Dagur - 18.02.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 18.02.1999, Blaðsíða 1
“T 1' m W t'* Stjániféllfyrir snjóbrettinu fyrir tveimurárum og sést nú gjaman í unglingofansi í brekkunum íBláfjöllum... „Veistu hvað ég er kallaður? Afi dissi! Þeir segja þetta strákarnir, nú kemur afi dissi, nú verður fjör í brekkunni," segir Kristján Vídalín, skrúðgarðyrkjumaður, sem er hátt á sextugsaldri og skellihlær. Það hefur sennilega farið framhjá mörgum sem ekki stunda „skíðasvæði" landsins stíft að hug- takið er að verða úrelt. Kristján giskar á að um 60-70% þeirra sem eru að renna sér í brekkunum í t.d. Bláijöllum séu á snjó- brettum. Samkvæmt nýlegri grein í Neyt- endablaðinu er haft eftir umsjónarmönn- um skíðasvæða um Iand allt að unglingar með skíði séu að verða sjaldgæfir, sjáist þeir séu það nær eingöngu krakkar sem eru að æfa íþróttina skipulega. Restin er á snjóbrettum, sem virðast hafa farið eins og eldur í sinu síðastliðin tvö ár. Fyrst á hausnum Fjölskyldan hefur lengi iðkað skíðaíþróttina af krafti en fyrir um tveimur árum fóru þeir feðgar, Kristján og Sævar sonur hans, að taka eftir snjóbrettingum á stangli í brekk- unum. „Þetta kitlaði okkur með það sama,“ segir Kristján. „Svo ég ákvað að gefa honum bretti, skó og bindingar í fermingargjöf.“ Þegar feðgarnir fóru að kanna verð á brettaútbúnaði lá leiðin á endanum niður í verslunina Týnda hlekkinn við Laugaveg- inn, þar sem afgreiðslumaðurinn vindur sér að þeim og heilsar Kristjáni kumpán- lega. I ljós kom að foreldrar stráksins höfðu verið mikið á skíðum með Kristjáni og í Ijósi kunningsskapar gerði pilturinn honum tilboð sem Kristján átti þágt með standast. Strákurinn sagðist vita að Krist- ján væri dellukarl og bauð honum að prófa notað bretti. Ef honum Iíkaði það ekki mætti hann skila brettinu, annars mætti hann borga það. Kristján gekk út með brettið og fór upp í Bláfjöll þar sem allt gekk á afturfótunum. „Eg var þarna í 3 tíma og það gekk ekld neitt því ég var alltaf að reyna að vera á skíðum." „Þetta er svo mikið rokk líka, “ segir Kristján og skælbrosir. Segist yfirleitt vera með vasadiskó í brekkunni og setji svo Deep Purple í botn áður en hann æðir niður brekkuna og tekur skarpar beygjur svo sem mestur snjór frussist yfir. „Það er kúl, “ segir hann og Htur svo ögn vandræðalega til hliðar, minnugur þess að hann er að nálgast sextugt. Bæði börnin, Sævar 15 ára og Ásdís 6 ára, fara með föður sínum í brekkurnar og mun Kristján duglegur við að segja kunningjum Sævars til. Nokkrum dögum síðar fer Kristján aftur niður í Týnda hlekk og biður afgreiðslu- manninn vinsamlegast um að hvetja ekki gamlan karl til að verða að aðhlátursefni upp í Bláfjöllum. Afgreiðslumaðurinn gafst ekki upp og lánaði Kristjáni mynd- band með byrjendanámskeiði á snjóbretti. Kristján og sonurinn skoða myndbandið gaumgæfilega um eftirmiðdaginn. „Svo bara upp í fjall aftur og þá kom þetta. Þetta er enginn vandi," segir Kristján. „Eg hef ekki stigið á skíði síðan." Elsti snjóbrettmguriim? Sævar, sem nú er orðinn 15 ára, segir eng- an skólafélaga sinna vera á skíðum, þeir sem eru að renna sér séu allir á brettum. „Það er bara einhverjar svona stelpur á skíðum.“ Enda er fljótlært á brettin og segir Krist- ján að eftir um klukkutíma kennslu sé fólk búið að ná undirstöðuatriðunum á brett- inu, aðalatriðið er að hafa jafnvægisskynið í góðu lagi en hreyfingunum svipar mjög til þeirra sem þarf til að vera á hjólabretti. En Kristján er ekki alls kostar sáttur við hve lítið er gert fyrir bretta- og skíðafólk á skíðasvæðunum. Að vísu hafi verið útbúin sérbrekka fyrir brettinga í Bláíjöllum í vor en hún sé ekki nægilega vel troðin, né nógu skemmtilega útbúin. Það þurfi að búa til svigbrautir og Iitla hóla, alls ekki stóra stökkpalla, sem geti verið stórhættu- legir fyrir óvana. Kristján er sennilega einn elsti snjó- brettingur landsins og honum hefur ekki tekist að draga neinn jafnaldra sinn í þetta. „Fólk sem er komið yfir þrítugt er svo hrætt við að detta. Það er svo hrætt við að verða að athlægi. En þetta er eins og með allt sem maður er að byrja á - maður dettur. Eg veit ekki hvað ég datt oft til að byrja með,“ segir hann og eiginkona hans Sigríður skýtur því inn að hann hafi verið marinn og blár á afturendanum og staul- ast um eftir fyrsta daginn á brettinu. En eftir að dettitímabilinu lauk hefur áhugi feðganna verið slíkur að Sigríður er við það að smitast. Segist kannski munu laumast upp í Bláfjöll einhvern daginn þegar enginn sér til og fá að detta þar í friði þar til hún geti farið að renna sér áfallalaust við hlið Ijölskyldunnar... LÓA Pú þarf ekki a ð bíða eftir næsta tilboði. Þú færð okkar laga INDESIT verð alia daga Kæliskápur CG 1340 Kælir 216 Itr. • Frystir 71 Itr. a*.**) Tværgrindur Sjálfvirk afþýöing í kæli Orkunýtni B Mál hxbxd: 165x60x60 Kr. 59.900.- stgr. Kæliskápur RG1145 Kælir 114 Itr. • Klakahólf 14 Itr. • Orkunýtni D • Mál hxbxd: 85x50x56 Kr. 26.900 stgr. Kæliskápur CG 1275 Kælir 172 Itr. * Frystir 56 Itr. P***] • Tvær grindur Sjálfvirk afþýöing í kæli OrkunýtniC Mál hxbxd: 150x55x60 Kr. 53.900.- stgr. Kæliskápur RG Kælir 184 Itr - Frystir 46 Itr - Sjálfvirk afþýöing í kæli Orkunýtni C Mál hxbxd: 139x55x59 Kr. 39.900.- stgr. x 'r / j, i >\ \ fíft

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.