Dagur - 24.02.1999, Page 1
t
\
i
1
1
1
Heimskur er hattlaus maður!
„Föstudagar eru sér-
sakir hattadagar ogfé-
lagsmönnum uppálagt
að ganga með hattþá
daga að viðlagðri
skömm og hneisu. “
Svo segir í einni af samþykktum
Hattafélags Húsavíkur, sem
stofnað var 12. febrúar. Tuttugu
og sex manns mættu á stofn-
fundinn á veitingahúsinu Gamla
Bauk, flestir með höfðingleg
höfuðföt en örfáir ber-
höfðaðir sem lofuðu að verða sér
úti um slík hið skjótasta.
Það voru þeir Sighvatur Karls-
son, sóknarprestur, og Reinhard
Reynisson, bæjarstjóri, sem
höfðu frumkvæði að stofnun fé-
lagsins. Reinhard hafði tekið þátt
í stofnun Hattafélags á Þórshöfn
þar sem hann var áður sveitar-
stjóri og klerkur skaut því að bæj-
arstjóra eitt sinn er þeir hittust í
kaupfélaginu, hvort ekki væri rétt
að stofna samskonar félag á
Þá var
tekið mál af höfði hans og
„höfðumálið reyndist vera 65
sentimetrar og líklega hafa hatta-
gerðarmenn ekki trúað málband-
inu, því hreindýraleðurshattur-
inn er því miður heldur þröngur.“
Og menn fóru strax að spá í það
hvort Arni Johnsen hefði samið
„Stórhöfðasvítu" sína sérstaklega
fyrir Sighvat.
Reinhard Reynisson sagðist
fyrst hafa hugsað sér að Hattafé-
lag Húsavíkur yrði deild úr
Hattafélagi Þórshafnar og ná-
Húsavík. Og Reinhard tók vel í
það.
Fertugur og höfðustór
Á fundinum gerði séra Sighvatur,
sem varð fertugur á stofndegi fé-
lagsins, grein fyrir hattafysnum
sínum og kvaðst hafa keypt sér
hatt í búð á Laugaveginum fyrir
fáum árum og gengið með hann
upp og niður þennan þrönga veg.
„Eg tók eftir því að fólk horfði
mun meira á mig en ég var vanur
og það var afskaplega notaleg til-
finning," sagði séra Sighvatur.
Síðar pantaði hann sér hatt úr
hreindýrsleðri á ferð um Aust-
firði.
grennis, en þegar hann hugsaði
málið í botn, taldi hann litlar lík-
ur á að húsvískir hattberar féllust
á tillögu þess efnis, þannig að
niðurstaðan hefði verið sjálfstætt
Hattafélag á Húsavík, höfuðstað
Þingeyinga.
Hattalöggjöfin
I samþykktum Hattafélags Húsa-
Benedikt Helgason (t v.] lét sig ekki
vanta og ekki heldur Ásgeir Krist-
jánsson sem skartaöi íðilfögrum
leðurhatti.
víkur segir meðal annars að til-
gangur félagsins sé að efla þá
menningarstarfsemi sem í hatt-
burði felst og auka með því fjöl-
breytileika og reisn mannlífs í
bænum. Markmiðum félagsins
skuli náð með því að félagsmenn
sýni frumleika við höfuðfatakaup
og beri þau við sem flest möguleg
og ómöguleg tækifæri. Félagar
geta þeir orðið, jafnt konur sem
karlar, sem náð hafa lögaldri og
vilja gera markmið félagsins að
menningar- og yndisauka lífs
síns, enda er kennisetning félags-
ins: „Heimskur er hattlaus mað-
ur.“
Föstudagar eru sérstakir hatta-
dagar en aðra daga er æskilegt að
félagsmenn beri höfuðföt við
hæfi en þó skapar það félags-
manni eigi skömm né hneisu að
ganga um berhöfðaður. Stjórn
hattafélagsins skipa höfuðpaur,
skammari og skrásetjari og skulu
aðalfundir haldnir þegar ástæða
þykir til en eigi sjaldnar en á
fimm ára fresti. - JS
Forseti bæjarstjórnar, Tryggvi Jó-
hannsson, hefur öðlast nýja reisn
með hattinum. myndir: js
c
F-1500M
• Faxtæki, sími, simsvari,
Windows prentari, skanni,
tölvufax.og Ijósriti í einu tæki
• Sjálfvirkur deilir fax/sími
• Hitafilmu prentun
• Prentar á A4 pappír
• 20 blaða frumritamatari
• 300 blaða pappírsbakki
c__
FO-2600
• Innbyggður sími
• Prentar á A4 pappír
• Sjálfvirkur deilir fax/sími
• Símsvara tengimöguleiki
• Laserprentun
• 512 kb minni
• 20 blaða frumritamatari
• 100 blaða pappírsbakki
FO-1460
• Innbyggður sími
• Sjálfvirkur deilir fax/sími
• Simsvara tengimöguleiki
• Hitafilmu prentun
• Prentar á A4 pappír
• 20 blaða frumritamatari
• 200 blaða pappírsbakki
FO-4500
• Prentar á A4 pappír
• Laserprentun
• 1 mb í minni (ca 50 síður)
• 50 blaða frumritamatari
• 650 blaöa pappírsgeymsla