Dagur - 19.02.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 19.02.1999, Blaðsíða 12
12- FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 Frá framleiðendum „Forest Gump" og ieikstjóra „Mrs. Doubtfire" kemur þessi ógleymanlega stór- mynd með vinsælustu leikkonum Hollywood í dag, þeim Juliu Roberts og Susan Sarandon. nnr°°m,'i D I Q I T A L Pöstud. kl. 21 og 23.10 Vinsælasti og umdeildasti skemmti- staður allra tíma. Þar var allt leyfi- legt og diskóið réði rikjum. Þangað komst enginn inn nema að vera annaðhvort frægur eða moldríkur. Upplifðu diskóið uppá nýtt og sjáðu erótiska útgáfu þessarar umdeildu myndar. Föstud. kl. 21. „Frábær, létt, skemmtileg, hröð og óborganlega fyndin" eru orð sem gagnrýnendur hafa notað til að lýsa þessari mynd. Hinn franski Luc Besson gerði han- dritið af þessari spennumynd, með endi sem kemur VERULEGA á óvart. Kvikmyndir.is gefur henni 4'I stjörnu. □□l°OLBY| Pöstud. kl. 23. CcrGArbíc S 462 3500 ÍÞRÓTTIR k. Fyrsti Englendingiiriim á olað Slagsmálaleikur Chealsea og Blackburn verður í minni geymd- ur fyrir tvennt. I fyrsta lagi komst fyrsti Englendingurinn á blað hjá liðinu yfir markaskorara í vetur. Jody Morris braut ísinn og skor- aði mark Chelsea áður en Asley Ward jafnaði fyrir Blacburn. I öðru lagi gleymist leikurinn seint þeim sem sáu knattspyrnustjór- ann, Gianluca Vialli, sparka í punginn á Broomes þar sem hann stóð ógnandi yfir honum liggjandi. Báðir fengu rauða spjaldið að launum. Með jafnteflinu heldur Blacburn taki sínu á Chelsea á Stamford Bridge þar sem liðið hefur ekki tapað leik f 15 ár. Virði dómaraim Gianluca Vialli var að vonum sáróánægður eftir leikinn við Blackburn. Lið hans tapaði dýr- mætum stigum í toppbaráttunni, auk þess sem hann sjálfur fær Ieikbann fyrir útafreksturinn. Þar með verður Zola eini nothæfi framheiji liðsins þegar Vialli tek- ur út leikbannið. Engu að síður brást knattspyrnustjórinn drengi- lega við og sagðist virða dómar- ann og hans störf þó sér þætti dómur hans strangur. Kom mér ekki á óvart Everton skoraði jafn mörg mörk gegn Middlesbrough á Goodison Park á rnfðvikmfaginn og liðið hafði skorað til samans á heima- velli sínum í vetur. Knattspyrnu- stjórinn, Walter Smith, var salla- rólegur eftir leikinn og sagði að markaveislan hefði ekki komið sér á óvart. „Við erum búnir að leika fjölda leikja í vetur þar sem við höfum ekki náð að skora þrátt fyrir fjölmörg góð mark- tækifæri. Einhvern tíma hlaut að koma að því að drengirnir fyndu leiðina í netið. Það gerðist núna og með það er ég ánægður. Það sem gladdi stuðnings- menn Everton mest var að sjá að Nicky Barmby er aftur kominn í landsliðsform. Hann bar af eins og gull af eiri á vellinum. Helöi og Stefáu í góðum mámm Helgi Sigurðsson og Stefán Þórðarson leika með liðum sín- um, Stabæk og Brann, á sterku æfingamóti í La Manga á Spáni. Báðir hafa verið á skotskónum og sett sitt mark á keppnina. Mótinu lýkur í dag. Þá leika Ros- enborg og Stabæk til úrslita, Brann og AIK frá Svíþjóð leika um þriðja sætið, Helsingborg og Orebro Ieika um fimmta sætið og stórlið Gautaborgar verður að leika um næstneðsta sætið við Molde. - GÞÖ Úrslit leikja í gærkvðld I gærkvöld fóru tram leikir í 19. umferð DHL-deiIdarinnar í körfuknattleik og urðu úrslit eft- irfarandi: ÍA-Snæfell 92:84 Skallagrímur-KFÍ 75:80 UMFG-Þór Ak. 101:70 Keflavík-KR 89:81 Haukar-Tindastóll 82:91 yal,ur-UMFN , , , . , 85:88 • — ""'i' Nú kætast skautamenn á Akureyri. SkautahoH á Akureyritil- búin í haust Á svæði Skautafélags Akureyrar er eiunig rými fyrir hlaupa- braut fyrir skauta- hlaup og svæðið hýð- ur upp á stækkunar- möguleika sem ekki hjdðast annars staðar. Langþráður draumur skauta- manna á Akureyri er nú í sjón- máli en skautahöll fer á næst- unni í alútboð. Skautahöllin á að rísa yfir núverandi skautasveili. Til þessarar byggingar er áætlað að verja 1 50 milljónum króna og á húsið að vera tilbúið til notk- unar næsta haust. Bygging skautahallar á Akureyri var á stefnuskrá allra stjórnmálaflokk- anna fyrir kosningarnar á síðasta vori og m.a. sagði í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins skýrt og skorinort: Byggt verði yfir skautasvellið og mannvirkið tek- ið í notkun strax á næsta ári. Magnús Finnsson, formaður íshokkídeildar Skautafélags Ak- ureyrar, segir skautamenn mjög ánægða með þessi tíðindi enda muni það jafna aðstöðu þeirra við íshokkímenn í Reykjavík og þá þurfi aðeins að spyrja að ferðaveðri, ekki veðri á keppnis- stað eins og t.d. asahláku. Magn- ús segir að vissulega hafi komið til greina að reisa skautahöllina annars staðar en f innbænum fengist undir hana lóð en á 30 þúsund fermetra lóð Skautafé- lagsins hafi verið gert ráð fyrir að þar væri hægt að setja niður fleira en skautahöll. Þar er einn- ig rými fyrir hlaupabraut fyrir skautahlaup og svæðið bjóði upp á stækkunarmöguleika sem ekki bjóðist annars staðar. A staðnum er auk þess fjárfesting sem nýtist væntanlegri skautahöll, en und- irbygging annars staðar mundi kosta um 20 milljónir króna. I ljósi þess að í framtíðinni mun byggð rísa í Naustahverfi telur Magnús staðsetninguna góða, en markaðssvæði hússins verður allur Eyjaljörður en töluvert er um það að skólar bjóði nemeitd- um á skauta, og ekki mun draga úr því þegar hægt verður að vera á skautum undir þaki í skjóli fyrir veðri og vindum. - GG Frítt 1 Holllna Jón Gíslason, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, hefur valið Ieik- mannahópinn sem leikur gegn Bosníu-Herzegóvínu og Litháen í riðlakeppni Evrópumóts lands- liða í næstu viku. Tólf leikmenn skipa hópinn, en tíu verða valdir í hvorn leik. Landsliðshópurinn: Falur Harðarson, Keflavík Birgir Örn Birgisson, Keflavík Teitur Örlygsson, UMFN Hermann Hauksson, UMFN Eiríkur Önundarson, KR Friðrik Stefánsson, UMFN Guðm. Bragason, Weissenfelt Herbert Arnarson, UMFG Hjörtur Harðarson, Keflavfk Friðrik Ragnarsson, UMFN Fannar Ólafsson, Keflavík Páll Axel Vilbergsson, UMFG Það vekur athygli að tíu af tólf leikmönnum í hópnum eru frá Iiðum á Suðurnesjum og sá ell- efti, Guðmundur Bragason, er fyrryni, l<ýWaO,yr, ÖrinfJvílPíJgar Þá er aðeins eftir einn, sem er KR-ingurinn Eirfkur Önundar- son, sem nú er aftur í landsliðs- hópnum. Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson kemur líka aft- ur inn í hópinn, en hann hefur áður leikið fimm landsleiki. Leikurinn gegn tíosmu- Herzegovínu fer fram í Laugar- dalshöll miðvikudaginn 24. febr- úar, en leikurinn gegn Litháum, laugardaginn 27. febrúar, einnig í Höllinni. Körfuknattleikssambandið og Lýsing hf., hafa gert með sér samning um að Lýsing hf., bjóði áhorfendum frítt á leikinn gegn Bosníu-Herzegovínu á miðviku- daginn, á meðan húsrúm leyfir. Lið Bosníu-Herzegóvínu, er nú í efsta sæti D-riðils með 15 stig, einu stigi meira en Króatía og Litháen sem eru með 14 stig. Þar á eftir kemur Holland í 4. sæti með 11 stig, þá Eistland með 10 og Island rekur lestina með 8 stig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.