Dagur - 24.03.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 24.03.1999, Blaðsíða 5
MIDVIKUDAGUR 24. MARS 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU SpennufaU fyrir aðdáendur Þrátt fyrir ágæta frammistöðu leikara, frábær lög og fínan boðskap var sýnlngin ofberstrípuð til að fanga mann. Leikrit: Hattur og Fattur Staður: Loftkastalinn Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Höfundur: Olafur Haukur Símonarson Leikendur: Felix Bergs- son, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Valur Freyr Einarsson, Pálína Jónsdóttir, Steinunn Olafsdóttir, Davíð Þór Jónsson og Sigurþór Albert Heim- isson Það er alltaf gaman, og traustvekjandi, að íylgjast með því hvernig börn verða gagn- tekin af því sem er að gerast á sviðinu í leiksýningum. Það gerðist einnig á frum- sýningu söngleiksins Hattur og Fattur í síðustu viku, börnin sátu opinmynnt og fylgdust með hverri hreyfingu. Þó fór að gæta nokkurs óróleika er líða tók á verk- ið. Rýr saga, góður leíkur Söngleikurinn er settur saman af fjöl- mörgum frábærum lögum Olafs Hauks og er lauslegur söguþráður notaður til að tengja lögin af plötunum Eniga Meniga og Hattur og Fattur. Sagan er rýr en þótt hlutverkin séu fremur yfirborðskennd kemur það ekki verulega að sök. Þetta er jú barnasöngleikur og sumir karakterar hálfgerðar skrípópersónur. Leikarar stóðu sig flestir með ágætum, Hattur (Guð- mundur Ingi) og Fattur (Felix) komust ágætlega frá sínum hlutverkum en þau sem náðu best að vinna með sínar per- sónur voru þau Pálína Jónsdóttir, Davíð Þór Jónsson og Sigurþór Albert Heimis- son. Pálína var dásamleg stelpurófa með fallega fattar líkamshreyfingar, létt á fæti og skemmtilega rödd. Davíð Þór var skoppari af guðs náð, einlægur og sann- færandi sem hrekkjusvínið er níðist á öðrum til að fela eigin vanmátt. Húseig- andinn (Sigurþór) var frábærlega belgdur, nánast eins og hann hefði verið blásinn upp fyrir ofan mitti (og köflótt jakkafötin algert augnayndi). Spennufall aðdáanda En því miður er talsverður fljótasvipur á uppsetningu Hatts og Fatts, því miður vegna þess hve Iögin, textarnir og boð- skapurinn bjóða upp á lifandi og fjör- mikla sýningu. (Og merkilegt að ekkert var farið að slá í 20 ára gamlan boðskap textanna, sem Ólafur Haukur skerpti enn frekar og uppfærði til markaðshyggju vorra daga í Iausamálstextanum, eins og í spakmæli húseigandans: „Það verða allir að græða, þeir sem ekki græða - þeir tapa.“) En sýningin var eiginlega spennu- fall fyrir Hatt og Fatt aðdáanda eins og mig, sem sat og söng af krafti með Iögun- um frá því um 10 ára aldurinn (og raunar allt fram á þennan dag - svona í einrúmi). Upplifun laganna var þá mjög sterk, það stafaði af þeim einhver svo dúndrandi lífsgleði. Jafnvel 8 ára fylgdarmaður minn á sýningunni, sem er á þeim aldri þegar flest Ieikrit eru „frábær" sagði að sýningu lokinni, fremur s :uttaralega, að það hefði verið „garnan". Þegar heim var komið Iæddist upp úr honum að Hattur og Fatt- ur hefðu ekki verið eins „hræðilegir", ekki eins „ógnvekjandi" og á plötunni og myndunum sem henni fylgja. Og þótti honum það galli. Eg er hrædd um að það sé einmitt meinið. Það var búið að dempa efnivið- inn heldur mikið og þrátt fyrir fína dans- hönnun, fjörug Iög, ágæta „blacklight"- ljósasýningu og ágætan leik þá var sviðið svo bert og leikrýmið svo tómt að í stað þess að vekja upp lífsgræðgi platnanna dró sýningin úr krafti laganna og text- anna. Kiydd í tilveruna Sé saltið ósalt þá verður að salta það. Það er óneitanlega skemmtilegra að Iifa þegar Iífið er líflegt. Enda er aukamerk- ing orðsins „krydd“ eitthvað sem að lífgar uppá samanber orðatiltækið krydd í tilveruna, sem haft er um eitthvað sem lífgar upp á tilveruna. Kvikmyndasagan geymir marga skemmtilega karaktera sem hafa lífg- að uppá tilveruna. Einn þeirra er litli flakkarinn Charlie Chaplin. Sem kom mörgum til þess að brosa á grámósku- legum dögum. Kímnigáfan á það sam- merkt með matarmenningunni að sinn er siður í hverju landi og bragð- laukar fólks eru mismunandi eftir því hvaðan það kemur. SVOJMA ER LIFID Pjetur St. flrason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann ld. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Nýjar kryddblöndur frá Pottagöldrum Pottagaldrar í Kópavogi hafa sent frá sér tvær nýjar krydd- blöndur. Þær eru ítalskt sjávarréttakrydd og Fiesta de Mexico. Sigfríð Þórisdóttir segir að það sé lítil en skemmtileg saga á bak við ítalska sjávarréttakryddið. Formúlan hafi hreinlega sprottið fram einn góðan veðurdag, þar sem hún hafi setið og hlustað á ítalskar aríur með Pavarotti, undir hvítkölkuðum vegg, með rauðvín í glasi og verið að borða sjávarréttapasta. Þá hafi andinn komið yfir hana og hún hafi skrifað formúl- una á servíettu, svona rétt eins og skáldin á kaffihúsunum. Lítið uppskriftarblað fylgir báðum kryddblöndum neyt- endum til þæginda, ein af uppskriftunum sem á blaðinu er er af Taco rétti. Taco réttur 400 g nautahakk 2-3 tsk. Fiesta de Mexico 1 dós marðir tómatar 1-2 tsk. Tómatpaste / laukur, skorinn i smátt olía til steikingar, vatn salt taco-skeljar/ eða spaghetti Steikið hakkið og lauldnn. Kryddið með Fiesta og saltið eftir smekk. Bætið þá mörðu tómötunum út í og bragbætið með tómatpaste. Bætið í vatni eftir þörfum. Látið krauma í ca.ý20-30 mínútur. Borið fram í taco-skeljum með rifnu jöklasalati, sýrðum rjóma og guacamole. Meðlæti t.d. hrís- grjón og þvítluaksbrauð. Ath.: Ef notað er spagheti má ýmist setja það út í réttinn eða bera það fram sem meðlæti, einnig má drýgja hakkið með blönduðu grænmeti. ■ HVAfl ER Á SEYfll? SÖGUSTUND VIÐ VATNSSTÍG í kvöld kl. 20.30 verður sögustund í kaffihúsinu Vatnsstíg 10 (MÍR-salnum). Þar verður sýnd kvikmynd frá 30. mars 1949. Sýningunni fylgir orgelverk eftir Karl Sighvatsson. Sólveig Hauksdóttir les úr Sóleyjarkvæði. Ragnar Arnalds, Jón Hannesson, Elísabet Berta og Þórkatla Aðalsteinsdóttir segja sögur úr Keflavíkurgöngum. Sögustundin er liður í Menningarviku Samtaka Herstöðvarandstæðinga. Gengið úr Kringlumýi Nnið’r á höfh I kvöld stendur Hafnagönguhópurinn íýr- ir gönguferð úr Kringlumýri niður í Mið- bæ. Mæting við Hafnarhúsið kl. 20.00. Farið verður með rútu upp í Viðskiptahá- skóla, Ofanleiti og litið þar inn um kl. 20.20. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnagönguhópnum. Frá Félagi eldri borgara Þorraseli Opið í Þorraseli í dag frá kl. 13.00 til 17.00. Handavinna, perlusaumur kl. 13.30 í umsjón Kristínar Hjaltadóttur. Kaffi og meðlæti kl. 15.00 til 16.00. Frá Félagi eldri borgara Ásgarði, Glæsi- bæ Almenn handavinna, perlusaumur og fleira ld. 9.00. Línudanskennsla ld. 18.30, kennari er Sigvaldi Þorgilsson. Kaffistofan er opin frá kl. 10.00 til 13.00, dagblöð, spjall og matur. Allir velkomnir. Rabb um John Stuart Mill Fimmtudaginn 25. mars verður Auður Styrkársdóttir með rabb um John Stuart Mill og kvennabaráttu 19. aldar í stofu 201 í Odda kl. 12.00-13.00. Rabbið ber yfirskriftina „Flestum minnkar frelsi þá fengin er kona.“ I fyrirlestrinum verður fjallað um John Stuart MiII. Rabbið er á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum og er öllum opið. Fundur um borgarmálefni Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur boðar til félagsfundar um málefni höfuðborgárinn- ar í dag kl. 18.00 á Hverfisgötu 10, 2 hæð. Á fundinn mæta borgarfulltrúarnir Helgi Pétursson og Pétur Jónsson og kynna stöðu mála. Fundurinn er öllum opinn en félagsmenn sérstaklega hvattir til að mæta. Heimspekifyrirlestur I kvöld klukkan 20.00 flytur heimspek- ingurinn Nigel Dower opinberan lyrir- lestur í boði heimspekideildar Háskóla ís- lands og Félags áhugamanna um heim- speki í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlestur- inn nefnist Eðli og efni alþjóðasiðfræði (The Nature and Scope of World Ethics) og verður fluttur á ensku. Fyrirlesturinn er öllum opinn. James Joyce og Ódysseifur Fyrirlestur verður haldinn í Vísindafélagi Islendinga um James Joyce og Ódysseif. Á fundi í Norræna húsinu í kvöld kl. 21:15 flytur Robert Kellogg, enskupró- fessor við háskólann í Virginíu, erindi sem hann nefnir „Leitin að föður í Ódysseifi eftir James Joyce". 1 fyrirlestri sínum fjallar Robert Kellogg um áhrif kristinnar guðfræði á lífssýn og listrænt starf Joyce. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Vortónleikar Fóstbræðra Karlakórinn Fóstbræður heldur vortón- leika í Langholtskirkju í kvöld klukkan 20.30, fimmtudagskvöld klukkan 20.30 og á laugardag klukkan 15.00. Meðal verka á efnisskránni eru ,Ár vas alda“, vikivaki eftir Ragnar H. Ragnar, útsetn- ingar Árna Harðarsonar söngstjóra á þremur íslenskum þjóðlögum og fleira.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.