Dagur - 01.04.1999, Side 7

Dagur - 01.04.1999, Side 7
 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL EkM hægt að skila auðu í utaimkismáluni Á undanförnum dögum hafa ís- Iendingar verið minntir illþyrmi- lega á að utanríkismál eru á dag- skrá. Ekki aðeins í þeim skilningi að nú sem endranær er ástæða til að ræða á hvern hátt Islend- ingar haga samskiptum sínum við aðrar þjóðir, hvaða afstöðu við tökum í alþjóðastofnunum þar sem við eigum sæti svo sem Alþjóðabankanum og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna eða annars staðar þar sem við eigum fulltrúa og getum haft áhrif. Lóðin á vogarskálamar Allt þetta skiptir máli og stöðugt og ævinlega á það að vera á dag- skrá íslenskrar stjórnmálaum- ræðu hvernig okkkur beri að leggja lóð á vogarskálar í alþjóð- legum samskiptum. En það er ekki aðeins í þessum skilningi að utanrfkismálin eru á dagskrá heldur hefur það gerst í fyrsta skipti að Islendingar eru form- Iegir aðilar að stríðsárás á full- valda ríki. I fyrsta skipti hefur það gerst að Nató sem hernaðarbandalag ræðst á annað ríki og þetta ger- ist án þess að á bandalagið hafi verið ráðist. I Kosovo í Júgóslavíu rfkir mikið ófremdar- ástand og er þar óspart beitt of- beldi. Fólk flýr heimili sín og fréttir berast af skipulögðum of- sóknum af hendi stjórnvalda. Mikilvægt er að alþjóðasamfé- lagið bregðist við og reyni að stuðla að friðsamlegri lausn. Reynslan frá Kúrdistan, Palest- ínu, Sri Lanka, Norður-írlandi og fjölmörgum öðrum svæðum þar sem þjóðabrot og trúarhópar hafa borist á banaspjót kennir okkur hins vegar að skjótfengnar lausnir er oft vandfundnar. Of- beldi kallar á nýtt ofbeldi og vítahringur haturs og hefnda er hafinn og hefur oftar en ekki reynst erfitt að rjúfa hann. Stundum hefur þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu borið árang- ur og kemur Suður-Afríka upp f huga í því samhengi en þar varð samfélag þjóðanna við beiðni suður-afrísku andspyrnuhreyf- ingarinnar gegn kynþáttastefn- unni og beitti viðskiptaþrýstingi með afgerandi árangri. íslenskir talsmenn loft- árásanna Talsmenn loftárása Nató hér á landi, með forsætisráðherrann og utanríkisráðherrann í farar- broddi segja að með árásunum á Júgóslavíu sé verið að bregða varnarskildi fyrir „hóp fólks, þjóðarbrot sem á engan kost að standa hersveitum öflugs and- stæðings snúning, býr við það að vera hrakið brott úr byggðum sínum, þorpum og bæjum, alls Iaust, hrakið og með litlar vonir um bærilegt mannlíf. Nató bregður sínum varnarskildi fyrir þetta fólk sem er Evrópufólk.“ Svo mæltist forsætisráherra þjóðarinnar Davíð Oddssyni í út- varpssviðtali fyrir helgi eftir að loftárásirnar voru hafnar. Fréttamaður útvarpsins spurði þennan talsmann réttlætis og mannúðar hvort hann væri reiðubúinn að taka upp hansk- ann fyrir fólk annars staðar sem byggi við sama eða svipað hlut- skipti og Albanir í Kosovo. „En ef við teygjum okkur þá aðeins lengra...,“ spurði fréttamaður Ríkisútvarpsins forsætisráðherr- ann, „lengra í Evrópu og til ann- ars þjóðarbrots. Væri til dæmis hugsanlegt að Nató kæmi til að- stoðar Kúrdum í viðureigninni við þær þjóðir sem þeir vilja meina að píni sigr“ Hér er vísað til Kúrda sem hafa sætt ofsókn- um í Natóríkinu Tyrklandi, tunga þeirra bönnuð, þorp þeirra jöfnuð við jörðu auk þess sem fréttir berast reglulega af aftök- um og fangelsunum. Nato ræðst ekki á sjálft sig Islenska forsætisráðherranum varð ekki svarafátt. „Þú ert nú reyndar þar kominn út fyrir það svæði sem Nató tekur til,“ svar- aði hann fréttamanninum, „auk þess sem vandamálið er að hluta til gagnvart Kúrdum að hluti þess vandamáls er innan eins ríkisins sem á aðild að Nató og það er Ijóst að Nató gerir ekki íoftárásir á sjálft sig.“ Skilaboðin eru skýr: Svo lengi sem ofbeldið er að finna innan Nató eða á meðal skjólstæðinga hernaðarveldanna, hvort sem er í Tyrklandi, Chile Pinochets, Isra- el og hverju því landi sem rík- ustu iðnaðarherveldum heimsins er þóknanlegt þá geta hinir varn- arlausu ekki átt von á því að hin- ir miklu menn, Davíð Oddsson eða Halldór Ásgrímsson, bregði fyrir þá varnarskildi. Þess er heldur ekki að vænta af hálfu þeirra sem segja að ut- anríkismál séu ekki lengur á dag- skrá eins og Samfylkingin gerði á dögunum. Hvort heldur sem lit- ið er til vaxandi miklivægis al- þjóðamála, að ekki sé nú talað um ástandið í Evrópu og víðar í heiminum þessa dagana, hlýtur það að teljast furðulegt af stjórn- málahreyfingu sem ætlast til þess að vera tekin alvarlega að skila auðu um utanríkismál. Það vekur ath)'gli að eina stjórnmála- aflið á þingi sem andæft hefur loftárásum Nató á Júgóslavíu voru þingmenn óháðra. Vinstri- hreyfingin - grænt framboð kref- st þess að mannréttindi séu virt alltaf og alls staðar. Víða leynast glufur á markaðsskýi í miðjum hugrenningum var ég truflaður af háværu segulbands- ákalli: „Við margföldum hverja krónu! Þú finnur ekki fyrir 2% viðbótarsparnaði - en við getum breytt honum í milljónir!" Heil- brigð hugsun hafði verið jarðsett á Verðbréfamarkaði Islands- banka. Og ekki lést hún af slys- förum. Þetta voru bláköld skila- boð samfélagsins til mín heim á stofuborðið sem sýndu enga bið- lund, þoldu enga umhugsun. Þetta voru hin kapítalísku skila- boð: Hugsaðu ekki heldur með- taktu! Upphaflegt kenntmark Hvort ætli sé hið upphaflega: Hænan eða eggið? Hermann eða Steingrímur? Marga fýsir að svara en fáir geta svo marktak- andi sé; svarið hefur þann eigin- leika að snúast í kringum sjálft sig. Og með hliðsjón af því: Lað- ast markaðurinn að þörfum neytandans eða neytandinn að þörfum markaðarins? Markaðs- unnendur, tregir að vanda við að koma auga á gagnvirkt samhengi hlutanna, myndu upphefja fyrri kostinn en lasta þann síðari. Líklega af sannleiksást. Ekki bý ég yfir guðlegum úrskurðar- valdshæfileika. En ég hef mann- lega tilfinningu sem segir mér að hallast frekar að síðari kostin- um. Tilraun með brauðstangir Til að fylgja sannfæringu minni eftir hringdi ég á pizzu. Það var tilboð í gangi hjá ónafn- greindum stað og mér var tjáð um innihaldið: 16“ pizza með tveim áleggstegundum, 2 lítrar af kók og brauðstangir á saman- lagt 1200 kall. Ég ákvað að bregða mér aðeins út af alfara- leiðinni: bað um að fá brauð- stangirnar hraðsendar heim. „Hvað kostar það?“ sagði ég Ijúf- mannlega. Manneskjan á hinum endanum varð kjaftstopp, svar- aði ekki spurningunni. Loks kom: „Það er eiginlega ekki hægt... ehhh... að selja brauð- stangirnar sér.“ Þarna lá hund- urinn grafinn. Markaðurinn hafði ekki gert ráð fyrir sjálf- stæðri hugsun neytandans; hafði ekki búist við sérþörfum sem þeim að vilja brauðstangir án pizzu. Brauðstangirnar höfðu ekkert verðgildi í sjálfu sér. Þær voru aðeins sýnitrix til að gera pakkann stæðilegri - til að auka Iíkurnar á því að neytandinn tæki umhugsunarlaust við hon- um. Hér lá meðvituð sölu- menska á bakvið og miðaðist að því að stýra þörfum neytandans. Vinsælt, ekki vinsælt. I kynningu íslenska Útvarps- félagsins á útvarpstöðinni Mono segir orðrétt: „Mono spilar alla þá tónlist sem er vinsæl og verð- ur vinsæl." I rauninni er þetta hnitmiðuð útgáfa af spurning- unni sem ég hef verið að reyna að svara. Spili útvarpsstöðin Mono tónlist sem „verður vin- sæl“ - eru vinsældir í þessu sam- hengi forákvarðaðar þarfir neyt- andans. Það er kvóti, eins og annarsstaðar, sem ræður því hvaða lag fær spilun og hvað ekki. Og það gefur augaleið að lag sem fær ekki spilun fær ekki hlustun, þ.e. nær ekki til eyrna neytandans. Vinsældir tónlistar eru því, þegar í grunninn er komið, ákvarðaðar á bakvið tjöldin, af nefnd. Og hvert ætli sé aðgangsorðið að nefndinni: Peningar? Hamslaus þóknun? Hefur neytandinn val? Snúum okkur þá að íslenskri bíóhúsamenningu. Þar eru val- möguleikar neytandans ekki ræktaðir betur en svo að u.þ.b. 90% sýningarefnis er amerískt glens, mis innihaldslaust. Bíó- menningin er enn rígbundin í ldafa Marshallaðstoðar og kana- sjónvarps. (Ég hélt við hefðum þroskast svo mikið frá því í seinni heimstyrjöld?!) Og þeir sem fara í bíó til að upplifa eitt- hvað annað en stáltúttur og fleðulega karla með byssur, og vilja ekki láta poppkornsmulning hefta starfsemi skilningarvit- anna, eru best geymdir í Safn- arabúðinni eða á geðveikrar- hæli. Þú sérð öldungis það sem markaðurinn býður, púnktur!, því hann einn hefur hið forá- kvarðaða mat á gæði hlutanna. Annars siturðu bara heima og bíður eftir næstu kvikmyndahá- tíð. Eða situr ennþá lengur - króar þig bara af - þangað til markaðurinn hefur þroskast f af- stöðu sinni til neytandans.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.