Dagur - 03.03.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 03.03.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUD AGU R 3. MARS 1999 - 23 Thyptr LÍFIÐ í LANDINU VEÐUR Reyndir við „ís- lenskar aðstæður“ íslenska þjódvegakeif- ið hefur óneitanlega áhrífá bifreiðafram- leiðsluna í heiminum eins og dæmin sanna. Hin skelfilega meðferð sem bílar hljóta á íslenskum vegum hefur ein og sér ákveðin áhrif til styttri endingartíma og þ.a.l. aukinnar framleiðslu, en sá þáttur vegur að vísu ákaflega lítið þegar á heildina er litið. En íslenskir þjóð- vegir eða öllu heldur áhrifin af íslenskum þjóð- vegum hafa Iætt sér inn í þróunarlínu nýrra bíla hjá einstaka bifreiðaframleiðendum. Opel verksmiðjurnar í Þýskalandi gera ítarleg- ar prófanir á öllum nýjum bílum áður en þeir fara í framleiðslu fyrir almennan markað. Ein af þessum prófunum er kölluð „Island Test“ eða Is- Iands prófið. Þetta er próf sem þróað var fyrir um tveimur áratugum vegna reynslu Opel af aðstæðum á Is- landi. I prófinu felst að bílnum er ekið á tölu- verðum hraða yfir steinsteyptar ójöfnur sem standa upp úr yfirborði vegarins með mismun- andi millibili. Ójöfnurnar eru það háar að þær ofgera fjöðrun bílsins og hann slær saman eins og kallað er. Aðstæðurnar eru líklega ekki ósvip- aðar því að ekið sé um vestfirskar heiðar, upp- sveitir Borgarfjarðar eða fyrir Melrakkasléttu. Að minnsta kosti stundum. Þessu prófi er ætlað að reyna burðarvirki bíls- ins, kassa og drif. Eftir að þrælast hefur verið á bílnum við „íslenskar aðstæður" er mælt hvort og þá hversu mikið bíllinn eða einstakir hlutar hans hafa aflagast. Islenskir ökumenn geta því huggað sig við það, þegar bíllinn er að hristast í sundur á hol- óttum þjóðvegunum, að það má finna ákveðna upphefð í því að aka hvunndags og á tyllidögum við þær aðstæður sem erlendir bílaframleiðendur telja hvað verstar. BILAR Nýir pallbílar frá Ford Fimm sæta Ford Explorer Sport Trac pallbíll er væntanlegur í sýningarsali snemma næsta árs. Pallurinn er styttri en á sum- um öðrum amerískum pallbíl- um. Bíllinn verður boðinn bæði með fjórhjóladrifi og drifi að- eins á annarri hásingu. Vélin er 204 hestafla 4 lítra V-sexa og skiptingin fjögurra gíra sjálf- skipting. Ford bætti annarri Ijöður í pallbílafjölskylduna með fjög- urra dyra F-150 Crew Cab sem er með sætum fyrir allt að sex og tæplega tveggja metra palli. Hann er með fjórum dyrum af Nýr fimm sæta pallbíll frá Ford sem væntanlegur er I sýningarsali I byrjun fullri stærð og góðu rými fyrir __________________nsesta árs.___________ aftursætisfarþega. Hondan sem boðin verður á Bandaríkjamarkaði I vor. Knúin fjögurra strokka vél sem skiiar 240 hestöflum, hvorki meira né minna! Snaggaraleg Honda Honda leyfði sýningargestum í Detroit að gjóa augunum á hinn nýja S2000 tveggja manna sportbíl sem Honda stefnir að því að bjóða á Bandaríkjamarkaði seint í vor. Vélin er að framan, bfllinn með aftur- drifi. Undir vélarhlífinni er ný tveggja lítra fjögurra strokka vél sem hefur verið „tjúnn- uð“ til að skila 240 hestöflum. Gírkassinn er sex gfra beinskiptur. Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: olgeirhelgi@islandia.is Veðrid í dag... Norðan kaldi, en sums staðar stinningskaldi á Austurlandi. Dálítil él um norðanvert landið, einkum á aunesjiun, en bjart veður sunnantil. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Hiti -5 til 0 stig Blönduós Akureyri CSL. -10 i 0 -5 I -5“ Þri Miö Fim Fös Mán Þrt Miö Fim Fös i i / -. víl UU ; N Egilsstaðir Bolungarvík m Þri Mið Rm Fðs Fim Fðs mM\U/iíí: ; s-rí í sss Reykjavík Kirkjubæjarklaustur CSL. i ■ - CO Þrl Mið Fim Fös Lau Wf l í í Stykkishólmur „csi------------------ -5 0 0 -5- Ji■ , 1.. Þri Miö Fim Fös \ I / Stórhöfði \ ' ■ I ■ S/f í í I Fim Fös Rm Fös I sl f. i f i /• v ^ VEÐURSTOFA # ÍSLANDS Veðurspárit 02.03.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. er C Dæmi: • táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegiun Ófært er um Steingrímsfjarðarheiði, skafrenningur á Öxuadalsheiði, þungfært er á Möðrudalsöræfum og á Vatnsskarði eystra. Þæfingur er á Mývatnsöræfum og Vopnaíjarðarheiði. Að öðru leyti er góð vetrarfærð á öllum aðalvegum landsins en talsverð hálka er þó víðast hvar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.