Dagur - 24.02.1999, Page 5

Dagur - 24.02.1999, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 - 21 Ik^íir. LÍFIÐ í LANDINU Vinsælasti keimari Álftamýrarskóla Þórliallurvarnýlega kjör- inn vinsælasti kennari Álftamýrarskóla og erþað ekki ífyrsta sinn. Hverer galdurinn? Það er óneitanlega léttir að hlusta á Þórhall Runólfsson mitt í þeim böl- móði sem einkennt hefur umræðu um skólamál að undanförnu. Þórhallur hefur kennt gagnfræðingum Alftamýr- arskóla í 32 ár. Hann segir skólastarfið hafa batnað mjög á þessum tima og unglinga lítið hafa breyst. Þórhallur hefur oftsinnis verið kosinn vinsælasti kennari skólans en hann hefur kennt bæði almennar greinar og íþróttir gegn- um tíðina. Er reyndar sannfærður um að hann njóti þess £ vinsældakosning- unni að kenna íþróttir enda ríkir þar önnur stemmning en við málfræði „ítroðslu“. Þar fái krakkarnir útrás og hann kynnist þeim á annan hátt en í al- mennri kennslustofu. Þórhallur með uppáhaldsbekkinn sinn, 8.ÞR. Hann telur mikilvægast að koma fram við nemendur afvirð- ingu og sanngirni, sýna þeim traust og segist hafa góða reynslu afþví að höfða til skynseminnar í stað þess að beita refsingum. „Krakkarnir þurfa að vita hvar þeir hafa þig.“ Unglingar eru sanngjamir Þórhallur segist sennilega vera það sem nemendur myndu kalla „strangan“ kenn- ara en hann hefur síðastliðin ár einkum kennt íslensku og íþróttir. Þegar hann er inntur eftir því hvað skipti mestu máli í fari kennara kemur ekki á óvart að þessi yfirvegaði maður segi þolinmæði vera eina æðstu dyggð hvers kennara. Hann heldur því fram, eftir langa reynslu, að ef traust myndast milli unglinga og kennara og ef samskiptin einkennast af jöfnuði og sanngirni þá sé vel hægt að halda uppi góðum vinnufrið innan bekkjarins. Enda vilji unglingarnir það sjálfir. Hljómar vel, en hvernig myndast nægi- legt traust? Sjálfur segist hann ekki skrifa upp óafmáanlegar reglur upp á töflu. Einfaldar reglur henti best og í rauninni þurfi hver kennari að gera það upp við sig strax í upphafi starfsferils hvernig hann ætli að taka á agamálum. Hvað ætlar hann að láta afskiptalaust og hverju ætlar hann að sldpta sér af? Og standa svo við þá ákvörðun. „Það er í þínum höndum hvenær árekstur verður. Við þurfum að verja vinnufrið hinna. Og ef krakkar vita hvar þeir hafa þig þá tel ég að þetta eigi að ganga vel. Unglingar eru sanngjarnir ef þú sýnir þeim skilning og sanngirni," segir Þórhallur en bætir því við að afar mikilvægt sé að allir starfsmenn hjálpist að við að skapa góðan anda innan skól- ans, frá gangavörðum og til skólastjóra. Skólastjórinn þurfi ekki að vera ógn- valdur til að hægt sé að halda uppi aga og vinnufrið í unglingaskóla. Hann rek- ur nemendur t.d. afar sjaldan út úr tíma eða til skólastjóra, enda telur hann að best sé að leysa vandamál inn- an veggja skólastofunnar og það vilji krakkarnir líka helst. Breyst til batnaðar - Finnst þér mikið hafa breyst á þessum 32 árum? „Starfið hefur breyst mjög mikið. Það er að mörgu Ieyti miklu flóknara og nánara. Það er meira samstarf við heimilin og meiri skilningur á því að krökkunum þr.rfi að líða vel, séu ánægðir með vinnustaðinn sinn og þokkalega sáttir við starfið." - Hvað finnst þér um unglingana sjálfa? Það er alltaf verið að tala um ringulreiðina, hraðann og skilnaðina í þjóðfélaginu, finnst þér krakkar rótlaus- ari en þau voru? „Nei, ekki beint. Það eru miklu fleiri krakkar sem hafa ekki báða foreldra heima og það ruglar marga krakka í rím- inu. En þegar ég byrjaði að kenna fyrir 32 árum var meiri stéttarmunur, þó maður finni hann ennþá, og þá voru fleiri krakk- ar í bekk. Kennslan gengur vel því allir í skólanum Ieggjast á eitt um að námið verði árangursríkt." LÓA IJiníinyndir og venjulegt fólk SVOJMA ER LIFID Pjetur St. Arason skrifar © Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Rannsóknir sem gerðar hafa verið á tímaritum hafa leitt í Ijós að fjöldi þeirra greina sem birtast um megrun og mataræði eykst frá ári til árs. Það sagði mér sálfræðingur að hann teldi helstu skýringuna á lystarstoli vera þá að ungar og áhrifagjarnar stúlkur féllu fyrir þessum auglýsingum. I framhaldi af því má velta því fyrir sér hver beri ábyrgð- ina. Hermihvöt er manninum eðlislæg. Ungt og áhrifagjarnt fólk er hermir gjarnan eftir þvi sem það sér í kringum sig. Hverjir eru það sem setja línuna? Eru það popparar, tísku- drósir, kvikmyndaleikarar og aðrar stjörnur sem birtast á síð- um glanstímarita. Er hægt að ímynda sér heim þar sem allir hefðu sama andlitsfall, vöxt og útlit. Það má vel ímynda sér að í þessum heimi klæddu allir sig eins. í þessum heimi hétu allir sama nafninu. Þessa draumsýn setti listamaður- inn Andy Warhol einu sinni fram. Væri þetta ekki dásamlegt? Þá færu menn ekki í manngreinarálit. I þessum Warholska heimi væru allir fjarska laglegir. Svo er hægt að velta því fyrir sér hvert þetta útlit væri. Draumsýn Warhols er mjög skemmtileg í sjálfu sér en mjög erfitt er að ímynda sér að heim- urinn yrði mjög skemmtilegur. Tískuiðnaðurinn er líka mjög skemmtilegur og þarfur. Þar sem hann veitir fjölda manns vinnu við það að skapa ímyndir handa venjulegu fólki. Andy \A/arhoi var með draumsýn um að aiiir væru emsog hétu sama nafninu. væn ekki dásam/egt efal/ir hefðu þetta út/it? Peimavmir írsk kona skrifaði blaðinu og er að Ieita að pennavinum á Is- landi. Hún skrifar: „Eg er 39 ára einhleyp, bláeyg og ljós- hærð. Ég hef gaman af göguferðum, lestri, samskiptum við fólk og að skrifast á við fólk víða um heim.“ Þeir sem hafa áhuga geta skrifað til: Collette Shiels Apt. 34 Greenville Place Clonbrassil st. Dublin 8 Ireland ■ HVAD ER Á SEYfll? AÐALFUNDUR JÖKLARANN- SÓKNAFÉLAGSINS Fimmtudaginn 25. febrúar kl. 20.30 heldur Jöklarannsókna- félag Islands aðalfund sinn í sal Ferðafélgs Islands, Mörk- inni 6. Að loknum aðalfundar- störfum heldur Magnús Tumi Guðmundsson tölu um Jóla- eldgos í Grímsvötnum 1998. Allir velkomnir. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Verðlaunamynd hjá Alliance I kvöld klukkan 21.00 verður kvikmyndin On connait la chanson eftir Alain Resnais sýnd í kvikmyndaklúbbi Alliance Francaise. Myndin hlaut 7 César verð- laun. Myndin er leikin af Lambert Wil- son, André Dussollier, Pierre Arditi, Sabine Azéma, Jane Birkin. Aðgangur er ókeypis, myndin er ótextuð. Félag eldri borgara, Ásgarði, Glæsibæ Almenn handavinna ld. 9.00-12.30. Línudanskennsla Sigvalda kl. 18.30 í dag. Kaffistofan er opin kl. 10.00 - 13.00 Dagsferð Gullfoss í klakaböndum, farið fimmtudaginn 4. mars frá Ásgarði. Menningar og Friðarsamtök íslenskra kvenna Opin fundur um þarfir grunnskólabarna, skólagöngu og foreldra á vinnumarkaði verður í MIR salnum, Vatnsstíg 10, fimmtudaginn 25. febrúar ld. 20.00. Er- indi ílytja: Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varaformaður KI og Jónína Bjartmarz lömaður, formaður landssamtakanna Heimili og skóli. Kaffi og meðlæti. Fund- urinn er öllum opinn. Hana-nú Kópavogi Fundur í Bókmenntaklúbbi Hana-nú kl. 20.00 í kvöld á Lesstofu Bókasafns Kópa- vogs. Verið er að lesa verk Guðmundar Inga Kristjánssonar. Gestur kvöldsins er Ólafur Þ. Harðarson lektor í stjórnmála- fræði við Háskóla Islands. Hafnargönguhópurinn I kvöld verður gengið úr gömlu höfninni inn í Sundahöfn. Farið verður frá Hafn- arhúsinu að vestanverðu kl. 20.00 og gengið með höfninni og ströndinni inn á Laugarnestanga og áfram inn í vestan- verða Sundahöfn. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Guðmundur Finnbogason og vinnuvís- indin I kvöld verður fundur í Vísindafélagi Is- lendinga, í Norræna húsinu kl. 20.30. Þar flytur Þórir Einarsson sáttasemjari og prófessor erindi sem hann nefnir: ,Á undan sinni samtíð: Guðmundur Finn- bogason og vinnuvísindin.“ Fundurinn er öllum opinn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.