Dagur - 04.03.1999, Qupperneq 3
FIMMTVDAGUR 4. MARS 1999 - 19
„Börn eiga rétt á að líða vel í skólanum “ var fyrirsögnin á umfjöllun Dags um
samskipti nemenda og kennara. Myndin sem birtist með tengist umfjöllunar-
efninu ekki beint, einungis var tekin mynd af skólakrökkum við leik.
í Helgarblaði Dags
laugardaginn 20.
febrúarvarjjallað um
einelti, einkumþá hlið
sem snýrað einelti
kennara gagnvart nem-
endum. Leitað var
svara viðþví hvaða ráð
nemendur ogforeldrar
þeirra hafa til að
bregðastvið slíku. Les-
andiDags, 22 ára
gamall maður, segir
hérsögu sína en af
skiljanlegum ástæðum
óskar höfundur nafn-
leyndar.
I grein Dags um einelti var með-
al annars varpað fram þeirri
spurningu hvaða ráð nemandi
og þá foreldrar hefðu þegar
samskipti kennara og nemenda
hefðu verulega slæm áhrif á allt
líf nemandans. Eg get náttúr-
Iega ekki svarað þessari spurn-
ingu fyrir fullt og allt, einungis
sagt mína sögu.
Berja erfiða nemendur
Ég er á 22. aldursári og síðari
hluti skólagöngu minnar mér því
í fersku minni. Fyrri part og
reyndar lengst af minni grunn-
skólagöngu var alls ekkert að.
Ég gekk i skóla frá 6 ára aldri og
þar til ég náði 13 árum. Öll þau
ár var hvorki mér eða nokkrum
öðrum sagt að þegja, hvað þá
annað. Okkur var sagt að loka
munninum. Það felst óneitan-
lega meiri virðing í þeim orðum,
virðing sem kennararnir fengu
líka endurgoldna.
Að þessum tíma liðnum flyst
ég í skóla í öðru bæjarfélagi og
þar með upphófst neikvæðari
kafli skólagöngu minnar. Mér
leið frekar illa sem unglingi, var
kvíðinn vegna skólaskiptanna og
raunar gat ég stuttu seinna
flokkast undir hinn svokallaða
„vandræðaungling". En hvað um
það, allt virtist ætla að ganga
upp og ég féll vel inn í hópinn.
Eftir einnar viku setu varð ég
fyrst var við ofbeldi þegar líf-
fræðikennarinn „Ó“ lagði hend-
ur á bekkjarbróður minn og síð-
ar góðan vin fyrir að blaðra í
tíma. Þetta gerði hann eftir að
hafa tvisvar sagt honum að
halda kjafti. Það var búið að
segja mér sögur af ofbeldisverk-
um þessa tiltekna kennara sem
ég trúði ekki þar sem ég hafði
aldrei kynnst neinu misjöfnu í
fari kennara áður, bar ákveðna
virðingu fyrir stéttinni þó ég hafi
kannski verið ólátabelgur í
barnaskóla. Ekki löngu síðar
fékk bekkurinn að hlusta á yfir-
lýsingar „G“ stærðfræðikennara,
á einni af mörgum kjaftatörn-
um, að hann tryði á og hefði
reyndar sannreynt þá aðferð í
öðrum skóla að eigin sögn, að
berja þyrfti mjög erfiða nemend-
ur. Það væri jú það eina sem
þessir moðhausar skildu (óbein
hótun af grófasta tagi).
Gerður að athlægi
Um þetta leyti var þessi kennari
að taka einn í bekknum fyrir,
eins og stóð í greininni, með
þeim hætti að oft og iðulega
gekk „G“ til þessa nemanda,
sem var fyrirfram mjög lítill í
sér, tók heimaverkefni eða út-
reikninga undir lok tímans og
byrjaði hárri raust að telja upp
villurnar, stundum voru útreikn-
ingarnir skrifaðir upp á töflu og
bekkurinn síðan óbeint hvattur
til að hlæja að öllu saman.
Drengurinn sem var til umfjöll-
unar hló aldrei.
Ég sá þennan kennara aldrei
berja neinn, heyrði bara frásagn-
ir sem ég get ekki staðfest, en
annað sá ég og get staðfest að
oft réðst hann að nemendum,
strákum og stelpum, með orðum
sem aldrei ættu að heyrast af
vörum kennara og rista djúpt hjá
krökkum á þessum viðkvæma
aldri. Setningar eins og „þú ert
skíturinn undir skónum mínum"
og „það verður aldrei neitt úr
þér auminginn þinn“, voru ekki
óalgengar.
Ænuneiðandi ummæli
Af umsjónarkennara mínum
„M“ er það að segja að mér leið
skást í tíma hjá honum og trúði
raunar engu misjöfnu upp á
hann. A þessum tíma hafði ég
misst allan áhuga á námi og var
farinn að mæta mjög illa. Þetta
gerði mig öðruvísi og skuldinni
skellt á fíkniefnaneyslu, áfengis-
neysla var mikil en engin fíkni-
efni. Svo sterk var sannfæring
þeirra „G“ og „M“ að þeir voru
farnir að tjá foreldrum, ekki að-
eins hvaða efna ég neytti, heldur
einnig hvernig ég neytti þeirra,
þ.e.a.s. með sprautum.
Eftir að ég hætti alfarið í skóla
fyrir jól í 9. bekk voru vinir mín-
ir og skólafélagar margsinnis
spurðir af þeim „M“ og „G“
hvort ég væri ekki að selja fíkni-
efni. Þetta er það einelti sem ég
persónulega lenti í og það var
býsna lýjandi. Sem betur fer
tókst mér að snúa við blaðinu
áður en gróusögurnar urðu að
veruleika. Þegar ég fyrst heyrði
þessar sögur fór ég til skólastjór-
ans og sagðist meðal annars
ætla að Ieggja fram kæru á
hendur „G“ fyrir ærumeiðandi
ummæli. Þegar við ræddum þau
og framangreind atvik af hálfu
„G“, hallaði skólastjórinn „H“
sér aftur og sagði orðrétt: „Hann
„G“ er nú gamall sjómaður. Við
verðum nú að fyrirgefa honum
kjaftháttinn." Ég gat ekki lýst
hneykslan minni og gekk út að
svo búnu.
Síðasta atvikið sem ég get
staðfest átti sér stað nokkru
seinna en þá rak „M“ stúlku úr
tíma vegna blaðurs og niðrandi
ummæla í sinn garð. Hann lét
það ekki nægja heldur fylgdi
henni eftir út á mannlausan
ganginn og lét högg og spörk
dynja á henni, jafnvel Iiggjandi í
gólfinu og linnti ekki látum fyrr
en hún með hjálp núverandi
konu minnar gat læst sig inni á
klósetti. Þær fóru rakleitt til yf-
irkennarans þar sem skólastjór-
inn var ekki við og tjáðu henni
málsatvik. Hún kvaðst ætla að
afgreiða málið en tjáði þeim
einnig þá skoðun að svona mál
ætti að afgreiða innan skólans
og því væri ekki nauðsynlegt að
leita læknis vegna áverkanna.
Aldrei gerðist neitt og málið
koðnaði niður.
Úrslitaþýðing
„Hvernig getur svona lagað við-
gengist?" hljóta flestir að spyrja.
Ég held að afstaða skólastjóra
skipti höfuðmáli. Þokkalega
heilbrigður skólastjóri lætur
svona ekki viðgangast og ekki fer
þetta fram hjá honum! Ég geri
ráð fyrir að næsta spurning sé:
„Hvað með foreldrana?" Jú, sum
okkar voru eflaust fyrirfram
ákveðin í að okkur yrði ekki trú-
að. Sumir reyndu en var ekki
trúað, til dæmis ég, og það hefur
eflaust hjálpað til að flest okkar
sem lentum í þessu voru jú erf-
iðir nemendur, ólátabelgir og
margir röngu megin við lögin.
En það réttlætir ekki það sem
gerðist, alls ekki!
Svona upplifun getur komið
alvarlega niður á námsárangri og
jafnvel haft úrlsitaþýðingu í því
hvort viðkomandi leiti sér
áframhaldandi menntunar.
Við skorum á ykkur að birta
bréf þetta svo það megi verða til
þess að vekja foreldra og aðra
hlutaðeigendur til umhugsunar
um það sem hugsanlega getur
gerst innan veggja skólanna. Ég
vona að þetta sé með svæsnari
tilfellum því ekkert barn á að
þurfa að þola svona meðferð hjá
hinni virtu uppeldisstofnun sem
skólarnir okkar eiga að vera.
í tilefni af 50 ára afmæli Evr-
ópuráðsins, sem er í maí hef-
ur verið ákveðið að halda hér
á landi Alþingi unga fólksins í
Alþingishúsinu og er stílað á
dagana 29. til 31. mars næst
komandi. Það gæti þó frestast
um viku ef þingslit dragast
þar til síðari hluta mars eins
og nú er útiit fyrir. Þann 8.
maí tekur Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra líka við for-
mennsku í Evrópuráðinu og
gegnir henni næstu 6 mánuð-
ina. Halldór hefur skipað
landsnefnd sem standa mun
fyrir ýmsum uppákomum í til-
efni afmælisins en formaður
þessarar nefndar er Hjálmar
Arnason.
Hann sagði að í tilefni af
Alþingi æskunnar hefði
nefndin leitað til náms-
mannahreyfingarinnar á Is-
landi og Æskulýðssambands
Islands um samstarf. Hjálmar
sagði að þingmenn æskunnar
yrðu 63, þrjátíu og ein stúlka
og þrjátíu og einn piltur. Þá
vantaði einn þingmann og
yrði valið með hlutkesti hvort
hann verður piltur eða stúlka.
Alvöru þingforseti
Það verður sjálfur forseti Al-
þingis, Olafur G. Einarsson,
sem setja mun þingfundinn
og stjórna kosningu þingfor-
seta æskunnar og annarra
starfsmanna þingsins. Síðan
er það unga fólkið, sem verð-
ur á aldrinum 16 til 20 ára,
sem tekur við og mun fjalla
um ýmis mál er snerta Evr-
ópuráðið, svo sem umhverfis-
mál, menntamál, jafnréttis-
mál, vernd mannréttinda og
baráttu gegn skipulögum
glæpum og eiturlyfjum.
Hinir ungu þingmenn
munu ganga algerlega í störf
alþingismanna og fylgja í einu
og öllu hefðum og reglum
sem í þinghúsinu ríkja. Verk-
efnastjóri Alþingis æskunnar
verður Marta Nordal leik-
kona. -S.DÓR
Háðsádeila í bíó
I kvöld, fimmtudaginn 4.
mars, sýnir Goethe-Zentrum,
Lindargötu 46, þýsku kvik-
myndina Rossini frá árinu
1997. Myndin hlaut Þýsku
kvikmyndaverðlaunin sama ár
sem besta mynd en einnig fyr-
ir bestu leikstjórn og bestu
klippingu. Rossini“ er háðsá-
deila á líferni fræga fólksins í
þýska kvikmyndageiranum
þar sem allt snýst um kynlíf,
peninga, framapot og mis-
heppnuð ástarsambönd. Leik-
arar: Götz George, Gudrun
Landgrebe, Mario Adorf.
Leikstjóri: Helmut Dietl sem
skrifaði handritið ásamt Pat-
rick Súskind, höfundi Ilms-
ins. Myndin er með enskum
texta. Aðgangur er ókeypis.
s.________________________/