Dagur - 19.02.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 19.02.1999, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 19. FF.BRÚAR 1999 - 3 WMjur- FRÉTTIR i. Vilj a kaima afleið- ingar hvalveiða Ræða þarf við þá sem bjóða útlendingum ferðir til íslands um hvaða áhrif hvalveiðarnar gætu haft á ferðamannaþjónustuna segir Hjálmar Árnason sjávarútvegsnefndarmaður. Talið víst að tillaga um að hefja hvalveiðar verði saniþykkt á Al- þingi en með fyrirvara um að kannað verði hvaða efnahagslegar afleiðingar það getur haft. Oddvitar stjórnarflokkanna, Dav- íð Oddsson og Halldór Asgríms- son, hafa gripið í spottann hjá sjávarútvegsnefnd Alþingis, eins og skýrt var frá í fréttaskýringu um hvalveiðimálið í Degi á mið- vikudag. Þeir munu að vísu ekki ætla að stöðva þingsályktunartil- löguna í meðferð nefndarinnar eins og gert hefur verið þrisvar sinnum á síðustu níu árurn, held- ur umorða hana og setja inn ákveðin skilyrði fyrir því að hval- veiðar geti hafist. Hjálmar Árnason alþingismað- ur, sem á sæti í sjávarútvegs- nefnd, sagði að það væri vilji allra að þingið taki nú afstöðu til þingsályktunartillögu um að hval- veiðar verði hafnar að nýju. Hann segir að aðalatriðið sé að víðtæk samstaða náist á Alþingi og að sátt ríki um þá tillögu sem borin verður fram. „Vorboðinn ljúfi“ Hjálmar Árnason segist spá því að Alþingi samþykki tillöguna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hann segist ekki geta fullyrt hvernig endanlegur texti hennar verður en bendir á að nánast ekk- ert sé búið að undirbyggja þetta mál. Hann segir menn halda því fram að hvalveiðar muni hafa vond áhrif fyrir okkur efnahags- lega og spyr hvað hafa þeir fyrir sér í því. Það hefur alls ekkert ver- ið kannað en þarf að gera ef við ætlum að hefja hvalveiðar. Hann telur eðlilegt að sam- þykkt verði í tengslum við þessa tillögu um að hefja hvalveiðar að ræða við helstu viðskiptavini okk- ar á fiskmörkuðum erlendis og kanna hvort hvalveiðar muni ’breyta einhverju í samskiptum okkar við þá. Sömuleiðis þarf að ræða við þá sem bjóða útlending- um ferðir til lslands um hvaða áhrif hvalveiðarnar gætu haft á ferðamannaþjónustuna. „Síðan þarf að meta hvaða efnahagsleg áhrif þetta kann að hafa. Þessi könnunarvinna hefur ekki verið unnin og það er í sjálfu sér skrýtið að sjávarútvegsráðu- neytið skuli ekki hafa látið þessa vinnu fara fram, þar sem þingsá- lyktunartillaga um að hefja hval- veiðar hefur verið „vorboðinn ljúfi“ í mörg ár enda þótt tillagan hafi alltaf verið svæfð í nefnd. Þess vegna hefur Alþingi aldrei tekið neina afstöðu,“ segir Hjálm- ar Árnason. Þrír dagar í næstu viku eru svo kallaðir nefndardagar. Þá verða engir þingfundir heldur starfa þingnefndirnar alla dagana. Þá er talið víst að tillagan um að hefja hvalveiðar verði afgreidd frá sjáv- arútvegsnefnd. - S.DÓR Sigríður Anna Þórðardóttir ætlar að gefa sér góðan tíma. Sijgríður bíður enn Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, sagði í samtali við Dag í gær að hún hefði enn ekki tek- ið ákvörðun um hvort hún gefur kost á sér til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hún sagð- ist ætla að taka sér allan þann tíma sem hún þyrfti í þessu máli. Þau Sólveig Pétursdóttir al- þingismaður og Geir H. Haarde fjármálaráðherra hafa lýst því yfir að þau gefi kost á sér til varaformennskunnar, en Sturla Böðvarsson sem einnig var hvattur til að sækjast eftir emb- ættinu hefur gefið þann slag frá sér. Það er því ljóst að varafor- mannsslagur verður á Iands- fundi flokksins, sem hefst 10. mars. — S.DÓR Ferðamálamiðstöð skuldar 15 milljónir Jólaævintýri Norðurpólsins er ábyrgt fyrir 9 af 15 milljóna króna skuld Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar. Skuldir Ferðamála- miðstöðvar Eyjafjarð- ar nema liðlega 15 milljðnum króna, þar af tæpar 9 milljónir króna vegna „jólaæv- intýris“ Norðurpóls- ins. Héraðsráð Eyjafjarðar fór fram á það við bæjarráð Akureyrar 10. febrúar sl. að Akureyrarbær innti af hendi 2 milljóna króna fyrir- framgreiðslu vegna væntanlegs uppgjörs Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar sem lögð var niður um síðustu áramót. Bæjarráð samþykkti erindið á fundi á fimmtudagsmorgun, en málið verður tekið aftur upp við endur- skoðun fjárhagsáætlunar en hlutur Akureyrarbæjar í halla- rekstri Ferðamálamiðstöðvarinn- ar er um 75%. Mikil vandræði hafa skapast vegna óuppgerðra reikninga Ferðamálamiðstöðvarinnar. Björk Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Héraðsráðs Eyja- fjarðar, segir að greiðslan frá Ak- ureyrarbæ leysi aðeins úr allra brýnustu fjárþörf en skuldir Ferðamálamiðstöðvarinnar nema liðlega 15 milljónum króna, þar af tæpar 9 milljónir króna vegna „jólaævintýris" Norðurpólsins sem starfræktur var á Akureyri frá 20. nóvember til jóla. Skársta hugsanleg niður- staða er að mati Héraðsnefndar tæpar 13 milljónir króna, þar af 7,5 milljónir króna vegna Norð- urpólsins. Þá er gert ráð fyrir 800 þúsund króna endurgreiðslu frá Samgönguráðuneyti, tekjum vegna jólatónleika, styrk frá At- vinnuleysistryggingasjóði og vegna bæklingaútgáfu frá Akur- eyrarbæ auk niðurfellingar reiknings f rá Rafveitu Akureyrar. - GG Raforkunotkun minnkadi Almenn raforkunotkun minnk- aði um 1,1% á síðasta ári, sam- kvæmt yfirliti frá Orkuspár- nefnd. Ástæðan er rakin til um fjórðungs skerðingar á sölu ótryggðrar orku frá Landsvirkjun vegna hættu á vatnsskorti við orkuver. Stórnotkun jókst aftur á móti um 23% milli ára. Hlutur stóriðjunnar var 58% í fyrra og almenn notkun því um 42%. En allt til 1996 var almenni hlutinn stærri. Sala ótryggðrar orku til stór- iðju minnkaði um 35% á síðasta ári. Gert hafði verið ráð fyrir 125 GWh minnkun vegna breyttra samninga og að þeim hluta frá- töldum verður samdráttur til stóriðju 23% milli ára. Skerðing- una segir Orkuspárnefnd þá fyrstu í hálfan annan áratug. AIls nam raforkuvinnsla á landinu tæpum 6.280 GWh árið 1998. Síðustu tvö árin hefur hún aukist um samtals rúmlega 1.160 GWh, sem er til dæmis fjórðungi meira en öll orku- vinnsla Blöndurírkjunar í fyrra. - HEI Vilja kvóta fyrir Lífeyrissjóð sjómaiuia Miðstjórn Frjálslynda flokksins leggur til að Lífeyrissjóði sjómanna verði úthlutað 10 þúsund tonnum af þorski í 2 ár til að rétta við fjár- hag sjóðsins, segir í tillögu sem send hefur verið sjávarútvegsnefnd Alþingis. I greinargerð segir að vegna þrenginga sjóðsins neyðist forsvars- menn hans til að skerða greiðslur til lífeyrisþega um 12%. Við það verði ekki unað enda hafi greiðslurnar ekki verið nein ofrausn fyrir. „Sómi þjóðarinnar liggur við að aldraðir sjómenn séu ekki svo grátt leiknir í lífskjörum," segir m.a. í greinargerðinni. Eíliiig mótmælir skaöabótafrumvarpi Stjórn Efmigar-stéttarfélags mótmælir harðlega frumvarpi til nýrra skaðabótalaga þar sem gert er ráð fyrir að greiðslur úr Iífeyris- og sjúkrasjóðum skerði skaðabætur. „Iðgjöld til almennu lífeyrissjóðanna og greiðslur til sjúkrasjóða verkalýðsfélaganna eru hluti umsaminna launa og afrakstur langrar og harðrar kjarabaráttu," segir í ályktun stjórnarinnar. Hún skorar á ríkisstjórn og Alþingi að falla þegar frá þessum hugmyndum og láta af „þessum sífelldu árásum á sjóði stétt- arfélaganna," eins og segir orðrétt. Fullkomiiasta prentvél landsins Davíð Oddsson forsætisráðherra ræsti í gær í Prentsmiðjunni Odda, Heidelberg Harris M 600 prentvél, sem er sú fullkomnasta á landinu og veldur að sögn straumhvörfum í íslenskum prentiðnaði. Fyrsta verk þessarar nýju vélar var að prenta blað Umhyggju, heildarsamtaka langveikra barna. Dögg Pálsdóttir, formaður samtakanna, veitti fyrsta prentaða eintakinu ríðtöku frá Þorgeiri Baldurssyni, forstjóra Odda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.