Dagur - 09.04.1999, Síða 11
FÖSTUDAGUR 9 . APRÍL 199 9 - 27
T^wr
LÍFIÐ í LANDINU
VEÐUR
FOLKSINS
Athugasemd vegna
skrifa rnn stöðu Islenska
safnaðarins í Noregi
ÞÓRHALLUR GUÐMUNDSSON
FORMAÐUR STJÓRNAR ÍSLENSKA
SAFNAÐARINS í NOREGI 1996-97
SKRIFAR
Undirritaður vil með þessu biðja
um að fá að koma með athuga-
semd í sambandi við grein sem
birt var hér í blaðinu þann
24.03.99 um stjórnarskipti í Is-
lenska söfnuðinum í Osló vegna
hlutlægni blaðamanns í málinu
og rangri frásögn á fleiri máls-
atriðum.
Það er ekki rétt að í viðtali tið
mig hafi ég sagt að „ekkert Iát
væri á illdeilum innan safnaðar-
ins“. Hið sanna er að vitnað var
í mig í grein í DV þann
21.03.99, þar sem ég harmaði
að ekki hefði náðst að jafna deil-
ur.
Það eru ekki opnar illdeilur
innan safnaðarins, heldur er
málið að kirkjusókn hefur
minnkað stórlega eftir að klofn-
ingur átti sér stað á aðalfundi
safnaðarins 15. mars 1998.
Tóm kirkjusæti eru til marks
um það að íslendingar halda sig
frá íslenska söfnuðinum vegna
þess ósamkomulags sem þar
hefur ríkt og að mínu áliti
einnig vegna óánægju með þátt
prestsins í þessu ósamkomulagi.
Blaðamaður Dags í Osló,
Guðni Olversson, gerir sitt besta
í grein sinni til að Iáta líta út fyr-
ir að að það sé ég sem beri alla
sök á ósamkomulaginu £ ís-
lenska söfnuðinum. Þetta er að
mínu viti rangt. Það er rétt að
ég hef ekki verið að öllu leyti
sáttur við störf Séra Sigrúnar
hér í Osló en ég var reiðubúinn
að vinna með henni. Að mínu
áliti var það ekki síður óbilgirni
hennar og einkum misviturra
ráðgjafa hennar sem er orsökin
fyrir því ósamkomulagi sem ríkt
hefur. I greininni er margt rang-
hermt. Undirritaður \dll með
þessu leyfa sér að benda á tvö
atriði:
Gildi kæru til fylkismannsins
(sýslumannsembættið) í Osló.
Meirihluti þeirrar stjórnar sem
sat fram til 15.03.98 kærði aðal-
fund 15.03.99 til fylkismannsins
í Ósló. Sáttir náðust milli aðila
um nýja stjórn sem héldi uppi
safnaðarstarfi og héldi nýjan að-
alfund. Þó að kæran hefði verið
dregin til baka, þá lagði einnig
fylkismaðurinn í Ósló til að
haldinn yrði nýr aðalfundur þar
sem aðalfundurinn hafði verið
ólöglegur að mati embættisins.
Það er því rangt að „Fylkismað-
ur gat ekld teldð afstöðu í mál-
inu vegna þess að lög safnaðar-
ins voru svo ófullkomin að ekki
var hægt að fara eftir þeim".
Ráðning á presti. Þremur
prestum var boðið til viðtals og
var séra Sigrún Óskarsdóttir
ráðin af stjórn safnaðarins ein-
róma eftir að enginn einn af
umsækjendum fékk meirihluta
innan stjórnarinnar. Það er
ranghermt að: ...söfnuðurinn
valdi sér prest þvert gegn vilja
þáverandi formanns safnaðar-
stjórnar, Þórhalls Guðmunds-
sonar, og að það hafi komið til
kosninga kom milli Arnar Bárðar
og Sigrúnar Óskarsdóttur.
Eftir að Dagur hefur birt grein
Guðna Ölverssonar þar sem fag-
legri vinnslu og málsmeðferð
blaðamannsins er mjög ábóta-
vant sem ber vott um þekking-
arleysi og slælega gagnasöfnun,
leyfir undirritaður sér að spyija
ritstjóra blaðsins og lesendur
hvort svona grein sé blaðinu til
sóma.
Athugasemd bluðamanns
I fyrsta lagi er ekki við blaða-
mann Dags að sakast þó DV
hafi eftir Þórhalli Guðmunds-
syni, rétti- eða ranglega, að ill-
deilur séu í íslenska söfnuðinum
í Ósló.
Það er staðreynd að fylkis-
maðurinn í Ósló treysti sér ekki
til að taka afstöðu til kæru Þór-
halls og fylgismanna hans þegar
þeir kærðu aðalfundinn þar sem
vantrausti var lýst á safnaðar-
stjórn hans. Hvort fylkismaður
hefur sagt Þórhalli, eftir á, að
sennilega hafi fundurinn verið
ólöglegur kemur þessu máli ekk-
ert við.
Astæða þess að ekki kom til
kosninga milli séra Arnar Bárðar
Jónsonar og Sigrúnar Óskars-
dóttur var sú að mildll meiri-
hluti safnaðarins hafði gert
stjórninni ljóst að hann vildi
Sigrúnu sem prest vegna starfa
hennar í söfnuðinum með séra
Jóni Dalbú Hróbjartssyni. I
safnaðarstjórn var Þórhallur á
móti Sigrúnu þó svo að stjórnin
hafi á endanum sameinast um
ráðningu hennar.
Þórhallur Guðmundsson sak-
ar mig um óvönduð vinnubrögð
og að ég hafi verið „hlutlægur" í
mínum skrifum. Það er einmitt
það sem ég vil vera, hlutlægur
en alls ekki hlutdrægur. Þórhall-
ur segir að ég geri mitt besta til
að láta Iíta út sem hann beri alla
sök á ósamkomulaginu í ís-
Ienska sölnuðinum. Það gera
viðmælendur mfnir. M.a. fólk
sem sat með honum í stjórn.
Þegar ég vann grein mína tal-
aði ég við sautján manns af báð-
um kynjum. Þar með er talinn
Þórhallur Guðmundsson. Þór-
hallur taldi reyndar að blaða-
maður hefði ekki talað við rétta
fólkið og benti á tvær konur, á
aðalfundinum, sem hann vildi
að ég talaði við. Eg nafngreini
fjóra einstaklinga í grein minni,
þar sem ég reyndi að gera báð-
um „skoðana hópum“ jafn hátt
undir höfði. Bæði Þórhallur og
Asgeir Bragason, sem sat með
honum í stjórn, fengu tækifæri
til að segja skoðanir sínar. Asgeir
notfærði sér það en Þórhallur
ekki þó hann væri margbeðinn
um að skýra frá því hveija hann
teldi orsök meintra illdeilna og
hvað hann teldi athugavert við
störf séra Sigrúnar.
Þórhallur Guðmundsson valdi
hinsvegar að slá sig til riddara
með því að „berjast" fyrir skoð-
unum annarra. Það er oft auð-
veldara en að standa við sínar
eigin skoðanir, ef einhverjar eru.
GÞÖ
Veðrið í dag...
Norðaustanstinnmgskaldi norðvestantil,
norðvestankaldi norðaustanlands en suðvestan- og
vestankaldi sunnan til. Slydduél. Frost 1 til 5 stig
norðantil en hiti 1 til 4 stig um landið
sunnanvert.
Blönduós Akureyri
(C) mrr
» . - -10 -5 -o 5- o- -5- -10- B
Fhn Fös Lau
Mlð j Flm Fös
Þrt Mið
(tv v / r s-v
Egiisstaðir
Bolunaarvík
C) mrr r 15 2) mm
-I 1 “-v"—“n—— J-rl*‘ ■-1 -10 ! ; o- ‘5 í -s- ho i-10i 11
Mán Þri Mið Fim Fös
JJJ
Stykkishólmur
°C} miT l15 ! 101 2) mm
; ; - -10 5- '
1 1 ■ ! -5 j 0- -0 -5- ■ ■■ „ I
Fim Fös
JJ ^
ffí
Þri Miö
Fim Föa
VEÐURSTOFA
ffe’ ÍSLANDS
Veðurspárit
\\ {
Þri Miö
08.04.1999
Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi.
Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst.
Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður
með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s.
Þríhyrningur táknar 25 m/s.
k
Dæmi: • táknar norðvestanátt, 7.5 m/s.
Afmæli Svartra íjaöra
Af því að rétt
skal vera rétt
langar mig að
leiðrétta það
sem segir í inn-
iendri
fréttaklausu í
Degi 31. mars
að í lok mars
væru liðin átta-
tiu ár síðan
Svartar fjaðrir, fyrsta bók Davíðs
Stefánssonar, kom út. Tilefnið
er að Erlingur Sigurðarson flutti
ljóðin f bókinni í Davíðshúsi á
Akureyri í dymbilvikunni. I
rauninni mætti endurtaka þann
afmælislestur síðar, því að full-
víst er að bókin kom út seint á
árinu 1919. - Um þetta leyti
fyrir áttatíu árum var Davíð ekki
að gefa út bók heldur að búa
sig undir stúdentspróf sem hann
lauk vorið 1919. Um sumarið er
hann heima í Fagraskógi, kemur
suður um haustið, sennilega
nokkuð seint, og setur handritið
í prentsmiðju. Hann innritar sig
í Háskólann 11. nóvember, á af-
mælisdegi Matthíasar Jochums-
sonar, sem hefur verið talið
táknrænn fyrirboði. Svartar
fjaðrir koma ekki út fyrr en í
desember, „rétt fyrir jólin,“ seg-
ir í einum ritdómi, og fyrsti
dómurinn birtist í Morgunblað-
inu á Þorláksmessu.
Þetta var svolítil ábending að
gefnu tilefni. En vel sé Erlingi
Sigurðarsyni fyrir að minnast
Svartra fjaðra.
Færð á vegum
í gærkvöld voru allir helstu þjóðvegir landsins eru færir.
Víða er farið að bera á aurbleytu, af þeim sökum eru
þungatakmarkanir víða á veguni landsins.