Dagur - 19.02.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 19.02.1999, Blaðsíða 1
 Kjartan á móti íbúða- byggð í Norðlingaholti SjáLfstæðismeim ekki einhuga til íbúða- byggðar í Norðlinga- holti. Framkvæmda- stjóri flokksins vill skógrækt. Borgarfull- trúar flokksins vilja steinsteypu. Verð- sprengiug á landi. Lóðabrask. Sjálfstæðismenn í borginni eru ekki einhuga í skoðunum sínum til íbúðabyggðar í Norðlingaholti. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, segist vera á móti þ\a að þarna rísi íbúðabyggð. Sjálfur á hann 2-3 hektara lands í Norð- lingaholti sem hann eignaðist fyrir 15-20 árum. Þar hefur hann stundað skógrækt og vill geta haldið því áfram í friði. Hann segir marga hafa viljað kaupa landið af sér en hann hafi ávallt hafnað því. Hann segist enga skoðun hafa á stefnu samflokks- manna sinna í borgarstjórn í mál- inu. Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarfulltrúi áréttar hins veg- ar skoðun sjálf- stæðismanna í borgarstjórn að unnið verði hratt og ákveðið að því að hægt verði að úthluta þar lóð- um í vor og fyrstu svæðin verði byggingar- hæf í haust. ffluti af sprungusvæði Þorvaldur S. Þorvaldsson, for- stöðumaður borgarskipulags Reykjavíkur, segir að borgin eigi þegar um þriðjung af Norðlingaholtinu og á því eftir að kaupa um tvo þriðju af Iandinu. Obhinn af því séu smálönd í eigu einstaklinga. Stærsta einstaka svæðið sem tek- ist hefur verið á um sé í eigu erf- ingja Guðmundar í Víði. I það heila tekið sé allt svæðið um 70 hektarar að stærð. Þar af sé áformað bygg- ingarland eitt- hvað um 50-55 hektarar fyrir 5 þúsund manna byggð. Þá sé Norðlingaholtið hluti af því sprungusvæði sem sjálfstæðis- menn og vinstri menn deildu hart um í kosn- ingunum 1982. Verðsprengja Forstöðumaður borgarskipulags telur að kaup Jóns Olafssonar í Skífunni á Arnarneslandinu muni trúlega hafa einhver áhrif á verðhug- myndir landeigenda f Norðlinga- holti. Jón keypti fermetrann á um 1400 krónur á sama tíma og verðhugmyndir manna fyrir land á höfuðborgarsvæðinu séu kannski frá 400-600 krónur hver fermetri. Það sé því ekki ólíklegt að fólki bregði dálítið í brún og hugsi sinn gang. Þorvaldur segir að á sínum tíma hefði borginni þótt of mikið að kaupa fermetra lands á 600 krónur. Lóðabrask Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgar- fulltrúi sjálfstæðismanna, segir að borgin hafi verið að greiða um 250-300 krónur fyrir hvern fer- metra í Norðlingaholti. Hann útilokar þó ekki að það verð sé eitthvað að breytast en þó ekkert í líkingu við það sem gerðist í Arnarneslandinu. Enda „býr Jón Olafsson ekki til það fordæmi hérna í Reykjavík," segir Vil- hjálmur. Hann segir að vegna lóðaskorts sé þegar farið að bera á lóðabraski í borginni. Sem dæmi nefnir hann að einstak- lingur sem fékk úthlutað lóð í Staðahverfi hafi hætt við að skila henni þegar hann frétti að hann gæti fengið 1,5 milljónir króna fyrir hana á markaðnum. — GRH Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins. Nýr Jring- flokkur „Að stofna þennan þingflokk er bara í rökréttu framhaldi af því sem verið hefur að gerast undan- farnar vikur hjá Samfylking- unni,“ sagði Margrét Frímanns- dóttir í samtali \dð Dag eftir að nýr 17 manna þingflokkur Sam- fylkingarinnar hafði veriö mynd- aður í gær. Rannveig Guðmundsdóttir var kjörin þingflokksformaður, Ragnar Arnalds varaformaður og Guðný Guðbjörnsdóttir ritari. Fundarherbergi hins nýja þing- flokks er í Þórshamri þar sem ekki er laust nógu stórt fundar- herbergi fyrir 17 manna þing- flokk í þinghúsinu. Samfylkingunni barst í gær heillaskeyti frá Alþýðusambandi Islands í tilefni af stofnun þing- flokksins. Þar stóð: „Hjartanlega til hamingju með daginn. Megi þessi nýi þingflokkur eflast og dafna á komandi misserum." Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, undirritaði skeytið. - S.DÓR Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. Vilja sam- eina Eyja- fjöro Ræjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fyrir bæjarstjórn tillögu um að óskað verði eftir viðræðum við fulltrúa allra sveitarfélaga í Eyjafirði um hugsanlega sameiningu. Málið verður rætt á bæjarstjórnarfundi 2. mars. „Við erum að leggja þetta fram í þeim tilgangi að fá sveitar- stjórnir við Eyjaíjörð til að ræða möguleikana á því að sameina sveitarfélögin við Eyjafjörð í eitt,“ segir Kristján Þór Júlíus- son bæjarstjóri. „Það sem við hugsum okkur í því efni er ein- faldlega það að eftir umræðu í bæjarstjórn Akureyrar munum við óska eftir því að fulltrúar sveitarfélaga í Eyjafirði taki upp viðræður um þetta mál með það fyrir augum að ganga úr skugga um möguleikana á þvf að þetta gæti orðið að veruleika." Kristján Þór vildi engu spá um framvindu hugsanlegra við- ræðna og sagði ómögulegt að segja til um slíkt. - HI Djúp 1ægð Oveður gekk yfir landið í gær- kvöld og í nótt og búist er við norðvestan roki eða ofsaveðri og snjóbyl á norðanverðu Iandinu fram eftir degi í dag. Snjóathugunarmenn og al- mannavarnanefndir víða um norðanvert landið voru í við- bragðsstöðu í gærkvöld og strax síðdegis í gær var tekin ákvörðun um rýmingu á rýmingarsvæði C á ísafirði en þar eru fáir íbúar. Búist er við að veðurofsinn nái hámarki fyrir miðjan dag í dag en þessu skoti veldur mjög kröpp lægð sem er að ganga yfir landið. Spáð er hægt minnkandi norð- lægri átt, allhvassri eða hvassri á laugardag en hægari á sunnudag. Talsvert frost verður næstu daga. Afgreiddir samdægurs Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 WOfíLOWJOe ÐCPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.