Dagur - 13.03.1999, Side 9

Dagur - 13.03.1999, Side 9
 LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 - 23 LIFIÐ I LANDINU „Ég er lítið fýrir að gef- ast upp. Ég hef góða starfsorku. Ég mun að sjálfsögðu vinna af krafti í þeirri kosninga- baráttu sem framundan er. En ég tek mínurn dómi og mér er ekki meiri vorkunn í því en hverjum öðrum." bandið. Ég hef hins vegar sagt að við ættum að eiga vinsamleg samskipti við ESB og við eigum að halda vöku okkar og vera reiðubúin að fara n\jar leiðir ef við teljum að þær þjóni best hagsmunum okkar lands. Menn verða alltaf að vera á vaktinni. Það hef ég reynt að vera.“ - Finnst þér samfylkingin halla sér til vinstri fremur en að halda sér á miðjunni? „Hún hefur skilgreint sig til vinstri. Að mín- um dómi eru vinstri lausnir að verða úrelt fyrirbæri. Vinstri menn víða um heim hafa tekið upp hugmyndafræði miðjunnar. Maður eins og Það hefur enginn ágreiningur orðið sem tekur því að kvarta yfir. Það hefur þó verið tilhneig- ing hjá ýmsum sjálfstæðismönn- um og jafnvel þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins að skýla sér á bak við Framsóknar- flokkinn þegar heilbrigðismál og viðskipta- og iðnaðarmál eru gagnrýnd. Þetta varð ég til dæm- is mjög var við f síðustu sveitar- stjórnarkosning- um. Ég veit hins vegar ekki hvort hægt er að kom- ast hjá því að svona komi upp. Allir vilja gera sinn hlut fagran og ná sem bestum árangri. Stundum er freistandi að reyna að gera slíkt á kostnað sam- starfsflokks en ég held að menn hafi ekki mikið upp úr því til langframa." - Mig langar til að hiðja þig að leggja mat á Samfylkinguna sem stjórnmálaafl. „Ég er ekki ennþá búinn að átta mig á henni. Ég var við eld- húsdagsumræðuna og hlustaði grannt. Ég heyrði ekki betur en aðalforingi Samfylkingarinnar þar, Jóhanna Sigurðardóttir, segði að Samfylkingin krefðist þess að fara í forystu í næstu ríkisstjórn. Gott og vel, en þá spyr maður: Hvar er foringinn og hver er þessi forysta? Ræður þingmanna Samfylkingar Ijöll- uðu um að skoðanakannanirnar væru ffnar, fólkinu þætti vænt um Samfylkinguna og það væru óskaplega góðir tímar framund- an. Þar var nánast ekkert fjallað um málefni. Sighvatur Björg- vinsson ræddi að vísu um sjávar- útvegsmál. Hann hefur verið í Alþýðuflokknum frá því ég man eftir mér en hefur Iýst því yfir að hann hafi aldrei staðið að neinu því sem Alþýðuflokkurinn hefur samið um við aðra flokka í sjáv- arútvegsmálum. Hann sé þarafleiðandi saldaus af öllum gerðum flokksins í sjávarútvegs- málum - þess flokks sem hann er formaður fyrir.“ - Þú kemur ekki auga á neina stefnu hjá Samfylkingunni? „Ekki enn. Ekki nema að um tíma virtist sem Samfylkingin vildi ólm ganga úr NATO og koma hernum úr landi, en nú er eins og hún hafi breytt um stefnu. Guð láti gott á vita.“ - Samfylkingin er ansi roggin þessa dagana vegna hagstæðra skoðanakannana, finnst þér hún vera að hrósa sigri ofsnemma? „Dag skal að kveldi lofa. Og í þeirra sporum myndi ég ekki vanmeta Framsóknarflokkinn." - Nú þegar Samfylkingin hef- ur ekki lagt fram ákveðin stefnumál hvarflar óneitanlega að manni að Framsóknarflokk- urinn sé þessa stundina kannski eini krataflokkurinn á landinu. Þetta er flokkur sem berstfyrir álverum og erfarinn að opna jyrir hugsanlega aðild að Evrópusambandinu. Þetta er gjörbreyting á Framsóknar- flokki fyrri ára. „Framsóknarflokkurinn hefur alltaf verið að breytast. ';Pað er alveg Ijóst að ef Framv Hann er íslenskur flokkur sem s!Jern Fylkingarinnar oa Siá/fc,°^ur'nn tendir í tekur mið af íslenskum að- stæðum. Kynslóð okkar er að ganga í gegnum meira breyt- ingaskeið en nokkur önnur kyn- slóð. Flokkar verða að laga sig að breytingum, taka mið af framtiðinni og þörfum nýrra kynslóða. Ég hef ekki sagt að við ættum að ganga £ Evrópusam- frá upphafi. Hann hefur viljað forðast öfgarnar til vinstri og hægri og leitað lausna á miðj- unni. Við stöndum frammi fyrir miklu flóknari viðfangsefnum en nokkru sinni fyrr í heiminum, í umhverfismálum og öryggismál- um, og alþjóðavæðingin er alls staðar á ferðinni. Það þarf að komast að farsælli niðurstöðu í öllum þessum flóknu málum, og oftast nær byggja lausnirnar ekki á hugmyndafræði þeirra sem standa íengst til vinstri eða lengst til hægri.“ Ég tek mínum dómi - Hvað telurðu vera viðunandi kosningaúrslit hjá Framsóknar- flokknum, í prósentum taliö? „Ég ætla ekki að festa mig í prósentum. Það er erfitt að segja fyrirfram hvar mörkin liggja, þau markast líka af útkomu annarra flokka. Ef niðurstaðan yrði sú að við fengjum eitthvað nálægt þvf sem síðasta Gallup könnun segir þá yrði það mikið áfall fyrir Framsóknar- - Heldurðu að það væri skyn- samlegra fyrir Framsóknarflokk- inn ef hann fær þokkalega út- komu t kosningunum að fara í ríkisstjómarsamstarf með Sam- fylkingunni en Sjálfstæðisflokkn- um? „Við Fram- sóknarmenn erum fyrst og fremst áhuga- samir um að koma málum okkar fram. Mörg mikilvæg verkefni bíða úr- lausnar í ís- lensku samfé- lagi. Þetta stjórnarsamband hefur verið far- sælt og Samfylk- ingin er mál- efnalega enn óskrifað blað og á þeim bæ er mikið talað út og suður." - Nú hefur mikið verið rætt um að Samfylkingin sé á biðilsbux- unum og vilji „Finnur hefur verið mjög duglegur og rögg- samur ráðherra... Ár- angurinn sýnir sig í mikilli fjölgun starfa, lækkandi fjármagns- kostnaði sem aftur hef- ur skapað fleiri störf og betri afkomu heimil- anna. Það er þetta sem ég horfi á þegar ég met störf Finns.“ Tony Blair stfgur fram og segist ætla að fara „þriðju Ieiðina" vegna þess að vinstri og hægri leiðir dugi ekki lengur. Þetta er svipuð hugmyndafræði og Fram- sóknarflokkurinn hefur aðhyllst _______iþáátt." flokkinn. Ég er þó þeirrar skoð- unar að við höfum alla burði til að halda okkar stöðu. En kosn- ingarnar verða örugglega afar spennandi." °9 ætli kraftarnir myndu fi þig sem forsætisráðherra. Hvemig leggst það í þig? „Ekki sýndist mér Jóhanna vera á biðilsbuxunum við eld- húsdagsumræðurnar. En Fram- sóknarflokkurinn er jafnan til- búinn til að taka við forystu í ríkisstjórn og sækist eftir því. En skilyrði þess að svo verði er góð útkoma flokksins í næstu kosn- ingum. Flokkur getur ekki verið í forystu án þess að hafa trausta stöðu. Ég mun taka því sem að höndum ber í þeim efnum. Ég er að verða nokkuð reyndur í pólitfk og hef bæði mátt þola góða og slæma tíma, og af því hef ég þroskast." - En þú átt náttúrlega eftir að verða forsæt- isráðherra. „Það veit ég ekkert um. Það hefur aldrei ver- ið markmið í mínu Iífi. Þegar ég varð ráðherra í fyrsta sinn var nánast ákveðið að ég tæki við starfi fj á rm á Ia rá ð h e r ra. I fjármálaráðuneytinu voru menn að búa sig undir að taka tappa úr kampavíns- flösku til að fagna mér. Þangað fór Albert Guð- mundsson og ég fór í sjávar- útvegsráðuneytið, ekki síst vegna þess að enginn vildi fara þangað. Þá var mjög slæmt ástand í sjávarútveg- inum og menn vissu að mjög myndi mæða á sjávarútvegs- ráðherra. Ég tók að mér starfið og sá ekki eftir því. Svo kom ég heim til mín einn daginn og tilkynnti konu minni að ég væri jafnframt orðinn dóms- og kirkjumála- ráðherra. Atburðarásin er oft æði hröð í pólitíkinni og mað- ur hefur yfirleitt ekki mikið svigrúm til þess að skipuleggja framtíð sína - og getur jafnvel ekki ráðfært sig við sína nán- ustu.“ - Gætirðu hugsað þér að verða þingmaður í stjórnarandstöðu, eða myndirðu bara leita þér að annarri vinnu? „Ég er tilbúinn til að vera þing- maður í stjórnarandstöðu. Það er alveg ljóst að ef Framsóknarflokk- urinn lendir í stjómarandstöðu á næsta kjörtímabili þá yrði það verkefnið að veita stjóm Fylking- arinnar og Sjálfstæðisflokksins öflugt aðhald og að styrkja Fram- sóknarflokkinn inn á við og ætli kraftamir myndu ekki beinast mikið f þá átt.“ - Ef flokkurinn fengi þau 13 prósent atkvæða í kosningunum, sem síðasta skoðanakönnun mæl- ir, myndirðu líta á það sem áfell- isdóm yfir þér? „Að sjálfsögðu. Ég er formað- ur flokksins, bæri þar af leiðandi ábyrgðina á slæmu gengi og yrði að taka afleiðingunum.'1 - Hvemig bregstu við þvt mót- læti sem flokkurinn virðist eiga við að stríða? „Ég er lítið fyrir að gefast upp. Ég hef góða starfsorku. Ég mun að sjálfsögðu vinna af krafti í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. En ég tek mínum dómi og mér er ekki meiri vor- kunn í því en hverjum öðrum." - Hvemig ætlarðu að snúa þessari þróun við og vinna þjóð- ina til fylgis við Framsóknar- flokkinn, hvaða leynivopn hef- urðu? „Mitt leynivopn er að mér finnst við hafa staðið okkur vel. Mér finnst ég hafa mjög góðan málstað. Meðan ég trúi því þá líður mér ágætlega. Mér finnst ég hafa eitthvað til að berjast fyrir. Og ég ætla að berjast."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.