Dagur - 13.03.1999, Page 10
24 - LAUGARDAGUR 13. MARS 1999
Þessi mynd er afrakstur samstarfs íslenska dansflokksins og Landsbankans og er úr einni afþeim auglýsingum sem Landsbankinn hefur birt á sinn kostnad.
Það virðast einkum vera fjármálastofnanir landsins, bankar og tryggingafyrirtæki, sem hafa með skipulögðum hætti styrkt menningariíf í landinu. Ýmsir viðmæl-
endur blaðsins telja að einhvers konar skattaívilnanir til handa fyrirtækjum myndu hvetja þau til að styrkja þennan þátt samfélagsins. Sumir vildu þó fara varlega
svo slíkir skattaafslættir veittu ríkinu ekki tækifæri til að lækka önnur framlög til menningarinnar. Lítið væri unnið með því og taldi enginn viðmælenda blaðsins
að framlög til menningar ættu að flytjast alfarið afríki og yfir til fyrirtækja.
ingimi
raoa for.
Ríkið græðir á
skattaafslætti
Ágúst Einarsson þingmaður
hefur tvisvar lagt fram
frumvarp urn breytingu á
skattalögum. Tillögur hans
miða að því að hvetja fyrir-
tæki til að leggja fé í menn-
ingu, vísindi og kvikmynda-
gerð og segir hann Samfylk-
inguna styðja þessa hug-
mynd. Síðari útgáfa frum-
varpsins fól ekki í sér hættu
á tekjutapi ríkissjóðs um-
fram þá sem er í núgildandi
lögum. I frumvarpinu er
lagt til að fyrirtæki megi
tvöfalda upphæð einstakra
gjafa og framlaga til menn-
ingar, vísinda og kvik-
myndagerðar. Þ.e. ef fyrir-
tæki gefur 100.000 krónur
þá megi það draga 200.000
kr. frá sínum útgjöldum.
Ástæðan íyrir því að ríkis-
sjóður verður ekki fyrir
meira tekjutapi en núgild-
andi lög heimila er að slíkar
gjafir og framlög mega ekki
nema meira en 0,5% af tekj-
um og í frumvarpinu er ekki
gert ráð fyrir að það hámark
verði hækkað. Fjölmörg
samtök og stofnanir lista-
manna og vísindamanna
sendu jákvæðar umsagnir
um frumvarpið. Ágúst segir
reynslu annarra þjóða
benda til að þessi aðferð
ör\ri menningarlífið. „Þetta
skapar líka tengsl milli at-
vinnufyrirtækja og lista.
Menn hafa beitt þessu í
bæði Ástralíu og Irlandi
gagnvart
kvikmynda-
iðnaði og
það leiddi
til mikillar
uppsveiflu í
þeim grein-
um. Þetta
þýðir aukin
umsvif í
menningu,
vísíndum og
kvikmynd-
um sem skapar þá aftur
skatttekjur fyrir ríkissjóð.
Menning er ekki bara falleg
og góð og sálarbætandi
heldur Iíka efnahagslega
mjög mikilvæg."
• Valgeir hjá Islenska
dansflokkinum telur að ef
hugmyndir sem þessar
næðu fram að ganga þá
myndi það ýta undir
sj álfsbj argarviðlei tn i
menningarstofnana.
• „Þetta væri spor í
rétta átt,“ segir Baldvin
Trygg^'ason um tillögur
Ágústs „en það sem ég
held að myndi gagnast
best væri að taka upp
svipað kerfi og er t.d. í
Ástralíu og á Irlandi þar
sem höfundarréttur er
skattlagður öðruvísi en
aðrar tekjur.“ Baldvin
bendir á að þegar listaverk
hefur verið skapað, s.s.
tónverk, leikrit, ritverk, þá
sé það notað aftur og áft-
ur. „Þú ert búin að byggja
hús, færð leigutekjur af
húsinu og borgar 10%
skatt af þessum leigutekj-
um. Með sama hætti ætti
t.d. höfundur ekki að
þurfa borga nema 10%
tekjuskatt af ritverkinu
sínu eins og gerist t.d.
með Qármagnsskattinn.“
■
Engar tölur eru til yfir
stuðning fyrirtækja við
listsköpun og menningu
í landinu. Sumir telja
hana hafa verið mjög
mikla. Aðrir draga það í
efa. En hefur fyrirtæki
skyldum að gegna í því
samfélagi sem það
starfar, umfram þær að
veita fólki vinnu og búa
til peninga? Ber þeim
að styrkja menningarlíf-
ið? Eða þurfa fyrirtæki
kannski, í harðnandi
markaðssamfélagi, að
bera ásjónu Eistunnand-
ans (eða íþróttaáhuga-
mannsins) til að mýkja
ímynd sína?
Ragnar í Smára (1904-84), for-
stjóri smjörlíkisgerðarinnar
Smára og stofnandi bókaútgáf-
unnar Helgafells, er holdgerv-
ingur hins Iistelska fram-
kvæmdamanns í huga margra
Islendinga. Þegar talað er um
stuðning fyrirtækja og peninga-
manna við menninguna er þeirri
athugasemd gjaman skotið inn
að þetta sé nú ekki eins og í tíð
Ragnars í Smára þegar menn
studdu listir af hugsjón. En
Ragnar var peningamaður og
fara fáar sögur af þvf að hann
hafi tapað á viðskiptum sínum
við listamenn.
Goðsögnin um listamanninn
sem varð að kveljast og svelta til
að skapa af einhveiju viti og
næmi hafði sennilega öllu meiri
áhrif á kjör listamanna fyrr á
öldinni en í dag. Hver sá sem
kastaði bitum í listamann eða
greiddi götu hans varð nokkurs
konar vinur „litla" mannsins.
Einn viðmælandi blaðsins rifjaði
það upp að á tímabili hafi Kjar-
val leigt sér svefnherbergiskytru
og hafi Ieigan verið eitt olíuverk
á mánuði - og taldi sá að fáir
hefðu goldið svo háa leigu. En
leigusalinn var lengi vel talinn
mikill velgjörðarmaður Kjarvals
og haldið lífinu í Iistamanninum
árum saman.
Ein skýringin á ljóma Ragnars
í menningarsögunni er þessi
lífseiga goðsögn sem hefur nú
vikið fyrir almennri viðurkenn-
ingu á að listamenn þurfa að éta
og borga af húsnæðislánum eins
og aðrar Islendingar. Einn við-
mælandi blaðsins taldi að Ragn-
ar hafi gegnt mikilvægu hlut-
verki í að, sérstaklega rithöfund-
ar, hafi talist eiga rétt á launum
fyrir verk sín. En Ragnar tók að
greiða sínum helstu og sölu-
hæstu höfundum (Halldóri Lax-
ness, Þórbergi Þórðarsyni,
Tómasi Guðmundssyni og Davíð
Stefánssyni) prósentur af sölu
bóka þeirra - nokkuð sem aðrir
útgefendur sáu ekki alltaf
ástæðu til. En ekki allir voru svo
heppnir og greiðslurnar gátu
verið stopular og Iítt til að stóla
á. Þannig kom Ragnar upp-
tendraður og himinglaður í
heimsókn eitt aðfangadagskvöld
til ónefnds Ijóðskálds. Skáldið
hafði ekkert fengið greitt fyrir
ljóðabók og varð að vonum glað-
ur við heimsóknina. Ragnar var
vissulega mættur með greiðsl-
una sem var að vísu ekki í pen-
ingum eins og skáldið hafði von-
ast eftir svo hægt væri að kaupa
mat ofan í fjölskylduna - nei, út-
gefandinn mætti með fangið
fullt af hljómplötum!
Fjölmargar sögur af þessu tagi
eru eflaust til af Ragnari í
Smára. Hinu er ekki að leyna,
og viðmælendur blaðsins tóku
fram, að hann var öflugur tals-
maður fagurra lista og töldu
sumir að þar hefði hann unnið
menningarlífi landsins mest
gagn enda var Ragnar þekktur
maður í þjóðlífinu og kynning
hans á listamönnum og rithöf-
undum hefur haft ómetanlegt
gildi. En það er einmitt þessi
kynning, og auglýsing á bæði
fyrirtækjum og listamönnum,
sem felst í framlögum fyrirtækja
til menningarinnar sem virðist
höfuðatriðið í samstarfi fyrir-
tækja og listamanna í dag, þ.e.
þeirra fyrirtækja sem ákveðið
hafa að styrkja listir með skipu-
lögðum hætti. Eins og fram-
kvæmdastjóri Islenska dans-
flokksins segir þá er ekki ama-
legt að hafa stuðningsyfirlýsingu
frá stærsta banka Iandsins en
Landsbankinn hóf nýlega sam-
starf við flokkinn.
Samningurinn milli Lands-
bankans og íslenska dansflokks-
ins og annar sem gerður var
milli Landssfmans og Listasafns
íslands marka nokkur tímamót í
samskiptum fyrirtækja og menn-
ingargeirans. Samningarnir mið-
ast við að báðir aðilar hafi gagn
af og þess er gætt að stuðning-
urinn sé sýnilegur og opinber.
Þessir samningar eiga varla eftir
að hafa víðtæk áhrif á kjör Iista-
mannanna sjálfra í bili en gætu
haft áhrif á hvernig samskiptum
fyrirtækja og menningargeirans
verður háttað í náinni framtíð
og bent til þess að fyrirtæki séu
farin að telja sér það til hags-
bóta að styrkja menningu lands-
ins. Ekki bara til að mýkja upp
ímynd fyrirtækisins og sannfæra
viðskiptavini um að fyrirtækið
hafi áhuga á fleiru en eigin
gróða heldur og til að gera lífið á
starfssvæði sínu ánægjulegra.
Eimskip, ISAL, Samherji,
Hagkaup og önnur stórfyrirtæki
í landinu hafa smám saman ver-
ið að fá á sig föðurlega ímynd
sem er náskyld pabbahlutverk-
inu sem Ríkið hefur leikið und-
anfarna áratugi. En hvernig lítur
samfélagsleg samviska fyrirtækj-
anna út? Ber stórfyrirtækjum
skylda til að styðja menningu
samfélagsins (ekki síst í Ijósi
þess að fjöldi fyrirtækja í Iand-
inu greiða afar lága skatta og
sum stærstu fyrirtæki Iandsins
hafa engan tekjuskatt greitt
árum saman)? Og hvernig hafa
fyrirtækin í landinu, sem högn-
uðust um 100 milljarða króna á
síðustu þremur árum og greiddu
þó aðeins 16 milljarða í tekju-
skatt (á sama tíma og einstakl-
ingar greiddu um 80 milljarða í
tekjuskatt), verið að styrkja
menninguna? Hverjir njóta Ijár-
framlaga frá fyrirtækjunum?
Væri það menningunni og efna-
hagslífi landsins til hagsbóta að
ríkið beitti skattalögum til að
hvetja fyrirtæki til að styðja
menninguna, eins og Ágúst Ein-
arsson þingmaður hefur lagt til,
eða eru aðrar Ieiðir betri? Hvað
finnst þeim sem málið snertir?
Vaxandi áhugi
„Það er nú erfitt að tala um
skyldur í þessu efni. Ef menn
gera þessa hluti ekki af sæmi-
Iega eigingjörnum hvötum, þá
verður alltaf holur hljómur.
Samstarf af þessum toga bless-
ast aldrei ef báðir aðilar hafa
ekki þá tilfinningu að þeir hafi
hag af. Ég held hins vegar að
það sé afar æskilegt fyrir mörg
fyrirtæki að koma að sem stuðn-
ingsaðilar á sviði lista og menn-
ingar," segir Þórarinn V. Þórar-
insson, stjórnarformaður Lands-
símans, sem nýlega veitti Lista-