Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 2
II-LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 SÖGUR OG SAGNIR „Vestur fórk of ver4t Framhald af forsíðu Egils saga er annars næstum því samfelld frásögn af víkingaferð- um, manndrápum og ránum \ríða um Vestur-Evrópu er þeir bræð- ur, Egill og Þórólfur, áttu í um ævina. Hvað sem nú kann að vera hæft í því að þeir hafi gerst Amerísk gæða framleiðsla 30-450 lítrar Umboðs- menn um land allt ARMULI 5 • RVK • SIMI 568 6411 aðal landvarnarmenn og bjarg- vættir Aðalsteins Englakonungs í orrustunni á Vín(u)heiði, sem svo er nefnd í sögunni. Það ber þó að taka fram að Egils saga hefur all nokkra sérstöðu meðal Islendingasagna hvað snertir magn víkingaefnis. I Konungasögum, t.d. Heimskringlu Snorra, er og að finna gífurlega mikið af frásögn- um af víkingaafrekum norrænna konunga og annarra höfðingja á Norðurlöndum. Gera má ráð fyr- ir að hann hafi viðað að sér miklu efni er hann reit hana úr eldri Konungasögum, jafnt í bundnu máli sem óbundnu. Hvort sem við íslendingar erum komnir af víkingum eða ekki, þá er það a.m.k. staðreynd að ekki hættu Islendingar að vega menn enda þótt Víkingaöld lyki og þeir legðu niður heiðinn sið og gerðust kristnir. Þetta á sér reyndar stað víða um hinn krist- na heim, enn þann dag í dag, og er látið óátalið. Fullyrða má að aldrei hafi jafn- margir verið drepnir af jafnlitlu tilefni, sem á f.hl. 13. aldar, eða næstum því tvö hundruð árum eftir að Víkingaöld lauk. Þetta gerðist í deilum höfðingja um yf- irráð yfir landi og lýðum á Sturlungaöld, eins og flestum mun kunnugt. Enda þótt þessar hetjur og vígamenn hikuðu ekki við að Víkingafloti siglir frá Noregi. Leið norrænna sæfara lá víða. Eftir að ísland byggðist voru íslenskir menn í förum með öðrum norrænum höfðingum og kynntust menningu suðiægari þjóða og funduný lönd og álfur í vestri. drepa hvern annan á hinn hroða- legasta hátt þá var veldi kirkjunn- ar orðið það mikið á þeim tíma að þeir sem komust í kirkjur úr bardögum urðu ekki sóttir með vopnum. Var það kallað að gefa grið. Það hefði þó verið hægur- inn einn að höggva þá í spað, nær þeir komu út úr kirkjunum. Svo hundflatir lágu þessir víga- menn fyrir kirkjunnar þjónum að með endemum var, jafnvel þó að þeir væru e.t.v. komnir í beinan karllegg af vikingum og óbóta- mönnum langt aftur í aldir. Mönnum sem höfðu haft það sér til dundurs að henda kornabörn á spjótsoddum, eða þá að plokka augu eða skera tungu úr blásak- lausu fólki, að ekki sé talað um að höggva höfuðið af mönnum sem höfðu það eitt til saka unnið að þeir stóðu svo vel til höggsins. Svo mikið var veldi hinnar rómversk-katólsku kirkju og páfans í Róm og umboðsmanna hans, sem voru erkibiskupar og biskuparnir á Hólum og í Skál- holti, að ef þeir sungu þessar strfðshetjur í bann gátu þeir ekki á heilum sér tekið fyrr en við- komandi aðiljar höfðu afturkall- að það. Alkunnugt er dæmið um Sturlu Sighvatsson, sem varð að ganga suður til róms til þess að fá syndakvittun hjá páfanum fyrir aðför þeirra feðga að Guðmundi Arasyni biskupi. Nokkuð langur göngutúr það, en verður þó vart véfengt, enda oft getið um Róm- argöngur íslendinga á miðöldum. Að sönnu áttu íslendingar sín eigin lög (Þjóðveldislögin), sem var það íyrsta sem sögur herma að fært hafi verið í letur eftir að skriftarkunnátta barst hingað til Iands með kristninni. Hins vegar máttu þessi veraldlegu lög sín heldur lítils gegn hinum kanon- iska rétti, enda var það samþykkt á alþingi árið 1253 að Guðslög skyldu ráða þar sem þau greindi á við landslög. Svo mikið var veldi kirkjunnar á miðöldum. Ekki verður annað séð en að heimilt hafi verið að vega menn, ættu menn eitthvað sökótt við þá, út allar miðaldir og kirkjan lagt blessun sína yfir það. Hins vegar mun hafa dregið mjög úr X Halldór Asgrímsson d Norðurlandi eystra 17. og 18. apríl Ný framsókn til nýrrar aldar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.