Dagur - 24.04.1999, Side 17

Dagur - 24.04.1999, Side 17
 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 - 33 LÍFIÐ í LANDINU Hvernig er falleg manneskja? Getur spikfeit kona verið fallegri en sú þvengmjóa? Getur kona í hjóla- stól verið fallegri en sú sem tekur þátt í fegurðar- samkeppni? Já, segja flestir viðmælendur Dags. Útgeislunin skiptir öllu máli. Það er innri maðurinn sem hefur úrslitaáhrif á fegurð einstaklingsins. ...Munið þið að dæma ei eftir útlitinu menn, en ýmsum yfir þessa hluti sést. Því til er það aðflagð er undir fögru skinni enn, Enfegurðin að innan þykir hest. ... (Ur Minningu um tnann eftir Gylfa Ægisson) „I texta á nýja diskinum mínum segi ég að fegurðin sé svo afstæð en samt þrái ég fagra og góða mær. Tilfellið er að ófríða fólkið sækir miklu meira á en fallega fólkið. Mér finnst fallega fólkið oft falla í áliti. Að innan finnst mér sá vera fagur sem er góður við dýr og góður við fólk, fatlað fólk og gamalt fólk og alla sem eru minni máttar. Það er svo einfalt," segir tónlistarmaðurinn landsþekkti úr Eyjum, Gylfi Æg- isson. Gylfi, sem mörg lögin hefur gert fræg og þá ekki síst þegar hann syngur um fegurðina í Minningu um mann, var blautur meðan hann bjó í Eyjum og kynntist þar sjómönnum og drykkjumönnum sem allir voru drengir góðir og vildu engum illt. „Það er þannig sem ég skil- greini innri fegurð,“ segir hann og rifjar upp þegar hann sá kvik- myndina Fílamanninn fyrir mörgum árum. „Þessi mynd var svo vel leikin að manni var farið að þykja ofsa- Iega vænt um Fílamanninn þó að hann væri algjört skrímsli að sjá.“ Gylfi segist venjulega reyna að kynnast fólki fordóma- laust og dæma það ekki eftir fyrstu kynnum en „þetta er svo- lítið skrítið því að maður sér stundum strax á fólki að það er ekki eins og það þykist vera. Það hefur komið fyrir mig.“ - Hvernig erfalleg kona? „Það er kona sem er góð og heiðarleg og lagleg þannig að flest fólk sjái það. Síðan getur það líka verið kona sem ekki er lagleg en góð og hjartahlý." - Hver er fallegasta manneskja sem þú hefur kynnst? „Eg held að það sé fyrrverandi tengdamóðir mín, Rebekka Hagalín. Hún er mjög sérstök kona, góð og einlæg, skilnings- rík. Hana prýðir allt það besta sem hægt er að finna í einni manneskju." Birtist í ótrúlegustu myndum „Mér finnst fegurð eiginlega birtast í ótrúlegustu myndum og oft kynnist maður fólki sem manni finnst vera venjulegt í upphafi en með tímanum verður það afskaplega fallegt. Þá held ég að maður finni fegurðina mikið til í innri manni. Svo er til fólk sem flassar mikilli fegurð á mann í fyrsta skipti sem maður sér það en þegar upp er staðið finnst manni það fólk kannski elckert fallegra heldur en hitt fólkið sem vinnur sig inn á mann með hinu mótinu,“ segir Sigurður Gestsson, vaxtarrækt- arfrömuður á Akureyri. Sigurður segir erfitt að skil- greina nákvæmlega hvað það er sem skapi innri fegurð. „Það sem ég skynja mikið er þegar stafar eitthvað gott frá fólki án þess að maður geti endilega fundið nákvæmlega hvað það er. Manni líður vel í návist þess og yfirleitt er þetta þá heiðarlegt og gott fólk. Við erum hérna með ýmsa hópa af fólki í þjálfun, til dæmis koma hingað þroskaheft- ir og fleiri. Margt af því finnst mér alveg ofboðslega fallegt fólk. Þau eru svo góð og blíð og svo ánægð, þakklát fyrir það sem við gerum bérna. Þarna skynjar maður mikla fegurð." Hin líkamlega fegurð skiptir Sigurð einnig máli, enda hefur hann ótæmandi áhuga á manns- líkamanum og í starfi sínu segist hann skynja mjög vel hvernig líkama hver og einn hefur og það sé mikið atriði þegar skil- greina á fegurð. „Mér finnst vaxtarræktarkonur ekki fallegar, svona eins og þær eru á erlend- an mælikvarða," segir Sigurður. „Þær eru í raun orðnar að karl- mönnum. En konur eins og eru að keppa í „fitness" hjá okkur um helgina eru ofboðslega fal- legar konur. Þær hafa fallegan vöxt og vel þjálfaðan líkama án þess að vera komnar með of- boðslega mikla vöðva. Það finnst mér mikil fegurð hjá konum.“ En hver skyldi þá vera falleg- asta manneskjan að dómi Sig- urðar? Hann er ekki í vafa um það: „Það er dóttir mín, Antonía Sigurðardóttir." Glaölyndi og jákvæðni „Ég myndi segja að fegurð sé ákveðin útgeislun, eitthvert sambland af sjálfsöryggi og að hafa sig til,“ segir Nanna G. Yngvadóttir, snyrtifræðingur á Akureyri. Hún segist nýlega hafa lesið skemmtilega grein í er- lendu blaði þar sem því var haldið fram að fólk gæti Iifað alla sína ævi og dáið án þess að nokkur hafi uppgötvað að það væri ekki fallegt.“ Þetta er fólk sem hugsar vel um sig, hárið, húðina, klæðnaðinn og fleira og fer almennt vel með sig. Þetta fólk hefur einhveija útgeislun og ytri fegurð sem gerir það eftir- tektarvert og fallegt. Síðan er innri fegurð annar hlutur.“ - Hvað skapar öðru fremur innri fegurð? „Ég beld að það sé glaðlyndi og jákvæðni. Fólk sem er alltaf ánægt og jákvætt er alltaf fal- legt. Frá því kemur stöðug feg- urð. Þetta á bæði við um karla og konur.“ - Hver er fallegasta manneskja sem þú hefur séð? „Linda Pétursdóttir, ekki spurning." „Vöðvinn" á milli eyrnanna „Nútíminn einbeitir sér að hinni ytri fegurð," segir Haraldur Ingi Linda Pétursdóttir. Nafn hennar kemur oftast upp í hugann þegar spurt er um fallega konu. Haraldsson, forstöðu- maður Listasafnsins á Akureyri. „En í allri lík- amsræktarumræðunni er það „vöðvinn" á milli eyrnanna sem er best að rækta. Það er hann sem er alfa og omega, upphaf og endir á allri okkar tilvist." Haraldur Ingi segir skapandi hugsun skipta einna mestu máli varðandi innri fegurð. „Þar sem maður sér fólk koma saman, gera eitthvað sem er frjósamt og maður sér mjög gjarn- an í listum.'1 Haraldur Ingi var nýkominn af sýningu nemenda Myndlistaskólans á Ak- ureyri þegar hann var fenginn til að spek- úlera um fegurðina. „Það var einmitt svona og óskaplega gaman að sjá bálið, hið skapandi bál í þvf sem fólkið var að fást við. Svona hlut- ir gefa mér mikið.“ - En hvað er þá ekki fallegt varðandi hinn innri mann? „Vísbendingar um afturhald og einangrunarstefnu. Ef maður getur verið fallegur inni í sér eða íjótur inni í sér þá er það Ijóta að reyna á einhvern hátt að ráða yfir öðrum, eitthvað í þeim dúr.“ - Eitthvað í hinni ytri fegurð hlýtur að gleðja þig. „Nú er sólskin og fagurt. Það er ekkert eins gaman og að kíkja út um gluggann og sjá fallega stelpu ganga framhjá." Haraldur Ingi segist meta fegurð á annan hátt hjá körlum en hjá konum. „Já, það geri ég, vegna þess að kynhlutverkið sem maður er í litar auðvitað allt saman. Það er engin ástæða til að neita því. Hinsvegar leita ég eftir gæðum hugsunarinnar, bæði hjá körlum og konum. Fyrir þeim er ég spenntastur. En hinsvegar, þrátt fyrir að vera hamingjusamlega giftur, þá er voðalega gaman að sjá falíega stelpu á góðviðris- degi.“ - Hver er fallegasta mann- eskjan sem þú hefur séð? „Á Kennedy-flugvelli, fyrir rúmum tíu árum, sat ég og beið eftir flugvél. Allt í einu gengur framhjá mér fimm manna fjöl- skylda. Þetta fólk var líkast til frá Afríku en með hörundslit sem ég hef aldrei séð áður. Það er helst hægt að líkja honum við blýant, þann gráma. Þetta fólk var eitthvað það glæsilegasta fólk sem ég hef séð.“ Heildarmyndin „Mér finnst erfitt að skilgreina fegurð, hún er eitthvað sem maður upplifir hjá hverri mann- eskju. Það er öll heildarmyndin, útlit manneskjunnar og útgeisl- un hefur rosalega mikið að segja. Maður þarf helst að þekkja fólk aðeins til að finnast það fallegt. Það er ekki nóg að horfa á fallegar útlínur, fegurðin þarf líka að koma innan frá,“ segir Elín Gestsdóttir, fram- kvæmdastjóri Fegurðarsam- keppni Islands. - Eru ekki ákveðnar kröfur í fegurðarsamkeppninni, hvert brjástummál og mittismál á að vera? „Almenna reglan er sú að stúlkurnar séu ekki of lágvaxnar og hafi rétt hlutföll í lík- amanum en við mælum þær ekki. Allar útlínur og bygging verða að vera rétt, þar næst er spum- ing hvað þær era £ fal- legu formi og hvað þær hreyfa sig vel, loks er það andlitið. Það er eiginlega allur pakkinn sem dóm- arar þurfa að skoða. Stúlkumar era búnar að stunda í líkamsrækt í marga mánuði áður en þær taka þátt í keppn- inni.“ - Hvernig er fallegur karlmaður? Þarf hann ekki að vera svolitið herðahreiður? „Jú. Þetta eru yfirleitt fþróttalegir strákar, sem eru í góðu formi, þó að þeir séu ekkert endilega nein vöðvabúnt." - Gæti manneskja í hjólastól orðið ungfrú ís- land? „Nei, það er ekki hægt vegna þess að við þurf- um að senda ungfrú Island út um allan heim. Þær þurfa að standa uppi á sviði og ganga og sýna hvernig þær líta út. Þetta væri erfitt fyrir konu í hjólastól.“ - Hver er fallegasta manneskja sem þú hefur séð? „Ég á erfitt með að svara því, ég umgengst svo margar fallegar manneskjur. Ætli það sé ekki bara mamma mín, Guðrún Kristjánsdóttir. Svo finnst mér dætur mínar rosalega fallegar.“ -hi/ghs Sendið okkur tilnefningar Dagur hefur ákveðió að efna til santkeppni um herra og ttngfrú innri fegurd. Lesendur eru hvattir til að senda inn tilnefningar með mynd af fegursta einstaklingum, konu ogleða manni, ásamt rök- stuðningi af hverj u viðkomandi er tilmfndur. Látið nafn og heimilis- fang sendatuia fylgja mcð. Dagur b/t fegurð, Þverholti 14, 105 Reykjavik

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.