Dagur - 13.03.1999, Síða 7

Dagur - 13.03.1999, Síða 7
LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 - 21 „Þó hann sé þrjóskur fram úr hófi þá er hann ekki það þvermóðskufullur stálpinni að allt það sem hann fer ígegnum hafi ekki áhrif á hann, “ segir Ingvar um Bjart. Arnar segir einyrkjann Bjart ekki hafa getað fetað aðra slóð. „Stóra spurningin sem hann stendur frammi fyrir er afhverju það voru ekki gæfuspor. Hann sér þetta allt ísjón- hending - en þá er líka flest allt dautt i kringum hann.“ Hver á sinn Bjart Ásta Sóllilja (Steinunn Ólína ÞorsteinsdóttirJ og Bjartur (Arnar Jónsson) í heim- sókn hjá kaupmanninum (Þór H. Tulinius). Pólitíkin, sem er fyrirferðarmikil i síðari hluta bókarinnar, verður eins konar hliðarþráður í leikritinu enda mjög bundin sín- um samtíma. Um næstu helgi frum- sýnir Þjóðleikhúsið nýja leikgerð á einni „stærstu" íslensku bók aldarinnar, Sjálfstæðu fólki. Tveir menn takast á við hlutverk hins eina sanna íslendings Bjarts í Sumarhúsum... Um þessar mundir er stór hópur leikara að æfa leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Mar- grétar Guðmundsdóttur upp úr Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness. Sjmingin er myndræn og til þess fallin að veita fólki sem ann (nú eða hatar) þessu meistaraverki Halldórs Laxness nýja sýn á skáldsöguna um ein- yrkjann þrjóska. Sjálfstætt fólk kom út á miðjum Ijórða ára- tugnum, m.a. í andsvari Hð Gróður Jarðar eftir Knut Hamsun, og var ekki jafnvel fagnað af öllum enda margir sem töldu hana eitt allsherjar níð um íslenska bændastétt. Enda liðu ekki nema 2 ár frá því Laxness hafði komið allri skáld- sögunni frá sér að Guðmundur G. Hagalín sendi sitt „andsvar" með bókinni Sturlu í Vogum. Allsendis ólíklegt er að bændur rísi upp sér til varnar við upp- færslu leikhússins á Bjarti enda margt breyst og bókin komin á stall með öðrum eðalbókmennt- um aldarinnar hér á landi. Sýn- ing Þjóðleikhússins er óvanaleg að þessu sinni þar sem leikritið verður sýnt í tveimur hlutum, annars vegar Bjartur og hins vegar Asta Sóllilja. Getur fólk ýmist tekið daginn í að sjá verkið í heild, sem verður frumsýnt sunnudaginn 21. mars, ellegar í sitt hvoru lagi. Við trítluðum niður í Þjóðleik- húsið og gripum þá Arnar Jóns- son (Bjartur eldri) og Ingvar E. Sigurðsson (Bjartur yngri) glóð- volga af lýjandi æfingu sem hafði verið tekin upp fyrir sjón- varp til að kanna hvernig væri að gæða þessa þjóðareign, Bjart, lífi. Lifandi tóniist á sviðinu - Sjálfstætt fólk hefur einu sinni áður verið sett upp i Þjóðleikhús- inu, fyrir 27 árum, en nú er not- uð ný leikgerð. Uppfærslan virð- ist ekki að fara hefðhundna leið, með torfbæ og röklegum sögu- þræði, hvemig er þessum hókar- hlunki komið á svið núna svo áhorfendur njóti hans? ARNAR: Það eru náttúrulega breyttir tímar í leikhúsi. Það er reynt að auðvelda öll skil milli hins innra og ytra, þ.e. innan- bæjar, utanbæjar og einfalda skilin milli heiðarinnar og kaup- staðarins. Allt gerist þetta í raun á sama stað með ákaflega ein- földum og snjöllum sviðslausn- um. Síðan er lifandi tónlist á sviðinu, sem auðveldar öll þessi skil, og tónlistarmennirnir bregða sér í ýmissa kvikinda líki [innsk., m.a. verður kontrabassi kýr um stund]. Það er reynt að halda sig meira við sögu Bjarts og Rósu, Bjarts og Astu Sóllilju. Þær sögur verða meginþræðir. I bókinni er auðvitað mikið talað um hið pólitíska umhverfi sem verður þess valdandi að Bjartur hrekst af sinni jörð. Það er mun erfiðara að koma því yfir hér en verður þó auðvitað að vera með að einhverju leyti. INGVAR: Mér finnst við alls ekki vera að fara óhefðbundna leið. Við erum búin að hafa þessa leikhúshefð í þó nokkurn tíma. - En sýningin er mjög mynd- ræn... ARNAR: Leikhús á fyrst og fremst að virkja ímyndunarafl áhorfandans. Svo hann hafi frelsi til að gera sér sína eigin mynd, alveg eins og þegar hann les bóldna. Við viljum ekki troða öllu ofan í vélindað á áhorfand- um, viljum ekki ofskýra og oftúlka. Fólk ekki sammála um Bjart - Það má segja að Bjartur sé frægasta íslenska skáldsagnaper- sóna í íslenskri bókmenntasögu 20. aldar, og hefur reyndar öðlast nærri sjálfstætt líf sem stereótýpa fyrir hinn þrjóska Islending. Hvernig nálgist þið þessa per- sónu? ARNAR: Nú er stórt spurt... INGVAR: Það kemur ýmislegt á óvart þegar maður fer að grúska svona ( Bjarti, ýmislegt sem maður sér ekki við fyrsta lestur. En það kemur í ljós þegar maður fer að diskútera við fólk að það er ekkert sammála um persónur í þessari skáldsögu. ARNAR: Okkar vandamál er kannski að hver á sinn Bjart. Það er borin von að við getum einhvern tímann uppfyllt allar þær kröfur sem fólk gerir til hans. En okkar verkefni er að vera trúir okkar Björtum. Ekki tinnan svört í gegn - En hver er þá ykkar Bjartur? ARNAR: Bjartur, eins og við öll, verður fjTÍr skakkaföllum í Iífinu og það Ienda á honum margar hryðjurnar. Hann tekur auðvitað breytingum, a.m.k. hið innra, þó að hann líti alltaf út fyrir að vera sama hörkutólið. Ýmislegt mæðir á og breytir honum þótt hann eigi alla tíð erfitt með að höndla allt er við- kemur tilfinningum. En hann er ekki einsleitur. Hann er ekki bara tinnan svört í gegn. Það eru í honum litbrigði. Það eru kringumstæður sem gera hann þrjóskan. Það er verið að troða upp á hann ýmsum hlutum sem hann kærir sig ekki um. Kannski finnur hann alla tíð fyrir því hvað hann er minni máttar. Annars vegar gagnvart náttúru- öflum og hins vegar gagnvart þeim öflum í samfélaginu sem hann hefur alltaf verið settur undir. Og það þarf talsverða þrjósku til að standast þær raun- ir sem að bæði náttúruöfl og mannfélagsöfl leggja á hann. Ekki alger stálpinni - Nú hrekst Bjartur af jörð sinni eftir að hafa nagað og juðað fyrir henni áratugum saman, vegna utanaðkomandi aðstæðna, hyrjar svo eina ferðina enn að basla á vonlausu örreitiskoti inn undir jökli. Hvemig túlkið þið þessa framvindu, er Bjartur tapari eða sigurvegari? INGVAR: Hann er bæði sigur- vegari og tapari. Hann sigrast á sjálfum sér - á ákveðinn hátt. Þótt hann sé þrjóskur fram úr hófi þá er hann ekki það þver- móðskufullur stálpinni að allt það sem hann fer í gegnum hafi ekki áhrif á hann. Hann bakkar í lokin. ARNAR: Hann sér kannski ekki eftir neinu en hann er þeirrar gerðar að hann gat ekki fetað aðra slóð. En hann sér að það voru ekki endilega gæfu- spor. Hann sér þetta allt í sjón- hending - en þá er líka flest allt dautt f kringum hann... - LÓA Speki Bjarts: „Láttu þér ekki bregða Sóla mín, kaupstaðarfólk lætur ýmislegt fjúka sem ekki þætti þaulhugsað til dala.“ „Ja, fyrir okkur einyrkjana þá er nú skepnufóðrið aðal- atriðið, það gerir minna til um mannfólkið að sumrinu ef kindurnar hafa nóg að vetrinum.1' „Fólk sem ekki er sjálf- stæðisfólk, það er ekki fólk.“ „Það hefur alltaf verið mín skoðun að maður eigi aldrei að gefast upp meðan maður lifir, jafnvel þó þeir hafi tek- ið allt af manni. Maður á þó alltaf öndina sem höktir í vitunum á manni. Eða að minnsta kosti hefur maður hana að láni.“ „Það er hart að þurfa að giftast konu til að hafa fullt leyfí til að segja henni að halda kjafti. Það er erfitt að halda ráðskonu, Gvendur minn. Ráðskonur er frá- brugðnar giftum konum í því að þær vilja ráða þar sem giftar konur bara hlýða. Ráðskonur heimta án afláts þar sem giftar konur mega þakka fyrir að fá ekki neitt. Ráðskonur vantar ævinlega allt til alls þar sem giftar konur þurfa eldd neitt til neins... Eg myndi heldur vilja vera giftur þremur kon- um í senn en að halda eina ráðskonu." „Ja, kona er kona. Rétt eins og kind er kind."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.