Dagur - 01.04.1999, Síða 1
Polití sk sprengj a
á Vestfl ðroiuiiun
Sýut þykir að framboð
tveggja fyrrveraudi
varaþmgmanna Fram-
sóknar- og Sjálfstæðis-
flokks fyrir Frjáls-
lynda ílokkiim hleypi
mikilíi hörku í kosn-
ingabaráttuna á Vest-
fjörðum.
Framboð Guðjóns A. Kristjáns-
sonar, fyrrverandi varaþing-
manns Sjálfstæðisflokksins, og
Péturs Bjarnasonar, fyrrverandi
varaþingmanns Framsóknar, fyrir
Frjálslynda flokkinn á Vestfjörð-
um hefur valdið miklum titringi
fyrir vestan. Ljóst þykir að fram-
boð þeirra, sem nýtur stuðnings
Magnúsar Reynis Guðmunds-
sonar áhrifamanns í Framsókn-
arflokknum, muni höggva skarð í
fylgi bæði Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokks og að einhverju Ieyti
einnig í fylgi Samfylkingarinnar.
Hvorki Einar Oddur
Kristjánsson sem er
í 2. sæti á lista Sjálf-
stæðisflokks né
Kristinn H. Gunn-
arsson í efsta sæti
hjá Framsókn eru
taldir öruggir um
þingsæti. Pétur
Bjarnason bauð
fram sér í síðustu
kosningum og fékk
þá rúm 700 at-
kvæði, en Framsókn
tæp 1100 og einn
mann og Sjálfstæð-
isflokkurinn tæp
1800 atkvæði og 2 þingmenn.
„Það hefur enn ekki reynt á
einhverja hörku fyrir vestan
vegna þessa framboðs en það
hefur aldrei annað staðið til en
að taka þátt í þessari kosninga-
baráttu af alefli,“ segir Einar
Oddur. „Eg held að allir fram-
bjóðendur eigi að
líta þannig á að það
sé ekkert sjálfgefið
að þeir nái kosn-
ingu,“ sagði hann
aðspurður um
hvort hann teldi sig
í fallhættu.
Taka frá ullum
ilukkii iii
Kristinn H. Gunn-
arsson, sem sigraði
Magnús Reyni í
kosningu innan
fulltrúaráðsins um
efsta sætið á lista
Framsóknarflokksins, mun eiga á
brattann að sækja í kosningun-
um. Ekki síst vegna þess að á síð-
asta kjörtímabili var hann þing-
maður Alþýðubandalagsins. Til-
finningar framsóknarmanna til
hans eru að vonum blendnar.
Hann segir ekki gott að ráða í
hvaða áhrif framboð Guðjóns og
Péturs hafi. „Maður þarf lengri
tíma en gefist hefur til að átta sig
á því. Eg tel þó að þetta framboð
sé meira tengt Sjálfstæðisflokkn-
um enda eru þeir báðir, Guðjón
og Pétur Bjarnason, að fara frá
Sjálfstæðisflokknum í Frjáls-
lynda flokkinn. Pétur lýsti yfir
stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn
1996. Annars er erfitt að spá í
þetta,“ segir Kristinn.
Skili fylgi Alþýðubandalags, Al-
þýðuflokks og Kvennalista sér að
stórum hluta til Samfylkingar-
innar á Vestfjörðum ætti Sighvat-
ur Björgvinsson að vera öruggur
um að halda þingsæti sínu en
hann segir að Guðjón og Pétur
muni taka fylgi frá öllum flokk-
um, líka Samfý'Ikingunni. - S.DÓR
Guðjón A. Kristjánsson, efstu
maður á nýja „sprengilistan-
um“.
Ketti þarí
að merkja
Eftir fólskulega árás kattar á lít-
inn dreng í vesturbænum í vik-
unni hefur heilbrigðisnefnd
Reykjavíkurborgar brugðið
skjótt við og ákveðið að banna
með öllu Iausagöngu katta í
borginni nema þeir séu skil-
merkilega merktir með þar til
gerðum merkiplötum sem fastar
eru í hálsól kattanna. Helgi Pét-
ursson, formaður nefndarinnar,
segir það alvarlegt mál ef borg-
aryfirvöld verði skaðabótaskyld
gagnvart fórnarlömbum katta
eins og útlit er fyrir í tilfellinu
sem komst í hámæli í síðustu
viku, en samkvæmt heilbrigðis-
lögum ber sveitarfélagi að sjá til
þess að íbúum stafi ekki hætta
af meindýrum. Helgi segir í
raun ekki eftir neinu að bíða í
þessum efnum og strax eftir
páska verði menn settir í að
eyða villiköttum sem ekki hafa
þessa sérstöku merkingu. Til að
gefa fólki kost á að merkja kött-
inn sinn strax verður í dag, skfr-
dag, hægt að skrá ketti á sér-
stakri skráningarstöð sem komið
hefur verið upp í Ráðhúsinu.
Góða veðrið mun leika við menn um land allt um páskana. Strax í gær voru fjölmargir komnir í páskafríið og
þessir skíðamenn voru að sleikja sólina í Hlíðarfjalli síðdegis. Dagur fer nú líka í fríið og kemur ekki út á ný fyrr
en miðvikudaginn 7. apríl. Gleðilega páska! - mynd: brink
Fjölbreytt efni er í páskablaði Dags.
Þjóðskáld
eruekki
lengur til
„Þjóðskáld eru ekki lengur til í
þeim skilningi sem lagður var í
það orð. Það var svo fjarri því að
ég liti á mig sem þjóðskáld að
nokkrum sinnum hafnaði ég því
algjörlega að yrkja ljóð eftir
pöntun," segir Hannes Péturs-
son í skemmtilegu viðtali við
Kolbrúnu Bergþórsdóttur í helg-
arblaði Dags. Þar segir Hannes
frá skáldskap sínum og lýsir
meðal annars áhrifum kalda
stríðsins á það hvernig íslensk
ljóðskáld voru metin.
„Davíð Stef-
ánsson var
yndislegur
frændi, ljúfur,
blíður og
einkar barn-
Því
við
börn hans
nánustu skyld-
menna afar vel og hann var okk-
ur kær frændi. Hann var
kannski ekki allra, en vini átti
hann marga, trausta og góða,“
segir Ragnheiður Stefánsdóttir á
Akureyri um frænda sinn -
skáldið Davíð Stefánsson - í
helgarblaði Dags.
„Prestar í faðmi náttúrunnar"
nefnist viðtal helgarblaðsins við
prestshjónin Gunnlaug Stefáns-
son og Sjöfn Jóhannsdóttur, en
þau búa á prestssetrinu á Hey-
dölum í Breiðdal.
Þessu til viðbótar er eitthvað í
helgarblaði Dags fyrir alla, svo
sem uppskriftir að páskamat að
frönskum sið, stór krossgáta,
bridgeþrautir, yfirlit um menn-
ingarlífið um páskana, ábend-
ingar um nýjar bækur um
manninn Jesús og svo sérstakur
„krakkadagur" fyrir yngstu les-
endurna.
Gleðilega púska!
góður.
kynntumst
mmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmammmá
Afgreiddir samdægurs
Venjulegir og
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRi ■ SÍMI 462 3524
wtmowm exPRess
EITT NÚMER AÐ MUNA
5351100