Dagur - 18.02.1999, Page 3
l^wr-
FIMMTUDAGUR 18. FF.BRÚAR 1999 - 19
LÍFIÐ t LANDINU
Ránshrim
hefurverið
í höfuð-
borginni að
undan-
fömu,
fimm rán það sem afer
árinu, þar afþrjú upp-
lýst. En hvað á 17 ára
staifsmaður að gera í
ráni? Því er ekki ein-
faltað svara.
Sigrún Jóhannsdóttir, 18 ára í
mars, var að vinna í söluturnin-
um á horni Grundarstígs og
Skálholtsstígs þegar ræningi
kom þar inn í byrjun febrúar og
heimtaði alla peninga úr kassan-
um. Sigrúnu brá fyrst og hélt að
maðurinn væri að grínast eða að
sig væri að dreyma en skildi svo
að honum var fúlasta alvara.
Hún brást þá róleg við og rétti
honum alla peningana í þeirri
von að hann færi strax. Þegar
hann var að ganga út úr dyrun-
um ýtti hún á neyðarhnappinn
sem var við höndina í verslun-
inni.
Hefðu ekki vitað annað
„Eg ýtti strax á hnappinn. I stað
þess að koma strax var hringt
um tveimur mínútum eftir að ég
ýtti á hnappinn og spurt hvort
einhver hefði verið að ýta á
neyðarhnappinn í versluninni.
Ef ræninginn hefði verið á
staðnum hefði hann getað
bijálast með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum eða hann hefði get-
að svarað og sagt að það væri
allt í lagi og þeir hefðu ekkert
vitað annað en að það væri rétt,“
segir Sigrún.
Strax eftir ránið hringdi hún í
móður sína sem kom strax á
staðinn en hún varð að sitja úti í
bíl og fékk ekki að hitta dóttur-
ina fyrr en lögreglan hafði lokið
sér af. Sigrúnu var brugðið eftir
ránið. Hún er enn að vinna í
versluninni en ætlar hugsanlega
að endurskoða sín mál ef aðeins
einn unglingur verður á vakt á
kvöldin eins og henni skilst að
verði. Foreldrar hennar hafa
leyft henni að ákveða sjálf hvað
hún gerir.
Draga úr hættuuni
Forvarnadeild Lögreglunnar í
Reykjavík mun standa fyrir
fræðslunámskeiði fyrir eigendur
og starfsfólk söluturna á laugar-
daginn í samvinnu við VR og
Kaupmannasamtökin. Sams
konar námskeið var haldið fyrir
tæpum tveimur árum og var þá
mikið reynt að ná til eigenda og
starfsfólks í söluturnum enda
talin full þörf á því að fræða
þetta fólk til að draga úr hættu á
ránum og stuðla að öryggi
starfsfólksins. Guðmundur
Gígja lögreglufulltrúi segir að
það hafí gengið mjög illa.
„Við náðum ekki nema í af-
skaplega lítið af þessu fólki. Nú
Sigrún Jóhannsdóttir var að vinna í söluturni þegar ránsmaður heimtaði alla peninga úr kassanum. Hún ýtti á öryggishnapp þegar hann var farinn. Mörgum
hlýtur að finnast undarlegt að öryggisfyrirtækið skuli hafa hringt skömmu síðar til að fullvissa sig um að ekki væri um fölsk öryggisboð að ræða. - mynd: teitur
höfum við ákveðið að auglýsa
vel til að reyna að draga þetta
fólk inn,“ segir hann og telur að
þeir hafí auglýst nægilega vel
fyrir tveimur árum. „Við auglýst-
um rækilega og það var sent út
bréf til þessa fólks en sumt af
þessu starfsfólki er lausafólk,
kannski námsmenn, og ekki eins
fast og í verslunum. Kannski eru
eigendurnir líka sífellt að breyt-
ast, ég skal ekki segja um það.
Það gekk allavega mjög illa en
nú ætlum við að reyna aftur,
kanna hvort þessir atburðir und-
anfarið hafí ýtt við fólki," segir
hann.
Try^ja ðryggi sitt
Á fundinum verður meðal ann-
ars farið yfir það hvað hægt er
að gera til að draga úr hættu á
ránum og hvað starfsfólk eigi að
gera ef ránsmaður birtist. Guð-
mundur segir að viðbrögðin fari
mjög eftir kringumstæðum
hveiju sinni en undirstrikar að
starfsfólkið eigi ekki að leika
„hetju“, ekki að sýna mótþróa þó
að ránsmaðurinn sé með hníf í
höndunum heldur kappkosta að
tryggja öryggi sitt, afhenda bara
peningana og kalla á lögregluna
þegar hann er farinn.
„Við viljum ekki að stúlkur á
aldrinum 17-18 ára séu einar
við afgreiðslu í söluturnum á
kvöldin og nóttunni. Það finnst
okkur fráleitt. Það er sama hvort
þú spyrð mig hjá lögreglunni,
VR eða Kaupmannasamtökin,
við erum alveg sammála um
það. Við viljum að það sé eldra
fólk og helst að það séu tveir
saman að vinna þó að það dugi
kannski ekki alltaf til,“ segir
hann.
Binda 18 árí lðg
Inga Gunndórsdóttir verslunar-
eigandi var erlendis þegar rán
átti sér stað í verslun hennar.
Hún segist hafa fengið áfall þeg-
ar hún fékk fréttirnar. „Það
verður auðvitað að gera eitt-
hvað. Það er ekki eðlilegt hvern-
ig þetta gerist dag eftir dag. Ég
er með stelpur sem eru 17 ára
og það er ekki hægt að hafa þær
einar héma á kvöldin. Frá því
þetta gerðist hafa alltaf verið
tvær á kvöldin og þannig verður
það. Maður vill ekki að þetta
endurtaki sig,“ segir hún og tel-
ur rétt að binda í lög að af-
greiðslufólk sé ekki yngra en 18
ára.
Sigrún Guðmundsdóttir er
verslunarstjóri 11-11 verslunar-
innar við Norðurbrún þar sem
rán átti sér stað um síðustu
helgi. Sigrún segir að alltaf séu
tveir starfsmenn á vakt í versl-
uninni á kvöldin, í þessu tilfelli
18 og 20 ára. Verslunarstjórar á
hveijum stað hafí hlotið þjálfun
í þvf hvernig eigi að bregðast við
ránum og það sé í þeirra verka-
hring að þjálfa og fræða starfs-
mennina. Annar starfsmaðurinn
hafí haft reynslu af verslunar-
störfum og vitað hvernig ætti að
bregðast við en hinn ekki.
Stjómendur fyrirtækisins ræði
þetta mál fljótlega.
Eiturlyf eru ástæðan
Bragi Guðbrandsson, forstöðu-
maður Barnaverndarstofu, telur
óeðlilegt að leggja þá ábyrgð á
barn yngra en 18 ára að vera eitt
á svona vinnustað að kvöldlagi
með tilliti til þeirrar ábyrgðar
sem fylgir og þeirrar hættu sem
getur verið um að ræða. Varnar-
laus unglingur eigi erfiðara með
að veijast en fullorðinn einstakl-
ingur. „Mér fínnst það svolítið
ábyrgðarleysi af hálfu verslunar-
eigenda að ráða til slíkra starfa
unglinga sem ekki hafa náð
sjálfræðisaldri. Það er mitt álit í
málinu en ég er ekki að draga úr
því að ungu fólki sé treyst til
þess að bera ábyrgð," segir
hann.
Rætt hefur verið um ránin
sem faraldur að undanförnu og
segir Bragi að tilefnið sé gjarnan
vímuefnaneysla. Stundum verði
svona rán „smitandi", einhver
byrji og fleiri fylgi í kjölfarið en
svo detti bylgjan niður. Hann
telur hugsanlegt að faraldurinn
tengist fíkniefnum, meiri neyslu
á götunni og segir vitað að
neyslan sé mun harðari en verið
hefur. Aðsókn að meðferðar-
stofnunum sé miklu meiri og
biðtími eftir meðferð hafi
stöðugt verið að lengjast.
Háð samkomulagi
„Við erum að fá tilvik um miklu
harðari neyslu, allt niður í 14-15
ára krakka í sprautum, og þetta
höfum við aldrei séð fyrr. Það
segir manni að efnin, sem eru
notuð í yngstu aldurshópunum,
eru miklu sterkari og hættulegri
en þau sem áður hafa verið not-
uð þannig að það má alltaf búist
við því að við slíkar aðstæður
fjölgi afbrotum sem eru neyslu-
tengd. Það er alveg klárt sam-
hengi milli neyslu og afbrota-
tíðni en birtingarformið getur
verið breytilegt frá einum tíma
til annars,“ segir hann.
Dagur leitaði eftir svörum hjá
öryggisfyrirtækinu Securitas við
því af hverju hringt var í versl-
unina í stað þess að senda lög-
reglu og öryggisverði á staðinn
og sagði Árni Guðmundsson að
viðbrögð fyrirtækisins væru háð
samkomulagi hverju sinni. I
sumum tilfellum vildu kaupend-
ur þjónustunnar að hringt væri
áður til að fullvissa sig um að
boðin væru ekki fölsk. Oft sé
um fölsk öryggisboð að ræða,
stundum ræki starfsfólk sig
óvart í hnappinn, og því hefðu
viðbrögðin ef til vill sljóvgast í
sumum tilfellum.
Má ekki leika „hetju“