Dagur - 12.02.1999, Blaðsíða 1
Hagfræðistofnim Há-
skólans metur heHd-
arkostnað vegna sjó-
slysa á íslandi 3-4
miUjarða, eða yfir
hálfa miUjón á hvem
sjómann á ári.
Áætlaður heildarkostnaður er
talinn liggja á bilinu 3,2 til 4,3
milljarðar króna á ári, samkvæmt
skýrslu sem Hagfræðistofnun
vann fyrir Landslæknisembættið.
Þessi kostnaður samsvarar rúm-
lega hálfri milljón árlega á hvern
starfandi sjómann að meðaltali.
Þar af er persónulegur kostnaður
sjómannanna talinn um 1,5
milljarðar en rúmlega helming-
urinn er kostnaður sem leggst á
samfélagið vegna sjóslysanna.
Tekjutap vegna andláts ungs
karlmanns er t.d. metið kringum
30 milljónir. Á þessum áratug
hafa kringum 40 manns á ári
fengið örorkumat vegna slysa á
sjó.
500 slys á ári
Slys eru tíð hjá sjómönnum mið-
að við aðrar starfsstéttir og hlut-
fallslega algengust hjá mönnum
yngri 35 ára. Á árunum 1991-96
var Tryggingastofnun ríkisins til-
kynnt um 490 slys á sjómönnum
að meðaltali á ári.
Það svaraði til þess
að 7,3% slösuðust
við störf sín á ári
hverju eða 1 af
hverjum 14 sjó-
mönnum. Rúmlega
35% af öllum slysa-
tryggingum sem
Tryggingastofnun
greiðir er vegna
sjómanna, þó þeir
séu aðeins 5%
starfandi fólks í
landinu. Árið 1996 voru meðal-
greiðslur stofnunarinnar rúmlega
410 þúsund fyrir hvert tilkynnt
slys, en samtals um 220 milljónir.
Um 3-4% sjómanna sem koma á
slysadeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur eru alvarlega eða lífshættulega
slasaðir, 20% nokkuð alvarlega en
íjórðungur lítið.
Mestur hluti samfélagslega
kostnaðarins er vegna sjótrygg-
inga sem greiddar eru vegna
tjóns á skipum og bátum. Á
tímabilinu 1986-96 nam þessi
kostnaður um 1,7 milljörðum á
ári að meðaltali.
Landhelgisgæslan hefur bjargað mörgum úr sjávar-
háska en slys á sjó kosta nokkra milljarða á ári.
Alltof mörg slys
„Það eru því miður of mörg slys
og þetta er í samhengi við það.
Menn eru hins vegar alltaf að
leita leiða til þess að fækka
þeim,“ segir Hólmgeir Jónsson,
framkvæmdastjóri Sjómanna-
sambandsins
Hann segir að samkvæmt síð-
ustu tölum hafi slysum meðal
sjómanna eitthvað verið að
fækka. Það sé hins vegar ekki vit-
að hvert framhaldið verði í þeim
efnum, þótt menn séu ávallt að
reyna að koma í veg fyrir slys
með ýmsu forvarnastarfi.
Jónas Haraldsson, skrifstofu-
stjóri LIÚ, segist ekki hafa séð
umrædda skýrslu en það sé eng-
in launung á því að útvegsmenn
hafa miklar áhyggjur af þessu
vegna þess að slys á sjómönnum
séu alltof tíð. Útvegsmenn séu
alltaf að reyna að auka öryggi
sinna starfsmanna á ýmsan hátt.
Orn Pálsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands smábáta-
eigenda, segist vona að menn
geti eitthvað lært af skýrslunni.
Hins vegar sé hann nokkuð for-
viða yfir því hvað þessi kostnað-
ur sé mikill, enda varla getað
ímyndað sér það. Hann telur að
slysum meðal smábátasjómanna
hafi fækkað á undanförnum
árum, enda verið unnið vel og
markvisst að því. — HEl/GRH
Carl hitti
í mark
Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti
í gær dóm Skotíþróttasambands-
ins frá 19. janúar en þá var hafn-
að kröfu Carls J. Eiríkssonar um
endurtekningu landsmótsins
sem fram fór í janúar 1997.
Carl hefur um árabil átt í úti-
stöðum við Skotíþróttasamband-
ið. Hann skipti skriflega um fé-
lag 1996 og fór úr Skotfélagi
Reykjavíkur til Aftureldingar.
Skotsambandið hafnaði félaga-
skiptunum þar sem ekki hefði
borist tilkynning um að hann
væri skuldlaus við félagið. Vegna
óvissu um stöðu sfna tilkynnti
Carl þátttöku í landsmóti í janú-
ar 1997 fyrir fleiri en eitt félag
og var honum í kjöifarið meinuð
þátttaka. Hófst þá dómstóla-
stapp, sem með úrskurðinum í
gær stendur nokkurn veginn á þá
leið að taka verði málið upp að
nýju frammi fyrir nýjum íþrótta-
dómstól. Úrskurður um hvort
endurtaka beri landsmótið bíður
um leið enn um sinn. — FÞG
Guttormur er hvorki meira né minna en 876 kíió og það þurfti sérsmíðaða vigt frá Marei til þess að finna það út
því það þolir ekki hvaða vigt sem er naut af hans stærð. Guttormur á heima í Húsadýragarðinum og vita starfs-
menn þar ekki til þess að þyngra naut finnist hér á landi. - mynd: hilmar
íslendingum stendur til boða
netáskrift að alfræðigagnagrunni
Britannica gegn miiijónar króna
framlagi ríkissjóðs á ári.
Britannica
ókeypis
tU íslend-
inga
Verulegar líkur eru á því að
landsmenn, einstaklingar jafnt
sem félög og fyrirtæki, geti feng-
ið ókeypis netáskrift að alfræði-
gagnagrunni Encyclopædia
Britannica, bresku alfræði-
orðabókinni, gegn því reyndar að
ríkissjóður greiði hinu þekkta
fyrirtæki 1,1 milljón króna á ári.
Markaðsfulltrúar Encyclopædia
Britannica voru hér á landi á
dögunum og gerðu nefnd um að-
gang að gagnagrunnum þetta til-
boð og er nú Ieitað leiða til að
fjármagna verkefnið.
Markaössókn Britannicu
Að sögn Sólveigar Þorsteinsdótt-
ur, formanns nefndarinnar, er
Encyclopædia Britannica án efa
stærsti og fullkomnasti gagna-
grunnur sinnar tegundar í ver-
öldinni og innifelur tilboðið að
sérstök netforsíða verði hönnuð
fyrir Island og einnig að þeir sem
ekki hafa aðgang að Netinu fái
Encyclopædia Britannica gagna-
grunninn á geisladiski. Tilboðið
er liður í mikilli markaðssókn
fyrirtækisins á öldum Netsins,
en sala á Brittannicu í bóka- og
diskaformi hefur minnkað veru-
lega. Einkum hefur orðið hrun á
sölu á alfræðibókinni í bókar-
formi.
Fleiri tilboð
Nefndin hefur einnig skoðað
mögulegan aðgang að fleiri al-
þjóðlegum gagnagrunnum og
liggur fyrir tilboð frá Cambridge
Scientific Abstract um aðgang að
nokkrum tengdum gagnagrunn-
um á vísindasviðinu, með sérsvið
og góða tengla. — FÞG
O £
WOmjOW/OE EXPRESS
EITT NÚMER AÐ MUNA
5351100
4-
Oi