Dagur - 19.02.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 19.02.1999, Blaðsíða 13
FÖSTVDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 - 13 XWmt. ÍÞRÓTTIR Tíu tillögiir um breytingar í kveunáknattspymuuni Tillögur um samræmingu reglna I kvenna- og karlaknattspyrnu verða fyrir- ferðarmiklar á ársþingi KSÍ. Vinnuhópur frá BreiðabliM og Stjöm- u nn i hefur lagt fram tíu tillögur um breyt- ingar á fyrirkomulagi móta í kvennaknatt- spymu á 53. ársþingi KSÍ sem fram fer 11111 helgina. 53. ársþing Knattspyrnusam- bands íslands verður haldið á Hótel Loftleiðum um helgina og verður sett klukkan 17:00 í dag. Fyrir þinginu Iiggur fjöldi til- lagna og eru þar fyrirferðarmest- ar tillögur vinnuhóps Breiða- bliks og Stjörnunnar um breytt fyrirkomulag í kvennaknatt- spyrnu. Að sögn Asgríms Helga Ein- arssonar, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Stjörnunnar, sem tók þátt í að vinna tillögurn- ar, miða þær að því að samræma reglur um kvenna- og karlaknattspyrnu. „Fyrsta tillagan fjallar reyndar um Deildarbikarkeppni kvenna, en við viljum að hún verði færð fram um liálfan mánuð og hefj- ist strax í byrjun apríl og verði lokið fyrir Islandsmótið. Við telj- um að það yrði til mikilla bóta og það lengir keppnistímabilið. { öðru lagi er það svo tillagan um breyttan feíktfma, þar sem við viljum að 2. flokkur leiki 2x45 mínútur, 3. flokkur 2x40, (7 manna lið 2x30), 4. flokkur verði óbreyttur 2x25 og 5. flokk- ur 2x20. Ef við tökum til dæmis annan flokk, þá eru strákarnir að spila 2x45 mínútur, en stelpurnar að- eins 2x40 mínútur. Átján ára Iandslið kvenna spilar Iíka 2x40 mínútur á meðan sami aldur karla er að spila 2x45 mínútur. Það er þekkt að stelpurnar taka fyrr út þroska en strákar, bæði andlega og líkamlega og ef strák- arnir geta spifaá 2x45 mínútur þá geta stelpurnar það líka. Við álítum að breytingin muni skila sér í betri leikmönnum og sé al- veg tímabær. Þarna erum við að fara fram á samræmingu á leik- tíma í karla- og kvennaflokkum rniðað við aldur. Tillaga þrjú gengur út á það að breyta öllu fyrirkomulaginu í 2. flokki og samræma hana við karlaflokkinn. Við leggjum til að þar verði spilað í þremur deild- um, A-, B- og C-deild, með átta lið í hverri deild og riðlaskipt- ingu í C-deild ef með þarf. Tvö- föld umferð verði spiluð í hverri deild, heima og heiman, og tvö lið færist milli deilda eftir ár- angri. Fjórða tillagan fjallar um það að félög fái að senda tvö lið í stað eins í bikarkeppni 2. flokks. Við teljum það gott fyrir þau fé- lög sem hafa stóra hópa, enda vantar þá verkefni fyrir þær stelpur sem ekki komast í 16 manna hópinn. 1 fimmtu tillögunni leggjum við til að komið verði á bikar- keppni í þriðja flokki kvenna, eins og þegar er í karlaflokki og sömu reglur um B-lið verði þar í gildi, eins og í 2. flokki. I tillögu sex leggjum við til að keppni í 4. flokki verði sam- ræmd keppni í 5. flokki karla, þar sem leikin verði tvöföld stigakeppni og mótinu skipt í tvo hluta, undankeppni og úrslita- keppni. Með því fengju stelp- urnar mjög aukin verkefni. í sjöundu tillögunni komum við svo að 5. flokki kvenna, sem hingað til hafa tekið þátt í svokölluðu „hnátumóti". Þar viljum við hafa fyrirkomulagið eins og í 4. flokki. Síðan í áttundu tillögunni leggjum við til að hafin verði keppni í 6. flokki kvenna, sem yrði með sama sniði og hjá 7. flokki karla. Þ.e.a.s. óformlegt Islandsmót. Níunda tillagan fjallar síðan um samræmingu á leiktímum í innanhússmótum milli kynja og sú tíunda um breytingar á ís- landsmóti 7-manna liða. Við vilj- um breyta fyrirkomulagi þeirrar keppni og Iáta úrslitin fara fram eftir úrslitin í keppni 11-manna liða. Heildarrökin fyrir flestum þessara breytinga eru þau að verið sé að samræma reglur í karla- og kvennafloJikum og að með auknum verkefnum verði meiri líkur á því að stelpurnar haldist lengur í knattspyrnunni. Þar er einmitt þekkt í kvenna- boltanum hvað fáar skila sér upp í meistaraflokk og hve margar hætta. Einnig má búast við meiri framförum með auknum verkefnum/1 sagði Ásgrímur. ÍÞRÓTTA VIDTALIÐ SKOÐUN SVERRISSON Teygt og togað Það er ágætis regla i keppnisí- þróttum að leikmenn geti ekki skipt um félög eins oft og um sokka á keppnistímabilinu. Það gæti til dæmis Ieitt af sér að þau lið sem komast ekki í úrslita- keppnina í körfubolla, seldu góða leikmenn tii annarra liða, sem eru í baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn. Það á ekki að vera hægt. Nú hafa tveir leikmenn úr úr- valsdeildinni í körfubolta sótt um félagskipti og þeim var synj- að af félagaskiptanefnd KKÍ. Jú, af þeirri einföldu ástæðu að ekki má skipta um lið eftir 5. janúar. En í reglum körfuknattleikssam- bandsins segir að gera megi undantekningar á reglunni ef um búferlaflutninga sé að ræða eða aðrar sérstakar ástæður liggi fyrir. Þessir umræddu íeikmenn, Henning Henningsson, sem hugðist skipta úr Skallagrími í Hauka, og Bjarni Magnússon úr ÍA í Grindavík, töldu sig hafa allan rétt á félagaskiptum vegna t.d. búferlaflutninga. Það má deila um það endalaust hvað séu búferlaflutningar og hvað ekki. Annar þeirra var búsettur í Borgarnesi og hinn á Akranesi. En það sem meira er og ætti að réttlæta félagaskipti þeirra eru þeir samningar sem þeir gerðu við sín fyrri félög. Henning var leystur frá störfum að frum- kvæði Skallagríms og Bjarna var sagt upp vegna íjárhagsörðug- leika ÍA. í þessum tihikum eru þeir settir út í kuldann og fá ekki að stunda íþrótt sína og það voru félögin sem Ieystu þá frá störf- um. Ég spyr því: Eru það ekki sérstakar ástæður? GUNNAR KSÍ er öflugt og vel rekiö Eggert Magnússon formaðurKSL 53. ársþing Knatt- spymusambands íslands verðurhaldið um helgina á Hótel Loftleiðum. Eggert Magnússon, fonnaðurKSÍ, á von á hefðbundnu þingi og segirað næsta fjárhags- árverðiþungt, nríðaðvið þau verkefni sem liggja fyrir. - Áttu von « Itflegu þingi? „Fyrir þessu þingi Iiggur ósköp svipaður fjöldi mála og hefur ver- ið undanfarið og svo sem ekkert sérstakt sem sker sig þar úr, nema þá tillögur sem varða kvennaknattspyrnuna. Vinnu- hópur frá Breiðabliki og Stjörn- unni leggur þar fyrir einar tíu til- lögur, sem aðallega lúta að breyt- ingum á fyrirkomulagi móta. Einnig verða lagðar fram tillögur um endurskoðuð lög sambands- ins, en þar er ekki um neinar stórar breytingar að ræða, heldur verið að aðlaga Iögin breyttum tímum og áherslum. Að öðru leyti á ég von á ósköp hefð- bundnu þingi." - Verða breytingar á stjóm sambandsins og gefur þú sjálf- ur kost á þér áfram? „Þeir Elías Hergeirsson, gjald- keri sambandsins, og Stefán Gunnlaugsson frá Akureyri gefa ekki kost á sér áfram, en þeir hafa lengi setið í stjórninni. Elías er búinn að vera þar síðan 1986, ef ég man rétt og Stefán væntan- lega síðan 1991. Hvað sjálfan mig varðar þá er formaðurinn kosinn til tveggja ára í senn og ég er nú að klára það fyrra síðan á síðasta þingi. Þess vegna þarf ég ekkert að velta því fyrir mér núna.“ - Hvað verður stóra málið á þinginu? „Stóra málið að mínu mati er að KSI er mjög öflugt og vel rek- ið samband. Það er rekið eins og hvert annað fyrirtæki og veltan er mikil, eða um það bil 160 millj- ónir króna á síðasta reikningsári. Við erum að skila hagnaði í ár upp á 3,2 milljónir króna, sem er mikil breyting frá tveimur síð- ustu árum, þar sem tapið 1997 var um 7,6 milljónir og 1996 14,9 milljónir. Það er mjög ánægulegt þar sem starfsemin hjá okkur er orðin það mikil að við höfum átt fullt í fangi með að ná jafnvægi í rekstrinum á hverju ári.“ - Áttu von á að næsta jjár- lutgsár verði þyngra, en þau stð- ustu? „Það er ljóst að næsta ár verð- ur okkur örugglega mjög þungt og það er mál sem ég kem til með að ræða á þinginu. Við verðum jafnvel að skera eitthvað niður í rekstri, svo við lendum ekki í vandræðum. Við erum til dæmis að spila sjö leiki í Evrópukeppn- inni og þar af fjóra erlendis. Við leikum úti gegn Ukraínu, And- orra, Rússlandi og Frakklandi og þetta eru allt mjög dýrar keppnis- ferðir. 21-árs liðið er líka með í þessum pakka, þannig að þetta verður þungt hjá okkur. Kvenna- Iandsliðið tekur þátt Evrópumót- inu á árinu og svo erum við núna í fyrsta skipti að taka þátt í Evr- ópukeppni 18-ára landsliða k\'enna, sem er nýr hópur." - Nú hefur verið lögð sérstök rækt við kvennaknattspymuna að undanfömu. Verðttr fram- hald þar á? „Eg á von á því. Við höfum lagt sérstaka áherslu á kvennaknatt- spyrnuna alveg frá árinu 1990 og það er Ijóst að mikið fjármagn hefur farið til þeirra mála. I dag erum við með þrjú yngri Iandslið kvenna, auk A-liðsins, sem þá eru orðin jafnmörg karlaliðunum. Bara dæmið í kringum nýja 18- ára landsliðið er áætlað á fimmtu milljón króna. Stelpurnar keppa fyrst í Ungverjalandi og komast væntanlega áfram í annan riðil.“ - Hvar ætla menn að skera t rekstrinum? „Þau mál eru stöðugt í skoðun, en við revnum auðvitað að halda okkar striki með landsliðin. Við sem berum ábyrgð á Ijárhagslegu hliðinni verðum að horfa raun- sæjum augum á málin frá ári til árs og getum ekki byggt starfið á einhveru vonarfjármagni í fram- tfðinni. Við verðum að halda okk- ur á jörðinni og passa upp á að ná áframhaldandi jafnvægi í rekstrinum. Árið í fyrra kom vel út, en þar voru líka stórir leikir inni í dæm- inu, en þeir kostuðu Iíka aukin útgjöld á móti. Miðað við verk- efnin í ár þá verum við að fara gætilega, því kostnaðurinn verð- ur mikill og fjárhagsdæmið verð- ur okkur örugglega þungt.“ - Horftrðu bjartsýnn til kom- andi verkefna? „Það geri ég. Eins og við vitum þá er knattspyrnan sú íþrótta- grein sem nýtur langmestra vin- sælda hér á landi og þess vegna er það mjög mikilvægt að KSI standi í fararbroddi og standi sig í stykkinu. Það er okkar metnað- ur að svo verði og það er grund- vallaratriði fyrir íslenska knatt- spyrnu að forystan sé að vinna gott og uppbyggjandi starf og fyr- ir því mun ég beita mér sem for- •ystumaður hreyfingarinnar.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.