Dagur - 23.02.1999, Qupperneq 5

Dagur - 23.02.1999, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEDRÚAR 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Spennandi Freestylekeppni íslandsmeistarkeppni unglinga í frjálsum dönsum fór fram í Tónabæ á föstudagskvöldið. Þetta er í 18. sinn sem þessi keppni er haldin. Eyrún Arna Eyjólfsdóttir sigraði í einstakl- ingskeppninni, en í hópakeppni bar hópurinn Kristal sigur úr býtum. „Eg var ánægð með hvað mættu margir hópar utan af landi,“ sagði Dagný Björk Pjet- ursdóttir sem var yfirdómari Eyrún Arna Eyjólfsdóttir kom fram sem austurlensk bardagastúlka, um- sjónarmaður keppninnar sagði að hún hefði verið eins og Mulan. voru með heita tónlist. Það var troðfullt hús og alveg frábær stemmning í salnurn," sagði Dagný. Þegar dómararnir voru að gera upp hug sinn komu sigur- vegarnir frá því í fyrra fram og sýndu, danspör sýndu latneska dansa auk þess var brake dans atriði. „Mér fannst helst vanta strák- ana,“ sagði Dagný. I tveimur hópum af 18 sem tóku þátt í keppninni voru strákar. I ein- staklingskeppninni voru tólf krakkar í úrslitum. Sunna M. Scram var í öðru sæti í einstaklingskeppninni. Hópurinn Kristal sigraði í hópa- keppninni. keppninar. Hún sagði að hóp- arnir hafi verið mjög jafnir og þarna hafi komi fram margir góðir dansarar. Dagný Björk, hefur verið dómari í keppninni frá árinu 1986, sagði að keppnin í ári hafi verið mjög jöfn og spennandi. Eyrún kom fram eins og aust- urlensk bardagastúlka. „Hún var eins og Mulan, það var gaman að því að krakkarnir sem sigruðu Hópurinn Freakshoppe vakti mikla athygli fyrir ferskleika. Það eru félagsmiðstöðin Tónabær og Iþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur sem stendur fyrir keppninni, um næstu helgi er Islandsmeistara- keppni 10-12 ára. - PJESTA Skyr passar inrii hollan matseðil SVOiMA ER LIFIÐ Pjetur St. Arason skrifar Einn af þjóðlegri réttum er skyrið. Þegar menn námu hér land komu þeir með þennan rétt með sér. I búri landnámsmanna stóðu stór ker, sem í góðum árum voru sneisafull af skyri. Sög- urnar greina frá því að menn hafi borgið lífi sínu með því að feia sig í skyrkerinu. Margir minnast ofurmennisins, Jóns Páls, fyrir áróður þann sem hann rak fyrir skyráti. Borghildur Sigurbergsdóttir er nær- Pjetur ingarráðgjafi, hún segir að það séu mjög góð prótein í skyri. svarar ^annig £>ð þegar fólk borði hollan mat, mikið af trefjum og kol- , ^ ^ vetnum þá passi skyr vel þar inní. „Fæðuvenjur Islendinga eru i simann! þanmg að við borðum mjög próteinríkan mat. Þannig að þegar Ertu með ráð ^ erum ta^a um hollustu er mjög erfitt að taka eina afurð ’ útúr. Fyrir þá sem borða mikinn mjólkurmat og mikið af dýra- þarftu að spyrja, afurðum getur skyrið verið toppurinn sem fyllir óhollustuna en viltu gefa eða fyrir þá sem borða mikið af grófum kornmat, brauði og ávöxt- skipta? um er skYr með rjóma kærkomin viðbót." p. . . Snemma á síðasta áratug sungu íslenskir tölvupopparar um J þessa mjólkurafurð. Skyr með rjóma er gott að fá. I söngnum símann kl. 9—12. var skyrið príSað sem megrunarfæði. Skyr er fitusnauð og kol- Síminn er vetnasnauð mjólkurafurð, þegar sykri og rjóma er blandað í 563 1626 (beint) skyrið bætast við bæði fita og kolvetni. Borghildur segir að allar eða 800 7080 öfgar séu af hinu vonda, það sé alveg rúm fyrir rjóma í hollu ’ fæði, svo fremi að fituhlutfallið sé ekki of mikið í annarri fæðu. Posttang: segjr ag sky,- meg rj5ma sé næringarríkur matur sem sé Þverholt 14 Rvk. álíka kalkríkur og mjólkin. Það séu prótein, steinefni og eða Strandgötu 31 vítamín í skyrinu. Hinsvegar sé það oft sykrað vel og að Islend- Akurevri 'nSar borði yfirleitt mjög mikinn sykur. ,, Á umbúðunum má sjá innihaldslýsingu. Hlutfall fitu og kol- e n§‘ vetna er einnig skráð. Þannig má sjá magnið af rjómanum og ritstjori@dagur.is sykrinum í skyrinu með því að rýna í magn kolvetna og fitu, en hvorki kolvetni eða fitu er að finna í skyri. ■ HVAD ER Á SEYfll? MALSTOFA A BIFROST Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, flytur íyrirlestur á mál- stofu Samvinnuháskólans miðvikudaginn 24. febrúar. Fyr- irlesturinn nefnir hann: Tjáningarfrelsi og skoðanafælni. Sigurður hefur um árabil verið virkur þátttakandi í íslenskri þjóðfélagsumræðu, en hefur jafnframt gagnrýnt hvernig sú umræða fer fram. Málstofan hefst kl. 15.30 í hátíðarsal Samvinnuháskólans á Bifröst og eru allir velkomnir. LANDIÐ Fyrirlestur um vímuefni í Brekkuskóla Foreldrafélag Brekkuskólaá Akureyri stendur fyrir fundi þar sem leitað verður svara við spurningunum: Hvernig grein- um við að barn neytir vímuefna? Hvaða úrræði eru til fyrir unga vímuefnaneyt- endur? Hreiðar Eiríksson mun ræða um möguleg hætumerki vímuefnaneyslu og Ingþór Bjarnason um eftirmeðferð vímuefnaneyslu. Fundurinn verður haldinn á sal Brekkuskóla (gamla Gagn- fræðaskólanum) miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20.00. HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Félag eldir borgara, Ásgarði, Glæsibæ Almenn handavinna kl. 10.00-12.30. Sungið og dansað frá 15.00-17.00, Stjórnandi er Unnur Arngríms, gestur verður harmonikuleikarinn Þorvaldur Björnsson. Kaffistofan er opin 10.00- 13.00 Snúður og Snælda í Möguleikhúsinu Næstu sýningar Snúðs og Snældu á leik- ritunum Maðkar í mysunni og Ábrystir með kanil, verða í Möguleikhúsinu kl. 16.00 miðvikudag. Kvöldvaka Ferðafélagsins Ferðafélag íslands verður með Kvöld- vöku að Mörkinni 6. Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur fjallar um upphaf landslagshefðarinnar í íslenskri málara- list, hvernig hún endurspeglar þjóðar- ímyndina og sjálfstæðisbaráttuna við upphaf aldarinnar. Auk þess fjallar hann hann um Jóhannes Ivjarval og heildræn- ar landslagsmyndir hans. Dagskráiti hefst klukkan 20.30. Biblíunámskeið við Holtaveg Tekið verður fyrir Rómverjabréfið 1-8. Kennari verður Friðrik Hilmarsson. Námskeiðið verður á miðvikudögum frá 24. febrúar til 10. mars frá klukkan 20.00 til 22.00. Háskólatónleikar Á Háskólatónleikum í Norræna húsinu á morgun leikur gítardúettinn Dou-de- mano en hann skipa gítarleikararnir Hinrik Bjarnason og Rúnar Þórisson. Á tónleikunum verða flutt suður-amerísk tónlist eftir Astor Piazzolla (f. 1921- d. 1992), Leo Brouvver (f. 1939) og Celso Machado (f. 1953). Tónleikarnir hefjast kl. 12.30. Verð aðgöngumiða er kr. 400. Ókeypis lyrir handhafa stúdentaskír- teina. Fyrirlistur um upplýsingafræði Jón Daníelsson, viðskipta- og hagfræði- deild HÍ, London School of Economics fjallar um: „Upplýsingaflæði milli til- boða og verða á gjaldeyrismörkuðum" á málstofu viðskipta- og hagfræðideildar. Málstofan fer fram á kaffistofu á 3. hæð í Odda miðvikudaginn 24. febrúar og hefst kl. 16.15. Eystrasaltslöndin i tali og tónum I tilefni væntanlegra ferða Ferðaskrif- stofunnar Landnámu til Eystrasaltsland- anna í vor verður efnt til ferðakynningar í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudags- kvöld kl. 20.30. Á kynningunni mun Martynas Svégzda, fiðluleikari frá Lit- háen, flytja þjóðlega tónlist heimalands sfns og vel þekkt klassísk verk ásamt píanóleikaranum Steinunni Birnu Ragn- arsdóttur. Kynningin er öllum opin og hefst kl. 20:30.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.