Dagur - 13.03.1999, Side 16
32 - LAUGARDAGUR 13. MARS 1999
ly^tr
Fluguveiðar að vetri (108)
Fiskur étur fisk
sem étur flugu
Eitthvert mest
notaða sagna-
minni veiði-
manna, sem
kunna sögur, er
vísun í lífsbar-
áttu náttúrunn-
ar, áður en til
kastanna kemur
í sjálfri frásögn-
inni. Hversu oft
hefur maður
ekki heyrt eða
lesið sögur þar sem veiðimaður-
inn kemur að veiðistað, Iitast
kringum sig eins og honum liggi
lítið á, reifar í stuttu máli hve
vel dagurinn hafi lagst í sig, þeg-
ar honum verður litið á eitthvert
annað kvikindi sem líka er á
veiðum. Það getur verið kría eft-
ir síli, fálki með rjúpu, refur eða
minkur með unga, bara eitthvað
sem setur sögunni fagran
ramma og leyfir veiðimanninum
að undirbyggja sitt ævintýri vel:
„sá ég þar að fleiri myndu að
veiðum en ég þann daginn".
40 hornsíli
I sumar veiddi ég meðfram
bakka sem ég hef oft tekið fisk
við. Það kom mér því ekki á
óvart þegar ég fékk töku rétt við
tærnar, og sá um leið að fískur-
inn á færinu var bara dálaglegur
3ja punda urriði. Silfraður og
spikfeitur. Hann tók fluguna
letilega, færði sig hægt frá landi,
gapti og valt á hliðina. Eg kippti
honum nær, hann reyndi að
rétta sig við, en gapti bara
eymingjalega og valt með það
sama upp á sandrifið þar sem ég
stóð.
Þetta var stutt og tilþrifa-
minnsta barátta við urriða sem
ég hef háð.
Fiskurinn var hins vegar feiki-
fallegur. Eg ályktaði sem svo að
hann hlyti að vera sjúkur úr því
hann barðist ekki hetjulega.
Akvað að spretta upp á honum
kviðnum og kanna hvort nokkuð
væri komin upp ormaveiki, iðra-
skemmd eða annað sem getur
dregið góðan urriða til dauða.
Onei. Ut úr honum valt horn-
sílakökkur svo megn að ótrúlegt
var. Fiskurinn var einfaldlega
eins og ég á jólum: gjörsamlega
úttroðinn og máttlaus á meltu.
Veiðimaður sem ég hitti daginn
eftir sagðist hafa talið 40 horn-
síli úr kunningja þessa fisks.
Eltingaleikur
Fyrir framan mig þarna út undir
bakkanum stóð sem sagt mikill
eltingarleikur stórra fiska við
litla. Mjög er það spennandi
þegar við veiðimenn verðum
hluti af baráttu lífs og dauða -
sem þriðja aflið. Hér á ég við
það þegar fískurinn sem við
erum með á færinu verður óvart
fórnarlamb enn stærri fisks, sem
sér að nú er færi að næla sér í
góða máltíð.
Að þessu varð ég vitni eitt
sinn í Vatnsdalsá. Veiðileysi var
mikið og Iítið að gerast á færinu,
þegar allt í einu var glefsað í
fluguna; það var lítill ræfill sem
hamaðist í vatninu og glampaði
á silfraðan kvið þar sem ég
kepptist \dð að kippa honum
nær og iosa af önglinum. Þegar
sá litli átti ófarna eina 2-3 metra
að bakkanum skýst þá ekki und-
an honum, einmitt þar sem ég
stóð, þessi líka svarti og ógn-
vænlegi skuggi sem þaut út og
ætlaði að grfpa fískinn minn f
sinn gráðugua kjaft. Sá stutti
rykkti í færið og ætlaði að bruna
frá, en stöngin vann á móti svo
nú skaust hann nær. Svarti
skugginn elti á fullri ferð. Nú
þutu þeir um beint fyrir framan
mig: sá stutti sem átti í höggi við
tvo óvini, og þann verri sem nær
honum var, og sá stóri sem vildi
ekki fluguna mína, en frekar
þennan dauðvona titt.
Örvæntingin náði svo sterkum
tökum á þeim Iitla að hann
brunaði beint undir holbakkann
þar sem ég stóð og hinn á eftir.
Það fór í hönd feikileg tog-
streita, þar sem ég togaði í fisk-
inn, en eitthvað togaði mjög á
móti, svo að línan fór í furðuleg
strik inn undir bakkann og fæt-
ur mér. Loks rykkti ég hressilega
í og sá stutti þeyttist undan
bakkanum, upp í loftið og small
niður lengst úti í á. Hafa svo
litlir fiskar tæplega komist í jafn
svakalega tvöfalda lífshættu - og
sloppið úr.
Fleiri sagnir
I Veiðimanninum, (des. 98) er
sagt frá svipuðu atviki, nema nú
náði sá stóri dauðataki á þeim
litla. Þetta mun hafa gerst í
Laxá í Mývatnssveit. Þar stóð
mikil glíma veiðimanns við ógn-
arstóran físk í heilar 20 mínút-
ur. Átökin voru víst heljarleg og
mikill íjöldi til vitnis um slag-
inn: „Skyndilega sjáum við hvar
réttist úr stönginni og upp úr
vatninu og upp á bakka skrepp-
ur vesæll tittur". Veiðimaðurinn
sér þá hvar hann hefur Iandað
steindauðum smátitti, alsettum
tannaförum. Sá hafði tekið
fluguna, en strax á eftir komið
annar mun stærri og gleypt
þann Iitla. Eftir langan og
strangan slag sleppti hann tak-
inu og lét þann litla lausan, en
synti sjálfur frá. Má nærri geta
að veiðimaðurinn hafi verið von-
svikinn.
Ráðið
Hvað gerir maður við svona að-
stæður? Fleiri sagnir eru um, og
nú er það Dana Lamb, enskur
veiðimaður, sem frá skýrir. Dag-
urinn byrjaði óveiðilega, en nú
var fiskur í augsýn: „Nfu þuml-
unga tittur tók fluguna mína og
ég djöflaði honum frá hinum
bakkanum og út í miðjan
straum, en ég gat ekki djöflað
honum Iengra, honum varð ekki
djöflað. Eitt augnablik varð ég
undrandi, en svo gaf hann sig og
kom nær, og var innan við tvo
metra frá mér. Þá kom æðandi
með Iátum á eftir honum úr
strauminum svo stór urriði að
hann virtist vera fjárhundur.
Ógnvænlegasti urriði sem ég hef
á ævinni séð, tók fískinn minn í
kjaftinn og rauk af stað. Og (ég
hef aldrei orðið fyrir neinu s\áp-
uðu áður) það var ekkert sem ég
gat gert. Svo ég fór og fékk mér
bjór og viskí.“
Hvað annað?
FLUGUR
LMj
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
KW(í: LAus x—' Æ.TT * Lmi EÁiiil WlSSA HIRB V PUaTlR. HLUTAR tJtT 'OZlbTS v ■ SKibL- Ahl KIN0IH
f tf' AHMPS TtfcAfii pms hLu&A h'ATPÍ K
'r* 11111 iliil |
Imi HRVOM iLA&Ail 7TWF LIT GLf.ÐI ! 1 AGEtffii 'MW
' J pdioi 6li/WÖI T jom 'ALPMÍ
TRóbrA 'ÓTUL
Ua- UK • 4. HRZLL- lR ._ EfiJA 5 HRfJHT m R'AlB LLú YTtiíT- uR
4> TbnT 10 • 'MÖF V£HJU H 'om
MOAP nto LÆKKI
aom 5T1?KK- u« : VOtiO- wte G0RT GRiHD GA ufl BL'A5A
ss Wm HV'/li 5 PILID fLftCft
PÍL A snm
jf m 5TtRK KJMl % V 7KEL 5S5w- _, HmðT- UM 3
oms< mw
K^pF LÍTUHS 51 GcTA KÆfíl T KYfc/V- Oý/f
W WNA- 6-ftcfiqA
mmt • X‘X'X<v/',\v D'A II Y£/Vju K'Am HVAf)
p£ þÖKK DÍ66A
oRka ft'RSK
sw Jwidfc FÆ6A wr AFm
GRlP LfílR
'MIiWJL. v. ■ VAM- ItlCill (k'm QF-LT GI5t ue
1MWL MRRÐ R'oTA
S' > l M M QLÖCXc uR (? Vör fj/D- ufíu
ií ‘ti L h ÖtíOLA MSK- UuH e H'ASA H
Krossgáta nr. 128
Lausnarorðið er
Nafn
Heimilisfang
Póstnúmer og staður
Helgarkrossgáta 128
I helgarkrossgátunni er gerður skýr greinarmun-
ur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnar-
orð gátunnar á að skrifa á lausnarseðilinn og
senda til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri
merktan: Helgarkrossgáta nr. 128. Einnig er
hægt að senda símbréf í númer 460 6171.
í verðlaun fyrir helgarkrossgátu 128 er bókin
„Þeir vörðuðu veginn“ eftir Unni Karlsdóttur og
Stefán Þór Sæmundsson. Bókaútgáfan Hólar
gefur út.
Lausnarorð helgarkrossgátu 126 var „skíða-
snjór“. Vinningshafi er Steingrímur Vilhjálms-
son, Laufhóli £ Skagafirði og fær senda bókina
„Hverjir eru bestir? Gamansögur af íslenskum
íþróttamönnum" eftir Guðjón Inga Eiríksson og
Jón Hjaltason. Bókaútgáfan Hólar gefur út.
Lausnarorð krossgátu nr. 127 verður tilkynnt
ásamt nafni vinningshafa þegar helgarkrossgáta
nr. 129 birtist.