Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU HittusthjáHöldi „Þetta var góður dagur, “ segir Helena Magneudóttir um brúðkaupsdag henn- ar og Guðmundar Guðmundssonar á Akureyri sl. sumar. (Ljósm: Norður- mynd - ÁsgrímurJ „Við erum bæði héðan frá Akur- eyri. Fyrst hittumst við sumarið 1987, en þetta fór fyrst af stað af alvöru sumarið 1990 þegar við vorum bæði að vinna hjá Höldi. Guðmundur sem snún- ingastrákur en ég í sjoppunni á Tryggvabrautinni,“ segir Helena Magneudóttir. Þann 9. ágúst á sl. ári gaf séra Birgir Snæbjörns- son Helenu og Guðmund Guð- mundsson saman en þau eru búsett á Akureyri. Þau Helena og Guðmundur hafa unnið sig upp síðan um sumarið sæla hjá Höldi. Nú er Guðmundur verslunarstjóri hjá Sextíu og sex norður á Akureyri og Helena starfar í apóteki. Þau eiga íbúð við Holtagötu, á besta stað í bænum. „Þaðan er stutt í allt; í vinnu, sund og í pössun með strákana okkar sem eru tveir, Patrekur sem fæddur er 1994 og Gabríel 1997,“ segir Helena. „Þetta var góður dagur,“ segir Helena þegar hún rifjar brúð- kaupsdaginn upp. Að lokinni at- höfn í Akureyrarkirkju var brúð- kaupsveisla haldin í Gamla- Lundi við Eiðsvöll á Akureyri, en síðan var á brúðkaupsnóttina gist á Hótel Akureyri. I óform- legt brúðkaupsferðalag var farið með synina tvo í Ásbyrgi og Hljóðakletta, en síðan standa enn frekari ferðalög til í sumar þegar farið verður í sæla sólina á Benidorm. -SBS. Hulda og Bjöm Gefin voru saman í heilagt hjónaband í Garðakirkju á Alfta- nesi þann 4. júlí á síðastliðnu ári, af séra Hansi Markúsi Haf- steinssyni, þau Hulda Hrafns- dóttir og Björn Herbertsson. Þau eru til heimilis að Vestur- holti 4 í Hafnarfirði. (Ljósmynd- ast. MYND, Hafnarfirði.) Helena og Sigurdur Gefin voru saman í heilagt hjónaband í Grundarkirkju í Eyjafirði þann 13. júní á sl. ári, af séra Svavari Alfreð Jónssyni, þau Helena Eydal og Sigurður Jörgensen. Heimili þeirra er að Kolbeinsgötu 54 á Vopnafirði. Hanna og Siguxdur Gefin voru saman í heilagt hjónaband í Selfosskirkju þann 17. júní á síðastliðnu ári, af séra Þóri Jökli Þorsteinssyni, þau Hanna Steinsdóttir og Sigurður Pétursson. Heimili þeirra er að Kambsvegi 27 í Reykjavík (Ljós- myndst. Sigríðar Bachman.) Um mlgreni SVQAIA ER LIFID Pjetur St. flrason skrifar © Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. ða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Um 10% íslendinga þjást af mígreni. Fólk getur fengið mígreni á öllum aldri en það er algengast hjá fólki á aldrinum 20-40 ára. Mígreni leggst aðalega á konur en talið er að þrír af hverj- um fjórum mígrenisjúklingum séu kvenkyns. Lyfjaframleiðandinn Glaxo Wellcome hefur opnað upplýs- ingalínu um mígreni í samstarfi við Mígrenisamtökin. Síma- númer þjónustunnar er 570 7700. Þjónustan er byggð þannig upp að þeim sem hringir inn er boðið að svara tíu spurningum. Þar sem talin eru einkenni mígrenis. Þar er fólk spurt hvort það fái oft höfuðverk, hvernig hann lýsir sér og hversu oft hann varir. Síðan er niðurstaðan úr þessum tíu spurningum metin eftir sennileika þess hvort að um mígreni sé að ræða. Þarna er fólk beðið að leggja inn nafn og heimilisfang og fá þá sent kynningarefni og efni um Mígrenisamtök- in. Mígrenisam- tökin á Islandi eru með síma- tíma milli 6-8 alla virka daga. Þá getur fólk bringt í síma 895 7300. Á vegum samtak- anna er unnin mikil sjálfboða- vinna. I stjórn samtakanna eru fjórar konur. Inga S. Guð- björnsdóttir er í _______________________________ stjórninni. Hún vill benda fólki á að ganga í samtökin til þess að fræðast. Inga segir að mígreni geti verið mismunandi og að fólki sé bent á að halda dagbók til þess að komast að því hvað það er sem kemur kastinu af stað. Heilmikil fræðsla er í gangi á vegum samtakanna. Þau hafa gefið út bækling sem til er í öllum apótekum og myndband sem hægt er að nálgast á Námsgagnastofnun en á líka að vera til á bókasöfnum. Næsti fræðslufundur verður 22. mars í safn- aðarheimili Háteigskirkju þar verður Finnbogi Jakobsson taugasjúkdómalæknir og ætlar að fjalla um mígreni hjá börn- um og fullorðnum. Til eru sérhæfð mígrenilyf sem fólk tekur þegar kastið er að byija og nær þannig jafnvel að fyrirbyggja kastið. Onnur með- ferð við mígreni er slökun. Fólki sem kljáist við höfuðverk er bent á að leita til Iæknis. Landlæknir hringir fyrsta símtalið í Mígrenilínuna þegar hún var opnuð. ■ HVAfl ER Á SEYDI? HEITT TRÍÓ Á HEITUM FIMMTUDEGI Tríó Olafs Stephensen leikur á tónleikum á vegum Jassklúbbs Akureyrar á Heitum fimmtudegi 4. mars í Deiglunni. Þeir félagar: Tómas R. Einarsson bassaleikari og tónsmiður, Guðmundur R. Einarsson trommu- og básúnuleikari og Olafur „jasspíanisti" Steph- ensen eru löngu landsþekktir fyrir útfærslur á „alþýðulögum" sem þeir færa í sveiflubúning. Einkunnarorð þeirra hefur verið að hafa ánægjuna í fyrirrúmi og kemur það heim og saman við þær vinsældir sem tríóinu hefur hlotnast. Sérgrein tríósins er að eig- in sögn, „jass fyrir fólk sem hefur lítinn sem engan áhuga á jass!“Tónleikarnir hefj- ast kl. 21.00 og er aðgangur kr. 1000 en ókeypis fyTÍr félaga í Jassklúbbi Akureyrar og skólafólk. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Frá Setbergsskóla, Hafnarfirði Næstkomandi föstudag og laugardag 5. og 6. mars verða haldnir fræðslu- og kynningarfundir um stærðfræði fyrir kennara og almenning. Dagskrá föstu- dagsins sem byrjar kl. 8.15 er eingöngu ætluð kennurum í Hafnarfirði en dag- skrá laugardagsins þar sem fyrirlestrar verða kl. 9.30 og 13.00 er ætluð almenn- ingi og húsið opið öllu áhugafólki um um stærðfræði. Álitamál samræmdu prófanna Föstudaginn 5. mars kl. 14.00 til 18.00 verður haldið málþing um álitamál tengd samræmdum prófum á Grand Hótel í Reykjavík. Fjallað verður um ýmsar breytingar sem munu verða í framtíðinni á tilgangi og framkvæmd samræmdra prófa samkvæmt nýrri skólastefnu. Á þinginu verður einnig velt upp spurning- unni: Hvarð hefur sagan kennt okkur? Fræðslumiðstöð Reykjavíkur stendur að málþinginu ásamt menntamálaráðuneyti og Kennarasambandi íslands. Þinginu lýkur með pallborðsumræðum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimil. Snfkjudýr f hundum í dag kl. 12.30 verður á bókasafni Keldna haldinn fræðslufundur um Sníkjudýr í hundum á íslandi. Sigurður H. Richter, dýrafræðingur á Keldum flyt- ur erindið. Tónleikar í Háskólabíói Á tónleikum sínum í Háskólabíói í kvöld leikur Sinfóníuhljómsveit íslands verk eftir Mozart og Mendelson. Á efnis- skránni eru tvær sinfóníur, Sinfónía nr. 31., K 297, Parísarsinfónían eftir Mozart og Sinfónía nr. 3, skoska sinfónían eftir Mendelson. Auk þess leikur hljómsveitin Píanókonsert nr. 27, K595 eftir Mozart. Einleikari á tónleikunum er Edda Er- lendsdóttir. Hljómsveitarstjóri á tónleik- unum er Rico Saccani. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. Svartfugl á Jómfrúnni Jazztríóið Svartfugl verður með síðdegis- tónleika á veitingastaðnum Jómfrúnni dagana 4.-7. mars. Tríóið skipa þeir Sig- urður Flosason saxófónleikari, Björn Thorodssen gítarleikari og Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari. Tónleik- arnir í dag standa á milli kl. 17.00 og 19.00. Upplestur í Gerðarsafrii Olafur Haukur Símonarson, rithöfund- ur, er gestur Ritlistahóps Kópavogs, milli kl. 17.00 og 18.00 í dag. Hópurinn hitt- ist á hverjum fimmtudegi í Gerðarsafni, Listasafhi Kópavogs. Aðgangur er ókeyp- is og öllum heimil. Frá Félagi kennara á eftirlaunum Bókmenntahópurinn hittist kl. 14.00 í dag og kórinn kl. 16.00. Félagið hefur aðstöðu í Kennarahúsinu við Laufásveg.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.