Dagur - 16.02.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 16.02.1999, Blaðsíða 6
22- ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 19 9 9 Ttogur- LÍFIÐ í LANDINU DAGBOK ínúwfræg-a fólkið ■ ALMANAK ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR. 47. dagur ársins - 318 dagar eftir - 7. vika. Sólris kl. 09.21. Sólarlag kl. 18.04. Dagurinn lengist um 6 min. ■flPOTEK Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka í Reykjavík í Háaleitis apóteki. Lyfja, Lágmúla 5. Opið alla daga vikunnar frá kl. 09-24. Upplýs- ingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 551 8888. Neyðarvakt Tannlæknafélags íslands er starfrækt um helgar og á stórhá- tíðum. Símsvari 681041. HAFNARFJÖRÐUR: Apótek Norður- bæjar, Miðvangi 41, er opið mánud,- föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 10-14, sunnud., helgidaga og almenna frí- daga kl. 10-14 til skiptis við Hafnar- fjarðarapótek. Upplýsingar í símsvara nr. 565 5550. AKUREYRI: Apótekin skiptast á að hafa vakt eina viku í senn. í vaktapóteki er opið frá kl. 9.00 til kl. 19.00 virka daga og á laugardögum frá kl. 13.00 til kl. 17.00. Þessa viku er vaktin í Akureyrarapóteki og er vaktin þar til 15. febrúar. Þá tekur við vakt í Sjörnuapóteki. APÓTEK KEFLAVÍKUR: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00. APÓTEK VESTMANNAEYJA: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Franskur sj armör Depardieu er sennilega sá franski leikari sem mestrar alþjóðlegrar hylli nýtur nú um stundir. Sú persóna sög- unnar sem hann hefur mesta löngun til að Ieika er Charles de Gaulle. Leikarinn er sannarlega ekki mikið fyrjr augað en konur falla umvörpum f^TÍr hon- um. Hann kynntist fyrrver- andi eiginkonu sinni Eh'sa- betu þegar hann var 16 ára gamall. Þau eignuðust tvö börn og hjónaband þeirra entist í 26 ár. Hjónin skildu skömmu eftir að Gerard hafði eignast dóttur með fyr- irsætu frá Senegal. Konan í lífi Gerards þessa dagana er leikkonan og fyrirsætan gull- fallega, Carole Bouquet en þau voru vinir í tuttugu ár áður en þau tóku saman. „Eg elska fólk og ég elska konur. Ég elska fólk sem ann lífinu,“ segir Gerard og bætir við að besta gjöf karlmanns til konu sé barn. Hann segist vilja verða faðir á nýjan leik en ekki er vitað hvort kærast- an er tilbúin í móðurhlut- verkið. Gerard ólst upp í mikilli fátækt en á nú heilan kastala og vínekrur og framleiðir sitt eigið vín SELFOSS: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. AKRANES: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00- 14.00. GARÐABÆR: Apótekið er opið rúm- helga daga kl. 9.00-18.30, en laugar- daga kl. 11.00-14.00. ■ KROSSGÁTAN Lárétt: 1 rass 5 hlýða 7 eldur 9 pípa 10 húð 12 stertur 14 þrengsli 16 tæki 17 plantan 18 vanvirða 19 lærði Lóðrétt: 1 lægðar 2 sundfæri 3 síðla 4 snjó 6 yfirstétt 8 klampanum 11 ötul 13 glápa 15 undirförul LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hólf 5 ærist 7 arta 9 sæ 10 keims 12 ilmi 14 önn 16 eir 17 dulið 18 puð 19 pat Lóðrétt: 1 hrak 2 læti 3 frami 4 áss 6 tælir 8 reyndu 11 sleip 13 miða 15 nuð ■ gengib Gengisskráning Seölabanka íslands 15. febrúar 1999 Fundarg. Dollari 70,65000 Sterlp. 115,27000 Kan.doll. 47,35000 Dönskkr. 10,71000 Norsk kr. 9,26500 Sænsk kr. 8,95900 Finn.mark 13,38780 Fr. franki 12,13490 Belg.frank. 1,97320 Sv.franki 49,89000 Holl.gyll. 36,12090 Þý. mark 40,69880 Ít.líra ,04111 Aust.sch. 5,78480 Port.esc. ,39700 Sp.peseti ,47840 Jap.jen ,61770 frskt pund101,07120 XDR 98,04000 XEU 79,60000 GRD,24740 Kaupg. Sölug. 70,46000 70,84000 114,96000 115,58000 47,20000 47,50000 10,68000 10,74000 9,23800 9,29200 8,93200 8,98600 13,34620 13,42940 12,09720 12,17260 1,96710 1,97930 49,75000 50,03000 36,00880 36,23300 40,57250 40,82510 ,04098 ,04124 5,76680 5,80280 ,39580 ,39820 ,47690 ,47990 ,61570 ,61970 100,75750 101,38490 97,74000 98,34000 79,35000 79,85000 ,24660 ,24820 KUBBUR f IYNDASÖGUR Eg get ekki borðað þetta! Þetta er brauð! ©KF5/Dtl!f BULIS |4--ÁI HERSIR Sonur sæll, þú ættir að segja eitthvað fallegt um einhver á hverjum einasta degi Hæ! Veistu að ég er allra bestí stríðsmaður | Noregi? ry~------------------ ANDRÉS ÖND DÝRAGARÐURINN ST JÖRNUSPA Vatnsberinn Þú tapar í próf- kjöri en það er allt í lagi. Þú ætl- aðir hvort eð er bara að vera með til að vera með og það er líka svo gott fólk fyrir ofan þig á listanum. Sætt af þér. Fiskarnir Þú spilar rommí í Reykjavík, flýgur til Akureyrar og spilar meira. Ekki spila út, nema röðin sé komin að þér. Hrúturinn Hrútur, fáðu þér saltkjöt og baunir í dag og verði þér að góðu og farðu og þvoðu þér og láttu það ekki á þig fá hve mörg og eru í þessar spá. Það var og. Nautið Þú ferð í húsdýra- garðinn og ákveður að hafa Guttorm naut fyrir sessunaut. Honum líkar það illa og bolar þér í burtu. Tvíburarnir ... eru fæddir. Til hamingju Emil. Krabbinn Sigurjón í merk- inu furðar sig á framkomu Hrúts í dag og þykir ekki við hæfi að ástunda þvílík- an „Cannibalisma" sem þar stendur fyrir dyrum. Saltkjöt og baunir eru ekki fyrir hrúta, segir Sigurjón og snýr sér að Hanni- bal. Lömbin þagna. Ljónið Þú verður undar- lega stemmd/ur í dag/ur eða hvort ertu kona eða karl/ur? Meyjan Svarthöfði í merkinu sem áður var í her- mennsku úti í hinum stóra heimi veltir fyrir sér hvað hann á að gera við allar bollurnar sem hann keypti í gær en gat ekki étið. Ákveður að koma þeim á framfæri við sprengjudeildina. Vogin Bolla, bolla... á vigtinni! Sporðdrekinn Stjörnurnar boða utanlandsferð í sumar, enda sást til þín á kynning- um um helgina Guðrún. Athug- aðu bara hve mörg börn þú átt. Það tryggir enginn eftir á. Bogmaðurinn Boggi reynir að komast í landslið- ið en þykir of hættulegur í handboltanum. Já, en þeir verja bara einu sinni frá mér, segir Boggi og skælir. Sælir. Steingeitin Spurt er: Hver var maðurinn, hvað var hann hár, hvað hét konan hans, hvenær komst hann til valda, hve lengi sat hann á valdastóli?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.