Dagur - 24.03.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 24.03.1999, Blaðsíða 4
20-MIDVIKUD AGU R 24. MARS 1999 ro^tr LÍFIÐ í LANDINU Með því að Sigbjörn Gunn- arsson hefur sagt sig af framboðslista Samfylkingar- innar í Norðurlandi eystra hefur orðið trúnaðarbrestur. Trúnaðabrestur Samfylk- ingarinnar við stuðnings- menn sína. Óupplýst mál Sigbjörn kemur drengilega fram við Samfylkinguna í heild þegar hann hættir við framboð með stuðningsyfir- lýsingu við fólk sem vill hann ekki á lista. Minni menn hefðu gert illa í sitt eigið ból og annarra, eins og virtist reyndar stefna í þeg- ar umræðan um óeiningu í kjördæminu varð opinber. Þegar þessi grein fer í prent virðast menn ætla að sleppa við sóðaleg hjaðninga- víg sem engum yrðu til framdráttar. En málið í heild setur stórt spurningar- merki við hvernig „hið nýja stjórnmálaafl“ vinnur úr sínum málum. Til dæmis eru kjósendur engu nær um raunverulegar ástæður þess að opið prófkjör er ógilt. Er það vegna fjármála frambjóðandans? Hvaða siðareglur eru þá í gangi? Er það vegna stjórnmálaágreinings í röð- um frambjóðenda? Hvaða prófkjörsreglur eru þá í gangi? Þetta dugar ekki. Með því að efna til op- ins prófkjörs óskar viðkomandi stjórnmálaafl eftir trúnaðarsambandi við kjósendur sam- kvæmt reglum sem það setur sjálft. Slíkt ógilda menn ekki eftir hentugleikum. Hvað geröist? Undirritaður hefur engin skjalfest gögn um það að fjármál frambjóðandans hafi verið í slíkum ólestri að hann hafi ekki verið boð- legur sem slíkur. I íjölmiðlaheiminum hefur samt nægilega margt verið á sveimi að und- anförnu til að vekja áleitnar spurningar. Sá orðrómur gaf til kynna að fjármálavandræði frambjóðandans væru snöggtum meiri en á venjulegum íslenskum heimilum. Ljóst var að frambjóðandinn gat átt von á aðgangs- hörðum spurningum fjölmiðla og keppi- nauta þegar kosningabaráttan hæfist. Staða hans var, með réttu eða röngu, orðin veik. I því mati hafa menn í huga borgarstjórnar- kosningarnar í Reykjavík í fyrra, þegar hæfi tveggja frambjóðenda til að gegna opinber- um trúnaðarstörfum vegna „Ijármálaóreiðu“ var dregin sterkt í efa. Um þetta efni hefur aðeins komið fram að hjá frambjóðandanum hafi tvívegis verið gert árangurslaust íjámám nýlega auk annarra þrenginga á liðnum mánuðum sem gefa til kynna erfiða stöðu. Um það segir hann við Ijölmiðla, efnislega: það er ekki glæpur að skulda, á mig hafa fallið ábyrgðir, engir ein- staklingar utan minnar fjölskyldu munu tapa, ég hef ekki svikist um að gjalda vörsluskatta. Er þetta skilgreining á hæfum frambjóð- anda? Nei, þvf miður. Skal þó ítrekað að vel getur verið að umræddur frambjóðandi standist slíkar kröfur þegar betur er að gáð. Málið vex hins vegar af samhengi sínu. Fordæmi A yfirleitt að spyrja um svona mál frambjóð- enda? Svarið er: Já. Hæfi fyrrv. ríkissaksóknara til að gegna stöðu sinni með sjálfstæðum hætti var dreg- ið í efa fyrir tveimur árum. Hann var að margra mati talinn standa of veikt Ijárhags- Iega gagnvart lánastofnunum og hugsanlega einstaklingum, vegna persónulegra skulda. Hann gæti því hugsanlega ekki sinnt emb- ætti af fullum myndugleik og með trúverð- ugum hætti. Skilgreining dómsmálaráðherra á hæfi var einföld: embættismaðurinn hafði ekki verið gerður gjaldþrota, réði sínum íjár- málum sjálfur - í lagatæknilegum skilningi. Undirritaður var þá, og er nú, þeirrar skoðunar að meiri en slíkar lágmarkskröfur verði að gera til ákveðinna manna í opinber- um trúnaðarstöðum. Ríkissaksóknara, borg- arfulltrúa, þingmanna, ráðherra, forseta, dómara. Fáir hafa gleymt þeirri orrahríð sem stóð um Hrannar B. Arnarsson frambjóðanda Reykjavíkurlistans í fyrra. Því miður snérist sú deila á endanum um skitapólitík en ekki það siðferði sem notað var sem átylla; bæði Sjálfstæðisflokkur og Reykjavíkurlisti komust hjá því að skiigreina nákvæmlega hvaða kröfur ætti að gera til frambjóðenda, í bráð og lengd. Því miður lét Reykjvíkurlist- inn sér nægja lagatæknilega útskýringu á hæfi frambjóðandans. Þá, eins og nú, telur undirritaður ófært annað en að frambjóð- anda sé sæmilega trúandi til að geta rekið opinbera þjónustu óskuldbundinn þeim sem hafa á honum fjármálalegt kverkatak. Aug- ljóst hlýtur að vera að þjónn almennings verður að hafa sitt á hreinu gagnvart inn- heimtumönnum. Opinberra gjalda og ann- arra. Fjármál stjómmála Undirritaður hefur þrásinnis bent á þá spill- ingarhættu sem steðjar að lýðræðinu í Iand- inu vegna þess að fjármál stjórnmálaflokka eru neðanjarðar. Hvað á fólk að halda þegar safnað er með Ieyndum hætti stórfé, og stofnað til hárra skulda, vegna framboða til Alþingis, sveitarstjórna og embættis forseta Islands? Hvert er sjálfstæði stjórnmála- manna sem setja eigur sínar að veði fyrir skuldum stjórnmálaflokka? Og æru sína að veði fyrir fjáröflun þeirra? Hvert er sjálfstæði stórskuldugra háemb- ættismanna, sem hafa jafnvel stofnað til þeirra skulda til að tryggja sér stuðning í embættið? Því lyrr sem einfaldar og gegnsæjar reglur eru settar um fjármál framboða, því fyrr get- um við treyst þeim sem fara með völdin í landinu. Hvaöa reglur? Það er ekki glæpur að skulda. Flestir Islend- ingar skulda. En getur þingmaður gegnt eft- irlitsskyldu sinni gagnvart fjármála- og lána- stofnunum, eða öðrum aðilum í samfélag- inu, ef hann er háður veljvilja þeirra um lönd og lausa aura? Hefði Jóhanna Sigurðar- dóttir skorið upp herör gegn Landsbankan- um ef sami banki hefði getað sent hana í gjaldþrot? Það er ekki dæmi um siðferðisbrest þegar á menn falla ábyrgðir og engir einstaklingar tapa nema tjölskyldan. En hvað með tap Iánastofnana? Hversu víðtækar ábyrgðir og hvemig var til þeirra stofnað? Framboð og frambjóðendur verða að vera fær um að standa kjósendum öll almenn reikningsskil. Á sama hátt verður að gera einfaldar og skýrar kröfur til frambjóðenda. Ekki að þeir séu auðmenn, eða skuldi engum fé. Heldur að þeir hafi sitt á þurru, séu engum háðir. Það er ekki sanngjarnt gagnvart Sigbirni Gunnarssyni eða Hrannari Arnarssyni - eða næsta manni sem fyrir verður - að slíkar kröfur séu notaðar eftir hentugleikum. Þær verða að ná til allra. Tvöfaldux trúnaöaibrestiir Hvað er Samfylldngin að hugsa? Verður þetta nýja stjórnmálaafl ekki að koma fram og útskýra fyrir kjósendum sínum hvers vegna ákvörðun þeirra í opnu prófkjöri hefur verið ógild? Hvaða kröfur á að gera til fram- boða og frambjóðenda nú og í framtíð? Það þýðir lítið að tala um opin prófkjör en flýja inn í bakherbergi þegar á reynir. Deilu- mál af þessu tagi kallar á að hreyfingin geri hreint fyrir sínum dyrum gagnvart kjósend- um. Hið sama á við siðapostula, en af þeim er mikið í Samfylkingunni. Siðvæðing stjórnmála gengur ekki út á það sem hentar hverju sinni. Vegna þess hve hægt gengur í þessum efn- um er hætt við að siðferðislegar kröfur not- ist sem skálkaskjól í pólitískum tilgangi þeg- ar hentar, en þær gleymdar þess utan. Það sáum við í borginni í fyrra; er það sama að endurtaka sig nú? Sé svo bregðast „hin nýju öfl“ þeirri skyldu sinni gagnvart kjósendum að hafa skýrt skil- greinda siðferðislega kröfu gagnvart sjálfum sér og öðrum. UMBUÐfl- LAUST Stelán Jón Hafstein skrifar ■menningar ] Gudrún Helga Sígurðardóttír Gróskan > talsverð... Það er ekki alltaf á fallegum sólríkum sunnudögum sem maður er til í að loka sig inni í dimmum sýningarsölum menningarhúsanna en þó kom það fyrir undirritaða á sunnu- daginn var. I Ráðhúsi Reykja- víkur var sýning nýútskrifaðra arkitekta og var sýningin sú hrá en samt aldeilis ágæt. Það er alltaf fróðlegt að sjá hvaða hugmyndir arkitektanemar hafa og hvernig þeim tekst að koma þeim á blað. Ekkert heildaryfirbragð var á sýning- unni enda kannski ekki hægt að ætlast til þess, hún er jú bara það sem hún er, sýning á útskriftarverkum íslenskra arkitekta frá Mexíkó, Noregi, Ítalíu og fleiri löndum. Von- andi að þetta vel menntaða unga fólk verði til að styrkja ís- lenskan arkitektúr. Þó að gróskan sé talsverð þá veitir samt ekki af. Bráðhressandi Brádhressandi að virða fyrir sér nytjalist á heimsmælikvarða. Eftir Ráðhúsið lá leiðin beint á Kjarvalsstaði þar sem tvennt fróðlegt bar fyrir augu, bensín- stöðvarnar hans Spessa og sýning á alþjóðlegri hönnun, sem kallað hefur verið nytja- list. Myndirnar af bensínstöðv- unum voru ágætar, sumar áhugaverðar, og spunnust nokkrar umræður um það eftir á hversu mikla vinnu ljós- myndarinn hefði lagt í mynd- irnar, hvort hann hefði komið beint á staðinn og smellt af eða hvort hann hefði stoppað þar, beðið eftir réttu birtunni, skoðað gaumgæfilega rétta sjónarhornið. Engin niður- staða náðist en undirrituð hallaðist að síðarnefndu skoð- uninni. Vissulega minnti hug- myndin að bensínstöðvasýn- ingunni svolítið á bókina, sem sló í gegn um jólin, Góðir Is- lendingar, en tæpast er það til baga. Idvað hönnunina varðar þá hefur undirrituð alltaf ómælda ánægju af nytjalist fremur en „æðri“ listum, svo sem málara- list, og olli hönnunarsýningin engum vonbrigðum hvað það varðaði. Hvílík form, hvílíkur einfaldleiki, hvílíkir litir. Marc Newson og félagar hans eru greinilega algjörir meistarar og ekkert eitt hægt að taka út. Sýningin er að vísu gjörólík sýningu ungu arkitektanna en það er líka allt í lagi. Það er bráðhressandi að fara á svo ólíkar sýningar í einni og sömu ferðinni. \____________________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.