Dagur - 16.02.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 16.02.1999, Blaðsíða 4
20-ÞRIDJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 ro^tr BRÉF TIL KOLLU Elsku KoIIa. Mexíkó. Land hinna miklu andstæðna. Aldin- garður, eyðimörk. Allsnægt- ir, allsleysi. Sumir eiga allt, aðrir ekkert. Fáeinir drottna, flestir þjóna. Þeir sem þjóna eygja enga von. Orbirgðin er þeirra hlut- skipti. Engin millistétt, ekk- ert réttlæti. í þrjú hundruð ár stóð stríðið. Og hver var uppskeran? Landnemar og frumbyggjar búa að vísu í sama landinu. Frumbyggjar lögðu í búið allt það bezta, sem þeir áttu. Þúsunda ára sögu, þúsunda ára menningu. Menn- ingu, sem Mexíkó byggir á í dag. Menningu sem er allt í senn, heillandi, litrík, djúpstæð og ástríðuþrungin. En hvað um það. Spán- verjar drottna. Indfánar þjóna. Eg veit þú ferð stundum út í búð, Kolla, og kaupir appelsínur. Þú kemur heim og setur þær í skál. Appelsínur eru augnayndi. Þú flett- ir af þeim hýðinu og drekkur ilmandi safann. Appelsínur eru gómsætar. En hefurðu velt því fyrir þér, KoIIa, hvað það er langur vegur frá appelsínutrénu inn á stofuborðið þitt? Hef- urðu velt því íyrir þér, hversu margar hendur hafa farið um þennan ljúffenga ávöxt? í höfuðstöðvuniun Við ókum lengi eftir mjóum veginum. Hann ætlaði aldrei að taka enda. Handan við girð- inguna var endalaus röð af appelsínutrjám í fullum blóma. Þúsundir, milljónir. Trén stundu undan þunga sínum eins og óléttar konur. Þau biðu þess, að tínslumenn kæmu og losuðu þau undan byrði sinni. Á einum stað stóð múlasni bundinn við kerru. Kerran var full af appelsínum. Maðurinn stóð uppi í stiga með poka framan á sér. Hann tíndi appelsínurnar í pokann, varlega eins og hann væri með egg í höndunum. Minnti á sigmann í bjarginu heima. Það var vörður við hliðið. Lágvaxinn, þeldökkur. Hann leit varla upp, þegar okkur bar að. Eflaust þekkti hann bílinn. Samt heils- aði hann ekki. Hann var hattlaus, tötrum bú- inn. Sólin var hátt á lofti, miskunnarlaus og brennandi. Hann flýtti sér aftur undir hrörlegt skýlið. Til hvers skyldi hann vera þama? Ætli hann sé vopnaður? Eg spurði einskis. Við vorum komin í höfuðstöðvarnar. Með- fram veginum stóðu kofar. Nei, það er of stórt orð. Þetta voru hreysi, byggð úr pappa- kössum, gluggalaus, hurðalaus, skökk og skæld. Eg hélt þetta væru hýbýli hundanna. Þarna bjó starfsfólkið. Nokkrar konur stóðu í þyrpingu. Þær litu upp. Horfðu á okkur for- vitnum augum. Vatn i stórum bala. Þvotta- dagur. Á snúrum hengu snjakahvítar skyrtur. Stungu óþægilega í stúf við sóðalegt um- hverfið. Þarna voru líka börn. Hvað biði þeirra í framtíðinni? Fólk við færihand Eiginlega Iangaði mig ekki til að sjá meira. Eg kunni framhaldið. Minnti mig á Kína forðum daga. Fólk við færiband, fólk að flokka appelsfnur, stórar og litlar, skemmdar, óskemmdar. En ég gat ekki snúið við. Eg varð að fylgja leiðsögumanninum. Fólkið fór að pískra, þegar það sá okkur. Vorum við svona framandi? Þeldökk andlit, há kinn- bein, strítt svart hár. Þetta voru allt ungling- ar, sýndist mér. Og þó, hér voru líka mæður. Feðurnir voru úti á akrinum. Færibandið var gríðarlega langt. Fólkið var margt, margar hendur, stórar og smáar. Sumir brostu feimnislega, aðrir horfðu í augu mér. Eg skynjaði vonleysið. Það var al- gert. Ailt þetta fólk kom úr nærliggjandi byggð- um. Kom utan úr eyðimörkinni. Kom til að vinna sér inn peninga. Fjóra dollara á dag. Það var allt og sumt. Fjórir dollarar nægðu fyrir baunum, pipar og tómötum. Lífsnauðsynjum. Svo sneri það heim aftur. Heim í hreysin sín. Til að búa sig undir nýjan vinnudag. Þarna var kirkja og jafnvel skóli. Kirkja tel- ur fólki trú um, að annað Iíf og betra taki við að þessu loknu. Þannig er hægt að sætta sig við þrældóminn. En hvað með skólagöngu? Námið verður að bíða. Nú er uppskerutím- inn. Allir sem vettlingi geta valdið, verða að vinna. En eftir appelsínurnar koma melón- urnar, síðan tómatarnir, svo vínberin. Það er nóg vinna allt árið. Aldrei tími til að fara í skóla. Allir verða að hjálpast að. Hjálpast að til að Iifa af, lifa af daginn í dag. Arðurinn af appelsínunum er mikill. Þær fara á dýrustu markaði heims, seljast á hæsta verði. En maðurinn sem tíndi þær í poka, konan, sem flokkaði þær og barnið, sem raðaði þeim í kassa, fá engan arð. Þau bera ekkert úr býtum nema baunadisk að loknum vinnudegi. I hvert skipti sem ég flysja appelsínu, rifj- ast upp fyrir mér þessi stund á appelsínu-bú- garðinum. Eg horfi aftur inn í þessi svörtu augu, og ég skynja angistina, bjargarleysið. Æ, Kolla, og mér sem finnast appelsínur svo góðar. Þín Bryndts Imenningar LÍFIÐ Lóa Aldísardóttir Portishead stefið Ymsir hafa haft orð á því að Máni Svavarsson seilist heldur langt með því að titla sig einan fyrir tónlistinni í sjónvaqssþátt- unum Sönn íslensk sakamál. Aðalstef þáttanna, sem er sér- lega vel valið og laðar fram sakamála- stemn- ingu stofunni jafn snarlega og hið heimilislega X-files stef, en stefið er bara ekki Mána heldur fengið að láni frá hljómsveitinni Portishead. Stefið er af annarri plötu bandsins úr laginu Over og eftir því sem best er vitað er hvergi minnst á Mána Svavars- son á því geisladiskahylki. LeiMmsin Leikritið Kóríólanus eftir Shakespeare verður Ieiklesið á Litla sviði Borgarleikhússins á morgun kl. 20 sem hluti af leik- lestrarsyrpu sígildra ljóðleika, sem LR hefur staðið fyrir síðan í desember. Svo er Leikfélag Reykjavíkur byrjað að æfa Fegurðardrottn- inguna frá Línakri eftir Bret- ann Martin McDonagh, sem frumsýnt verður í byrjun mars. Leikritið segir frá mæðgunum Mag og Maureen, sem búa í litlu írsku þorpi, en Maureen þjónar aldraðri móður sinni og á sér ekkert sjálfstætt líf þótt komin sé um fertugt. Kemur svo karlmaður í heimsókn... íslendingar á nútímatónlistar- hátíð Stærsta nútímatónlistarhátíð í heiminum, ISCM, sem stofnað var til árið 1923, verður haldin í Rúmeníu sfðar á þessu ári en nýlega voru tvö íslensk verk val- in til flutnings á hátíðinni. Ann- ars vegar einleiksverkið Skýin fyrir selló eftir Karólínu Eiríks- dóttur og hins vegar kammer- verkið Nónetta eftir Kjartan Olafsson. Kæsta skatan og Channel no 5 Óskaplega hefur þjóðfélagið ákveðið að vera vont við tiltekinn hóp þegna sinna, fólk sem reykir. Rfkið, sem malað hefur gull um áratugaskeið af reykingaáráttu þessa fólks, hefur nú ákveðið að verðlauna sama fólk með holds- veikrastimpli og vonar greinilega að hendurnar detti af því, þannig að það verði ófært um að halda á sígarettunum. Og auðvitað er þetta gert af hreinni og tærri góðmennsku. En af hveiju þetta hálfkák? Af hverju ekki banna reykingar almennt og yfirleitt - innflutning jafnt sem neyslu? Hvers vegna ekki setja í hegningarlög að það kosti varðhald og/eða sektir að útvega fólki tóbak. I fíkniefnabaráttunni þykir alltaf miklu betra að ná „stórlöxunum“ sem flytja inn efnið en að góma eintóma smálaxa í einkaneyslu, ekki satt? Rétt er það og satt; tóbaksreykur er MENNINGAR VAKTIN Kolbnún Bepgþónsdóttir skrifar vondur og stibban af sígarettu- stubbunum er á stundum hroða- leg. Og sjálfsagt eru „óbeinar" reykingar óhollar, mikil ósköp og haldiðiaðsénú. En hvað með ann- an óþverra - á ekki að bjarga okk- ur undan öðru ógeði? Er ekki rétt að heilbrigðiseftir- litið taki í taumana með til dæmis kæstu skötuna? Eg hef aldrei kúg- ast af sígarettureyk annarra, en ég hef vitni að því að hafa þurft að hlaupa í óðagoti á vinnustaðasal- erni til að missa ekki spýjuna yfir samverkafólk - vegna kæstu skötunnar. Hverjum hefði ég sent reikn- inginn ef ég hefði þurft að bæta tjón á fötum og andlegan miska eftir að hafa ælt á samstarfsfélaga vegna kæstrar skötu. I annan stað Iá mér oftar en einu sinni við yfirliði vegna óhóflegrar ilmvatns- notkunar vinnufélaga og slapp naumlega „Ég hefaldrei kúgast afsíga- rettureyk annarra, en ég hef vitni að því að hafa þurft að hlaupa í óða- goti á vinnu- staðasalerni til að missa ekki spýjuna yfir samverkafólk - vegna kæstu skötunnar." við lungnabólgu, þar sem ég þurfti að hafa glugga galopinn um hávetur. Hver hefði bætt það tjón? Get ég vísað í ein- hverjar reglur sem banna yfirgengilega ilmvatns- og/eða rakspíranotkun? Hvað með andfúla fólkið og þetta fólk sem aldrei virðist geta þrifið af sér upp- safnaða svitalyktina? Ilvað með fólkið sem sífellt leitast við að kynna öðrum tá- fýluna af sér? Það á að ganga hreint til verks. Annað hvort að leyfa reykingarfólki að halda virðingu sinni eða afnema reykingar með einu pennastriki - gera framreiðslu á kæstri skötu og allar reykingar ólöglegar, hvar sem er, hvenær sem er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.