Dagur - 09.04.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 09.04.1999, Blaðsíða 8
24- FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 Kristinn i Laugarneskirkju Gítarleikarinn Kristinn H. Árnason heldur áfram tón- leikahaldi sínu en nú verður hann með tónleika í Laugar- neskirkju á morgun kl. 17. Þar verður sama efnisskrá og á tónleikum hans í Saln- um í Kópavogi um síðustu helgi, þ.e. verk eftir Sor, Bach, Jón Ásgeirsson, Tur- ina og Albeniz. í næstu viku leggur Kristinn land undir fót og leikur á tónleikum á Norðuriöndum og f Hollandi. ■ Á DAGSKRÁNIUI _______________SJX&. i'j 5r Töfraflautan kynnt Óperustúdtó Austurlands stefnir að því að setja upp Töfraflautu Moz- arts í júní. Hér er um viðamikla og kostnaðarsama uppfærsiu að ræða og nú um helgina munu nokkrir af aðstandendum sýningarinnar leggja í söngferðalag um Austur- land, bæði til að kynna sig, Töfraflautuna og afla fjár í fyrirtæk- ið. Söngdagskráin verður fyrst flutt í Hafnarkirkju á Hornafirði í kvöld kl. 20.00. Á morgun verða tvennir tónleikar fyrst f Djúpavogskirkju kl. 14.00, síðan í Stöðvarfjarðarkirkju kl. 18.00. Á sunnudag syngur hóp- urinn í Valhöll, Eskifirði kl.14.00 og lýkur þessari tónleikaferð með tón- leikum í Egilsstaðakirkju kl. 18.00. Málverk Matthías- ar Sigfússonar I Byggðasafni Árnesinga stendur riúyfir sýning á málverkum eftir Matthías Sigfusson. Sýningin ber beitið „Sýning á sarna sjónarhorninu í fortíð og nútíð". Á sýningunni í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka eru valin verk sem kalla má bæjarmyndir Matthíasar en hann var oft fenginn til að mála myndir af sveitabænum, ýmist þeim gamla niður- rifna eftir gömlum Ijósmyndum eða þáfrá staðnum. Sýningin verður opin til 16. maí og er safnið opið á laugardögum og sunnudögum kl. 14-17. Á öðrum tímum er hægt að skoða safnið eftir samkomulagi við safnvörð, sem er í síma 483 1504. Þá má einnig finna nánari upplýsingar um safnið á Netinu. Slóðin er: www.south.is/husid/ Stöö 2 - föstudagur kl. 22.45: Eldgos í Los Angeles. Stöð 2 sýnir bandarísku bíómyndina Eldfjall- ið, eða Volcano, frá 1997. Hér er á ferðinni þriggja stjarna stór- slysamynd sem gerist í Los Ang- eles. Líf borgarbúa gengur sinn vanagang en undir sléttu yfir- borðinu kraumar eldur. Eftir harðan jarðskjálfta byrja eitur- gufur að stfga upp úr jörðinni og yfirmanni almannavarna f borg- inni er tjáð að hugsanlega sé eldgos yfirvofandi. Hann tekur slíkum véfréttum með jafnaðar- geði en skyndilega brýst mikill hraunmassi fram og voðinn er vís. I helstu hlutv^rkum eru Tommy Lee Jones, Anne Heche og Gaby Hoffman. Leikstjóri er Mick Jackson. Sýn - laugardagur kl. 22.00: Prinsinn í boxinu - Naseem Hamed. Prinsinn Naseem Hamed, heimsmeistari WBO- sambandsins í íjaðurvigt, stígur f hringinn í Manchester á Englandi í kvöld. Mótherji hans er Evrópu- og Samveldismeistar- inn Paul Ingle en bardagi þeirra verður sýndur beint á Sýn. Ingle, sem er 26 ára, er ósigrað- ur líkt og Prinsinn en á færri bardaga að baki. Hann varð breskur meistari 1997 og bætti Evrópumeistaratitlinum í safnið eftir sigur á Bill Hardy í fyrra. Prinsinn er að vanda kokhraust- ur fyrir bardagann og segist aldrei hafa verið í betra formi. Stöð 2 - laugardagur kl. 22.35: Dauðaklefinn á Stöð 2. Bandaríski rithöfundurinn John Grisham gefur út hveija met- sölubókina á fætur annarri og flestar, ef ekki allar, hafa orðið kvikmyndaleikstjórum góður efniviður. Stöð 2 sýnir nú spennumyndina Dauðaklefinn, eða The Chamber, sem er einmitt gerð eftir einni af sögum Grishams. Söguþráðurinn er á þá leið að ungur lögfræðingur Systur og bestu vinkonur Góðgæti í 100 ár Vildi verða gleðikona Fluguveiði, krossgáta, matargatið, bókahillan. bíó, o.m.fl. Askriftarsíminn er 800-7080 Evrópusinni ^arphéðinsson í opnuviðtali Dags fer til Mississippi til að taka að sér mál kynþáttahatara sem á að taka af Iífi fyrir að hafa myrt tvö gyðingabörn þremur áratugum áður. Hinn dæmdi er afi Iög- fræðingsins unga og málið snertir á viðkvæmum fjölskyldu- málum úr fortíðinni. Með helstu hlutverk í myndinni fara Chris O’Donnell, Gene Hackman og Faye Dunaway. Leikstjóri er James Foley. Myndin er frá ár- inu 1996. Sýn - stuinudagur kl. 11.15 og 13.40: Undanúrslitaleikir ensku bikarkeppninnar. 1 dag er Ieikið í undanúrslitum ensku bikar- keppninnar og verða báðir Ieik- irnir sýndir beint á Sýn. Bikar- meistarar Arsenal mæta Manchester United í fyrri Ieik dagsins en liðin berjast einnig um sigurlaunin í úrvalsdeild- inni. Félögin hafa mæst þrisvar á þessu keppnistímabili og hefur Arsenal tvívegis sigrað 3-0 en einni viðureign lauk með jafn- tefli, 1-1. Frakkinn Nicolas An- elka hefur skorað í öllum Ieikj- unum. I seinni undanúrslita- leiknum eigast við Newcastle United, sem tapaði úrslitaleikn- um f fyrra, og nýkrýndir deilda- bikarmeistarar Tottenham Hotspur. Stöð 2 - sunnudagur kl. 21.25: A framabraut? Frumsýning- armynd sunnudagskvöldsins á Stöð 2 er bresk úrvalsmynd frá leikstjóranum Mike Leigh sem sló eftirminnilega í gegn með ljúfsáru gamanmyndinni Leynd- armálum og lygum (Secrets and Lies) árið 1996. Myndin sem nú verður sýnd nefnist hins vegar Á framabraut (Career Girls) og fjallar um samband vinkvenn- anna Annie og Hannah sem leigðu saman íbúð á háskóla- árum sínum. Þær hafa ekki hist síðan þær brautskráðust en eiga nú saman góða helgi í London. Báðar hafa þær breyst og eru í góðum störfum, fullar sjálfs- trausts. Ymis mál úr fortíðinni eru þó óuppgerð og dagarnir í London verða afdrifaríkir. í helstu hlutverkum eru Katrin Cartlidge, Lynda Steadman og Kate Byers. Here I go ogain You are not alone The animal song Why don't you get a job Sometimes Shepps goes to heaven Einn meö þér Step out My strongerst suit Lotus That don't impress much No scrubs Bounce rock skate roll Tarzan and jane 24 hours from you Mother Nothing really matters The jock jam Are you ready for the fallout Stjómandí listans er Þróinn Brjónsson FLYTJANDI Listinn er spilaður á föstudögum miUi kl. 20 og 22 Hlustaðu á Frostrásina í beinni á internetinu httpú/nett.is/frosrasin 1 E-maiL frostras@nett.is • Stjórnandi tistans er Þráinn Brjánsson Eminem Etipe Modern talking Savage garden Offspring Britney spears Cake Skitamórall Tamperer Spicegirls Rem Shania Twain TLC Baby dc & Imanji Toy box Next of kin Era Madonna Varius artists Fastball

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.