Dagur - 04.03.1999, Síða 2
18 - FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999
rD^tr
LÍFIÐ I LANDINU
k A
SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURDÓR
SIGURDÓRSSON
„Nú eru menn að
flytja suður af því
þeir vilja dansa
þar á haustball-
inu, vegna þess að
þeim finnst rétt-
Iætið hafa yfirgef-
ið þá og lífsbarátt-
an verði léttari og
öryggið meira á
eftir.“
Guðni Ágústsson
alþingismaður í
grein í Mbl.
Göng alla leið
Mikil umræða hefur orðið um jarðgangagerð
hér á landi eftir að Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra hélt frægan fund á Siglufirði á
dögunum og beitti gömu kosningabrellunni að
segja við aðstoðarmann sinn „skrifaðu jarð-
göng,“ þegar heimamenn impruðu á þörfinni
fyrir jarðgöng yfir til Olafsfjarðar. Rökin sem
færð eru fyrir nauðsyn þess að grafa þarna á
milli eru þau að búið sé að sameina fisk-
vinnslufyrirtæki í Ólafsfirði og Siglufirði. Sig-
ríður Dóra Sverrisdóttir á Vopnafirði er fyrir
löngu landsfræg orðin fyrir hið mikla menn-
ingarlíf sem henni hefur tekist að halda uppi á
Vopnafirði. Þegar hún heyrði rökin fyrir göng-
unum frá Siglufirði til Ólafsíjarðar lagði hún
til að Tangi hf. á Vopnafirði og Borgey hf. á
Höfn í Hornafirði yrðu sameinuð. „Þá fyrst
hæfist nú gangagerð fyrir alvöru samkvæmt
siglfirsku rökunum," sagði Sigríður.
Stórmenni
Það kom fram í fréttum á dögunum að Jón
Ólafsson fjáraflamaður hefði verið í skfða-
ferðaiagi með fjölskyldu sinni í Ölpunum þeg-
ar allar samgöngu á landi tepptust vegna
snjóa. Hann brá á það ráð að leigja sér þyrlu
sem flutti hann til Þýskalands en slíkt kostar
enga vasapeninga. Það fylgir sögunni að ein-
ungis þri'r aðilar af þeim þúsundum sem þarna
urðu innlyksa hafi pantað þyrlu. Það var
drottning Hollands, Karolína Monaco-
prinsessa ogjón Ólafsson.
Reiknaðu nú
Það er ekki að spauga með þá Hafnfirðingana.
Einn þeirra varð sjötugur í fyrra. Hann hélt
upp á afmælið með pompi og pragt enda mað-
urinn nokkuð kunnur í sinni heimabyggð. Svo
leið ár en þá hitti hann annan Hafnfirðing á
förnum vegi. Þeir tóku tal saman og þar kom
að sá síðarnefndi spurði hinn hvað hann væri
gamall. Sá hugsaði sig lengi um en sagði svo:
„Eg varð sjötugur í fyrra, og reiknaðu nú!“
Veislustjórimi
Sverrir Hermannsson spurð í grein í Mbl. á
dögunum hvort kjördagurinn 8. maí væri ekki
rétti dagurinn til að „pelsa þau marðardýr,"
sem farið hafi með lyklavöldin hér á landi
þetta körtímabil. Aðalsteinn Jónsson á Víði-
völlum í Fnjóskadal orti af þessu tilefni:
Með pels við hæft punta má,
pantar marðar hjóra.
Líkan minkum síðan sjá
Sverri veislustjóra.
„Ég byrjaði út frá
þessari hugmynd
með kristnitökuna
og hef áreiðan-
lega skrifað ein
40-50 handrit síð-
an. Ég fer inní
goðsagnaheiminn
og bý til litla sögu
um fjöreggið og
átök mannsins við
fortíð, framtíð og
nútíð, “ segir
Hörður Torfason,
leikstjóri og leik-
ritahöfundur.
Hefgaman
af ævintýnun
Leikflokkurinn á Hvammstanga
frumsýnir á laugardagskvöldið
nýtt leikverk eftir Hörð Torfason,
sem hann samdi sérstaklega fyrir
flokkinn.
„Ég hafði sett upp hjá þeim
fjórum sinnum áður. Það var gott
samstarf hérna og þess vegna
fengu þau mig til þess að semja
leikrit og setja það upp,“ segir
Hörður.
Leikflokkurinn á Hvamms-
tanga á 30 ára afmæli um þessar
mundir. Fyrir um einu og hálfu
ári síðan fóru þau þess á leit Mð
Hörð að hann skrifaði leikverk
fyrir þau. Það eina sem hann
segist hafa farið fram á hafi verið
að fá frjálst efnisval.
Vættimar vemda fjöreggið
Leikritið heitir: „Arið 999 ef þér kemur það
við“. Það fjallar um krisnitökuna. Hörður segist
einhvern tímann hafa heyrt kenningar um það
að sá atburður hafi átt sér stað það ár. Leikritið
gerist árið 999. „Ég byrjaði út frá þessari hug-
mynd með kristnitökuna og hef áreiðanlega
skrifað ein 40-50 handrit síðan. Ég fer inní goð-
sagnaheiminn og bý til litla sögu um ijöreggið
og átök mannsins við fortíð, framtíð og nútíð.
Verkið gerist upp í fjöllum.
Ég læt vætti kalla manninn fyrir til þess að
hjálpa sér að verjast óvini sem er að ráðast inní
landið. Svo segi ég sögu mannsins, þegar hann
fer að sækja hjálp og fer að ráða niðurlögum
óvinarins. Þetta er dálítið flókin saga ég blanda
þarna inní hugmyndinni um fjöreggið. Vættirn-
ar óttast að kristur sé að koma til þess að taka
þetta fjöregg. Maðurinn er send-
ur í leiðangur til þess að vernda
þetta fjöregg, og það er það sem
þær eru að sækjast eftir."
Hörður segir að þó verkið gerist
árið 999 sé það mjög nútímalegt.
Hann segist vona að það höfði til
nútímafólks. „Þetta er íslenskt
ævintýri. Persónulega hef ég
mjög gaman af ævintýrum, þess
vegna heillaði það mig að fara
þessa leið. Maður er náttúrulega
búinn að gera margar atrennur,
maður er orðinn geysilega flækt-
ur inní þessa sögu. Það er mín
reynsla að fólk vilji miklu frekar
íslensk verk.“
Dálítill „Ha!“ tónn
Hörður er sjálfmenntaður leikstjóri, hann út-
skrifaðist árið 1970 sem leikari frá Ieiklistar-
skóla Þjóðleikhússins. Síðan þá hefur hann sett
upp um 70 leikverk víða um Iand. „Arið 999 ef
þér kemur það við“, er fimmta leikritið sem
Hörður skrifar. Hann segist auk þess hafa unnið
nokkra leikþætti með unglingum áður. Hann
segir það vera mjög gaman að setja upp á
Hvammstanga. Hann hafi sett upp verk þar fjór-
um sinnum áður. „Ég skrifaði leikritið vegna
þess að ég þekki fólk hérna. Ég skrifaði það fyrir
ákveðna leikara.“
Hörður segir að áferðin á verkinu sé dálítið
sérkennileg. I því séu fjórar persónur sem leiki
með grímur. „Fólk er dálítið undrandi sem kem-
ur og fylgist með æfingum. Það er dálítill „HA!“
tónn í þeim,“ segir Hörður. Leikritið verður
frumsýnt laugardaginn 6. mars en Hörður segir
að þegar séu átta sýningar bókaðar.
Þetta er íslenskt æv-
intýrí. Persónulega
hefég mjög gaman af
ævintýrum, þess
vegna heillaði það
mig aðfara þessa
leið.
SPJflLL
■ FRÁ DEGI TIL DflGS
„Skömm er óhófs ævi.“ Úr Hrafnkel$sögu.
Þau fæddust 4. mars
• 1859 fæddist rússneski eðlisfræðingur-
inn og uppfinningamaðurinn Alexander
Popov.
• 1875 fæddist argentínski rithöfundur-
inn Enrique Rodríguez Larreta.
• 1876 fæddist Ásgrímur Jónsson list-
málari.
• 1928 fæddist bandaríski rithöfundur-
inn Alan Sillitoe.
• 1949 fæddist bandaríski rokkarinn
Shakin Stevens.
• 1954 fæddist bandaríska Ieikkonan Kay
Lenz.
Þetta gerðist 4. mars
• 1945 lýstu Finnar yfir stríði á hendur
Þýskalandi.
• 1952 kvæntist Ronald Reagan henni
Nancy Davis.
• 1955 kom jazzfuglinn Charlie „Bird“
Parker síðast fram opinberlega (í New
York), en hann lést átta dögum síðar.
• 1959 komst bandaríski kjarnorkukaf-
báturinn Nautillus til Norðurpólsins
með því að sigla undir ishelluna.
• 1964 léku fimm íslenskar bitlahljóm-
sveitir á tónleikum í Háskólabíói, þar á
meðal Hljómar.
• 1971 var uppstoppaður Geirfugl keypt-
ur handa íslendingum á uppboði í
London.
• 1977 fórust yfir 1500 manns í jarð-
skjálfta sem reið yfir í suðausturhluta
Evrópu.
• 1983 tók Menningarmiðstöðin Gerðu-
berg í Breiðholti til starfa.
Vísan
Vísa dagsins er eftir Stein Steinarr:
Seiðir lýði sævarhlik
sjá má víða hát áfloti.
Þykir tíðum þungt um vik
þeim sem htður heima í koti.
Afmælisbam dagsins
Suðurafríska söngkonan Miriam
Makeba fæddist árið 1932. Hún
náði miklum vinsældum á Vestur-
löndum með Iögum á borð við
„Pata Pata“, sem kom út 1967.
Hún var gerð útlæg frá Suður-Afr-
íku árið 1960, og eftir að hún gift-
ist róttæklingnum Stokey Carmich-
ael árið 1968 féll hún einnig í
ónáð í Bandaríkjunum og hélt þá
til Gíneu. 1990 sneri hún svo aftur
til hcimalands síns, og er enn sem
fyrr dugleg við plötuútgáfu og tón-
Ieikaferðir.
Ef hönd þín móðgar þig...
Lögfræðingur sem var að verja sakborning
í skartgripaþjófnaðarmáli ákvað að reyna
að vera skapandi.
„Skjólstæðingur minn setti höndina inn-
um rúðuna og fjarlægði nokkra skartgripi.
Það var hönd hans en ekki hann sjálfur og
ég get ekki séð hvernig þú getur dæmt ein-
staklinginn fyrir eitthvað sem að einstakur
útlimur hans framkvæmdi."
„Jæja þá,“ svaraði dómarinn. „Með þín-
um rökum þá dæmi ég hönd sakbornings-
ins í árs fangelsi. Hann má fylgja með ef
hann kýs að gera það.“
Sakborningurinn brosti.
Með aðstoð lögfræðings síns skrúfaði
hann af sér gerfihöndina, lagði hana á
sakamannabekkinn og gekk út.
Veffang dagsins
100 málverk eftir Paul Cezanne eru nú til
sýnis á veflistasafninu WebMuseum, sem
má finna á watt.emf.net/wm