Dagur - 16.02.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 16.02.1999, Blaðsíða 1
Ovæntir sigurvegarar ÞeirKristján L. Möller og Sigbjöm Gunnars- son em sigurvegamrí prófkjömm Samjylk- ingar í Norðurlands- kjördæmunum um helgina. Báðirætla þeirað leggja áherslu á byggðamál í barátt- unni sem erframund- an. Þeir eru sigurvegarar helgarinar. Oðruvísi en margir töldu komu þeir, sáu og sigruðu og unnu fyrsta sætið, hvor í sínu kjör- dæmi, í prófkjörum Samfylking- arinnar. Siglfirðingurinn Kristján L. Möller á Norðurlandi vestra og austan Tröllaskaga sigraði Sig- björn Gunnarsson, sem er Akur- eyringur í húð og hár, en sveitar- stjóri í Mývatnssveit síðustu ár. Báðir segjast þeir ætla að Ieggja höfuðáherslu á byggðamál í kosningabaráttunni, enda sé landið nánast að sporðreisast með miklum flutningum fólks utan af landi og suður. Góðærið upp fyrir Átúns- brekku „Góðærið þarf að ná upp fyrir Ar- túnsbrekku og því mun ég setja byggðamál á oddinn," segir Krist- ján L. Möller, kaupmaður á Siglufirði, sem sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norður- landi vestra. „A fundum varð ég hvarvetna var við áhyggjur fólks vegna stöðu mála á landsbyggð- inni. Það þarf ekki fleiri skýrslur, tími aðgerða er kominn. Augljóst Sigurreifur í sjónvarpsviðtali. Sigbjörn Gunnarsson er ánægður með úrslitin og ætlar að gera góða hluti á Alþingi til eflingar landsbyggðinni. Hið sama hefur Kristján L. Möller á prjónunum en hann er á myndinni hér til hliðar. mynd: sbs. merki þess að núverandi byggða- stefna hefur brugðist er að á kjörtímabilinu hafa á áttunda þúsund manns flutt utan af landi og suður." Með til þess að gera litum mun sigraði Kristján Önnu Kristínu Gunnarsdóttur í prófkjörinu og ef til vill hefur ráðið baggamun- inn mikil kjörsókn Siglfirðinga, en reyndar var mikil kjörsókn hvarvetna annarsstaðar í kjör- dæminu í prófkjörinu. Heildar- fjöldi þátttakenda var alls 2.480 manns. Siglfirðmgur í húð og hár Kristján L. Möller er Siglfirðing- ur í húð og hár. Iþróttakennari að mennt og hefur búið á Sigló sína tíð, utan tvö ár í Bolungarvík þegar hann fór vestur til kennslustarfa og „til að ná mér í konu“ einsog hann kemst að orði. Konan er Oddný Jóhanns- dóttir, en saman reka þau versl- unina Siglósport sem selur íþróttavörur ýmiskonar og verð- launagripi. Saman eiga þau þrjá stráka. „Höfuðborgarbúar vilja jöfnun þeirra aðferða sem við höfum til að velja 63 þingmenn. Þar er munurinn landsbyggðinni í hag og þessu vilja þeir breyta. En eig- um við landsbyggðarfólk ekki þá að krefjast annarra breytinga okkur í hag,“ segir Kristján. „Búið er að gera Iandið að einu gjaldsvæði Landssímans, en ég vil líka sjá hið sama gerast með húshitun og aðstöðu ungs fólks til að sækja framhaldsskóla. Stór- iðjan fyrir sunnan fær stórum lægra orkuverð en stóriðja lands- byggðarinnar, fiskvinnslan. Það er sú atvinnugrein sem hér bygg- ist allt á. Þá valda þungaskattur og virðisauki því líka að vöruverð úti á landi er mun hærra en í Reykjavík. Við eigum að nota skattakerfið til þess að minnka aðstöðumun höfuðborgar og landsbyggðar." „Sjens í þriója mann“ „Eg vissi að ég ætti möguleika að ná fyrsta sætinu en ég yrði þó samt sem áður að hafa fyrir þvi. í baráttunni notaði ég aðferðina sem kölluð hefur verið maður á mann,“ sagði Sigbjörn Gunnars- son, sem var lukkulegur með úr- slit prófkjörsins. Hann segir út- komuna vera sigurstranglegan lista, sem eigi að minnsta kosti tvo menn vísa í kosningunum í vor „...og góðan sjens í þriðja mann,“ einsog hann kemst að orði. Sigurbjörn átti sæti á Alþingi frá 1991 til 1995, en féll þá út af þingi. Fljótlega eftir það var hann ráðinn sveitarstjóri í Mývatns- sveit. Hann kveðst nú koma inn í stjórnmálin á nýjum forsendum, í störfum sínum í Mývatnssveit hafi hann vel kynnst byggðamál- um og hann hafi í hyggju að verða ötull baráttumaður á þeim vettvangi á þingi. Að visku og þroska „Eg segi ekki að ég hafi saknað Alþingis þessi siðustu ár. Hef verið í frábæru starfi hér í Mý- vatnssveit, þar sem mér finnst ég hafa vaxið bæði að visku og þroska. Það mun gera mig enn betur tilbúinn til að takast að nýju á við störf á Alþingi," segir Sigbjörn Gunnarsson. Eiginkona hans er Guðbjörg Þorvaldsdóttir, skrifstofumaður hjá Kísiliðjunni í Mývatnssveit. Þau eiga saman fjögur börn - en fyrir á Sigbjörn soninn Björn, sem Iandsmenn þekkja vel sem umsjónarmann Morgunútvarps Rásar 2 mörg undanfarin ár. -SBS L s K M Ö M IM y N I Kæliskápur CG 1340 • Kællr 216 Itr. • Frystir 71 Itr. ' Tværprindur ‘ Sjálfvirk afbýöing I kæli • Orkunýtni B • Málhxbxd: 165x60x60 Kr. 59.900.- stgr. Kællskápur CG1275 • Kælir 172 Itr. • Frystir 56 Itr. H5Z3 ■ Tværgrindur • Sjálfvirk afþýðing f kæli • Orkunýtni C • Málhxbxd: 150x55x60 Kr. 53.900.- stgr. i i mm Kæliskápur RG 1145 4 Kælir 114 Itr. * Klakahólf 14 Itr. * Orkunýtni D * Mál hxbxd: 85x50x56 Kr. 26.900.- stgr. 4^'indesíl S K G Æ O R Æ Ð U Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Kæliskápur RG2190 * Kælir 134 Itr. * Fiystir 40 Itr. * Sjáltvirk afþýðing í kæli * OrkunýtniC * Málhxbxd: 117x50x60 Kr. 37.900.- stgr. Kæliskápur RG 2250 f Kælir 184 Itr • Frystir 46 Itr • Sjálfvirk afþýöing í kæli • OrkunýtniC • Málhxbxd: 139x55x59 Kr. 39.900.- stgr. Kæliskápur RG2290 • Kælir 211 Itr. • Frystir 63 Itr. P77*l • Sjálfvirk afþýðing f kæli • Orkunýtni C • Málhxbxd: 164x55x60 Kr. 48.900.- stgr. Þ ú jaarf ekki að biða ef tir n æ sta titboði. Þ ú færð okkar lága INOESIT verð alla daga h

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.