Dagur - 08.04.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 08.04.1999, Blaðsíða 7
Xfcj^MT FJMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 - 23 LÍFIÐ í LANDINU VEÐUR L Opel Zafira er fallegur bíH og nýtur sín sannarlega vel á friðsælli bryggju við strönd Algarve. - myndir: ohr Sveigjanlegur, stöð- ugur og spennandi BÍLAR Nú kom að því að mað- urfengi að taka til kostanna bílinn sem vakti svo mikla athygli á bílasýningunni íPar- ís í haust, hinn nýja sjö manna OpelZafira. Zafíra ber sterkan svip af Opel Astra, enda byggður á sama undirvagni þó honum hafi verið breytt og gerðar á honum endurbætur til að henta bíl sem er hærri og þarf að ráða við mun meiri breidd í hleðslu en Astra. Herbert Roth sem sá um hönnun undirvagnsins sagði mikla áherslu hafa verið lagða á að Zafiran hegðaði sér sem mest á sama hátt fjöðrunarlega hvort heldur bíl- stjórinn væri einn í bílum eða hann væri drekk- hlaðinn með sjö manns innanborðs. Bíllinn er fallegur og samsvarar sér ágætlega. Utlitshönnunin ber nokkur merki þeirrar byltingar sem orðið hefur í útlitshönnun bíla fyrir Evrópu- markað. Hins vegar verður að segjast eins og er að undirritaður varð fyrir svolitlum vonbrigðum með íhaldssemi Opel þegar kemur að hönnun mæla- borðsins. Það hefur afar Iítið breyst í nokkuð mörg ár. En það verður líka að viðurkennast að það var nánast eina atriðið sem ekki vakti umtals- verða aðdáun við bílinn. Innri hönnun bílsins er að öðru leyti hreint út sagt frábær. Sætin eru kapítuli út af fyrir sig. Öft- ustu sætin tvö eru á tiltölulega þægilegan hátt felld ofan í gólfið, séu þau ekki í notkun, þannig að þau hverfa og eftir stendur slétt gólfið. Aftur- bekkurinn er á sleða og hægt að renna honum fram og aftur. Það er hægt að brjóta hann saman og ýta honum fram að framsætum. Þar með hefur sjö manna bíllinn breyst í rúmgóðan sendiferðabíl með sléttu gólfi. Það er hreint út sagt með ólík- indum hvað hönnuðirnir hafa náð að nýta plássið í bílnum. Þá er jafnframt mjög rúmt um mann í framsætunum. Zafira er framdrifinn bíll boðinn með 1,6 lítra (100 hö, 74 kW, 150 Nm v/3600 sn) og 1,8 lítra (115 hö, 85 kW, 170 Nm v/3400 sn) bensínvélum og 2.0 lítra (82 hö, 60 kW, 185 Nm v/1800 sn) díselvél, sömu vélum og aðrir fólksbílar frá Opel eru búnir. Ymist sjálfskiptur 4 gíra eða beinskiptur 5 gíra. Bíllinn var reyndur í nágrenni Algarve í Portúgal, á þröngum strætum í þungri umferð þéttbýlisins, á beinum og breiðum hraðbrautum og ótrúlega hlykkjóttum íjallvegum. Zafira reynd- ist afar þægilegur og traustur í akstri. I innanbæj- arumferðinni var bíllinn lipur og upptakið vel við- unandi á 1,6 Iítra vélinni og það voru engin vand- ræði að koma bílnum áfram þó fimm fullorðnir karlar sætu í honum. 1,8 lítra vélin vann ákaflega skemmtilega með sjálfskiptingunni og sldlaði bíln- um vel áfram. Snerpan er ekki gríðarleg, en það er hægt að grípa til hennar við að skjótast fram úr. A krókóttum malbikuðum fjallvegunum naut Zafiran sín mjög vel. Það kom mér á óvart hvað bíllinn er stöðugur í beygum þrátt fyrir það hve hábyggður hann er og tiltölulega nettbyggður. Hliðarskrið var varla til þó maður teldi sig vera að ofbjóða bílnum og aldrei fékk ég þá tilfinningu að jafnvægið væri að raskast. Reyndar sagði Herbert Roth að mikil vinna hefði verið lögð í þróun og hönnun afturássins til að ná fram þessum stöðug- leika. Asinn úr Opel Astra var þykktur örlítið og snúið upp á hann. Með því náðust fram þau áhrif að þegar bíllinn leggst ofan á hægri ásinn í vinstri beygju snýst hægra afturhjólið örlítið inn undir bílinn og vinnur þannig gegn miðflóttaaflinu. Þetta sagði Roth eitt grundvallaratriðið í stöðug- leika hílsins þó íjöðrun hefði auðvitað töluverð áhrif Iíka. Sjálfskiptingin lék sér að því að læða bílnum upp tiltölulega bratta malarbrekku og þrátt fyrir grófleika vegarins voru engin vandræði að aka hann og bíllinn rakst ekki niður þannig að til vandræða væri. Opel Zafira er væntanlegur til landsins með haustinu, í september. Ef vonir innflytjandans, Bílheima, rætast um að bíllinn verði á sambæri- legu verði og Opel Vectra, líkt og í Þýskalandi, þá mun þessi bfll koma mjög sterkur inn á íslenska bílamarkaðinn. Netfang umsjónarmanns bílasfðu er: oIgeirheIgi@islandia.is Veðrið í dag... Á morgun er gert ráð fyrir kalda eða stinningskalda, einkum vestantil, úrkomulaust að mestu norðaustanlands en skúrir eða slydduél vestan- og austantil. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast austanlands. Blönduós Akureyri l£D- 10 I 0- •5 í -5- I - ■ I ■ p Mlð Flm Fös Lau Síin Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun Mán Þfi ^\J_/ t t I I .'*/ ^ | r' ^ S. ^ 'V / í / N ^ Egilsstaðir Bolungarvík .CSL. -6- I. . mm (°C) ----r-1S : 5V1 -10 i o- Mið Fim Fös l.l I % S \ l i \ ^ Reykjayík Þri Mið Fim Fös V-/ ' Kirkjubæiarklaustur P mrr -15 | 10* -10 | 5- Cj - mm 1 : . ■ 1TJI i rJI, H -0 i -5- 1, M.. i, ■ r. —, ——BL. Mið Fim Fðs Lau Sun Mán Þri Mið Fim Fös í f /~^f | l I\ Món Þri Stykkishólmur Stórhöfði C) mn -15 10*- C1 mm ■■ -5 j 0- 1 -*í,í i ■ - . -0 -5- ■ 1,1 T rm..H... Mán Þri j Mið Flm Fös » • . . .. . 4 . VEÐURSTOFA f ÍSLANDS Mán Þri * * ' ’ Veðurspárit 07.04.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir mi> nætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnu> i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn a> punkti. Vindhra> i er tákna> ur me> skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. fi ríhyrningur táknar 25 m/s. Dæmi: • táknar nor> vestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegirnt í gærkvöld var skafrenningur á heiðum á Norðausturlandi og nokkuð blint. Vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði lokaðist eftir að þjónustu lauk kl. 19.00. Skafrenningur var einnig á Sandvíkurheiði og Fjarðarheiði. Þæfingsfærð var á Breiðadalsheiði. Víða var farið að gæta aurbleytu og þungatakmarkana. Eru þeir vegir merktir sérstaklega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.