Dagur - 24.04.1999, Qupperneq 2

Dagur - 24.04.1999, Qupperneq 2
18 - LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 HELGARPOTTURl N N Jón Ársæll Þórðarson. Hinn vinsæli sjónvarpsmaður Stöðvar 2 Jón Ársæll Þórðarson, sem að öðrum ólöstuð- um hefur verið aðalsprautan og ímynd „ís- lands í dag“ mun nú ætla að hætta í þættin- um, Skarð Jóns Ársæls verður vandfyllt enda eru flestir sammmála um að hann sé hold- gerving þáttarins enda höfundur frasans vin- sæla: „Svona er ísland í dag!" Jón mun þó ekki vera að fara langt því hann er að fara í heimildaþáttagerð á Stöð 2... Sumarfólk sjónvarpsstöðvanna er smám saman að birtast á skjánum og aðrir að detta af honum. Þar á meðal er Kjartan nokkur Björgvinsson sem hefur verið kolkrabbi í vetur. Sögusagnir herma að Kjartan þessi gerist blaðamaður á DV um leið og þátturinn fer af skjánum og sumar- dagskráin tekur vió enda hefur hann átt þar viðdvöl áður. Ekki fer sög- um af öðru kolkrabbaliði og þeirra sumartiktúrum. Landsmenn nutu sumardagskrárinnar í veð- urblíðu víðast hvar um landið á fimmtudaginn var enda eins gott, menn eiga ekki að þurfa að þola rigningu og rok í upphafi sumars! Hvað um það, í Reykjavík gerðu víðreist Gunni og Felix með skemmtidagskrá fyrir ungt fólk og fjölskyldufólk og alls konar fólk og vöktu feiknalukku. Þeir sungu og sprelluðu og dönsuðu og skemmtu sjálfum sér og öðr- um. Sérstaka athygli vakti orðasmíð þeirra fé- laga en Gunni söng lagið „Bfddu þar til nammið kemur til þfn“ þar sem fjallað er meðal annars um fyrirbærið „kókopelsín". Fyrir þá sem ekki vita þýðir það víst kók og appelsín... Knattspyrnufélagið Þróttur heldur uppá 50 ára afmæli sitt síðar á þessu ári og einsog annara stórfélaga er siður hafa þau fengið sagnaritara í.sfna þjónustu. Síðustu mánuði hefur Jón Birgir Pétursson, blaðamaður á DV og þar áður á Degi, sem hefur verið í fé- laginu allt frá upphafi, setið við og skrifað sögu félagsins sem áformað er að komi út í ágúst. Jón Birgir var á stofnfundi félagsins fyrir réttum 50 árum sem var haldinn í göml- um hermannabragga í Gnmsstaðaholtinu í Reykjavík - og hefur hann fylgt félaginu æ síðan þó það sé fyrir löngu flutt með starfsemi sína inn að Sundum og hann sjálfur búi í Fossvogin- um og ætti' því í öllu falli að vera Víkingur. Bókin heitir Lifi Þróttur og hana mun prýða fjöldi mynda úr starfi félagsins. Og áfram um Jón Birgi eða öllu heldur af- kvæmi hans, verkefnisstjórann Karl Pétur Jónsson sem Ifka starfar á DV [auk þess að vera stjórnarformaður Leikfélags íslands) og hefur þar verið öflugur í félagslífinu. Sá var f óvissuferð með fótboltafélaginu sínu, ung- mannafélaginu Ragnan Reykjavík, þegar þeir félagarnir óvart og mjög skyndilega ákváðu að taka þátt í karaoke-keppni starfsmanna DV, tóku með léttu lögin Sitting on the Dock of the Bay, With a Little Help from my Friend og You Never Walk Alone og það var ekki spurning. Sigurinn var í höfn. Það er hugur í austfirsku bókmenntafólki. Á dögunum var fundur á Breiðdalsvík þar sem rætt var um stofnun bókaútgáfu sem á að sinna útgáfu á verkum andans jöfra, austan- lands. Þar voru þau Gísli Sverrir Árnason frá Höfn í Hornafirði og Anna Margrét Birgisdóttir skipuð til þess að kanna grund- völlinn að stofnun fyrirtækis. Það er rithöfund- urinn Guðjón Sveinsson sem er aðalhvata- maðurinn að bókaútgáfu í fjórðungnum. Nú er í undirbúningi útgáfa Ijóðasafns með Ijóð- um núlifandi Austfirðinga, það ber heitið Aldrei gleymist Austurland sem er samnefnt Ijóðasafni sem kom út á sjötta áratugnum. Það er Ijóðafélag Austurlands sem gefur bókina út en formaður þess er Magnús Stef- ánsson aðstoðarskólastjóri á Fáskrúðsfirði. Helgarpotturinn heldur áfram að hrista fram úr ermunum fróðleiksmola um Söngvakeppi evrópskra sjónvarpsstöðva. Allmargir söngvarar hafa tekið þátt í keppninni, ekki náð að sigra.en orðið frægir síðar. Nú eða þá verið frægir fyrir en samt sem áður ekki riðið feitum hesti frá þátttökunni. Gunnar Helgason. Kanntu meinlaust slúður og skemmtisögur úr félags- lífinu? Þekkirðu athyglisvert fólk? Sendu okkur fréttir og áhendingar til birtingar í Helgarpottinum. Dagur c/o helgarpotturinn, Þverholti 14, 105 Reykja- vtk eða á netfangið: ritstjori@dagur. Frá afhendingu Menningarmálanefndar á sumardaginn fyrsta. Á myndinni eru frá vinstri: Þorgeir Þorgeirsson og Kristjana Arndal eigendur hússins að Brekkugötu 27a, Tryggvi Gislason skólameistarí og húsráðandi í MA, Sólveig Baldursdóttir myndhöggvarí sem fær starfslaun til sex mánaða, Þröstur Ásmundsson formaður Menningarmálanefndar og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjórí. mynd: sbs Sólveig fær starfs- laun listamanns Starfslaunatímabil bæjarlistamanns á Akureyri stytt úr heilu ári í hálft. Tilkynnt var um val á bæjarlistamanni og viðurkenningar fyrir endurbætur gamalla húsa veittar á sumardaginn fyrsta. Kunngert var á sumardaginn fyrsta um val á listamanni sem hlýtur starfslaun Akureyrarbæjar fyrir sumarið 1999. Fyrir valinu varð Sólveig Baldursdóttir, myndhöggv- ari á Akureyri, sem hefur gert mörg kunn listaverk. Þröstur Asmunds- son, formaður menningarmála- nefndar, kunngerði um valið og til- kynnti jafnframt að sú breyting hefði verið gerð að stytta tímabilið sem hver listamaður nýtur launa; úr heilu ári í hálft. Er það m.a. gert svo fleiri megi launa njóta. Verður í framtíðinni tilkynnt um val á lista- manni á sumardeginum fyrsta og á fyrsta vetrardegi. Metnaðarfullur listamaður „Sólveig Baldursdóttir er metnaðar- fullur listamaður," sagði Þröstur Ásmundsson þegar hann rakti lista- mannsferil hennar. Hún er fædd 1961 og hefur búið á Akureyri und- anfarin ár. List sína nam Sólveig hér á landi, í Danmörku og á Italíu - og hefur hún haldið sýningar á verkum sínum vfða. Ymsir hafa fengið hana til að gera verk fyrir sig, s.s. Útflutningsráð, Utanríkisráðu- neyti, Akureyrarbær og fleiri. „A þessari upptalningu má sjá að Sól- veig Baldursdóttir er glæsilegur fulltrúi akureyrskra myndlistar- manna og vel að starfslaunum kom- in,“ sagði Þröstur Ásmundsson í ávarpi sínu. Eitt hið tilkomumesta í bænum Þá voru við þetta sama tilefni veitt- ar samkvæmt tillögu húsafriðunar- nefndar viðurkenningar til umráða- manna og eigenda tveggja gamalla húsa á Akureyri fyrir viðhald og endurbætur á þeim. Annarsvegar ræðir um hús Menntaskólans á Ak- ureyri og hinsvegar Brekkugötu 27a. - Um Menntaskólahúsið segir að það sé eitt hið tilkomumesta í bænum og standi þar sem hæst ber. Setji það sterkan svip á bæjarmynd- ina, en viðurkenninguna fái for- ráðamenn Menntaskólans fyrir stöðugt og markvisst viðhald. Um Brekkugötu 27a segir að endurbæt- ur á húsinu hafi tekið mið af upp- haflegum stíl og uppruna, en húsið sé verðugur fulltrúi fyrri kynslóða steinsteyptra húsa á íslandi. Það standi á viðkvæmum stað og sé mik- ilvægur hluti þeirrar bæjarmyndar á Akureyri sem byggðin við Brekku- götu sé. „SBS. MAÐUR VIKUNNAR ER LESTRARHESTUR... í þessari viku bókanna er maður vikunnar að sjálfsögðu lestrarhesturinn. Þótt þeim fari að vísu fækkandi sem háma í sig bækur samkvæmt nýrri könnun þar að lút- andi. Hinn sanni lestrarhestur í dag virðist einna helst vera vinstrisinnaðar konur; þær eru líklegastar til að lesa meira en tíu bækur á ári. Gott hjá þeim. i

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.