Dagur - 27.02.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 27.02.1999, Blaðsíða 7
 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 - 7 RITS TJÓRNARSPJALL Kyot oumræ ð an og irnmverfisalkóhólisim Það er enn eftir sandur í stundaglasinu, sem feiiur þó sífellt hraðar eftir því sem stóriðjuáformum og bílum fjölgar og skipastóllinn siglir lengur um höfin með óbreyttum hætti. BIRGIR GUÐMUNDS- W' SON 1 ) SKRIFAR Hún er orðin vel þekkt sagan um hina dæmigerðu alkóhólistafjöl- skyldu, þar sem einn fjölskyldu- meðlimurinn er virkur aiki, en allir hinir neita að horfast í augu við vandann og láta sem ekkert sé. Meðferðariðnaðurinn er Iöngu búinn að skilgreina svona ástand sem ástand virkni og meðvirkni. Þeir sem ekki viður- kenna að vandi sé á ferðinni eru ekki síður í „sjúklegu" ástandi en sá sem drekkur - þeir eru með- virkir. Ut á við láta heimilismeð- limir eins og ekkert sé, og gera sér far um að laga hina og þessa misfelluna svo hlutirnir líti betur út gagnvart nágrannanum. Það koma vissulega upp rifrildi og ágreiningsmál, en yfirleitt um einhver hversdagsleg málefni sem ekki skipta sköpum. Versn- andi gengi og minnkandi virðing eru ekki rakin til alkóhólismans heldur til klæðaburðar eða fá- tæktar eða einhvers sem í raun er afleiddur vandi. Vandamálið sjálft er hins vegar Iítið eða ekki rætt. Alþýðuvísdómurinn segir að drykkjuskapur sé í ættum og manni skilst að Kári sé að leita að alka-geninu. Hvort sem þetta gen er til eða ekki þá er í það minnsta ljóst að í erfðamengi Is- lendinga eru gen sem hafa „alkó- hólíseraða" eiginleika. Gen sem stýra áráttu landans tii að fást af miklum krafti við afleidd vanda- mál sín, en gera minna úr aðal- vandamálunum. Skógræktarmaðuxiim Eg er ekki frá því að snörp um- ræða um þá ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að skrifa ekki und- ir Kyoto bókunina nú í vikunni hafi til að bera ýmis einkenni þessar genasamsetningar. Ekki vegna þess að málið hafi ekki verðskuldað umræðu, heldur frekar vegna þess að menn töl- uðu á stundum þannig að undir- skrift eða ekki undirskrift væri það sem öllu máli skipti. Eg komst að þessari niðurstöðu eft- ir að ég spjallaði um stund við skógræktarmann, sem ég tek mark á, en í samræðum okkar um Kyotomálin Iét hann einmitt falla afar spakleg orð. Kannski var það vegna þess að þetta er skógræktarmaður að orðin minntu mig helst á ummæli sem garðyrkjumaðurinn Chancy Gardener úr mynd Peters Sellers „Being there“ gæti hafa sagt. Ummælin voru einhvern veginn svona: „Umhverfisvandi heimsbyggð- arinnar er misræmið milli end- anlegra auðlinda jarðar og vaxtar sem byggir á aukinni sókn í auð- lindirnar. Sá vandi endurspeglast í samfélagi, sem býr á eyju með endanlegum auðlindum og va\- andi fólksíjölda. Þau rök nægja ein sér til að hvetja núlifandi kynslóðir til að staldra við og hugsa!“ Þjóðinni fjölgar Það liggur fyrir að á næstu árum og áratugum mun þjóðinni fjöl- ga. Tvö þúsund manns eða svo bætast við á ári næsta áratuginn eða svo samkvæmt mannfjölda- spám. Það kann að duga okkur í dag að byggja allt okkar á nýt- ingu auðlindanna - en eins og maðurinn sagði: auðlindirnar eru takmarkaðar en fólkinu Ijölgar. Við þekkjum það úr fisk- veiðunum, að það gegnur ekki að auka einfaldlega veiðarnar til að fylgja fólksfjölguninni og auka hagvöxt. Það saxast Iíka óðum á möguleikana til orkuvinnslu úr fallvötnum - líka vegna þess að viðhorfin hafa breyst. Það er ekki Iengur inni í myndinni að virkja Gullfoss eða Dettifoss! Eyjabakkar og Þjórsárver gætu orðið næst á bannlistanum. Spurningin um 10% aukningu koltvísýrings, eða 60% aukningu, eða 100% aukningu, er því í raun spurningin um hversu hratt menn vilja ganga á þessar tak- mörkuðu auðlindir. Stóri vand- inn er að komast út úr því að byggja allan vöxt á þessum tak- mörkuðu náttúruauðlindum og finna aðrar Ieiðir til að brauð- fæða þær þúsundir landsmanna sem hrátt líta dagsins ljós. Fólk framtíðarinnar mun gera kröfu til sómasamlegs lífsviðurværis og lífsgæða. Við erum einfaldlega orðin verulega alkóhólíseruð í notkun okkar á náttúruauðlind- um og ef fram heldur sem horfir munum við einfaldlega Ienda í vandræðum. Við erum umhverf- isalkar, og þurfum að viðurkenna það. Meðferöin En ólíkt því sem gerist í með- ferðarprógrammi alkóhólistans eru víst fáir sem myndu mæla með því að setja þjóðina í ein- hvers konar „afeitrun" gagnvart náttúruauðlindum. Enda stend- ur ekki annað til en að nýta auð- lindirnar með sjálfbærum hætti. Meðferðin felst í því að byggja upp það sem leyst getur af hólmi náttúruauðlindirnar, auðlindina sem felst í fólkinu sjálfu. Það er langtímamál - eins og skógrækt- in. Vilja undanþágur En um hvað eru menn að rífast varðandi undirritun þessarar bókunar? Eru menn að gagnrýna það að verið sé að reyna að ná fram undanþágum frá sam- komulaginu? Fæstir. Kannski einhverjir græningjar hafi eitt- hvað viðrað þá skoðun að við ættum yfirleitt ekki að vera að reyna að fá sérsamninga varð- andi losun á koltvísýringi út í andrúmsloftið. Það er í sjálfu sér rökrétt afstaða - að banna ein- faldlega útblástursmengun og þröngva mönnum þannig til að leita nýrra leiða. Það væri eins konar „afeitrunarleið". En þetta er viðhorf örlítils minnihluta. Flestir aðrir eru að tala um hvað sé taktískt rétt að gera. Hvað sé pólitískt klókt í alþjóðlegu sam- hengi. Gagnrýnendur segja, að j>að hefði verið klókara að skrifa undir núna og sjá til hvort við gætum ekki unnið sjónarmiðum okkar fylgi með því að taka þátt í ferlinu fram að því að staðfesta þarf sáttmálann. Slíkt liti betur út og ímynd landsins biði ekki hnekki. Þetta virðist t.d. ríkjandi viðhorf innan Samfylkingarinnar og meira að segja Rauðgræna framboðið hefur Iíka gripið til þessara röksemdafærslna. í ríkisstjórn líka Samkvæmt fréttum höfðum eftir umhverfisráðherranum voru þessar leiðir líka vegnar og metn- ar í ríkisstjórninni, sem fékk mjög misvísandi skilaboð frá sín- um embættismönnum. En hvað svo ef þessi „undirskrifta-leið“ gengi ekki heldur upp? Væru menn þá tilbúnir til að loka end- anlega á þann möguleika að geta viðhaldið hagvexti og öllu sem honum fylgir ef fórnarkostnað- urinn væri sá að rjúfa það 10% mark í aukinni koltvísýringslos- un sem Islendingum stendur til boða? (Sem raunar mun gerast fljótlega) Sennilega er enginn sem á annað borð kallar sig raunsæispólitíkus tilbúinn til þess. Enda málið í raun ekki lagt þannig upp þótt af umræðunni að dæma mætti stundum ætla að afstaða íslands væri spurning um Iíf eða dauða heimsins. Hvað varðar grundvallaraatriðið þá er þverpólitísk sátt um að fá undan- þágu - menn greinir hins vegar á um leiðir. Bamaskapur Það vita þeir sem vilja vita, að allar aðildarþjóðirnar að Kyoto- sáttmálanum gera hvað þær geta til að draga úr efnahagslegum af- leiðingum sáttmálans á sínum heimavelli. Annað væri víðast hvar flokkað sem pólitískur barnaskapur. Það vita líka allir sem vilja vita að það er heilmikið til í því hjá talsmönnum ríkis- stjórnarinnar að það er betra í hnattrænu samhengi að fram- Ieiða óhreinindi með hreinni orku á íslandi, en að framleiða óhreinindi með óhreinni orku einhvers staðar annars staðar. En það er ekki þar með sagt að við getum sagt okkur úr lögum við Kyotosamninginn. Skyldu- boðorðið skilyrðislausa hljóðar áfram upp á að reyna að minnka notkun á óhreinum orkugjöfum og draga úr framleiðslu á óhrein- indum. Þó þessi tiltekna samn- ingataktíska leið hafí verið valin af ríkisstjórninni - með réttu eða röngu - þá hljótum við auðvitað stöðugt að lýsa því yfir áhuga á að skrifa undir bókunina þótt síðar verði. Það er nefnilega rétt, að landið þarf að koma vel fyrir út á við og skapa sér rétta ímynd. Slíkt hjálpar á mörgum sviðum. Hins vegar má sú ímyndarsköp- un ekki byggja á forsendum hins virka alkóhólista, sem (eins og sá óvirki) hugsar um einn dag í einu. Hún má ekki byggja á því, að forðast hið raunveruelga vandamál og takast einugis á við afleiddu málin. Enn sandur í stundaglasinu Okkar raunverulega vandamál er yfírvofandi ofnotkun á náttúr- unni. Rányrkja. Meðferðin felst í því að fara út úr því fari, að byg- gja afkomu vaxandi þjóðar alveg á takmörkuðum auðlindum. Hinn raunverulega Kyoto-spurn- ing á Islandi snýst því ekki nema að takmörkuðu leyti um hið af- leidda vandamál koltvísýringsút- blásturs og að enn takmarkaðra leyti um samningatækni í út- löndum. Hún snýst um nýjar áherslur hér heima þar sem stjórnmálamenn fara sjálfir að trúa á nauðsyn allra fögru orð- anna sem þeir nota á hátíðar- stundum og vilji Ieggja í þau fé. Hugtaka eins og „sjálfbær þró- un“, „menntun", „mannauður“, og „hugvit." Það er enn eftir sandur í stundaglasinu, sem fell- ur þó sífellt hraðar eftir því sem stóriðjuáformum og bílum Fjölg- ar og skipastóllinn siglir lengur um höfin með óbreyttum hætti. Og úr því menn treysta sér ekki til að skuldbinda sig til að stöðva útblástursaukninguna strax og fara í hressilega „afeitrun" verða menn að nota tímann vel á með- an við tröppum okkur niður. Það gæti tekið tíma fyrir breyttar áherslur að skila sér og því ekki eftir neinu að bíða. Hér má læra af skógræktarmönnum - þeir verða að sýna fyrirhyggju og vera þolinmóðir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.