Dagur - 24.03.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 24.03.1999, Blaðsíða 1
Þau töluðugegn hlutleysi. MA-liðið íMorfís keppninni sigraði liðMH með nokkrum mun. Hadda Hreiðarsdóttir úrMA ræðumaður kvöldsins. Stemmning MA nemenda fyrir keppninni var mikil og sennilega voru um fjögur hundruð stuðningsmenn liðsins mættir suður yfir heiðar til að hvetja sitt lið. Efnt var til menningarferðar svona í leiðinni til að nýta ferðina. Sigurlið Akureyringa var skipað Aðalheiði Rósu Jóhannesdóttur liðsstjóra, Þórhildi Guðrúnu Olafsdóttur frummælanda, Höddu Hreiðarsdóttur meðmælanda og Kjartani Smára Hösk- uldssyni stuðningsmanni. Konur í meirihluta í MA-Iiðinu og Hadda segist vera önnur konan sem nær þessum titli, ræðumaður Islands. „Eg er mjög ánægð með það,“ segir hún. - Stefnirðu á frekari frania á þessu sviði, stjórnmálin ef til vill? „Eg veit það ekki, ég stefni að minnsta kosti á einhvern frama. Hugsanlega fer ég í lögfræðina, ég hlýt að geta rökrætt eitt- hvað þar.“ Kaffi og Magic „Umræðuefni er úthlutað viku fyrir keppni," segir Hadda um framgang Morfís keppninnar. „Það er dregið á föstudegi og svo koma liðin sér saman um umræðu- efni. Best er ef liðin geta komið sér saman um það hver á að tala með og hver á móti. Síðan byrjum við bara á því að ræða hlut- ina fram og aftur og skrifa ræður. Við reynum að finna sem flesta fleti til að koma hinu liðinu á óvart." - Fer mikill tími í æfingar? „Já, við erum langt fram á morgun alltaf. Enginn svefn, bara kaffi og Magic. Við höfum fengið frí alltaf í heila viku fyrir keppni, þannig að maður er svona aðeins dottinn út en kennararnir eru almennileg- ir sem betur fer. Það er líka frábær stemmning fyrir þessu, margir að fylgjast með og allir ánægðir og stoltir." I ræðukeppni þurfa þátttakendur að Hadda Hreiðarsdáttir í frímínútum í MA í gær. Hversdagsieikinn aftur tekinn við eftir ævintýralega ferð í Háskólabíó. mynd: brink vera búnir til að tala með eða á móti hverju sem er og iðulega þarf fólk að tala gegn sannfæringu sinni. í einni keppninni talaði MA-liðið til dæmis með því að leggja niður landsbyggðina. „Já, það þýðir ekkert að hugsa um hvað manni finnst. En yfirleitt er maður bara orðinn svo heilaþveginn eftir keppni að það breytir engu. Þegar við kepptum í fyrstu keppninni þá töluðum við með því að legg- ja niður landsbyggðina og vorum farin að trúa því að það væri ekki svo vitlaust. Það var gjörsamlega út úr kortinu náttúrlega." Líka í leiklistinni „Jú, maður verður að reyna að vera sem mest sannfærandi," segir Hadda um tengsl ræðulistar og leiklistar en hún tekur nú þátt í uppfærslu menntskælinga á Kabarett. „Leiklistin hjálpar manni, ég held að það sé engin spurning og svo bara það að þora að standa fyrir framan þúsund manns og tala.“ - Hvernig leið þér í ræðustól? „Eg held ég hafi aldrei verið rólegri en einmitt þarna í Háskólabíói. Mér líður yf- irleitt vel í ræðustól en það fer eftir þ\i hve vel maður kann ræðurnar sínar. Eg var að vísu búin að vera veik vikuna fyrir keppnina og var orðin frekar stressuð," segir Hadda en hún segist alls ekki hafa viljað eyðileggja keppnina fyrir hinum og því kannski vandað sig enn meira. Hadda átti eftirminnilega spretti í úrslitakeppn- inni, hélt meðal annars á lofti spjöldum þar sem spilað var á merkingar orða. Hlut- leysi og hlutlægni eru lík orð en það á líka við orðin samferða og samfarir... - Eru það svona sýningar sem gilda ti\ uð ná dómurunum á sitt band? „Það er örugglega ekki verra. Þegar þú ert að tala \ið mjög marga þá þýðir ekki að standa bara og tala og tala. En ég er ekki samþykk því að menn eigi að fara með heilu Ieikþættinna." - Sumum hefur þótt þessar keppnir vera komnar iít t' eitthvað svoleiðis? „Okkar lið er að minnsta kosti ekki þannig." - HI Magnari: 2 x 100W RMS • Utvarp með 24 stöðva minni • Sond Morping RDS • Þriggja diska spilari • Hátalarar tvískiptir: 120W • Power Bass Magnari: 2 x 100W RMS • Otvarp með 24 stöðva minni • Sond Morping RDS • Þriggja diska spilari • Hátalarar tvískiptir: 120W • Power Bass 3 ára ábyrgð begar hLjómtaekl sklpta máll

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.