Dagur - 12.02.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 12.02.1999, Blaðsíða 9
8-FÖSTUDAtíVR 12. FEBRÚAR 1999 ro^fu- FÖSTUDAtíUR 12. FEBRÚAR 1999 -9 FRÉTTASKÝRING Réttur almeniiings aukimi LJ8i%; GUÐMUNDUR P' - J RIJNAR 5 l HEIÐARSSON | SKRIFAR ViðamiMð lagaíriim- varp um náttúru- vemd. Á að auðvelda umgengni fólks um náttúmna. Ábyrgð heimamaima efld. Friðlýsing í hafi og á hafsbotni. Jarðefna- námum fækkað. Nátt- úmvemdaráætlun. Á næstu dögum mun Guðmund- ur Bjarnason umhverfisráðherra leggja fram á Alþingi frumvarp til Iaga um náttúruvernd. Þarna er um að ræða heildarlöggjöf sem ætlað er að leysa af hólmi eldri Iög sem að grunni til eru frá árinu 1971. Frumvarpið er að mestu leyti byggt á tillögum nefndar sem skipuð var í október 1996 og Iauk störfum í desember sl. Frumvarpið hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og einnig í stjórnar- flokkunum. Hinsvegar er óvíst hvort frumvarpið verður afgreitt á yfirstandandi þingi vegna þess hvað lítið er eftir af þinghaldinu. Stefnt er að því að þinglok verði um miðjan næsta mánuð vegna þingkosninganna 8. maí nk. Samstaða Guðjón Ólafur Jónsson, aðstoð- armaður umhverfisráðherra og formaður nefndarinnar, segir að samstaða hafi verið í nefndinni um efnisatriði frumvarpsins. I það minnsta skilaði enginn sérá- liti, en 15 manns voru í nefnd- inni. Þar á meðal voru fulltrúar frá Náttúruvernd ríkisins, Land- vernd, Sambandi íslenskra sveit- arfélaga, Ferðamálaráði, Bænda- samtökunum, Náttúrufræði- stofnun, Samstarfsnefnd útivist- arfélaga, Skógrækt ríkisins og al- þingismenn úr stjórnarflokkun- um og stjórnarandstöðu auk full- trúa frá umhverfisráðuneytinu. Maður og náttúra Tilgangur væntanlegra laga er að stuðla að samskiptum manns og náttúru, þannig að ekki spillist líf eða land, né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft. Þá eiga lögin að tryggja eftir föngum þróun ís- lenskrar náttúru eftir eigin lög- málum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt. Lögin eiga jafnframt að auðvelda um- gengni og kynni þjóðarinnar af náttúru landsins og menning- arminjum og stuðla að nýtingu auðlinda á grundvelli sjálfbærrar þróunar. Hins vegar breyta Iögin í engu ákvæðum annarra laga um vernd, friðun og veiðar á villtum dýrum til lands og sjávar. Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra sagði á blaða- mannafundi í gær að á þessu kjörtímabili hefði verið unnið að breytingum á lögum um náttúru- vernd. Það hefði verið ákveðið í ljósi þeirra miklu breytinga og umræðu sem orðið hefur í mál- efnum náttúruverndar og um- hverfísmála. Hann segir að frum- varpið sé viðamikið, enda skiptist það í 79 greinar. Ábyrgð heimainaima aukin Meðal helstu nýmæla og breyt- inga í frumvarpinu frá eldri lögum er m.a. að ábyrgð heimamanna á framkvæmd náttúruverndarlaga er aukin, svo og vægi og hlutverk náttúruverndarnefnda sveitarfé- laga. Þá er ekki gert ráð fyrir að Náttúruvernd ríkisins lúti sér- stakri stjórn heldur verði undir yf- irstjórn umhverfisráðuneytisins. Báðherra skipar forstjóra þess til fímm ára. Náttúruvernd ríkisins er m.a. ætlað að hafa umsjón með rekstri og eftirliti með náttúru- svæðum í samræmi við lög. Þá er Náttúruvernd ríkisins heimilt að fela náttúrustofum og náttúruverndarnefndum að ann- ast almennt eftirlit með náttúru landsins. Þá skal skipa níu manns í Náttúruverndarráð. Þar af skip- ar ráðherra fimm og fjóra að fengnum tillögum frá Náttúru- fræðistofnun Islands, Háskóla Is- lands, Bændasamtaka Islands og Ferðamálaráði. Þetta ráð á að vera ráðherra og Náttúruvernd ríkisins og öðrum stjórnvöldum til ráðgjafar um náttúruverndar- mál og gera tillögur til hans um friðlýsingar og aðrar verndarað- gerðir. Það á einnig að fylgjast með þróun náttúruverndar á al- þjóðavettvangi og fer með mál- efni Friðlýsingarsjóðs. N áttúru vemdarþing 1 frumvarpinu er einnig kveðið á um að ráðherra skuli boða til náttúruverndarþings að loknum alþingiskosningum og sfðan tveimur árum síðar. Þetta þing verður vettvangur þeirra sem fjalla um náttúruverndarmál, op- inberra stofnana og frjálsra hags- munasamtaka. Á vegum sveitar- félaga eða héraðsnefnda skulu starfa þriggja til sjö manna nátt- úruverndarnefndir. Þessar nefnd- ir eiga að vera sveitarfélögum til ráðgjafar, stuðla að náttúruvernd á sínum svæðum, m.a. með fræðslu og umfjöllun um fram- kvæmdir og starfsemi sem líkleg er til þess að hafa áhrif á náttúr- una. Jafnframt að gera tillögur um úrbætur til sveitarstjórna og Náttúruverndar ríkisins. Stofn- unin getur einnig falið einstak- lingum umsjón og rekstur nátt- úruverndarsvæða að þjóðgörðum undanskildum. Sá sem fær slíkt leyfi getur ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu. Almannaréttur rýmkaður Þá er réttur manna til umferðar um landið og til dvalar, eða svo- kallaður almannaréttur, rýmkað- ur til muna. Ráðherra segir að það viðhorf hafi lengi verið uppi að það þyrfti að auðvelda al- menningi meira en verið hefur aðgang að landinu og gera þann rétt skýrari. Hann útilokar þó ekki að einhverjir verði þessu ekki sammála og þá sérstaklega úr röðum landeigenda. Ráðherra áréttar þó að ekki sé í frumvarp- inu nein ákvæði sem heimila al- menningi að ganga á friðhelgi eða eignarrétt þeirra sem hans njóta. I frumvarpinu er einnig að finna ákvæði um umferð gang- andi, hjólandi og ríðandi manna, svo og heimild fólks til að slá upp tjöldum, tínslu berja, sveppa, fjallagrasa ogjurta. I þjóðlendum og afréttum er tínsla heimil og sömuleiðis í fjörum þjóðlenda en á eignarlöndum er það háð leyfi Iandeiganda. Þó er fólki heimil tínsla til neyslu á vettvangi. Á ferð um eignarlönd skal sýna landeigendum og öðrum rétthöf- um fíilla tillitssemi. Þótt fólki verði heimilt að tjalda á óræktuðu landi er undantekning frá því ef tjaldað er minna en í eins kíló- metra fjarlægð frá bústað land- eigenda. Ekki er heimilt að tjalda i ræktuðu landi nema með leyfi. Þá getur landeigandi takmarkað eða bannað að tjaldað sé þar sem veruleg hætta sé á að það skaði náttúru staðarins. Hafi landeig- andi útbúið sérstakt tjaldsvæði á landi sínu er honum heimilt að beina fólki þangað og taka gjald fyrir þá þjónustu sem þar sé veitt. Þá skal ferðast eftir skipuiögð- um stígum og vegum eins og kostur er. Þá er fólki heimilt án sérstaks leyfís Iandeigenda eða rétthafa að fara gangandi, á skíð- um, skautum og á óvélknúnum sleðum eða á annan sambærileg- an hátt um óræktað land og dvel- ja þar. För um ræktað Iand er hinsvegar háð samþykki landeig- enda eða rétthafa lands. Þá eru lagðar skýrari reglur um bann við akstri utan vega en áður hefur verið Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, á snjó utan vega svo fremi sem jörð sé frosin og snævi þakin. Brot á þessum lögum getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Skipulagsáætlantr I væntanlegum lögum er einnig kveðið á um aðkomu náttúru- verndaryfirvalda að gerð skipu- lagsáætlana og breytinga á þeim, svo og við úrskurði um mat á um- hverfisáhrifum. Leita skal um- sagnar Náttúruverndar ríkisins og náttúruverndarnefnda við gerð svæðis- og aðalskipulagsáætlana og vegna verulegra breytinga á þeim og við úrskurði um mat á umhverfisáhrifum. I frumvarpinu er einnig sérstak- ur kafli um landslagsvernd og fleira henni tengt. Þar eru m.a. tilgreindar landslagsgerðir sem njóta skulu sérstakrar verndar. Þar á meðal eru eldvörp, gervigíg- ar og eldhraun, stöðuvötn og tjarnir sem eru eitt þúsund fer- metrar að stærð eða stærri. Mýrar og flóar sem eru þrír hektarar eða stærri, fossar, hverir og aðrar heit- ar uppsprettur, sjávarfítjar og leir- ur. Þá skal sveitarstjórn leita um- sagnar náttúruverndarnefnda og jafnvel Náttúruverndar ríkisins áður en veitt eru framkvæmda- eða byggingarleyfi sem geta haft í för með sér röskun landslags- gerða. \á iii u m fækkað Ennfremur er þar að finna ákvæði um vernd steina og fjallað um innflutning, ræktun og dreifingu framandi lífvera. Þá eru lagðar til nýjar og hertar reglur um nám jarðefna. Umhverfisráðherra segir að þessi mál hafi ekki verið í nógugóðu lagi, enda mikið af opn- um námum, stórum sem smáum um land allt. Hann segir stefnt að því að fækka námum. I frumvarp- inu eru m.a. ákvæði um heimildir til efnistöku, áætlun framkvæmd- araðila, frágang efnistökusvæða og tryggingu fyrir honum. Jafn- framt er Náttúruvernd ríkisins gert að gera tillögur um frágang efnistökusvæða sem hætt er að nota og hafa einnig umsjón með frágangi. Því verki skal lokið eigi síðar en árið 2003. I frumvarpinu er kveðið á um það að áður en leyfi er veitt til náms jarðefna skuli liggja fyrir áætlun um væntanlega efnistöku. Þar verði gerð grein fyrir magni og gerð efnis, vinnslutíma og frá- gangi á efnistökusvæði. Náttúru- vernd ríkisins er heimilt að krelja viðkomandi um tryggingu fyrir áætluðum kostnaði við eftirlit og frágang svæðisins. Heimilt verður að beita dagsektum vegna tafa á frágangi. Þá skal efnistökusvæði ekki standa ónotað og ófrágengið lengur en í þrjú ár. Friðlýsing í hafi Þá eru í frumvarpinu ákvæði um friðlýsingar bæði einfölduð og endurbætt. Flokkar friðlýstra náttúruminja skiptast í fimm flokka. Þeir eru þjóðgarðar, frið- lönd, náttúruvætti á landi og hafí, friðlýstar Iífverur, búsvæði og vist- kerfi og fólksvangar. Ennfremur er sérstaldega kveðið á um friðlýs- ingu náttúrumynda í hafí eins og t.d. eyjar og sker. Það nær einnig til náttúrumynda á hafsbotni sem mikilvægt þykir að varðveita saldr fegurðar eða sérkenna sem skipta miklu máli út frá vísindalegu, náttúrufræðilegu eða öðru menn- ingarlegu sjónarmiði að verði ekki raskað. Náttúruvemdaráætlim Ennfremur er mælt fyrir um það að umhverfisráðherra skuli leggja sérstaka náttúruverndaráætlun fyrir Alþingi fimmta hvert ár. Það skal gert í fyrsta sinn á næsta ári og á hún að vera hluti af náttúru- minjaskrá. Umhverfisráðherra segir að þetta nýmæli muni vænt- anlega hafa í för með sér nokkuð álag á starfsmenn ráðuneytisins en þó einkum á Náttúruvernd rík- isins. Stefnt er að því að fyrsta áætlunin verði tilbúin á næsta ári. Árni Bragason, forstjóri Nátt- úruverndar ríkisins, segir að þessi náttúruverndaráætlun muni væntanlega setja alla umræðuna í fastari far\æg. Hann býst við að menn muni vinna skipulegar að verndarmálum í framtíðinni en verið hefur. Atkvæðagreiðslan á næsta leiti BANDARÍKIN - Allar líkur eru á því að öld- ungadeild Bandaríkjaþings gangi til atkvæða- greiðslu í dag um sekt eða sakleysi Clintons forseta. Sömuleiðis er talið nánast fullvíst að ekki sé nægur meirihluti fyrir sakfellingu, varla einu sinni einfaldur meirihluti þar eð nokkrir þingmenn Repúblikana hafa lýst því yfir að þeir ætli að greiða atkvæði gegn sakfell- ingu. Áhugi þingmanna á því að samþykkja vítur á forsetann, þótt hann yrði ekki sakfelld- ur, virtist einnig hafa dvínað mjög, en aukinn meirihluta þarf til þess að ályktun þess efnis tekin til umræðu. Réttarhöldin hafa staðið yfir í rúman mánuð. Bill dinton. Þótt rétt■ arhöldunum sé að ijúka er Lewinsky- málið væntanlega ekki verðj úr sögunni enn. Eldsvoði í Rússlandi RUSSLAND - A.m.k. 19 manns iétust í gær þegar eldur braust út í fimm hæða hárri lögreglubyggingu í borginni Samara, sem stendur við ána Volgu í Rússlandi. 32 manns voru enn í rústum byggingar- innar um miðjan dag í gær og óvíst hvort einhverjir þeirra væru á lífi. 200 manns var hægt að bjarga á lífi, þar af voru 33 særðir. Ekki var talið útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða. Líkin verða áfram á hafsbotni SVÍÞJOÐ - Sænska stjórnin hefur tekið endanlega ákvörðun um að líkum þeirra, sem fórust með ferjunni Estonia árið 1994, verði ekki bjargað af hafsbotni. Ættingjar þeirra sem fórust, sögðust hafa feng- ið tilkinningu þess efnis. Ríkisstjórnin hafði fullvissað alla um það, strax eftir slysið, að reynt verði að ná ferjunni upp á yfirborðið ásamt líkum allra sem fórust, en hefur verið afar tvístígandi í málinu síðan. 852 manns fórust með ferjunni. Alþjððlegnr hrýstingur eykst FRAKKLAND - Alþjóolegur þrýstingur á Serba og Kosovo-Albani, sem nú sitja að samningaviðræðum í Frakklandi, hefur aukist mjög, en aðeins tveir dagar eru þangað til samningum á að vera lokið. Bandaríkin ítrekuðu í gær hótanir sínar um loftárásir ef samningar takast ekki. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Sóltún 24, breyting á skipulagi - leiðrétting í auglýsingu birtri í Lögbirtingarblaðinu 22. janúar 1999 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Sóltúni 24 misritaðist að í húsinu ættu að vera íbúðir, hið rétta er að það mun hýsa skrifstofur, eins og glöggt kemur fram á auglýstum upp- dráttum. Tillagan er til sýnis í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, og þangað skal senda skriflegar athugasemdir. Kynning og skilafrestur athugasemda er til 5. mars 1999. 15-30% afsl. af legsteinum sem pantaöir eru í febrúar 15% afsl. á skrauti og stöfum Vestíendingar athugið!! Einnig er sérstakt tilboð á pökkun og flutningi (kr. 2500,-) til ykkar af þeim steinum sem pantaðir eru á vetrartilboði. Hríngið ogfáið sendan bœkling sf. Legsremagerð Granít á netinu: www.granit.is Hellunraum 14 220 Hafnarfjörður sími: 565 2707 I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.