Dagur - 12.02.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 12.02.1999, Blaðsíða 2
2 — FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 Tkyptr FRÉTTIR Kostnaður af sýklalyfjanotkun á Sjúkrahúsi Reykjavíkur lækkaði í kringum fjórðung eftir átak í gæðastjórnun sýkiaiyfjagjafa. Spörnðu miUiónir í sýkMyQuin á SR Með átaM í gæðastjómim sýklalyfjagjafa við Sjukrahús Reykjavikur spömðust 6 milljónir um- fram kostnaðiun af eftir- litinu á rimiuin 2 árum.. Kostnaður af sýklalyfjanotkun á Sjúkrahúsi Reykjavíkur lækkaði í kringum fjórðung, úr tæpum 44 millj- ónum árið 1994, niður í tæpar 34 milljónir árið 1997, eftir átak í gæða- stjórnun sýklalyfjagjafa sem hófst á spítalanum haustið 1995. Sparnaður- inn var rúmlega tíu milljónir króna, en að frádregnum kostnaði við starfs- mannahald vegna eftirlitsins varð hreinn sparnaður kringum 6 milljónir, samkvæmt Arsskýrslu Sjúkrahúss Reykjavíkur árið 1997. Mestur varð sparnaðurinn í upphafi átaksins 1995, en hélt þó áfram árin á eftir, einkum á skurðlækningadeildunum. FRÉTTA VIÐTALIÐ Lyf fyrir milljón á dag Heildarlyfjakostnaður sjúkrahússins var um 367 milljónir króna árið 1997, eða rétt um ein milljón króna á dag að meðaltali. Hlutfall sýklalyfjanna í þeim kostnaði hefur lækkað úr 20% áður en eftirlitið hófst niður í 16% árin 1996 og 1997. Sparnaðarverkefn- inu var sinnt af smitsjúkdómalækni í samvinnu við lyljafræðing við apótek spítalans. Sparnaðurinn í sýklalyíjunum varð fyrst og fremst á skurðlækningadeild- um; Iangmestur (7 milljónir) á al- mennri skurðdeild en einnig töluverð- ur á háls-, nef og eyrnadeild og heila- skurðlækningadeild ásamt bæklunar og þvagfæraskurðdeild, eða meira en 8 milljónir frá haustinu 1995 til ársloka 1997. Yfir 2ja milljóna sparnaður varð líka á Iyflæknissviði fyrir almenna lyfjadeild, smitsjúkdóma- blóð og krabbameinsdeild, hjarta- og öldrunar- deild. Notkun á dýrum breiðvirkum sýklalyfjum var nær alltaf skýringin á óhóflegum kostnaði stakra deilda á stuttum timabilum segir skýrsluhöf- undur. Minni lyf - betri meðferð „Hér hefur eingöngu verið metinn sparnaður við eftirlit með sýklalyfja- notkun og magnbreytingu á gjöf sýkla- Iyfja en ekki lagt mat á aðra þætti sem kunna að hafa breyst með tilkomu eft- irlitsins svo sem bættan árangur með- ferðar sjúklings og minni umhverfis- spjöll. Þó má ætla að með því að draga úr magni sýklalyfja á sjúkrahúsinu skili það sér i minni líkum á ónæmis- myndun sýkla gegn sýklalyfjum," segir í skýrslunni. Ljóst virðist að hjá land- læknisembættinu mundu menn taka heils hugar undir það, en þar er ein- mitt hafið endurnýjað átak til að draga úr sýklalyfjagjöf í því skyni að minnka líkur á auknu lyfjaónæmi sýkla. -HEI Ýmsum pottverjum þykir sem græni litur- inn hafi máðst nokkuð af nýja flokknum, sem gengur undir skamm- stöfuniimi VG, efttr að Hjörlcifur Guttorms- son ákvað að draga sig í hlé - en hann hefur verið einn helsti tals- maður umhverfis- veradar á þingi síð- ustu árin. Að vísu sé ljóst að Kristín Halldórsdóttir muni halda græna flagginu hátt á loft í Reykjaneskjördæmi, þar sem hún mun væntanlcga skipa efsta sætið, en meiii óvis- sa sé um græna litinn á efstu mönnum í öðram kjör- dæmum. Bíða margir spcimtir eftir að sjá hvort ein- hvcr forystumaður umhverfissimia lendi á toppnum hjá VG í einhverju kjördæminu. Kosningabaráttan er að hefjast í Austurlandskjör- dæmi eins og annars staðar á landinu. Ausflrðingxu-- inn i pottinum segir að samfylkingarmeim höfði nú sterkt til óánægðra framsóknarmanna. Óánægja þeirra er af tvemium toga. Fyrir siðustu þingkosning- ar lofuðu itamsóknarmenn að 12 þúsimd ný störf yrðu til í landinu á kjörtímabilinu. Störfum hcfur vissulcga fjölgað á landinu, alls staðar nema á Aust- fjörðum, þar hefur þeim fækkað. Halldór Ásgrimsson. kosningabaráttmmi. Hitt sem ergir fram- sóknarmcnn eystra er hvað l.þingmaðurþeir- ra og formaður flokks- ins, Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra, hefur lítið sinnt kjör- dæminu á yfirstand- andi kjörtímabili. Þessa vciku punkta ætla sam- fýlkingarmenn að not- færa sér til hins ítrasta í Hilmar Báldursson lögfræðingur, framltvæmdastjóri Landssambands útgerðarmanna hvótalítilla skipa Félagarí Landssambandi út- geiúartnanna kvótalítilla skipa hyggjast halda á veiðar án kvóta en í samtökunum em um 60 tnanns. Vertíðabátar á kvóta- lausar veiðar Sú skoðun er ríkjandi að dómur Hæstarétt- ar sl. haust í svokölluðu kvótamáli geri þau lög marklaus. - Ætla menn að fara að stunda veiðar innan fiskveiðilögsögunnar án þess að hafa til þess kvóta? „Mjög margir í þessum hópi eru þeirrar skoðunar að ekki sé um annað að ræða. Þeir segja að þótt þeir hafi ekki kvóta fyrir þeim fiski sem þeir dragi á land þá séu þeir að brjóta Iög sem ekki standist. Það séu ekki í gildi nein lög í Iandinu sem standist stjórnarskrána hvað varðar úthlutun afla- heimilda. Á þeim forsendum ætla menn að sækja sjóinn og sumir bera einnig fyrir sér neyðarrétt því ekki fáist neinn kvóti og það litla sem fæst er á svo háu verði að það skil- ar ekki nema 8 krónum fyrir hvert kíló til útgerðarinnar. Það eru engir farnir á sjó kvótalausir en ég vona að þetta verði gert á ákveðnum forsendum og lyrir opnum tjöld- um, ekkert pukur. Það má hins vegar búast við að lagðar verði fram kærur á þessa menn. Þróunin hér er líka öfug við það sem er í nágrannalöndunum þar sem stöðugt stærri hluti aflans fæst í vistvænni veiðar- færi.“ - Hafa skipti á veiðiheimildum orðið erf- iðari? „Þeir sem hafa t.d. átt þorskkvóta hafa ekki fengið að veiða ufsa til þess að nýta þorskkvótann. Þetta er afleiðing Kvótaþings sem sjávarútvegsráðherra setti til höfuðs þessum hópi, þ.e. að það eigi að útiloka þá aðila sem hafa þurft að leigja sér kvóta. Þessir menn eiga ekkert lengur nema veið- arfærin eftir að farið var að gefa veiðileyfin. Sem dæmi má nefna að bátur var keyptur vestur á fjörðum í september á 120 milljón- ir króna og annar svipaður í Reykjavík. Bát- urinn í Reykjavík var kvótalaus og seldur fyrir skömmu á aðeins fjórðungi þess verðs sem greitt var fyrir hann í haust. Það er vegna þess að ekki þarf að úrelda lengur til þess að eignast veiðilej'fi þannig að Qárfest- ing í bátum var verulega skert með kvóta- dómi Hæstaréttar. Þessir vertíðarbátar hafa staðið undir fiskvinnslunni í landi undan- farin ár. Þeir ættu að vera að fara af stað núna, en geta það ekki. Því vilja menn láta reyna á þessi lög.“ - Vex samtökunum ykkar þá fisktir utn hrygg um þessar mundir? „Það eru um 60 manns í samtökunum en síðustu vikurnar hefur félagatalan verið að vinda upp á sig. Við höfum hins vegar verið með upplýsingar um 400 báta, ekki bara þeir sem eru kvótalausir, en þetta eru menn sem hafa þurft að leigja til sín kvóta til þess að geta stundað þessar veiðar á ársgrund- velli. Við teljurn hins vegar að hópurinn sé mun stærri sem eru okkar þjáningabræður." - Fullyrt er að tilkoma Kvótaþings hafi hækkað verð á leigukvóta upp úr öllu valdi vegna litils framhoðs en eftispurnin hin sama? „Menn eru að Ieika sér fram og til baka með þetta Kvótaþing og jafnvel setja þar inn einhverjar bulltölur. Það er miklu eðli- legra að menn gangi hreint til verks og bjóði bara 1000 kall fyrir kílóið þótt það standi engan veginn undir sér. Maður í Reykjavík sem á t.d. steinbítskvóta getur ekki skipt við þann sem vantar steinbítskvóta fý'rir vestan á ýsukvóta sem nýttist betur við Reykjanes- ið. Þess háttar viðskipti eru ekki möguleg lengur. Ef veiðar okkar manna eru útilokað- ar berst ekkert hráefni til fiskvinnslunnar í landi.“ gg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.