtíðaráform eru kannski
helst þau að Ijúka við íbúðina
endanlega og koma okkur vel
fyrir hérna,“ segir Oddný, sem
er hjúkrunarfræðingur og starfar
sem slík á St. Jósepsspítala í
Hafnarfirði. Björgvin Ingvarsson
er hinsvegar rafiðnaðarmaður og
starfar hjá Rafstjórn, en það fyr-
irtæki vinnur mikið við uppsetn-
ingu loftræstibúnaðar. -SBS.
Sigrún og
Sæmimdur
Gefin voru saman í hjónaband í
Lágafellskirkju í Mosfellsbæ
þann 22. ágúst sl. sumar, af sr.
Þór Haukssyni, Sigrún Þor-
steinsdóttir og Sæmundur Þ.
Sigurðsson. Heimili þeirra er að
Markholti 17b í Mosfellsbæ.
(Ljósmyndast. Sigríðar Bach-
mann.)
bækurB
Audlegð
Auður úr iðrum jarðar, Saga
hitaveitna og jarðhitanýtingar
á Islandi er 12. bindið í ritröð-
inni Safn til iðnsögu Islend-
inga. Höfundur er Sveinn
Þórðarson. Hið íslenska bók-
menntafélag gefur út.
Er þetta fyrsta alþýðlega yf-
irlitsritið um sögu jarðhitanýt-
ingar á tslandi. Fjallað er
meðal annars um sambúð
landsmanna og jarðhitans í
tímans rás, allt frá laugarferð-
um fornmanna til beislunar
háhitasvæða.
Kvískerjabók
Ut er komin Kvískerjabók,
sem gefin er út til heiðurs
systkinunum á Kvískerjum í
Oræfum. Utgefandi er Sýslu-
safn Austur-Skaftafellssýslu.
t bókinni er fjöldi greina
eftir einstaklinga sem kynnst
hafa Iv/ískerjaheimilinu og átt
samsterf við ábúendur þar. í
Kváskerjabók birtast greinar
um nýjar rannsóknir á fjöl-
mörgumsviðum, en Kvískerja-
bræður eru löngu þjóðkunnir
fyrir rannsóknir sínar á sögu
og náttúrufari Austur-Skafta-
fellssýslu.
Rúmlega 30 höfundar
leggja til efni í bókina. Einnig
eru í ritinu þættir og endur-
minningar um Kvískerjaheim-
ilið, sögu staðarins, þjóðfræði
og fleira. Þá er þar að finna
ritaskrá Kvískerjabræðra.
Ein rj ómabolla í lagi
SVOJMA
ER LIFIÐ
Pjetur St.
flrason
skrifar
Pjetur
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Pjetur svarar í
símann kl. 9—12.
Föstuinngangur er í næstu viku. Danskir og norskir fluttu
þann sið til landsins á síðustu öld að borða bollur í upphafi
Iönguföstu. Þessa dagana eru bakarar Iandsins komnir á fullt
að undirbúa bolludaginn. Hvaða áhrif hefur þetta rjómabolluát
á þá sem eru veikir fyrir hjarta?
Nikulás Sigfússon er læknir Hjartaverndar. Hann segir það
ekki hafa mikið að segja fyrir blóðfituna að borða feitmeti
annað slagið, það séu almennar neysluvenjur fólks sem að
skipti mestu máli. Miklvægast til að lækka blóðfitu sé að neyta
fljótandi feiti í stað fastrar feiti. „Það eru daglegar neysluvenjur
fólks sem ráða blóðfitunni. Það eru bara öfgar að hætta við
svona gamlar tradisjónir eins og að hætta að borða saltkjöt og
baunir á sprengidaginn eða fá sér rjómabollu á bolludaginn."
Það eru til margar gerðir af bollum, vatnsdeigsbollur, ger-
bollur, rommbollur, jarðaberjabollur o.m.fl. I bakaríum er hægt
að fá bollur sem á eftir að setja krem og rjóma á. Þær getur
fólk skreytt sjálft eftir smekk. Sumir vilja rommbollur með
miklu rommi aðrir vilja lítið romm. Síðan eru til allskonar teg-
undir af sultum sem að hægt er að hafa með bollunum.
Fyrir þá sem ekki vilja rjóma er hægt að fá krembollur eða
rúsínubollur. Algengt er að fyrirtæki bjóði starfsmönnum sín-
um uppá bollur. Það sagði mér bakarameistari að bolludagur-
inn væri gósentíð bakarans og að hasarinn byrjaði í bakaríinu
hjá sér miðvikudag fyrir bolludag.
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
;ða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
ritstjori@dagur.is
Peimavmir
Ung kona frá Ghana langar að eignast pennavini á Islandi.
Hún hefur áhuga á tísku, ferðalögum, lestri góðra bóka og að
horfa á kvikmyndir. Hún er tuttugu og tjögurra ára og skrifar
ágæta ensku. Ahugasamir geta sent bréf til:
Miss Janet Jackson
P.O. Box 117
Oguaa Central,
Ghana
West Africa
■ HVAD ER Á SEYDI?
JAZZ í DJÚPINU
Jazztríóið Svartfugl heldur tónleika í
Djúpinu, kjallara veitingastaðarins
Hornsins \ið Hafnarstræti, í kvöld kl. 21.
Tríóið flytur eigin útsetningar af verkum
eftir Cole Porter, eitt af helstu tónskáld-
um bandarískrar jazz og dægurlaga
menningar. Svartfugl skipa Sigurður
Flosason saxófónleikari, Björn Thorodd-
sen gítarleikari og Gunnar Hrafnsson
bassaleikari.
HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Kappræður um karlamál
I kvöld 11. febrúar gengst Karlanefnd
Jafnréttisráðs fyrir kosningafundi í sal
Ráðhúss Reykjavíkur kl. 20.30. Á fund-
inn er boðið forystumönnum Framsókn-
arflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks
og Vinstir hreyfingar-Græns framboðs.
Fundurinn mun snúast um jafnan rétt
og jafna möguleika kynja með sérstakri
áherslu á þau mál sem Karlanefnd Jafn-
réttisráðs hefur beitt sér fyrir.
Hana-nú Kópavogi
Fundur um Póllandsferð verður í dag
11. febrúar kl. 17.00 í Gjábakka. Loka-
útkall. Leikhúsferð sunnudaginn 28.
febrúar. Rommí í Iðnó. Pantanir í síma
554-3400.
Félag eldriborgara Ásgarði, Glæsibæ
Brids, tvímenningur kl 13.00 skrásetning
fyrir þann tíma. Bingó ld. 19.45. Kaffi-
stofan er opin kl. 10.00-13.00.
Félag Kennara á eftirlaunum
I dag ld. 16.00 verður kórinn í Kennara-
húsinu við Laufásveg.
í sátt við landið
Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins efna
til ráðstefnu um virkjanir og verndun há-
lendisins í Valhöll í dag. Ráðstefnan
hefst kl. 16.00 og er áætlað að hún
standi til kl. 18.00. Erindi á ráðstefn-
unni flytja: Þórður Friðjónsson ráðuneyt-
isstjóri, Theodór Blöndal iðnrekandi,
Steinn Logi Björnsson framkvæmda-
stjóri, Soffía Lárursdóttir bæjarfulltrúi.
Jónas Elíassson prófessor og Styrmir
Gunnarsson ritstjóri. Ráðstefnan er öll-
um opin.
Sýningarlok í gallerí Geysi
Sýningu Stefáns Sigvalda Kristinssonar í
Gellarí Geysi, Hinu Húsinu v/Ingólfstorg
lýkur þann 14. febrúar nk. Stefán Sig-
valdi er fjölfatlaður og sýnir bæði teikn-
ingar og oh'umálverk.
LANDIÐ
Fræðslufundur með Ara Trausta
I kvöld gengst Félag vélsleðamanna í
Eyjafirði fyrir fræðslufundi í Blómaskál-
anum Vín við Hrafnagil kl. 20.30. Gest-
ur fundarins verður Ari Trausti Guð-
mundsson, veðurfræðingur og mun hann
einkum fjalla um þær breytingar sem eru
að verða á jöldum landsins. Einnig mun
hann fjalla um veðurfar til fjalla og vera
með myndasýningu.
Píanótónleikar í Freyvangi
í kvöld kl. 20.30 verða tónleikar píanón-
emenda Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Tón-
leikarnir verða í Freyvangi og koma þar
fram lengra kontnir píanónemendur, af
öllu starfsvæði Tónlistarskólans og flytja
Ijölbreytta dagskrá. Aðgangur er ókeypis
og eru foreldrar og aðrir velunnarar skól-
ans hvattir til að mæta og hlýða á þessa
ungu píanóleikara.