Dagur - 03.03.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 03.03.1999, Blaðsíða 4
20-MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 V^ur LÍFIÐ í LANDINU UMBUÐA- LAUST Stundum verður maður óendanlega þakklátur íyrir sjónvarp. Auðvitað helst þegar manni á síst að detta í hug að farsi sé í gangi. En koma þær stundir að það eina sem manni dettur í hug er orð á borð við „óborgan- legt“. Þegar viðkomandi per- sónum og Ieikendum er víst efst í huga eitthvað á borð við „háalvarlegt". En hvað er í gangi þegar Halldór sjálfur Asgrímsson, höfuðstílisti „dauft er í mér hljóðið“-stefnunnar kemur fram skellihlægjandi í sjónvarpsfréttum? Stefán Jón Hafstein skrifar Halldór nafni hans Blöndal Föstudagskvöld hafa ekki verið betri í Iang- an tíma. Einhver jakkalakki í Þórskaffi var að útskýra fyrir Olöfu Rún það sem Rósa Ingólfsdóttir átti eftir að kalla í beinni á Sýn um kvöldið „alþjóðlegan menningarviðburð, að minnsta kosti hér á Iandi". Islandsmót í erótískum dansi. Vandvirk eins og Olöf Rún á að sér spurði hún höfuðpaurinn þess sem við biðum í ofvæni eftir aó heyra svar við: „en er þetta Iist?“ Hann hélt nú það. Meðal skylduæfinga væri „súludans". Ef maður hefði haft húmorinn hans Halldórs Asgríms- sonar hefði maður skellihlegið. En Halldóri var reyndar annað í huga. Nafni hans Blön- dal. Er þetta pólitík? Siglfirðingar hafa unnið sér ýmislegt til óhelgi í pólitík að undanförnu, en maður hélt að nóg væri komið og óþarft að núa þeim um nasir að þeir væru erkifífl. Það gerði samt Halldór Blöndal. Svo óheppilega vildi til að á einhverjum borgarafundi í síðustu viku voru fjölmiðla- menn staddir og heyrðu ráðherra samgöngu- mála segja við heimamenn að nú væri tíma- bært að grafa gegnum fjöll. Þá voru sjötíu og þrír dagar til kosninga. Sá sem þetta ritar var á fundi um ferða- mál sem Framsóknarflokkurinn stóð fyrir á Hótel KEA fyrir nokkrum árum. Þá var Halldór Blöndal búinn að vera samgöngu- ráðherra um hríð, og stefndi í að áfram yrði að minnsta kosti út kjörtímabilið, það sem nú er að enda. Framámaður í kjördæmi KEA og Halldórs stóð upp og spurði hvenær vænti mætta þess að grafinn yrðu göng frá Siglufirði til Olafsfjarðar? Ef ég hefði ekki verið fundarstjóri hefði ég skellt uppúr eins og Asgrímsson í sjónvarp- inu á föstudagskvöld. Svo brá mér örlítið. Hér var sprengiglaður ráðherra í pontu og 10 milljarðar af skattfé almennings í húfi. En hann svaraði pollrólegur. Efnislega á þá lund að þessi göng væru ekki á dagskrá, hvorki nú né í fyrirsjáanlegri framtíð. íslandsmót í kvenlegri mýkt Þetta ætlar að verða dýr kosningabrátta. Rósa Ingólfsdóttir og keppendurnir í „kven- legri mýkt“ komu á SYN og fimm Iistfræð- ingar dæmdu frammistöðuna. Stelpurnar hafa ekki náð útlenskum tökum á samfara- Halldór Blön- dal: eini mað- urinn á íslandi sem getur komið Halldóri Ásgrímssyni til að hlægja op- inberlega? Mýksti diUiDossinn leikrænum hreyfingum, hvað þá kynþokka- fullum eða listrænum, og frekar óspennandi partur af svona alþjóðlegum viðburði að láta þær „taka til eftir sig“ að loknum atriðum, rölta á milli spjaranna sem þær tíndu af sér og hirða af gólfinu, þótt uppeldislega sé það eflaust gott. Þær sveifluðu sér þó á súlunni og nudduðu botninum upp að henni. Og samkvæmt listrænum reglum fóru þær ekki úr síðustu pjötlunni. Rósa „sem sagt-aði sig“ gegnum þetta af landskunnri hæfni. Ein- hvers staðar milli annarrar og þriðju lotu var ég sofnaður og komst ekki til sjálfs mín fyrr en SYN setti í botn til að kynna „box með Bubba“ og öllu var lokið. Og enn var Hall- dór Blöndal mér efstur í huga. „Ákvörðun nú“ Haft var eftir ráðherranum eitthvað á þessa lund: hægt er að „taka ákvörðun nú“ um göngin frá Siglufirði til Olafsfjarðar, „undir- búa“ verkið á næsta kjörtímabili, og ráðast f gröftinn þegar „þjóðarhagur leyfir“. Blöndal hefði orðið sjálfkjörinn sigurvegari í háklúrri pólitískri mýkt þar sem hann stóð á síðustu pjötlunni í Þórskaffi sjónvarpsfréttanna - ef ekki hefði komið fram annar keppandi: Arn- björg Sveinsdóttir. Hún er efsti maður í sama flokki og stjórnar samgöngumálum landsins, en í Aústurlandskjördæmi. Eftir að hafa setið þingflokksfundi með Blöndal í fjögur ár var nú komið að því að ljóstra því upp í fjölmiðlum að hún styddi gerð „Aust- ijarðaganga“. Fregnin um áhersluna frá Siglufirði kom henni ekki úr jafnvægi við súlu. Hún tók tvöfaldan hring, öfug, afturá- bak: Enginn vandi væri að grafa göng fyrir norðan og austan samtímis. Lygileg mýkt Eg veit ekki hvað Rósa Ingólfsdóttir hefði kallað svona lygilega mýkt. Samgönguráð- herra telur að þar sem tvö fyrirtæki, eitt á Siglufirði og hitt á Olafsfirði, hafi samein- ast, þurfi að grafa göng á milli kontóranna. Samkvæmt því þarf göng frá Kópavogi til Breiðdalsvíkur. Eitthvað var hann víst Iátinn tína upp eftir sig spjarirnar í komandi frétta- tímum. Kannski kom þeim keppendum á óvart að frétta af því að Rósa Ingólfsdóttir þjóðarheimilisins hefði sem sagtað sig gegn- um gildandi vegaáætlun. Vegaáætlun Hall- dórs Blöndals ogArnbjargar Sveinsdóttur. Þar sem hvergi er gert ráð fyrir jarðgöngum næsta áratug. Sama hvað þau diUa sér. Morguninn eftir hinn mikla alþjóðlega við- burð, að minnsta kosti á íslandi, datt Dagur inn um lúguna með þá tilkynningu að Fram- sóknarmenn vaeru ævareiðir út af súludans- inum hjá Blöndal og Arnbjörgu. Það hlaut að vera. Svona óborganlegur farsi gat ekki verið annað en fúlasta alvara. Hvað annað gæti komið Halldóri Asgrímssyni til að skellihlægja? ■menningar LÍFIfl Guðrún Helga Sigurðardóttir Vera í Súöavík Sjónvarpsþátturinn Hér á ég heima, sá fyrsti í röð þriggja, sem sýndur var á mánudags- kvöldið í Sjónvarpinu var með betri þáttagerð sem sést hefur í Sjónvarpinu í vetur og Iofar góðu um næstu tvo þætti. Þessi fyrsti þáttur fjallaði um Veru, pólsku fiskverkakonuna og túlkinn Wieslawa Lubenska, sem flutti hingað til Iands og bjó í Súðavík þegar snjóflóð féll á þorpið fyrir nokkrum árum. Vera var búin að missa alla von um að sonur hennar, Tómasz, væri á lífi þegar hann fannst. Fjölmiðlaumfjöllun um harmleik eins og þann sem gerðist þegar snjóflóð féll á Súðavík og Flat- eyri er eðlileg en Ijölmiðlar veltu sér svo upp úr hinum mann- lega harmleik á sínum tíma að það hálfa hefði verið nóg. Sjónvarpsáhorfandinn var því pínulítið tortrygginn þegar hann sá viðtalið við Veru aug- lýst og taldi löngu komið nóg en sem betur fer var það óþarfi. Viðtalið var prýðilega tekið og unnið í alla staði mið- að við annað efni af sama tagi sem sýnt hefur verið á þessum tíma í vetur. Auðvitað hefði mátt og átt að gera betur. Myndefnið hefði mátt vera fjölbreytilegra, viðtalið við Veru hefði mátt vera ítarlegra, ef til vill að fjalla meira um missinn þegar vinir fórust í snjóflóðinu. Það var indælt að sjá Tómasz, þennan myndarlega son Veru, sem virðist hafa komist ágæt- lega áfram þó að hann hafi átt í erfiðleikum í upphafi. Þá var ágætt að koma inn á hug- myndir Veru um erlenda far- andverkamenn á Islandi. Það er efalaust mál sem þyrfti að skoða margfalt betur. V______________________________/ Dannaðir villimemi Þrátt fyrir Damon Albarn og aðra útlenska Islandsvini, Björk, Oz og allt hitt sem orðið hefúr til þess að Island hefur smám saman los- að sig úr hlutverki útnárans og færst inní nafla vestrænnar menningar þá er eyjarskeggurinn ekki glataður þjóðarsálinni, mínímaðurinn sem stendur gap- andi gagnvart siðmenningu vest- rænna þjóða. Viðhorf enskra að- alsmanna (sem hingað komu til að berja frumstæð afbrigði mann- kyns augum) til íslensku þjóðar- innar á fyrri öldum er hreint ekki máð út úr þjóðarvitundinni eins og heyra mátti á stöku þátttakanda í umræðunni á bjórdeginum síðasta (þegar nokkrir vinstrimenn reyndu að telja okkur trú um að þeir væru enn handvissir um að það hafi verið hárrétt hjá þeim að vera á móti bjórnum og t.d. sé augljóst að meira eftirlit þurfi með bjórdrykkju en annarri drykkju)... Erum so ódönnuð Eitt af því sem hefur Ioðað við smáþjóðarsálina okkar er sú skoðun að við séum eldd nærri eins dönnuð og útlendingarnir í Evrópu. Þeir hafi einhverja lærða eða meðfædda hæfileika til siðmenningar sem villimönn- um af íslenskum ættum er fyrír- munað að apa eftir. Það sem sló ódannaðan ölrút (eða svoleiðis hlýtur maður að vera fái maður sér ekki reglulega bjór með mat, heldur bara nokkra öllara í einu öðru hverju) var að í öllu bjórtalinu á mánudaginn sagði öðru hverju einhver að Islendingar yrðu að breyta drykkju- venjum sínum. M.a. vegna þess að við yrðum að vera börnum okkar góð fyrir- mynd. Ivrinn engir villimenn Að við séum barbarískir drykkjumenn ætlar að verða lífseig skoðun. En hvern- MENNINGAR VAKTIN Það er ekki sjálf- gefiö að drykkju- menning vor sé slæm, þótt hún sé öðruvísi en í útlandinu, eins og sumir telja sem finnst allt vont sem stund- að er á íslandi Cnema þá að fólki aferlendum uppruna finnist það sniðugt]. ig stendur á því að ekki nokkur þjóð í Evrópu drekkur minna en við? Og engin Evrópuþjóð hefur jafn mikið úthald til að hanga í vinnu? Og að dauðsföl) af völdum skorpulifrar, áfengiseitrunar og áfengissýki eru afar fá miðað við höfða- tölu? Gæti þetta kannski að hluta til staðið í sambandi við vora ágætu, og vinnuhvetjandi, drykkjumenningu? Að við erum ekld að dreypa á léttvíni með hádegismatnum líkt og Frakkar, eða bjór eftir vinnu líkt og Bretar? Að við drekk- um léttvín ekki með mat svona hvunn- dags í viðurvist barna okkar og ungl- inga? Að við látum okkur nægja að taka út skammtinn þegar börnin sjá einna síst til? Eru f pössun ellegar sitja heima meðan við fáum okkur nokkra öllara á einum af þessum íjögurhundruðfjöru- tíuogfjórum vínveitingastöðum á land- inu... PS: Sem eru reyndar að því er virðist bjórnum að þakka, fjöldi vínveitinga- staða hefur fimmfaldast síðan bjórinn kom. Netfang: loa@ff.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.