Dagur - 24.04.1999, Síða 9
Dí^wr
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999- 25
innar. Er Samfylkingin endan-
lega búin að taka Evrópumálin
af dagskrá?
„Evrópumálin eru á dagskrá
og hljóta alltaf að vera það
vegna þess að við erum í nánu
samstarfi við Evrópulöndin.
Samfylkingin hefur mjög skýra
stefnu í þessu máli og hún er
óbreytt og tekur ekki mið af
„hjartans máli“ eins eða neins.
Evrópumálin eru á dagskráog
hljóta að verða það áfram enda
er f stefnu Samfylkingarinnar er
kveðið skýrt á um nauðsyn þess
að vera með stöðuga fræðslu.
Það hefur verið samkomulag
milli allra flokka um þjóðarat-
kvæðagreiðslu ef sótt yrði um
aðild. Samfylkingin krefst þess
einfaldlega að allur almenningur
sé það vel upplýstur að hver ein-
staklingur greiði atkvæði út frá
þekkingu, ekki vegna þess að
það hafi komið flokkslegar fyrir-
skipanir."
- Er þetta ekki skoðanaleysi?
„Nei, þetta er ekki skoðana-
leysi, en við viljum ekki segja nei
eða já fyrir alla framtíð. Við vilj-
um hafa forræði yfir auðlindum
Islendinga og við viljum tryggja
sjálfstæði þjóðarinnar. Við erum
sammála um að miðað við
ástandið í dag munum við ekki
sækja um aðild að Evrópusam-
bandinu á næsta kjörtímabili."
- Nú eru komnar fram nýjar
upplýsingar um að sjávarútvegs-
stefna ESB sé ekki sú gríðarlega
hindrun sem menn hafa talið
hana vera?
„Það hefur ekki fengist stað-
fest mér vitanlega, en það væru
ný tíðindi ef Island og önnur
sambærileg ríki ættu eftir sam-
þykkta aðild að Evrópusam-
bandinu að fá að halda sínum
óskoruðu yfirráðum yfir auð-
Iindum hafsins án íhlutunar
þess. Evrópusambandið er að
endurskoða sína sjávarútvegs-
stefnu. Þeirri vinnu er hvergi
nærri lokið. Við skulum bíða og
sjáum hvað út úr því kemur.“
Sæmir ekki
forsætisráðherra
- / kosningabaráttunni hefur
Framsóknarflokkurinn slegið sér
upp á eiturlyfjavandanum. Er
Framsókn ekki að stela glæpnum
afykkur?
„Nei og ég spyr hverju hann
ætti að vera að stela. Mér finnst
dálítiðsérkennilegt að hlusta á
formann Framsóknarflokksins
bjóða fram til forystu í barátt-
unni gegn aukinni vímuefna-
neyslu hér á landi þar sem
Framsóknarflokkurinn hefur
farið með þessi mál síðustu fjög-
ur ár, í heilbrigðisráðuneytinu
og félagsmálaráðuneytinu.
Menn hafa neitað að horfast í
augu við vandann og hafnað til-
lögum Samfylkingarfólks á Al-
þingi um til dæmis auknar fjár-
veitingar til Barnaverndarstofu
og neitað að sjá til þess að for-
eldrar ungra fíkniefnaneytenda
njóti sömu réttinda og foreldrar
langveikra eða fatlaðra barna.
Þeir hafa hafnað því að setja
aukið fjármagn í meðferð fyrir
unga fíkniefnaneytendur þannig
að fjölskyldur þeirra geti tekið
þátt í meðferðinni en við höfum
ítrekað farið fram á það að gert
verði átak í þeim efnum. I raun
hefur vímuefnaneysla barna og
unglinga ekki verið viðurkennd
sem heilbrigðisvandamál nema í
orði, ekki á borði. Á þessu verð-
ur að taka.“
- Davíð Oddsson hefur gagn-
rýnt ykkur fyrir að vilja bara
auka útgjöld ríkisins og hugsa
ekkert um tekjuhliðina?
„Þetta sýnir bara hvað hann
og félagar hans eru hræddir og
hvað þeir eru rökþrota. Og ég
um. Spurningin nú er hvort
Sjálfstæðisflokkurinn eða Sam-
fylkingin fái forræði við Iands-
stjórnina."
- Ertu að tala um Vinstri-
græna?
„Eg er að tala um smærri
framboðin og þar með Vinstri-
hreyfinguna - grænt framboð og
segi fuílum fetum að þeir sem
greiða þeim atkvæði nú séu í
raun að sitja hjá í þessum átök-
um á milli hægri og vinstri afl-
anna í þjóðfélaginu, jafnvel að
leggja hægri öflunum lið. Vinstri
menn hafa alltof oft farið fram
undir því yfirskini að lýðræði
felist í því að hafa sem mest um
að velja í kosningum. Þetta hef-
ur ekki skilað árangri. Það er
kominn tími til að breyta. Það er
mikil þörf á öflugum félags-
hyggjuflokki í íslensku þjóðfélagi
í dag. Hér eru að verða til stórir
hópar fólks sem ekki njóta þessa
svokallaða góðæris. Stjórnar-
flokkarnir hafa komið núna, eins
og iðrandi syndarar, og sagt „æ,
æ, við ætluðum ekki að vera
svona harðir, við hefðum ekki átt
að skerða barnabæturnar og taka
bílastyrkina af fötluðum, við
hefðum átt að bregðast fyrr við
eiturlyfjavandanum og við hefð-
um átt að hækka ellilífeyrinn og
örorkuh'feyrinn". Þetta hafa þeir
uppgötvað á síðustu vikum og
ætla að bæta um betur. Mér
finnst bara sorglegt að það skuli
vera fólk innan okkar raða sem
horfir framhjá því að við erum
sterkari saman. Tvískinningur-
inn er náttúrulega rosalegur þeg-
ar menn segja við samtök launa-
fólks: „við erum sterkari saman,
myndum stór samtök, sameinum
BSRB og ASI“, en mæla á sama
tíma gegn samvinnu í pólitísku
starfi þar sem kjör fólks ráðast
ekki síður en í kjarasamningum,"
segir hún og spyr: „Er það trú-
verðugur málflutningur að á
pólitískum vettvangi sé allt í lagi
að kljúfa liðið og segja: sköpum
sem flesta valkosti og látum lýð-
ræðið ráða.“
Ekkert velt
stólunum fyrir mér
- Efvið leikum okkur aðeins með
ráðuneytin eftir kosningar.
Hvaða ráðuneyti myndir þú vilja,
fjármálaráðuneytið eða kannski-
dómsmálaráðuneytið?
„Eg hef ekkert velt ráðherra-
stól fyrir mér. Núna fer öll orkan
í það að kynna stefnu Samfylk-
ingarinnar og vinna henni fylgi.
Það má vera sem heyrst hefur
að þeir séu að Ieika sér að þessu
í Sjálfstæðisflokknum og Fram-
sóknarflokknum með mennta-
málaráðuneytið og heilbrigðis-
ráðuneytið og önnur ráðuneyti,
jafnvel samninga um að Halldór
fái að taka við forsætinu í lok
næsta kjörtímabils haldi þeir
áfram að mæra Sjálfstæðisflokk-
inn og vinna með honum áfram.
Ég held að við leyfum þeim að
eyða tíma sínum í þess háttar
umræður. Við höfum annað að
gera núna.“
- En hver er ykkar forsætisráð-
herraefni eftil kemur?
„Davíð Oddsson ræðir þetta
mál mikið í viðleitni sinni til að
vera helsti skemmtikraftur þjóð-
arinnar og kallar mig blaðafull-
trúa og fleiri nöfnum til að
reyna að lítillækka mig. Eg gæti
með sama hætti kallað hann
sjálfskipaðan bókmenntagagn-
rýnanda þjóðarinnar, en í okkar
huga sem stöndum að Samfylk-
ingunni er þetta mál ekkert grfn.
Það er alveg ljóst að ég hef verið
valin til forystu í Samfylking-
unni í kosningabaráttunni og
verði Samfylkingin kölluð til
stjórnarmyndunarviðræðna eftir
kosningar mun ég leiða það
ferli."
menntamálum, heilbrigðismál-
um, um velferðarkerfið, byggða-
málum, atvinnumálum og um-
hverfismálum, að ekki sé talað
um fjölskyldu- og jafnréttismál.
Við höfum líka lagt fram fjár-
hagsáætlun ríkisins til fjögurra
ára. Við höfum reiknað þetta út
í krónum og aurum. Þess hefur
verið krafist af okkur og við höf-
um orðið við þeirri kröfu. Okkur
finnst gott að við ein skulum
sýna þessa ábyrgð. Við höfum
sett fram tillögur um útgjöld, en
fylgt þeim eftir með tillögum um
tekjur á móti og uppstokkun á
ríkiskerfinu sem hefur í för með
sér hagkvæmari rekstur ríkisins.
Mottóið er hallalaus fjárlög."
aði sem þjóðin ber af nýting-
unni. Fyrir utan sjávarútveg vil
ég til dæmis nefna þau verð-
mæti sem felast í erfðaefni ís-
lenskrar náttúru og nú er verið
að færa einkaaðilum að hluta til
án eðlilegs endurgjalds. Við
leggjum til að umhverfis- og
mengunarskattar verði notaðir í
ríkari mæli sem stýritæki og að
þeir skili tekjum. Við viljum láta
fara fram endurskoðun á verka-
skiptingu og tekjustofnum ríkis
og sveitarfélaga. Loks viljum við
breyta tekjuskattskerfinu með
fjölþrepatekjuskatti og breyta
fjármagnstekjuskatti þannig að
þeir borgi sem hafa raunveruleg-
ar og miklar fjármagnstekjur."
/E, æ, við ætluðum ekki...
- Samfylkingin hefur komið illa
út úr skoðanakönnunum að und-
anförnu. Yrðir þú ánægð með 30
prósent atkvæða?
„Það er náttúrlega fráleitt að
segja að Samfylkingin hafi kom-
ið illa út úr skoðanakönnunum
undanfarið. Ætti stjórnmálaafl
sem hefur þriðja hvern kjósanda
með sér að kvarta undan slæmri
útkomu? Kjósendur hafa trú á
okkur. Auðvitað viljum við meira
og þurfum til að geta breytt
þjóðfélaginu. Eg tel mikilvægt
að fólk geri sér grein fyrir því að
Samfylkingin er raunverulegt og
öflugt mótvægi við frjálshyggj-
una og hægri öflin í stjórnmál-
verð að segja að það sæmir ekki
forsætisráðherra þjóðarinnar að
tala með þessum hætti. Við
hljótum að gera þá kröfu að for-
sætisráðherra landsins fari rétt
með og ræði málefnalega í stað
þess að gera fólki upp skoðanir
og vera með eilífa útúrsnúninga.
Eg hlýt að auglýsa eftir hans eig-
in stefnuskrá sem enn hefur
ekki birst og hvað hún muni
kosta. Hann hefur ekki enn sagt
okkur hvað loforðaflaumurinn
frá síðasta landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins muni kosta, en fljótt
á litið er þar ekki um að ræða
tölu undir 40-50 milljörðum
króna. Við höfum hins vegar lagt
fram trúverðuga stefnuskrá í
- Hvemig litur þessi fjárhagsá-
ætlun út í stuttu máli?
„Utgjöldin eru um 35 milljarð-
ar á kjörtímabilinu, jafnt skipt
niður á kjörtímabilið. Við reikn-
um með 2,5 prósenta hagvexti
og viljum ekki fara hærra af því
að við teljum það óábyrgt og
styðjumst þar við Þjóðhagsstofn-
un. Við viljum hækka trygginga-
gjald um eitt prósentustig á
stærri fyrirtæki og teljum að
það þurfi að skoða skattalegt
umhverfi smærri atvinnufyrir-
tækja til þess að styrkja stöðu
þeirra. Við teljum eðlilegt að
þeir sem nýta auðlindirnar borgi
sanngjarnt leigugjald til þjóðar-
innar og taki þátt í þeim kostn-
- RÚV hefur verið mikið t um-
ræðunni að undanförnu, ekki síst
fyrir tilstilli Davíðs Oddssonar. Er
ekki bara tímabært að einkavæða
Ríkisútvarpið?
„Eg held að það sé mjög nauð-
synlegt að hafa öflugan ríkisfjöl-
miðil sem segi fréttir og skýri þær
án afskipta stjómvalda, fjölmiðil
sem gegni álcveðnu öryggis- og
menningahlutverki. Það getur vel
verið að það sé tímabært að fara
ofan í það hvert á að vera verk-
efni ríkisfjölmiðils. Eftir að búið
er að komast að niðurstöðu og
rammafjárveiting er til staðar þá á
auðvitað að láta fagfólk á þessum
Qölmiðli um að reka hann, án af-
skipta stjórnmálamanna."
„Það er náttúrlega fráleitt að segja að Samfylkingin hafi komið illa út úr skoðanakönnunum undanfarið. Ætti stjórn-
málaafl sem hefur þriðja hvern kjósanda með sér að kvarta undan slæmri útkomu?“ spyr Margrét.