Dagur - 09.04.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 09.04.1999, Blaðsíða 6
22 - FÖSTUDAGVR 9. APRÍL 1999 Dwptr Súkkat í Kaffileikhúsinu Dúettinn í Súkkat heldur ærlega söngskemmtun í Kaffileikhúsinu annað kvöld ásamt stórsveit sinni. Skemmtunin hefst kl. 21 með gömlu og nýju Súkkat-efni en auk þess taka þeir gamla slagara með sínum sérstaka súkkatíska hætti. Súkkatmenn eru að venju þeir Hafþór Ólafs- son og Gunnar Örn Jónsson en stórsveitina skipa Birgir Braga- son á kontrabassa, Jens Hans- son hljómborðs- og saxófónleik- ari og Gunnar Erlingsson slag- verksleikari. Miðaverð er 1200 kr. Travolta í Háskólabíói Um helgina frumsýnir Há- skólabíó mynd- ina Málsókn (A Civil Action) með John Travolta, upprisna kvik- myndagoðinu, og Robert Duvall sem var raunar tilnefndur til Ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni (en hún var valin besta mynd ársins af gagnrýn- anda CNN). I Málsókn, sem byggð er á sannri sögu, segir frá fégráð- ugum lögfræðingi er tekur að sér að krefjast skaðabóta fyrir þrenna foreldra er misst hafa börn sín vegna mengunar í vatnsbóli bæjarins. ■ HVAfl ER Á SEYÐI? Samfylking- in í beinni Samfylkingin opnaði fyrir skömmu heimasíðu (www.samfylking.is) og verður bein útsending þar frá Kosningahátíð fylkingarinnar, sem haldin verður í Háskólabíói á morgun. Hátíðin hefst kl. 14. Kynntirverða frambjóðendur úr öllum kjördæmum, Margrét Frímannsdóttir talsmaður ávarpar gesti en meðal skemmtiatriða eru Guðmundur Andri Thorsson sem flytur pistil og Polkasveitin Hringir og Magga Stína. Sérstök barnadagskrá verður í anddyri, þar les m.a. Össur Skarphéðinsson sögur fyrir börnin. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Leðurblakan Operettan Ledurblakan eftir Jóhann Strauss verður frumsýnd í lslensku Operunni 16. apríl nk. Leðurblakan, sem var fyrst frumsýnd í Vín árið 1874, telst til þekktustu og vinsælustu Vínaróperetta. Þokkafullir valsar, ögrandi sígaunatónlist og siðlaus saga Leðurblökunnar þóttu mikil djörfung á sínum tíma og verður verkið heimfært upp á samtímann og þar með sett í nýjan og spennandi búning. Sögusvið- ið verður flutt í tíma og rúmi til Reykjavíkur samtímans og spannar einn dag í lífi borgarbúa sem lifa bæði hratt og hátt. Miðpunktur sögunnar er veisla í boði Rússans Orlofskis. Þangað vilja allir komast og mæta útvaldir full- trúar þotuliðs landsins og Islandsvinir í samkvæmið - en enginn hefur upplifað annað eins! Persónurnar í verkinu flækjast í margfaldan lygavef, enda lát- ast allir vera annað en þeir eru og eru margfaldir í roðinu. Aður en yfir lýkur eru flækjurnar þó leystar eins og vera ber. Stuðst er við þýðingu Böðvars Guðmundssonar á texta Haffner og Genée sem byggður er á gamanleik Meilhac og Halévy, Le Réveillon. Og eins og í sönnum gamanleik vita áhorf- endur alltaf aðeins meira en persón- urnar á sviðinu - en þó kemur ýmislegt á óvart! Leikstjóri uppfærslunnar er David Freeman, heimskunnur leikhús- og óperumaður og þekktur fyrir opin- skáar og ekta uppfærslur. Sellótónleikar í Salnum Sigurður Halldórsson sellóleikari held- ur tónleika í Salnum, sunnudags- kvöldið 11. apríl 1999 kl. 20:30. Tón- Ieikarnir eru fyrstu einleikstónleikar af nokkrum sem félagar í CAPUT tónlist- arhópnum standa íyrir á þessu ári, þar sem merkum verkum frá þessari öld verður gert hátt undir höfði. A efnis- skrá Sigurðar verða verk eftir Zoltán Kodály, Alfred Schnittke, Hans Abra- hamsen, Svein L. Björnsson og Hafliða Hallgrímsson. Kaffíleikhúsið Dúettinn Súkkat heldur tónleika í Kaffileikhúsinu laugardaginn 10. apríl kl. 21. Súkkatmenn eru þeir Hafþór Ólafsson og Gunnar Örn Jónsson. Gamlir og nýir slagarar verða á dag- skránni og er miðaverð kr. 1200. Kosningahátíð í Háskólabíói Samfylkingin boðar til Kosningahátíð- ar í Háskólabíói Laugardaginn 10. apríl kl. 14:00. Kosningahátíðin mark- ar upphaf formlegar kosningabaráttu Samfylkingarinnar, sem mun á næstu vikum kynna stefnu sína og nýja lífs- sýn í upphafi nýrrar aldar á vinnu- staðafundum, í fjölmiðlum, á heima- síðu sinni, með útgáfu bæklinga og á almenum stjórnmálafundum. A Kosn- ingahátíðinni verða frambjóðendur Samfylkingarinnar úr öllum kjördæm- um kynntir, fjöldi Iandsþekktra Iista- manna kemur fram og Margrét Frí- mannsdóttir, talsmaður Samfylkingar- innar, ávarpar hátíðargesti. Kynnar á hátíðinni verða Ragnar Kjartansson, myndlistarnemi og verslunarmaður, og Eva Ósk Ólafsdóttir leikkona. Gítartónleikar í Laugarneskirkju Gítarleikarinn Kristinn H. Arnason heldur tónleika í Laugarneskirkju Iaug- ardaginn 10. apríl kl. 17.00. Á efnis- skránni er m.a. verk eftir Sor, Bach, Jón Ásgeirsson, Turina og Albeniz. Kristinn hefur haldið tónleika víða um land undanfarið og fengið mjög góðar undirtektir. Hitt Húsið Síðdegistónleikar Hins Hússins og Rásar 2 falla niður í dag vegna söngvakeppni framhaldsskólanna. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Mánudaginn 12. apríl verður boðið til sérstæðrar dagskrár í Listaldúbbnum. Gestum klúbbsins er boðið á umhverf- isvænan listviðburð sem hlotið hefur yfirskriftina: Þar sem hjartað slær! hjartasögur af hálendinu og meðal þeirra sem segja sögur eru: Elísabet Jökulsdóttir, skáld, Harpa Árnadóttir, leikkona, Haraldur Jónsson, myndlist- armaður og Andri Snær Magnússon, skáld. Dagskráin hefst kl. 20.30 en húsið er opnað kl. 19.30. Aðgangseyrir er kr. 800. Síðasta sýning á Hafrúnu Sunnudaginn 11. apríl verður síðasta sýning á leikritinu Hafrúnu í Mögu- leikhúsinu við Hlemm. Leiksýningin er unnin af Ieikhópnum upp úr þremur íslenskum þjóðsögum sem allar tengj- ast hafinu. Sýningin hefst kl. 17.00. Gangurinn Jimm Butler, bandarískur listamaður opnar sýningu sína í Gallerí Gangin- um, Rekagrand 8 kl. 17.00 sunnudag- inn 11. apríl. Á sýningunni eru mál- verk og vatnslitamyndir sem sækja uppruna sinn í raunsæishefðina í mál- aralistinni. Myndirnar eru einskonar uppstillingar í hefðbundinni merkingu, en vegna vals og ásigkomulags hlut- anna fá þær nýja merkingu. Sýningin mun standa fram eftir sumri. Nýlistasafhið Laugardaginn 10. apríl kl. 16.00 verð- ur opnuð samsýning átta myndlistar- manna frá Glasgow í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Sýningin ber heitið: // / ruled the world. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14.00-18.00 og þeim líkur 2. maí. Gallerí Fold Laugardaginn 10. apríl kl. 15.00 opnar Einar G. Baldvinsson sýningu á olíu- málverkum í baksal Gallerís Foldar, Rauðarárstíg 14. Einar G. Baldvinsson er fæddur í Reykjavík 8. desember 1919. Hann stundaði nám í Handfða- og myndlist- arskólanum árin 1942-45 og í Kunst- akademien í Kaupmannahöfn árin 1946-50. Einar hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýn- ingum hérlendis og erlendis. Verk hans eru í eigu helstu safna hérlendis. Gall- erí Fold er opið daglega frá kl. 10.00 til 18.00, laugardaga frá kl. 10.00 til 17.00 og sunnudaga frá kl. 14.00 til 17.00. Sýningunni lýkur sunnudaginn 25. apríl. Húnvetningafélagið Félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 11, laugardag kl. 13.00. Allir velkomnir. Hádegisfundur á Sögu Landsnefnd Alþjóðaverslunarráðsins stendur fyrir hádegisverðarfundi á Hótel Sögu, kl. 12.00 föstudaginn 9. apríl. Fundarefni Rússland og Austur- Evrópa. Framsögumenn Ágúst Þór Jónsson, ráðgjafaverkfræðingur og Pet- er Lowe, framkvæmdastjóri ICC Commercial Crimes Services. 2000 lausnin: Menntun Stefnuþing Menntar samstarfsvett- vangs atvinnulífs og skóla verður hald- ið á Hótel Sögu þann 12. apríl kl. 9 undir yfirskriftinni 2000 lausnin: Menntun. Á þinginu mun Björn Bjarnason, menntamálaráðherra halda erindi um stöðu menntamála og full- trúar stjórnmálaflokkanna munu ræða stöðu og framtíð grunn- og símenntun- armála fyrir atvinnulífið á lslandi. Fundur um gagnagrunnsmálið Mannvernd stendur íyrir fundi í Há- skólabíói laugardaginn 10. apríl kl. 14.00. Allir velkomir meðan húsrúm leyfir. Simon Mawer, heimsþekktur rit- höfundur mun ræða m.a. um gagna- grunnsmálið. Rauða smiðjan og gagnagrunnurinn Rauða smiðjan - jafnrétti til lífs heldur fund nk. laugardag í kosningamiðstöð- inni að Suðurgötu 7. Fundurinn hefst kl. 10. Fundarefni er miðlægur gagna- grunnur á heilbrigðissviði. Framsögu- menn verða Birna Þórðardóttir blaða- maður sem ræðir lögin um miðlægan gagnagrunn og réttindi sjúklinga og Skúli Sigurðsson vísindasagnfræðingur sem greinir frá þeirri umræðu sem átt hefur sér stað erlendis um gagna- grunninn meðal lærðra sem leikra; er- lendra sem íslenskra vísinda- og fræði- manna. Að loknum framsögum verða umræður. Allir eru velkomnir. Kjöt og flesk Hökkuð hrossabjúgu kr. 449/kg Hrossasaltkjöt, valið kr. 289/kg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.