Dagur - 08.04.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 08.04.1999, Blaðsíða 1
1 7 • íslensku rætumar sterkar Tværfjarskyldarfrænkur gerðu heimildamynd um fremur raunaleg afdrifsam- eiginlegs fojföður erfiuttist til Kanada 1883. Myndin verður væntanlega sýnd í Ríkissjónvarpinu á þessu ári. Síðar í þessum mánuði verður frumsýnd í Kanada heimildamyndin „SAGA OF HOPE - An Icelandic Odyssey". Myndina gerðu þær frænkur, leikstjórinn Asthildur Kjartansdóttir (Palli var einn í heiminum, Draumur um draum) og hin kanadíska Juliann Blackmore. Juliann er flugfreyja og flýgur oft til Islands með Canada 3000 flugfélaginu. Þegar Juliann komst svo að því fyrir fimm árum að hún væri af ís- Ienskum ættum voru hæg heimatökin. Hún nýtti sér Islandsferðirnar og fór að hafa uppi á íslenskum ættingjum sínum. Var hún þá m.a. kynnt fyrir Asthildi og fór svo vel á með frænkunum að þær ákváðu að reyna að vinna saman að mynd um vestur-íslenska rithöfundinn Laura Good- man Salversson. Ekki tókst að fjármagna þá hugmynd en eftir að Juliann hafði kíkt á fjármögnunarráðstefnuna Hot Dogs í Toronto og rekist þar á framleiðanda 26 þátta seríu um kanadíska innflytjendur fæddist sú hugmynd að gera mynd um sameiginlegan forföður frænknanna. Ógæfuinaður „Við fundum mann sem heitir Sigursteinn Friðbjörnsson og er langafi Juliann og frændi minn,“ segir Asthildur. Sigursteinn þessi fór árið 1883 frá Tjörnesi í N-Þing- eyjarsýslu til Kanada og settist að í Lundar Manitoba. Með lítið annað en nafnið og eina mynd af Sigursteini í farteskinu hófu þær leitina. Þær komust þó fljótlega á slóð Sigursteins, fundu ýmis gögn og sendibréf, „Tergesen kemur út með það í huga að opna búð og er miklu ákveðnari, fer strax að safna peningum og vinna fyrir versluninni. Þeir Sigursteinn og pabbi hans fengu land á mjög vondu svæði og kunnu ekkert að róthreinsa og hög- gva niður tré. Þetta hefur meira og minna verið óheppni, ólíkar aðstæður og þekkingarleysi, “ segir Ásthildur um ástæður þess að landarnir tveir mættu svo ólíkum örlögum í Kanada. Myndin verður sýnd í 26 þátta seríu, „Scattering of seeds", sem fjallar um hin mörgu þjóðarbrot Kanada. eyri til Kanada sama ár og Sigursteinn „en hann „meikaði" það. Hann varð verslunar- eigandi í Gimli og verslunin er ennþá í eigu fjölskyldunnar," segir Asthildur. Það var auðvelt að hafa uppi á afkomendum Hans Péturs, þar sem sú ætt hefur verið mjög „stabiT', segir Asthildur, auk þess sem þær fengu talsverða aðstoð hjá barna- barni og alnafna Hans Péturs, sem mun vera mikill ættfræðispekúlant. Afkomend- ur Sigursteins voru hins vegar tvístraðir og enginn þeirra vissi nákvæmlega hvernig hefði farið fyrir ættföðurnum. „Elsta dótt- ir Sigursteins eignaðist 8 börn og varð að gefa þau öll frá sér. Við vorum að hitta barnabörn þessara barna og í myndinni söfnum við saman öllum þessum ættingj- um í svona íslenskan „picnic" og þá kem- ur náttúrulega í ljós hvað ræturnar eru sterkar í fólkinu. Það var virkilega áber- andi hvað þessi íslenski arfur er ríkjandi og hvað fólk hefur mikinn áhuga á hon- um.“ LÓA tóku viðtöl við afkomendur og smám sam- an varð myndin af lífi Sigursteins heilleg. „Það kemur í Ijós að þessi maður átti í raun og veru alveg hræðilega ævi og viðburðar- ríka,“ segir Asthildur. Sigursteinn fór upp- haflega út með föður sínum og baslaði með honum fyrstu 3-4 árin. „Sjálfur nam hann svo tvisvar land og missti þau bæði, gerðist alkóhólisti, lenti inni á geðveikra- hæli og var í raun og veru mikill ógæfu- maður. Sigursteinn fékk land í fenjalandi þar sem allt flæddi á vorin, eins og Böðvar [Guðmundsson] Iýsir í bókunum sfnum. Þetta var honum mjög erfitt, Islendingar voru ekkert vanir því að nema land á þenn- an hátt, að höggva niður tré og rót- hreinsa." Auðvelt að rekja- Tergesen-ættina „Við fylgjum honum eftir f þessari mynd en við tökum líka annan sem fór sama ár,“ segir Asthildur, en sá var jafnaldri Sigursteins, hét Ásthildur ásamt Juliann frænku sinni meðan á vinnslu myndarinnar Hans Pétur Tergesen stóð. Með þeim eru hljóðmaðurinn Marvin og tökumaðurinn Steve. og hélt upp frá Akur- HljomTTutningstæki Magnari: 2 x 100W RMS • Útvarp með 24 stöðva minni • Sound Morphing RDS • Þriggja diska spilari • Hátalarar þrískiptir: 100W - 17 sm bassi Power Bass ______ Magnari: 2 x 100W RMS • Útvarp með 24 stöðva minni • Sound Morphing RDS • Þriggja diska spilari • Hátalarar þrískiptir: 100W -16 sm bassi Power Bass 3 ára ábyrgð begar hljómtaekL sklpta máLL

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.