Dagur - 27.02.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 27.02.1999, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 X^or FRÉTTIR Kennaradeild Háskólans á Akureyri kveðst geta tvöfaldað fjölda þeirra sem þar stunda nám í leikskólakennslu. Gætu tvöfaldað fjölda leikskólakennara Á sama tíma og um 2000 leikskólakennara vantar til starfa auk mikils fjölda grunnskólakennara, er ásóknin í kennaranám iiiiiii minni á Akureyri en skólinn gæti annað. r Guðmundur H. Frímannsson, for- stöðumaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri, segir auðvelt fyrir skólann að útskrifa tvöfalt fleiri leikskólakenn- ara og grunnskólakennara en nú er , gert. Þetta er athyglisvert í Ijósi fjölda- > takmarkana við Kennaraháskóla Is- r lands og skorts á fagmenntuðum ■ grunn- og Ieikskólakennurum. Alls er talið að um 2000 leikskólakennara vanti á landinu. Vandamálið á Akur- eyri er hins vegar að eftirspurn eftir námi er mun minni en skólinn gæti sinnt og vildi sinna. I huga margra FRÉTTAVIÐTALIÐ virðisl ekki jafn fysilegt að stunda nám á Akureyri og á höfuðborgar- svæðinu. Lítill tilkostn- aður „Við höfum þrisvar tekið inn nemendur á kennarabrautina. I fyrsta skipti fengum við tæp- ar 50 umsóknir en það verður alltaf svoleiðis með nýtt nám hér að ásóknin minnkar töluvert strax árið eftir. Hóparnir hafa í kjölfarið verið mun minni sfðan. A öðru ári núna eru aðeins um 15 og 25 á fyrsta ári. Hvað varðar leikskóla- brautina gætum við vandræðalaust og með mjög litlum tilkostnaði tvöfaldað fjöldann. Verið með um 50 á brautinni Guðmundur Heiðar Frímannsson, for- stöðumaður kenn- aradeildar Háskólans á Akureyri. og hið sama á í raun við um grunn- skólabrautina," segir Guðmundur Heiðar. Kynnlng í ölliun framhaldsskólum Til að fjölga umsóknum og auka al- mennan áhuga á skólanum hefur markvissu kynningarátaki verið beitt í ölium framhaldsskólum landsins í vet- ur, auk opins húss HA og fleira. „Það er eitt af eilífðarmálum nýrra stofnana að vekja athygli á sér,“ segir Guðmund- ur. En kannast hann við að ein ástæða þess að nemendur hætti við háskóla- nám á Akureyri, sé hreinlega skortur á húsnæði? „Mér er sagt að svo sé. Eg hefur sjálfur ekki talað við nema sem hafa hætt við að koma hingað vegna húsnæðismála, en fólk hér annars staðar f stofnuninni segir mér þetta. Það er mjög brýnt að fjölga vistarver- um í háskólagörðunum. Menn eru að- eins komnir af stað til að bæta úr þessu en það verður þó ekki fyrr en næsta ár sem við gætum séð breytingar." — BÞ Fréttir vikunnar um bága fjár- liagsstöðu Leikfélags Akureyrar hafa vakið talsverða athygli og þá ekki síður að kallað hafi verið á sérsveit endurskoðenda til að fara yfir málln og kanna hver staðan raunverulega er. í pottinum er fullyrt að vlð vaktaskipti leikhús- stjóranna sem urðu um áramútin hafi „rapportiö" verið heldur losaralegt og fráfar- andi leikhússtjóri Trausti Ólafsson lítió rætt við Sigurð Hróarsson, sem var að taka við. Það hafi því nýst illa sá tími sem þeim var ætlaður að vera samtímis við störf.. Yfirlýsingar Halldórs Blöndal samgönguráðherra um jarðgöng á Norðurlandi vöktu óskipta at- hygli í heita pottinum. Ráðherra upplýsti að göngin væru nauð- synlega vegna þess að búið væri að sameina tvö fiskvinnslufyrir- tæki í ijórðungnum. Kjami máls- ins er sem sagt sá að það vantar göng milii Þormóðs Ramma á Siglufirði og Sæ- bergs á Ólafsfirði. Þetta liggur auðvitað í augum uppi þótt menn hafi ekki kveikt á þessu fyrr en ráðherraim hæstvirtur henti á það.... í pottinum hentu menn þetta á lofti og telja góð rök til dæmis fýrir göngum milli lands og Eyja. Vinnslustöðin í Vestmanneyjum og Meitilinn í Þorlákshöfn hafa jú verið sameinuð, enda er Ámi Johnsen kominn af stað með gangahugmynd. Halldór Ásgrímsson hefur líka verið að boða jarð- göng, en hans göng eru fyrir austan. Halldór Ás- gríms klikkar greinilega á því að rnenn hafa ckki verið nægjanlega duglegir að sameina fýrirtæki fyrir austan. Pottverjar telja að nú þurfi hann að fá Reyðfirðinga og Fáskrúðsfirðinga til að drífa í að sameina fýrirtæki sín og þá kemur Blöndal Halldór Blöndal. Ari Shúlason framkvæmdastjóri ASÍ [ ! Ýmsar spumingar urn samevr- ópska kjarasamninga vom ræddará ráðstefnu á vegum ís- lenskra verkálýðssambanda í vikutmi. Flytja íslensku fyrirtækin til Evrulands? „Við ásamt VSÍ höfum tekið í þátt gerð evr- ópskra kjarasamninga í 2-3 ár og búin að gera þrjá; um foreldraorlof, réttindi fólks í hlutastörfum og um tímabundna ráðningar- samninga, sem fara vaxandi. Framkvæmda- stjórn ESB (Evrópusambandsins) fær aðila vinnumarkaðar í Evrópu til að semja um mál og skuldbindur sig síðan til að búa til tilsMpun, sem síðan kemur til okkar í gegn um EES-samninginn. Að þessu leyti eigum við orðið beinan þátt að löggjafarstarfi inn- an ESB og komumst þannig miMu lengra en stjórnvöld." - Er kjarasatnningur fyrir Evrópu kannski næst « dagskrú? „Það er mjög Iangt í sameiginlegan kjarasamning fyrir mörg lönd, ef hann verð- ur þá nokkurn tíma búinn til. Hins vegar er slíkt starf milli Ianda þegar komið í gang fyr- ir svæði þar sem er sameiginlegur vinnu- markaður, t.d. á landamærum Þýskalands og Sviss þar sem fólk lifir og starfar á ákveðnu svæði og er ekki að velta landa- mærum fyrir sér. Þessi þróun fer væntan- lega fyrst af stað á svona svæðum og í eins- leitum ríkjum sem Iiggja saman. En síðustu árin hefur þróun í samstarfi ríkja verið geysilega hröð og tekur svo mik- inn kipp með Evrunni. Við erum líka að fara yfir í heim sem er landamæralaus hvað við kemur fjármagni og fyrirtækjum, þannig að viðsemjandi okkar hefur raunar engin landamæri fyrir augunum. Allt vekur þetta fjölmargar spurningar um framtíðarþróun- ina. En með okkar sérstaka atvinnulíf og engin landamæri að neinu ríM erum við auðvitað lengst allra Evrópuríkja frá þessu.“ - Er Evruland okkur þá óviðkomandi? „Á ráðstefnunni var rætt um hvað lítil umræða er hér um Evrópumálin á meðan þróun þeirra þvílíMi fleygiferð. í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð, sem ætluðu að standa utan myntbandalagsins f einhvern tíma, er umræðan nú orðin miklu ákveðnari í áttina að Evrulandi en nokkur átti von á. Og fari þau yfir erum við komin með mjög stóran hluta okkar viðsMpta í Evrur. Víða í Evrópu hafa íyrirtæM flutt höfuðstöðvar sínar inn í Evruland. Þar á ofan horfum við fram á, að íslensk fyrirtæki fara að nota Evr- una, sum raunar þegar komin með meira en 90% veltunnar í Evrum. Þá er spurningin: Hvað gera íslensku fyrirtækin? Munu þau kannsM greiða atkvæði með fótunum og jafnvel flytja til Evrulands? Menn velta líka fyrir sér hvaða áhrif það hefur á hagstjórn- ina og vinnumarkaðinn ef ísland færi inn í sameiginlega mynt.“ - Svo Evrópumálin eru dagskrá að þínu mati? „Það er bara hrein vitfirring að segja að Evrópumálin séu eldd á dagskrá, miðað við þessar aðstæður. Við verðum að opna um- ræðuna og spá í aukna nálgun við ESB, því annars kann svo að fara að við stöndum eft- ir einangruð. Áhersla ESB er í austurátt. Við horfum á að EES-samningurinn er að veikjast, það eru færri og færri sem þekkja hann svo okkar staða á eftir að veikjast. Þetta kallar á að málið sé sett á dagskrá. Menn spyrja þess vegna hvort það þurfi virMlega að vera þannig að verkalýðshreyf- ingin taki frumkvæðið í þessari umræðu, sem virðist að miMu leyti vera hönnuð í heimi stjórnmálanna.“ - hei 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.