Dagur - 24.03.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 24.03.1999, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 - 19 LIFIÐ I LANDINU Meiming'arþorsti á landsbyggðinm Á ráðstefnu HÍ um byggðamál töluðu tveirfyrírlesarar m.a. um mikilvægi menn- ingarlífs, huglægtmat fólks á aðstæðum sín- um og ímynd lands- byggðarínnar. Háskóli Islands hélt ráðstefnu um byggðamál um helgina á 14 stöðum á landinu með hjálp sjónvarps- og fjarfundabúnaðar. Obreyttir borgarar létu sig að mestu vanta á þessa fundi en talsverður fjöldi fólks hélt þar fyrirlestra og m.a. lögðu menn áherslu á nauðsyn þess að efla menningarh'f á Iandsbyggðinni og snúa við þeirri neikvæðu ímynd sem hún hefur í opin- berri umræðu. Sigríður Ragnarsdóttir, skóla- stjóri Tónlistarskólans á Isafirði, ber hag menningar á lands- byggðinni fyrir brjósti. I erindi sínu taldi hún að tvennt þyrfti að koma til svo hægt væri að efla menningarlíf Iandsbyggðar, annars vegar þyrftu riki og sveit- arfélög að móta skýra stefnu um menningarmál en hins vegar þyrfti að hvetja listamenn til dvalar eða búsetu á landsbyggð- inni. Hún hefur m.a. viðrað þá athyglisverðu hugmynd að veitt verði sérstök starfslaun til lista- manna sem vilja búa/dvelja á landsbyggðinni. Ein forsenda þess að menn hafa farið að taka hugmyndir um nauðsyn menn- ingar á landsbyggðinni alvarlega, og birtist m.a. í hugmyndum rfk- isstjórnarinnar um fimm menn- ingarhús úti um landið, er rann- sókn Stefáns Ólafssonar pró- fessors á búsetuþróun. Niður- stöður hennar birtust fyrir tveimur árum og þar kom m.a. fram að ástand menningarmála og afþreyingar skipti talsverðu máli í mati fólks á aðstæðum sínum, ekki síst hjá ungu fólki. Þar kom þó einnig fram að flest- ir voru ánægðir með ástand menningarmála, þó var fólk á Austurlandi og Vestfjörðum síð- ur ánægðir á því sviði. Við hringdum í Tónlistarskólann á Isafirði og spurðum Sigríði hví þyrfti að auka menningarlíf landsbyggðar þegar menn væru almennt býsna ánægðir með stöðuna... Ótrygg staða „Vegna þess að það er svo mikil barátta að halda uppi þessu menningarlífi og það byggist fyrst og fremst á drifkrafti ör- fárra einstaklinga," svaraði Sig- íjármuni á annan hátt. Um allt land er til alls kyns húsakostur sem nú þegar hýsir menningar- starfsemi, s.s. félagsheimili og söfn, og því væri réttara að styðja sveitarfélög og aðra til að reka og halda við slíkum húsum og ljúka við hálfkláraðar bygg- ingar sem sveitarfélögin hafa ekki bolmagn til að klára. íiiiyiulin versti óvimir lands- byggðar „Einn versti óvinur landsbyggð- arinnar er hin neikvæða ímynd hennar, sem sífellt blasir við í fjölmiðlum,“ sagði Sigríður und- ir lok fyrirlestrar síns. Hún bendir á að helst sé talað um Iandsbyggðina í tengslum við snjóflóð og vanda fiskvinnslunn- ar en það heyri til undantekn- inga að fjallað sé um menning- arviðburði á Iandsbyggðinni, nema í formi stuttra fréttatil- kynninga. Karl Sigurðsson, félagsfræð- ingur, fjallaði einmitt á ráðstefn- unni um tengsl búsetu og hug- arfars, þ.e. hvernig rannsókn Stefán Ólafssonar frá árinu 1997 tók ekki eingöngu til beinna ytri skilyrða, s.s. atvinnu- mála, heldur og hvernig augum fólk lítur umhverfi sitt. Enda metur það aðstæður sínar á huglægan hátt. Þannig var t.a.m. talsverður munur á af- stöðu fólks til ýmissa mála eftir aldri. Hinir yngri voru almennt óánægðari með menningar- og afþreyingarmál, samgöngumál og ástand verslunar og þjónustu. Enda var rúmur þriðjungur ungs fólks sem hugðist flytja úr lands- byggðarkjördæmunum. Eruiii í klemrnu Rannsókn sem þessi hefur for- spárgildi, eins og Karl benti á í fyrirlestri sínum, en hvað þarf að gera skv. henni til að viðhalda dreifðri byggð í landinu? „Eg held við séum nú í hálfgerðri klemmu með það. Fólk er til- tölulega óánægðast með sínar aðstæður á þessum minni stöð- um, þar sem búa 200-1000 manns. En það er erfitt við það að eiga vegna þess að fólk er að kvarta yfir fábreytileika f at- vinnumálum, menningarmálum, menntunarmálum og afþrey- ingu, og yfir því að verðlagið er tiltölulega hátt.“ Við þessu sé lft- ið hægt að gera, helst sé hægt að grípa inní verðlag og lækka húshitunarkostnað. „Eins og Stefán Ólafsson sagði á ráð- stefnunni, að hver sem búsetu- þróun yrði í framtíðinni, hvort sem fólki myndi fækka, fjöldinn stæði í stað eða fólki fjölgaði á landsbyggðinni þá yrðu jaðar- byggðir eftir sem áður veikar." LÓA Sigríður nefnir Akureyri sem dæmi um bæjarfélag sem tekist hefur að móta skilvirka stefnu í menningarmálum með þeim árangri að nú er rekin þar sterk menningarpólitík og um leið hafi atvinnumennska í listum aukist á Akureyri á undanförnum árum. rfður og kvaðst einkum vera ósátt við hve ótrygg staðan væri. Hverfi þessir fáu einstaklingar á brott væri ekki sjálfgefið að aðrir kæmu í þeirra stað. „Hins vegar er mikil þörf fyrir menningarlíf og það ríkir mikill menningar- þorsti á landsbyggðinni." Sigríður bendir á að fólk sé al- mennt fremur virkt í alls kyns menningarstarfsemi, kórum, leikfélögum og slíku en hins vegar sé stuðningur við slíka starfsemi ótryggur. Því telur hún þörf á skýrri stefnumótum af hálfu ríkis og sveitarfélaga, til að ákvarða í hvað peningar sem renna til menningarmála á Iandsbyggðinni eiga að fara. Þá þurfi menningin einnig að fá föst og regluleg framlög sem hægt sé að stóla á. Sigríður nefnir t.d. að upphæðirnar sem menningarnefnd Isaljarðarbæjar hefur til úthlutunar séu afar misháar milli ára. Með stefnu- mótun, segist hún alls ekki eiga við að miðstýra þurfi menning- unni. Það megi ekki gerast en hins vegar þrífist menningin ekki við þessa Ijárhagslegu óvissu sem nú ríkir. Efast u in meimingaxhús Sigríður gagnrýnir hugmyndir ríkisstjórnarinnar um menning- arhús úti landi og telur þær m.a. sprottnar af vanþekkingu á menningarlífi landsbyggðar. „Auðvitað finnst mér ánægjulegt að ríkið skuli vilja gera eitthvað í þessum málum,“ segir Sigríður en telur þó rétt að nýta þessa Sigríður Ragnarsdóttir leggur til að veitt verði sérstök starfslaun til lista- manna sem vilji búa/dvelja á lands- byggðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.