Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 6
VI-LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999
MINNINGARGREINAR
Daníel Pálmason fæddist 21.
júní árið 1912 að Gnúpufelli í
Eyjafjarðarsveit. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri 19. mars s.l. Foreldrar
hans voru Pálmi Jónas Þórðar-
son f. 1886, d. 1956, bóndi þar
og Anna Rósa Einarsdóttir Tor-
Iacíus f. 1872, d. 1948. For-
eldrar Pálma voru Guðlaug
Jónasdóttir og Þórður Daníels-
son hjón í Gnúpufelli. Foreldr-
ar Önnu Rósu voru Þuríður
Friðfinnsdóttir frá Seljahlíð og
Einar Hallgrímsson Torlacíus
frá Hrafnagili. Daníel átti
fimm hálfsystkini. Eldri var
sammæðra, Pálína Jónsdóttir
sem lést í barnæsku og yngri
samfeðra systkinin Sigríður
Jónína sem lifir bróður sinn og
Þórður, Þorsteinn og Birgir
sem allir eru látnir. Móðir
þeirra, stjúpmóðir Daníels var
Auður Þorsteinsdóttir frá Ytra-
Dalsgerði f. 1892, d. 1944.
Daníel ólst upp í Gnúpufelli
hjá ömmu sinni og afa og föður
og stjúpmóður. Hann lauk
prófi frá Alþýðuskólanum á
Eiðum árið 1932 og vann einn
vetur á Qórða áratugnum í
byggingavinnu í Reykjavík.
Hann fór að búa með ömmu
sinni sem þá var orðin ekkja í
Gnúpufelli árið 1935. Arið
1950 giftist Daníel, Ingibjörgu
Bjarnadóttir f. 1926 frá
Lambadal í Dýrafirði. Foreldr-
ar hennar voru Sigríður
Gunnjóna Vigfúsdóttir f. 1881,
d. 1964 og Bjarni Sigurðsson f.
1868, d. 1952, hjón á Fjalla-
skaga í Dýrafirði og síðar í
Lambadal. Daníel og Ingibjörg
eignuðust fimm börn. Þau eru:
1) Anna Rósa f. 1950, hjúkrun-
arfræðingur á Akureyri var gift
Sævari Emi Sigurðssyni fram-
kvæmdastjóra. Þeirra dætur;
Linda Björk f. 1973 og Katrín
f. 1981 og dótturdóttir Þórunn
Björk f. 1995. 2) Þórlaug f.
1952, framkvæmdastjóri í
Bandaríkjunum gift Þorsteini
Ernst Gíslasyni flugmanni.
Sonur hennar Tómas Stefáns-
son f. 1976. Faðir hans Stefán
Sveinbjörnsson prentari
Reykjavík. 3) Friðfinnur Knút-
ur f. 1954, verkfræðingur á
Seltjarnarnesi kvæntur Örnu
Þorvalds. leikskólakennara.
Þeirra börn Hilda f. 1976 og
Birkir f. 1982. 4) Svanhildur f.
1958, kennari á Akureyri, gift
Gunnari Jónssyni fram-
kvæmdastjóra. Þeirra synir
Daníel f. 1979 og Sigurður
Þorri f. 1989. 5) Friðjón Ásgeir
f. 1967, slökkviliðsmaður og
múrari, Reykjavík, kvæntur
Heiðrúnu Arnsteinsdóttur
kjólaklæðskera og skrifstofu-
manni. Dóttir þeirra Valdís
Halla f. 1996.
Daníel var alla tíð bóndi í
Gnúpufelli og sinnti auk þess
mörgum störfum fyrir sveit
sína var m.a. oddviti og hrepp-
stjóri og átti sæti í mörgum
nefndum. Þá var hann kennari
um nokkurra ára skeið, bæði
farkennari á fjórða áratugnum
og síðar við barnaskólann í
Sólgarði. Einnig vann hann
mikið að jarðabótum fyrir Bún-
aðarfélag Saurbæjarhrepps á
fjórða og fímmta áratugnum.
Hann var alla tíð mikill áhuga-
maður um skógrækt og hin síð-
ari árin þegar skepnuhúskapur
dróst saman voru kraftarnir
notaðir í skógræktina.
Útför Daníels fór fram frá
Akureyrarkirkju mánudaginn
29. mars s.l.
Danlel Pábnason
Ef ég mætti yrkja, yrkja vildiYeg
jörð.
Sveit er sáðmanns kirkja, sáning
bænagjörð.
Vorsins söngva seiður sálmalögin
hans.
Blómgar akur breiður blessun
skaparans.
Bjami Ásgeirsson.
***
Daníel Pálmason, tengdafaðir
minn, lést á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri föstudaginn 19.
mars s.l. Tuttugu og eitt ár er lið-
ið síðan við hittumst í fyrsta sinn
og man ég vel að ég kveið þessum
fundi töluvert þar sem ég átti að
hitta tengdafólk mitt í fyrsta
skipti. Þegar ég var kynntu fyrir
Daníel, tók hann í hönd mína og
sagði á sinn hógværa og hlýja
hátt: „Komdu sæll og blessaður
Gunnar minn“ og fann ég strax
að ég var velkominn í fjölskyld-
una. Alla tíð síðan kvöddumst við
eða heilsuðumst á þennan máta
og alltaf var sama hlýjan og fest-
an í handtaki Daníels. Hann tók
alltaf báðum höndum utanum
mína. Það var eitt aðaleinkenni
hans, hin mikla hlýja og alúð sem
hann sýndi samferðafólki sínu,
náttúrunni og búpeningi. Þegar
við kynntumst, voru þau hjón
enn með tölverðan búrekstur á
jörð sinni, Gnúpufelli. Hann
byggði upp allan húsakost nema
„Gamla húsið“ sem byggt var
1930 en skemmdist mikið í elds-
voða árið 1956. Þegar litið er
heim að Gnúpufelli má sjá hve
mikill smekkmaður Daníel var.
ÖIl eru húsin í senn, reisuleg og
traust, og heildarmynd bæjarhús-
anna einstaklega falleg. Það er
mér oft umhugsunarefni þegar
ég geng um hlaðið hversu gífur-
leg vinna það hefur verið að
koma upp öllum þessum húsa-
kosti sem allur er steyptur fyrir
árið 1960. Daníel var mjög list-
fengur og hagur í höndunum og
ber uppbygging jarðarinnar þess
glöggt merki. Þá var skipulag
innandyra þannig að allt var gert
til þess að auðvelda vinnuna,
hvort sem það var í gripahúsum
eða við heimilisstörfín. Betur
vinnur vit en strit, var eitt af hin-
um mörgu spakmælum sem á
lofti voru. Eg hafði ekki verið í
sveit á mínum yngri árum og
kunni ekkert til verka við þau
margvíslegu störf sem vinna þarf
til sveita. Strax fyrsta sumarið
erftir að ég tengist fjölskyldunni
fórum við í heyskap og fór þar
Daníel fremstur í flokki og var
unun að fylgjast með því hvernig
hann vann og stjórnaði vinnunni
við heyskapinn. Hann var af
þeirri kynslóð sem fæddist í torf-
bæ og lifði því alla þá gjörbylt-
ingu sem orðin er á híbýlum og
tækni. Hann ólst upp við að öll
vinna til sveita var unnin með
berum höndum og frumstæðum
áhöldum og upplifði þróunina til
dagsins í dag, þar sem manns-
höndin kemur vart nálægt hinum
ýmsu störfum Iengur. Á sama
tíma eru sveitir landsins að Ieggj-
ast í eyði. Daníel var umhugað
um að þau tæki og áhöld sem
keypt væru til að auðvelda bú-
reksturinn væru af bestu fáan-
legri gerð, og kynnti hann sér allt
sem í boði var á sinn nákvæma
og víðsýna hátt áður en ákvörðun
var tekin. Eftir að tækin voru síð-
an komin í hans eigu var passað
uppá að fara vel með þau. Hann
yfirfór þau og grandskoðaði
reglulega, fylgdist með hvort ekki
þyrfti að smyija smurkopp hér og
bletta með málingu eða bronsi
þar. Þessi natni og ótrúlegi dugn-
aður skilaði sér vel í endingu
tækjanna í Gnúpufelli og má til
gamans geta þess að fyrsta drátt-
arvél Daníels, Farmal árgerð
1944, hefur alla tíð verið gang-
fær og er enn ef menn vildu nota
hana. í þá daga stóð heyskapur í
6-8 vikur. Nú heyja ungu bænd-
urnir allt á 1-2 vikum.
Daníel var bóndi af lífi og sál.
Honum þótti óendanlega vænt
um jörð sína og var alla tíð
óþreytandi að hugsa um og hlúa
að henni, tína gijót úr túni og
uppræta njóla. Hvergi var lófa-
stór blettur vanhirtur. Hann var
mikill áhugamaður um skógrækt
og löngu áður en að skógrækt
varð eins almenn og er £ dag, girti
Daníel töluverða spildu af jörð
sinni upp í Sölvadal Jþar sem
birkileifar voru fýrir. I dag er
þetta fallegur gróðurreitur og er
kallað að fara upp í „Skógarhólf"
þegar farið var til þess að líta eft-
ir reitnum. A sjötugsafmæli
Daníels gáfu börn hans honum
töluvert magn tijáplantna sem
settar voru niður í „Hálsinn"
sunnan við bæinn, í hólf sem þau
hjón höfðu girt þar. Þetta er nú
orðinn myndarlegur reitur, því
þessar afmælisplöntur voru ein-
ungis upphafið og mikið bæst við
síðan, bæði í þetta hólf og önnur
í landareigninni.
Athygli vakti orðaforði og vönd-
uð og fallega íslenska sem Daníel
talaði. Hann var mikill málrækt-
armaður og var mjög annt um að
börnin töluðu vandað mál. Kona
mín segir mér að ósjaldan hafi
pabbi hennar Ieiðrétt þau þegar
þau sögðu eitthvað vitlaust og þá
var það gert þannig að ekki var
verið að skammast með hávaða,
heldur leiðbeint með þögnum
eða með því að sjúga fast upp í
nefið og ungviðinu þannig gefið
til kynna að rétt væri að yfirfara
setningarnar eða orðin og gera
betur næst. Daníel var afar fróð-
ur og Ias mikið bækur um ís-
lenskan fróðleik og ævisögur.
Hann þjáðist þó af augnsjúkdómi
og oft komu tímabil sem hann gat
lítið lesið. Þá hafði hann mikið
yndi af ljóðum og kunni ótrúlegt
magn af þeim og átti til að taka
við ef menn rak í vörðurnar,
einnig ef hendingar voru á lofti
og menn komu ekki fyrir sig
hvaðan þær voru, var auðvelt að
spyija Daníel sem yfirleitt kom
með svarið á sinn hógværa og lít-
illáta hátt.
Hann var einstaklega vel að sér
í landafræði og náttúrufræði, og
engu líkara en hann hefði farið
um landið þvert og endilangt og
út um allan heim. Eg átti þess
kost að fara nokkrar ferðir um
landið með honum og er ógleym-
anleg sú mikla þekking og fróð-
leikur sem hann bjó yfir um þá
staði sem við áttum leið um. Alla
tíð fylgdist Daníel vel með þjóð-
málum og hafði sínar skoðanir á
þeim. Ekki fóru skoðanir okkar
alltaf saman og ræddum við oft
um stjórnmál og sýndist sitt
hveijum en ekki skorti Daníel
rökin því alltaf lágu að baki skoð-
unum hans, mikil þekking á mál-
efninu sem hann hafði tileinkað
sér úr blöðum og útvarpi. Þá
voru skoðanirnar gjarnan settar
fram á þennan sérstaka kímna
hátt sem var svo ríkur þáttur í
fari hans.
Daníel naut mikils trausts
sveitunga sinna og margir leituðu
til hans með margvísleg mál og
reyndi hann að leysa hvers
manns vanda. Hann var strang-
heiðarlegur og trúr. Þegar ég
kynnist honum hafði hann að
mestu lagt niður trúnaðarstörf
fyrir hreppinn, en hafði bæði
gegnt oddvita- og hreppstjóra-
störfum. Einnig kenndi hann um
nokkurra ára skeið, bæði sem
farkennari á Ijórða áratugnum og
síðar í Sólgarði.
I seinni tíð hefur búskapur að
mestu lagst af á nokkrum hæjum
í næsta nágrenni Gnúpufells og
svo er einnig þar. Þessi staða í ís-
lenskum landbúnaði á sér eflaust
margar skýringar, en ekki var það
auðvelt fyrir þennan metnaðar-
fulla mann sem aldrei sætti sig
við hokur að horfa uppá þessa
hrörnun landbúnaðarins. Eg veit
að Daníel átti ekki auðvelt með
að horfast í augu við þá stað-
reynd að enginn varð til að taka
við búi á þessari góðu og stóru
jörð þar sem forfeðurnir hafa
gengið um í heila öld og það var
erfitt að halda öllu í horfínu svo
ekki yrði skömm að þegar aldur-
inn færðist yfír.
Eg tel það forréttindi mín að
hafa kynnist Daníel Pálmasyni
og hafa átt hann fyrir tengdaföð-
ur. Hann var óvenjulegt val-
menni, sem ætíð tók manni fagn-
andi og var svo einstaklega þakk-
látur, þó maður gerði ekki annað
en að Iíta inn. Honum þótti afar
vænt um börn sín og var mjög
stoltur af þeim, þó svo að hann
væri ekki alltaf að flíka því enda
dulur og hljóðlátur. Hann hvatti
þau til að mennta sig og notaði
oft máltækið að heimskt væri
heimaalið barn. Það sama á við
um barnabörnin. Hann var ekki
maður sem tók þau á kné sér og
hossaði þeim, heldur Ieiddi hann
þau um jörðina til þess að skoða
skepnurnar eða skógarreitina, og
bauð þeim með í ökuferð á drátt-
arvélunum. Þessar ferðir veit ég
að eru sonum mínum ógleyman-
legar og eru varðveittar sem kær-
ar minningar, nú þegar afi þeirra
er farinn til þess að yrkja jörð
annarsstaðar. Genginn er vitur
maður. Hann skildi margar perl-
ur eftir börnum sínum til um-
hugsunar. Hann veiktist af
lungnabólgu 10. mars og fljótt
varð séð að hann hefði það ekki
af, eins og hann sagði sjálfur.
Aður en hann missti rænu sat
dóttir hans við sjúkrabeð hans og
þau ræddu skáldskap og listir.
Þegar umræðurnar voru komnar
að atómljóðum og abstraktverk-
um lét dóttirin í ljósi þá skoðun
sína að sumt af slíkum verkum
væri hnoð og undirmáls-
mennska. Þá kvað hann uppúr
með það að „maður skyldi fara
varlega í að dæma sokka og vettl-
inga sem prjónaðir væru með
öðru Iagi“. Þetta var síðasta perl-
an sem hann lét börnum sínum
eftir fil umhugsunar. Eg þakka
honum dýrmæta samfylgdina.
Blessuð sé minning þessa
mikla öðlings.
Gunnar Jónsson.
Allt hefur sinn tíma, að lifa hef-
ur sinn tíma, að deyja hefur sinn
tíma. Nú er Daníel á Gnúpufelli
allur. Eg kynntist Daníel um
haustið 1979, er við hjónin kom-
um í heimsókn í Gnúpufell með
tengdaföður mínum. Þeir voru
náfrændur. Strax og við komum í
hlað og heilsuðum Gnúpufells-
fólki var augljóst hvern mann
Daníel hafði að geyma. Vinarþel-
ið og kærleikurinn var áberandi
þáttur í fari hans. Síðan kynntist
ég einnig öðrum þáttum í skap-
ferli Daníels, sem voru trú-
mennska, seigla og stefnufesta.
Glettni var einnig ríkur þáttur í
skapferli hans. Mér er t.d. í
minni grátbroslegar kímnisögur,
sem hann sagði manni grafalvar-
legur og lét þess þá getið í Ieið-
inni að Eyfirðingar væru heldur
alvarlegt fólk og leiðinlegt.
Hugstæðastur er mér þó rækt-
unarmaðurinn Daníel Pálma-
son. Einhvern tíma sagðist hann
ekki hafa mikinn áhuga á bú-
skap. Hins vegar hafði hann
mikinn áhuga á ræktun og
gróðri. Ræktunaráhugi hans
varð til þess m.a. að þegar hann
varð þess var við fjárskiptin
1949, að birkiteinungar voru
farnir að teygja sig upp úr sverð-
inum ofan við Núpárgilið í
Sölvadal, þá girti hann um 8 ha.
landsspildu til friðunar skógar-
ins. Þarna er nú vöxtulegur
birkiskógur, sem að mestu er
sjálfsáinn.
I þennan birkiskóg hafa þau
hjón plantað nokkrum barrtrjám
m.a. sitkagreni, í nafni barna
sinna. Anægja Daníels yfír þess-
um tijágróðri öllum var mikil og
ekki síst yfir þeim lággróðri, sem
óx upp í skjóli birkiskógarins.
Blágresið og jarðarberin voru
honum kær og fjölbreytnin óx í
skjólinu.
Oft skruppu þau hjónin bæði
ein og með öðrum til að njóta
umhverfisins. Ekki skemmdi hlý-
leiki Sölvadalsins eða tign Kerl-
ingar, sem blasir við í Vesturhöll-
um.
Þau hjón létu ekki þar við sitja
að friða teiginn í Sölvadalnum,
heldur plöntuðu tijám, aðallega
heima undir bæ. Auk þess sem
allt að 70 ha. spilda, sem að
mestu er á áreyrum milli Möðru-
valla og Gnúpufells var friðuð
fyrir all nokkrum árum, þar vex
nú upp ungskógur.
Með þakklæti kveðjum við
frændann og landbótamanninn
Daníel Pálmason. Vinar er sakn-
að. Innilegar samúðarkveðjur
sendum við Ingibjörgu konu
hans, börnum og barnabörnum.
Grétar Guðbergsson.
íslendingaþættir
birtast í Degi alla
laugardaga.
Skilafrestur vegna
minningargreina er til
þriðjudagskvölds.
Reynt er að birta allar
greinar eins fljótt og
verða má, en
ákveðnum
birtingardögum er ekki
fofað.
Æskilegt er að
minningargreinum sé
skilað á tölvutæku
formi.
XWflT
ÍSLENDINGAÞÆTTIR