Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 1
ir hælar.“ Lýsing á þessum flíkum hljómar nokkuð óvenjuleg enda tók Helga þátt í Avant Garde flokki - eins konar framúr- stefnuhönnun. Yngsti Versace „Þessi keppni er mjög stór og fær mikla at- hygli á Italíu,“ segir Helga. „Dómararnir sem völdu í keppnina eru mjög frægir og þeirra á meðal var til dæmis Santo Ver- sace, sem er yngsti bróðir Gianni Ver- sace.“ - Þetta hýtur að snúa öllum þinum áformum við? „Já, þetta gerir það. Núna þarf ég að sauma þetta allt og búa til áður en keppn- in verður haldin, sem verður 29. maí.“ - Verður þetta ekkert erfitt með náminu? „Jú, en þetta er bara svo spennandi. Það kemur ekki til greina að sleppa þessu. Það eru líka í þessu svo margir möguleikar. Það eru í boði mörg peningaverðlaun, skólavist í ítölskum skólum og störf hjá fimm eða sex þekktum hönnuðum á Ital- íu.“ - Hvernig i ósköpunum datt þér i hug að senda inn þínar teikningar, þrátt fyrir skil- yrðin sem þú nefndir? „Eg hugsaði bara með mér að einhvers- staðar verður maður að byrja. Þetta er góð æfing í að teikna, ganga frá og senda inn. Þetta þarf allt að vera á ensku og maður þarf að hugsa út í svo margt.“ Úr félagsfræðiimi Helga tók stúdentspróf frá MS og hóf síð- an nám í félagsfræði í Háskólanum. Eftir að hún hafði lokið fyrsta árinu þar ákvað hún að flytja með kærastanum til Kaup- mannahafnar þar sem hann var að fara í nám. „Þannig að ég ákvað að kíkja á möguleikana hér og fann Jrennan skóla sem ég er í,“ segir Helga. „Eg sótti um og komst inn. Eg hef alltaf haft áhuga á fata- hönnun, ég hef alltaf prjónað og saumað en kannski ekki hugsað svona langt áður. Síðan átti þetta alveg við mig, betur en fé- lagsfræðin að minnsta kosti.“ - Þannig að þú sérð ekki eftir því að hafa fylgt kærastanum til Kaupmannahafnar? „Nei, alls ekki.“ - Það kemur svo kannski í hans hlut að fylgja þér til ltalíu? „Já, ég vona það.“ - III Hún sendi inn teikningarí fatahönnunarkeppni á Ítalíu. Fjörutíu hlutu nað afyfirfjög- urhundurð. Hún fylgdi kærast- anum upphaflega til Kaup- mannahafnar vegna nams. Fylgirhann henni tilítalíu? Helga Ólafsdóttir frá Akureyri er á öðru ári við nám í Helierup Textil Seminarium. Hún sendi nýlega inn teikningar f fata- hönnunarkeppni á Italíu sem ætluð er nemum á síðasta ári og nýútskrifuðum. Fjörutíu voru valdir af yfir fjögur hundruð og er Helga þeirra á meðal þrátt fyrir að vera aðeins á öðru ári. Hönnun hennar þótti það góð. „Það var þannig að í febrúar kom aug- lýsing í skólann um þessa keppni á Italíu," segir Helga þegar slegið er á þráðinn til hennar út til Köben. „Mér fannst þetta náttúrulega mjög spennandi. Það er að vísu skilyrði að maður þarf að vera að klára fatahönnun, vera á síðasta ári eða vera útskrifaður til að fá að taka þátt. En ég ákvað að reyna samt og þeir sem sjá um keppnina samþykktu það bara,“ segir Helga. „Síðan var hringt í mig fyrir nokkrum dögum og mér sagt að ég hefði verið valin. Það hefur aldrei neinn frá Danmörku komist inn í þessa keppni, þannig að þetta þykir mjög merkilegt." Keppnin heitir Mittelmoda Awards og er haldin í bæ í norðaustur hluta Ítalíu, Gorizia. Þess má geta að upplýsingar um keppnina núna má finna á Netinu á slóð- inni www.mittelmoda.com Helga sendi inn teikningar af kjól og sokkum úr Alafosslopa annars vegar og svo eins konar leðurblökukjól ásamt óvenjulegum skóm. „A ullarkjólnum eru tvö stykki sem ég kalla fyrir skjöld," segir Helga spurð nánar út í hönnun sína. „Þau eru fest á en hægt að taka þau af. Þau eru úr neonbleiku næloni með silfurþráðum þannig að það er eins og kóngulær skríðandi á því. Það sem mig langaði að gera var að búa til Fjörutíu voru vatdir afyfir fjögur hundruð og er Helga þeirra á meðai þrátt fyrir að vera aðeins á öðru ári. Hönnun hennar þótti það góð. flottan og glæsilegan kjól úr lopanum. Ég vann lopann með aðferð sem kölluð er að fílta. Þá er lopinn settur í mjög heitt vatn með sápu og þá þéttist hann svolítið. Hin flíkin er eins konar leðurblökukjóll og við hann eru skór sem eru eiginlega fastir saman. Það eru perlur á teygju á milli þeirra, perlunet, og á hvorum skó eru íjór- Betri prentun meiri myndgæði! Hágæða umhverfisvænar Ijósritunarvélar Leitið ndnari npplýsinga hjá sölumönnum okkar BRÆÐURNIR Láqmúla 8 • Sími 533 2800

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.