Dagur - 04.03.1999, Side 4

Dagur - 04.03.1999, Side 4
20-FI M M T U D A GU R 1. MARS 1999 LÍFIÐ í LANDINU „Þingheimur hefur árum saman komið sér hjá því að gera skyldu sína og afsalað sér lagasmíðinni til ráð- herra." Missa dómarar Virðing Alþingis er stundum rædd á meðal manna og nú síðast þegar ráðherrar voru skammaðir íyrir að fara ekki eftir þingsályktunum frá Al- þingi. Pistilhöfundur þekkir vel skoðanir ráðherra á störfum Alþingismanna og á sjálfur í pússi sínu gamlar þingsályktanir sem ráðu- neytin hafa forsmáð. En það er nú önnur Ella. Og hví skyldu ráðherrar taka mark á Alþingi á eftir því sem á undan er gengið? Þrjár stoðir lýðveldis „Island er lýðveldi með þingbundinni stjórn,“ segir í fyrstu grein stjórnarskrár landsins. En Lýðveldið Island breytist í pappírstígur um leið og fyrstu greininni sleppir og leikurinn berst að lýðveldinu sjálfu. Kemur þá í ljós að ísland er miklu frekar ríkisstjórnarveldi með múlbundnu þingi. Hér á landi eru nefnilega höfð enda- skipti á lýðræðinu. Væri Island lýðveldi stjórnaði forseti Alþingis lagasetningu þjóð- arinnar en ekki forsætisráðherra. Væri ís- land Iýðveldi semdu Alþingismenn lögin sjálfir en ekki ráðuneytin. Væri Island Iýð- veldi væri forseti Alþingis bæði æðsti maður þjóðarinnar og valdamesti. Islenska lýðveldið hvílir á þrem stoðum samkvæmt stjórnarskránni: Alþingi og forseti fara með löggjafarvaldið, forseti og önnur stjórnarvöld fara með framkvæmdavaldið og dómendur með dómsvaldið. Stjórnarskráin segir þarna berum orðum að Alþingi setji lögin og þingmenn eiga því ekki að láta sér nægja að samþykkja lögin heldur verða þeir að semja þau líka. Til þess eru Alþingismenn kosnir þó svo þeir séu ekki endilega vel til þess fallnir. Þmgheimur inissir nyt iua Fulltrúar þjóðarinnar eiga að koma saman á Alþingi og skeggræða hvað betur má fara hjá lýðveldinu. Semja svo lög og samþykkja þar að lútandi og fela loks ráðherrum að fylgja þeim eftir og hrinda í framkvæmd úti í þjóð- félaginu. En sú er því miður ekki raunin í dag. Þingheimur hefur árum saman komið sér hjá því að gera skyldu sína og afsalað sér lagasmíðinni til ráðherra. Þeir eru hins veg- ar ekkert betur til þess fallnir að semja lög, enda sjálfir þingmenn. Þingheimur hefur misst nytina. Fyrir bragðið er kontóristum ráðuneytanna falið að semja Iögin og ráð- herrar senda þau þingmönnum að sam- þykkja. Hlutverkum er víxlað og stjórnar- skránni nauðgað. I sautjándu grein hennar segir: „Ráðherra- fundi skal halda um nýmæli í lögum!“ Ekki fer á milli mála að eggið kemur hér á undan hænunni. Stjórnarskráin gerir framvæmdar- valdinu að setjast niður og kynna sér nýmæl- in sem Iöggjafarvaldið setur í lög. Hér er tal- að um lög en hvorki frumvörp eða drög að lögum. Höfundar stjórnarskrárinnar hefðu aldrei skikkað ráðherra til að kynna sér ný- mæli í lögum ef þeir hefðu gert ráð fyrir að framkvæmdarvaldið semdi lögin en ekki lög- gjafarvaldið. En allt kemur fyrir ekki og Iöggjafarvald- inu er þarna komið fyrir í ráðuneytunum ásamt framkvæmdarvaldinu. Lýðveidið hefur misst undan sér eina af þrem stoðum sínum og riðar á tveim stoðum. Kannski styttist að ein stoð standi undir Iýðveldinu: Halda dómendur nytinni? Setjum okkur að dómarar fari að dæmi Al- þingismanna og afsali sér réttinum til að semja dóma. Láta sér nægja að kveða upp dómana en fela ráðherrum eða kontóristum þeirra að semja sjálft dómsorðið ekki síður en lagabókstafinn. Uni menn svo ekki dóm- um ráðherra verður væntanlega hægt að áfrýja þeim til forsætisráðherra. Alþingismenn geta því sjálfum sér um kennt þegar ráðherrar hundsa ályktanir þeirra og virðing Alþingis véx ekki fyrr en þingmenn heimta aftur löggjafarvaldið. Og hví skyldu dómarar nenna að dæma eftir Iögum sem Alþingismenn nenna ekki að semja? UMBUDA- LAUST _________Dotíur ■menningar LÍFIÐ Haraldur Ingótfsson Það er ekki ofsögum sagt að leiklistarlíf áhugamanna stendur í miklum blóma. A hverjum vetri eru frumsýnd um allt Iand metnaðarfull verk, gömul og ný. Ahugaleik- félög og hópar af ýmsu tagi, svo ekki sé nú minnst á fram- haldsskólana og öll verkin sem þar er ráðist í. Frtunraun Hjörleifs Dalvfkingar halda uppá fimm- tíu og fimm ára afmæli leikfé- lagsins og afmæli Ungó, vett- vangs leiklistarinnar. Svarf- dælingurinn Hjörleifur Hjart- arson var fenginn til að semja verk sérstaklega fyrir Leikfé- lag Dalvíkur og núna á laug- ardaginn frumsýnir Leikfélag- ið verk Hjörleifs, sem ber hið skemmtilega nafn „Frumsýn- ing“. Leikstjóri hjá þeim Dal- víkingum er Sigrún Valbergs- dóttir. Þetta er frumraun Hjörleifs í Ieikritagerð. Freyvangsleikhúsið í Eyja- Ijarðarsveit tekur erlendan gamansöngieik með róman- tísku ívafi á sínar fjalir og frumsýnir nú á Iaugardaginn „Hamingjuránið" eftir Bengt Ahlfors í leikstjórn Jóns Stef- áns Kristjánssonar. Freyvangsleikhúsið er lifnað við enn á ný. Skemmtileg tenging mynd- ast milli þessara sýninga þar sem höfundur Dalvíkurleik- ritsins, Hjörleifur Hjartarson, og leikstjórinn í Freyvangi, Jón Stefán Kristjánsson, taka nú báðir þátt í æfingum á „Systrum í syndinni" eftir Ið- unni og Kristínu Steinsdætur, hjá Leikfélagi Akureyrar. \______________________________/ Tapað stríð Hvalveiðar, eins og aðrar sjávar- nytjar, eru ríkur þáttur af þjóðar- menningunni og hafa verið svo um langt skeið. Það er fátt eins skemmtilegt eins og að hlusta á gamla sjómenn segja sögur af hvalbátunum eða þá ungu sem fengu nasaþef af hvalveiðunum sem unglingar og geta alltaf fundið eitthvað til að rifja upp og segja frá, hvernig konunum fjölg- aði óeðlilega um borð og þeir slógu í gegn þegar kokkurinn fór í frí í eina viku eða þegar mann- skapurinn um borð gerði at í þessum smástrákum. Umræðan um að taka upp hvalveiðar á ný eru árviss bóla en ég held að því miður hafi þessi menning, hvalveiðar, liðið undir lok á íslandi. Menningarlega séð er það miður. Kristján Loftsson heldur blessuðum bátunum sínum alltaf í Reykjavíkurhöfn og það er svo sem ágætt sem minnisvarði um tapað stríð en það er best fyrir alla, ís- Ienska stjórnmálamenn og þjóð- ina sjálfa, að horfast í augu við það að hvalveiðar verða tæpast teknar upp á nýjan leik. Til þess er of mikið í húfi í ferðaþjónust- unni og á mörkuðum erlendis. Þó að þtjóska sé stór hluti af þjóðarsálinni þá má heimska ekki ná yfirhöndinni. Aðstæður Islendinga eru allt aðrar í dag en fyrir 20-30 árum. Þá gátu ungir Islendingar unnið yfir sumarið, kynnst atvinnulífi og aðstæðum þjóðarinnar til sjávar og sveita. Þá vöndust menn því að leggja hvalkjöt og hrossakjöt sér til munns. I dag panta menn pizzu, steikja hamborg- ara og sjóða pylsur. Enginn kann lengur að elda hvalkjöt svo að það sé virkilega gott. Auðvitað er blóðugt að hafa tapað stríði fyrir umhverfisverndarsamtökum, MEIMIMIIMGAR VAKTIIM Hvalveiðar eru liðnar undir lok á ísland/. Ungirís- lendingar kunna varla að elda hvalkjöt, hvað þá að leggja það sér til munns. Áhugi á hval- veiðum hefur dofnað og hví skyldu íslend- ingar stofna hagsmunum í ferðaþjónustu og á mörkuðum erlendis í hættu? sem fara eins og sjálfskipaðar löggur um höfin, og leggja menningu þjóða og þjóðabrota í rúst. En það verður ekki aftur snúið. Við löðum ekki að ferða- menn til að koma í hvalaskoðunarferðir ef við jafnframt veiðum hval. ghs@ff.is

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.