Dagur - 24.04.1999, Síða 15
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 - 31
. LÍr U(u xj'TÍLL J
Snyrtilegir strákar
Heiöarí Ecco buxum [6.900]. Diesel peysu [5.900] og Fresh jive skyrtu [6.900].
Stuttbuxurnar eru eins og sniðnar fyrir íslenskar aðstæður því þær geta líka verið
síðar. Neðri hluta skálmanna er hægt að festa við stuttbuxurnar með rennilás sem
ekki sést þegar búið er að festa.
finndu frelsið í fordfiesta
á aðeins milljón og tólf
www.brimborg.is
IMOKÍA
5110
- Hafa strákamir saina áhuga
á tísku og stelpurnar?
„Já. Þeir eru harðari og svíkja
ekki merkin sín. Þeir eru trygg-
ir sínu merki og maður þarf að
vera mjög sannfærandi ef mað-
ur ætlar að koma Diesel-aðdá-
anda í Levi’s,“ segir Hanna
Hlíf Bjarnadóttir. - HI i
Sigurjón í Diesel buxum [6.900],
Levi's vesti [4.200] og Levi’s skyrtu
[4.900].
Hvernig munu ungir
karlmenn klæðast í
sumar? Hvaða litir
verða ríkjandi, hvað
breytist?
Um eitt ár er síðan Levi’s Stone
búðin var opnuð á Akureyri og
stærstur hluti viðskiptavina þar
er á aldrinum 15-25 ára. Hanna
Hlíf Bjarnadóttir verslunarstjóri
segir þó fólk á öllum aldri koma
í búðina til hennar. Hún hefur
aðeins verið að prófa barnaföt
frá Diesel og varðandi eldri
mörkin segir hún að til dæmis
komi karlmenn yfir sextugu til
að kaupa Levi’s gallabuxur.
Stráka- og stelputískan helst
yfírleitt nokkuð í hendur, hug-
myndirnar eru sóttar til sama
tíma og nú er 1970 tískan áber-
andi hjá strákunum, rétt eins og
hjá stelpunum. Jafnvel Ieitað
enn lengra aftur og nú þykir
flott að vera eins og James Dean
- í bol innanundir skyrtunni.
Buxurnar verða ekki eins víðar
og verið hefur, skálmarnar verða
þó útvíðar og skórnir eru að
verða fínlegri. Köflóttar skyrtur
virðast vera nokkuð áberandi.
„Þetta er ekki alveg eins diss-
aralegt og var,“ segir Hanna Hlíf
og bendir á buxurnar sem nú
eru þrengri og ef til vill snyrti-
Iegri myndi einhver segja. „Það
eimir eftir af 1970 tískunni. Nú
er allt að verða þrengra. Þetta er
miklu flottari tískan heldur en
hefur verið."
- Hvað um litina?
„Ljósblátt er mjög áberandi en
samt eru meiri litir hjá ungling-
unum en þeim eldri. Rauðu Iit-
irnir eru líka hjá strákunum en
sá bleiki ekki alveg eins mikið.“
■
Þrir snyrtilegir: Heiðar
Hauksson í Dieseljakka
[8.900] , Diesel skyrtu
[4.900] og G-star buxum
[8.900] . Hjörtur Jónsson í
Dieseljakka [7.900], G-
star buxum [8.900] og
Levi's bol [4.200]. Sigurjón
Helgason f Diesel buxum
[6.900] og Levi’s flíspeysu
[7.900] . myndir: brink
Hjörtur í Levi’s bol [5.900].