Dagur - 01.04.1999, Side 10

Dagur - 01.04.1999, Side 10
10- FIMMTUDAGUR 1. APRÍI. 1999 FRÉTTASKÝRING ro^ir Vændi á íslandi er staðreynd, en telst vera einstaklingsbundið og að mestu án hórmang- ara. Talið er að þrjú til fimm pútnahús séu rekin í Reykjavík. Al- gengt er að eiturlyfja- neytendur fjármagni neysluna með vændi. Talsmenn nektardans- staða segjast viðhafa strangar reglur. Borgin kallar eftir löggjöf frá Alþingi og ríkisstjóm. Ný skýrsla um vændi í Reykjavík hefur litið dagsins Ijós og er eftir þau Bjarka Frey Gunnarsson fé- lagsfræðinema og Heiðu Dögg Liljudóttur mannfræðing, en skýrslugerðin var styrkt af Nýsköp- unarsjóði námsmanna. Skýrslan er hvorki yfirgripsmikil né strangvís- indaleg, enda unnin á takmörkuð- . um tíma og byggir fyrst og fremst á viðhorfum sérfræðinga og vændis- konu, sem kölluð er María. Saga Maríu er athyglisverð, ekki síst fyrir þær sakir að hún segist selja blfðu sína fyrir 30 til 35 þús- und krónur hvert skipti og að þrátt fyrir það sé eftirspurnin gífurleg. Til vitnis um það segist hún hafa sett fjórar auglýsingar í einkamála- dálka og að yfir 100 manns hafi hringt, þar af aðeins einn í öðrum tilgangi en að verða sér úti um vændisþjónustu. Rætt var við Gísla Stefánsson dagskrárstjóra á Vogi. Taldi hann að vændi væri aðallega stundað af ungum vímuefnaneytendum í þeim tilgangi að fjármagna eigin neyslu. Honum hafði borist fregn- ir af unglingum allt niður í 16 ára sem selt höfðu Iíkama sinn fyrir vímuefni. Hann sagði að stúlkur væru þar í miklum meirihluta en þó væri einnig vitað til þess að strákar hefðu stundað vændi. Gísli taldi vændi á Islandi ekki skipulagt að miklu Ieyti, en að skipulagningin væri þó að aukast. Þijú til fLnun þekkt vændishús Einnig var Ieitað til Karls Steinars Valssonar hjá forvarnardeild Iög- reglunnar. Hann gat aðeins nefnt tvö nýleg tilvik um vændismál á vettvangi laganna. Hann tók undir að vændi tengdist helst vímuefna- heiminum, en var ekki sammála Gfsla hvað aukna skipulagningu vændis varðar. Hann vildi þvert á móti meina að vændi væri alls ekki skipulagt (skipulagning væri ekki möguleg sökum smæðar landsins) og að það væri ekki að aukast. Starfskona Stígamóta telur að vændi sé afar útbreitt á íslandi og þá sérstaklega í Reykjavfk. Orsakir þess að konur Ieiðist út í vændi eru oftast nær annaðhvort vímu- efnaneysla eða fjárhagsörðugleik- ar. Þetta skarast augljóslega mjög mikið þar sem vímuefnaneysla kostar mikla peninga. Vettvang vændis sagði Stígamótakona vera breiðan á Islandi. Hún sagðist hafa haft spurnir og bein afskipti af vændi allt frá óskipulegu og til- viljanakenndu vímuefna- vændi/fjárhagsnauðarvændi, sem færi fram í gegnum óformlegt net kunningja og neyslufélaga til vændishúsa. Vændishús sagði hún vera minnst þrjú sem hún vissi af. Þar að auki hefði hún haft afspurn af tveimur í viðbót. Það var athyglisvert í þessu samhengi að hún talaði sérstaklega um að til staðar væri vændishús sem ein- göngu er rekið af konum sem eru af asísku bergi brotnar. Einnig kom fram í viðtalinu að nokkrir kráareigendur hér í borg hefðu milligöngu um að útvega körlum kynferðislega þjónustu. Vændi staðreynd og eftirspurnin mikil Bragi Freyr tekur það fram í sam- tali við Dag að þau Heiða Dögg vilji ekki gera of míkið úr vægi skýrsiunnar. „Þetta er lítil skýrsla sem var unnin á takmörkuðum tíma, þar sem mestur tíminn fór í að leita að viðmælendum með tak- mörkuðum árangri. Hún segir ým- islegt um vændismarkaðinn en kannski minna um vændiskonur. Það má segja að út úr þessu komi staðfesting á að vændi sé til staðar og að eftirspurnin sé nokkur. Þá virðist vændið vera að miklu leyti óskipulagt og einstaklingsbundið, þannig að sjaldgæft sé að þriðji að- ili sé að hagnast á þessum við- skiptum. Jafnvel þó að þriðji aðili komi við sögu, t.d. kunningi eða vinur, þá virðast þeir yfirleitt ekki miðla á milli gegn greiðslu." Þýðir þetta þá ekki að vændið á íslandi sé innan ramma gildandi laga, sem heimila vændi ef ekki er um aðalstarf að ræða og enginn hórmangari er til staðar? „Jú, það má segja það. Lagatextinn er það loðinn að í raun er vændi ekki bannað nema sem viðurværi og ef kona skúrar einn dag í viku þá má gera hitt með. Vændi á Islandi virðist annars fyrst og fremst óskipulagt og á einhvern hátt tengt skemmtanaiðnaðinum og stefnu- mótalínunum,“ segir Bjarki Freyr. Nektarbúllumai segjast hafa strangar reglur Asgeir Davíðsson, veitingmaður í nektardansstaðnum Maxim’s (sem áður hét Hafnarkráin) segir það sína skoðun að það sé á almanna- vitorði að greiði gegn greiða hafi tíðkast um langt skeið á Islandi. „Eg hef trú á því að það sé vændi stundað á Islandi eins og hvar annars staðar. Eg hef hins vegar litla trú á þvf að það sé mikið um vændi í kringum þessa nektar- dansstaði. Ástæðan er einfaldlega sú að það er yfirleitt reynt að passa mjög vel uppá þetta og þá einmitt út af þeirri umræðu sem átt hefur sér stað. Til að halda uppi aga hjá þessu fólki sem er að vinna hjá manni verðum við að hafa reglur, því annars færi þetta úr böndum og þá yrði vafalaust eitthvað farið að fikta með vændi.“ Leggur Ásgeir sínum stúlkum til einhverjar reglur? „Já, ég er með reglur og ef upp kemst um vændi þá eru þær sendar beinustu Ieið úr landi aftur. Eg get ekki verið að skipta mér að landslögum hvað þetta varðar og set þetta upp sem reglur hússins. Það hefur enn ekki komið upp neitt slíkt mál hjá mér, en þá er þess að gæta að ég hef ekki verið lengi í þessu. Eg veit til undirfATaí Nokkuð virðist um að nektardansmeyjar setji jafnframt biíðu sína. þess að á öðrum strippstöðum hafa komið grunsemdir um vændi og stúlkur verið sendar úr landi. En það er yfirleitt bara grunur, því það er erfitt að útiloka að stúlk- urnar hitti stráka, fari út að borða með þeim og svo framvegis. Það má síðan ekki gleyma því að lögin banna ekki beinlínis vændi ef það er haft sem aukavinna og enginn er að miðla. Sem mér finnst ann- ars vera mjög góð lög og vildi ekki sjá breytingar á þeim.“ Ásgeir segir að hann sé sammála því að opinbert eftirlit eigi að ríkja með að ólöglegt vændi eigi sér ekki stað. „Hins vegar held ég að það sé staðreynd að veitingamennirnir sjálfir passa nokkuð vel uppá þessa hluti. Eg hef heyrt um einstök til- vik og að stúlkum hafi verið vísað úr landi, en ég hef enga trú á að vændi sé viðvarandi á þessum strippstöðum. En kannski má segja að vændi sé teygjanlegt hug- tak. Hvað er það annars þegar menn fara á veitingahús, bjóða konum upp á glas og mat og fá síð- an að sofa hjá þeim - er ekki alveg eins hægt að kalla það vændi í víðri skilgreiningu?" spyr Ásgeir í Maxim’s. Vændi þarflaust vegna frjálslyndis kvenna? Baldvin Samúelsson framkvæmda- stjóri nektardansstaðarins Vegas ber mjög á sama veg og Ásgeir kollegi hans. „Eg get alveg 100% fullyrt að það er ekki stundað vændi inn á Vegas og við höfum aldrei stuðlað að slíku. Við erum með þetta skýrt og skorinort í okk- ar reglum að ef það kemur upp til- vik um vændi þá eru stelpurnar umsvifalaust sendar heim. Við vilj- um ekki taka þátt í slíku. Maður hefur hins vegar heyrt ýmsar sög- ur, sem maður veit ekki hvort rétt- ar eru eða rangar, grobbsögur frá einstaklingum sem segjast hafa fengið þjónustu hjá einhverjum veitingastöðum í borginni. Eg hugsa að talsvert sé um slíkar skrök- og ýkjusögur." Baldvin telur að sögurnar um símalínuvændi séu einnig ýktar, enda um mjög nýja atvinnugrein að ræða. „Það er auðvitað ekki hægt að segja að það selji engin kona sig, það væri heimska. En það þýðir ekki að menn eigi að rjúka upp með boð og bönn gegn tilteknum veitingastöðum. Menn verða bara að sætta sig við að eró- tískir strippstaðir, símalínur og ýmislegt annað sem ekki þykir fint afspurnar í þjóðfélaginu er komið til að vera á Islandi. Eg ætla ekki að svara fyrir aðra staði, sem eins og mannfólkið eru misjafnir, en fullyrði að hér á Vegas er vandlega passað upp á hlutina, ekki síst í ljósi þess að fjölmiðlaumræðan hefur ekki verið hliðholl okkur. Þess vegna erum við mjög harðir á þessu.“ Baldvin segir það sína skoðun að skipulagt vændi geti vart þrifist á Islandi að ráði. „Það yrði allt of dýrt fyrir hinn almenna Jóa Jóns að kaupa og þess gerist ekki held- ur þörf. Islenskt kvenfólk er frekar frjálslynt, skulum við segja." Tvískiiiniingui og hræsni Félagsmálaráð hefur það sem af er þessu kjörtímabili ekki fjallað formlega um málefni nektardans- staðanna, en Helgi Hjörvar, for- maður ráðsins, er formaður starfs- hóps borgarráðs um stefnumótun í málefnum vínveitingahúsa og þar hefur málið verið nokkuð til um- ræðu. „Við gerðum samþykkt um að borgarstjóri tæki upp viðræður við ráðuneyti félags- og dómsmála um reglur um starfsemi þessara staða. Ég held að það sé kannski stærsti gallinn í þessu að það hefur verið mikill tvískinnungsháttur og hræsni í gangi. Þessir staðir hafa starfað undir merkjum listdans, sem menn tala um og flissa eins og smástelpur þegar þeir hafa sleppt orðinu. Allir vita að það er blekk- ing. Það sem við teljum nauðsyn- Iegt að gera er að horfast í augu við að svona starfsemi er hingað

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.